Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 11

Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUrPgESSANlODESEMBERig^ B Æ K U R & PLÖTUR B 11 Skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA BUBBI ER ÞRIGGJA STÓRMENNA MAKI Enn kannar PRESSAN hvað og hverjir eru í uppá- haldi hjá þjóðinni. Og af tónlistar- mönnum er það Bubbi Morthens. Hann er þrisvar sinnum vinsælli en næsti maður og halaði inn fleiri at- kvæði en þrír næstu menn. Bubbi er konungur rokks- ins á íslandi. Hann endar á frímerki. 1. BUBBIMORTHENS Er nauðsynlegt að skjóta þá? gæti verið eðlilegt að spyrja Bubba. Er nauðsynlegt að vera svona langt íyrir ofan fé- laga sína? Er ekki nóg að vera vinsælastur? Þarf að lítillækka alla hina? Hver svo sem svörin við þessu kunna að verða er auðséð að Bubbi Morthens er vinsælasti tónlistarmaður Islands. Hann er Kim Larsen íslands. 2. GUNNAR ÞÓRÐARSON Fyrsti kossinn hefur sannað að lengi býr að fyrstu gerð. Frá því Gunnargældi fyrst viðþjóðina hefur hann umbreyst í Nestor poppsins. Núkyssirhann enginn nema í mestalagi á höndina. Að minnsta kosti eldd eftir að Sin- fónían tók hann upp á arma sína. 3. SIGRÍÐUR BEINTEINS- DÓTTIR Eitt lag enn söng Sigga og hef- ur sannarlega staðið við það. Hún, Stjórnin og Grétar hafa dælt vinsældapoppi í lands- memi, tvívegis verið fulltrúar fslands í Evrópukeppninni í dægurlagapoppi og spilað um hverja helgi fyrir þau sexhundruð manna sem komast fyrir á Hótel Islandi. Ein- hverjir þeirra hafa komið Siggu í þriðja sætið. 4. EGILL ÓLAFSSON Slá ígegn er nokkuð sem Egill Ólafsson hefur gert ff á því hann var í menntó; í meðvituðu gáfamannarokki, útfríkuðu gleðipoppi, þjóð- legu sauðskinnsrokki og revíu- poppi. Og í bíómyndum, á sviði og sem lesari undir auglýsingum. Miðað við framboðið á Agli er kraftaverk að þjóðin skuli ekki vera búin að fá nóg. Það er galdur Egilsoggull. 5. MEGAS Guð býr í garðslöngunni amma og gaddavímum, galeið- unni og nánast hvetju sem er. Það er því allskyns fólk á þessum lista og þar á meðal er Megas, sem er elskaður þráttfyrir að hafa gert fleira til að verða hataður en nokkur annar á hstanum. 6. KRISTJÁN jóhannsson Turnarían í Tosca hæfir Krist- jáni Jóhannssyni vel. Ekki bara vegna þess að hann syngur hana betur en aðrir heldur ekki síður vegna þess að hann ber af öðrum tenórum íslenskum. Hann gnæfir yfir þá eins og turn — þeg- arhann syngur. Eins og loftbelgur —þegar hann talar um eigin ff ama, ff ægð og getu. 7. KK Vegbúinn hann Kristján Krist- jánsson hefur átt greiða leið að hjarta þjóðarinnar; ekki bara með kassagítarnum sínum heldur kyn- þokkanum einnig (hann er nýj- asta nafnið á listanum yfir kyn- þokkafyllstu karlana). Hann er popparinn sem kom inn úr kuldanum í Svíþjóð. 8-9.DIDDÚ Nína og Geiri urðu heim- ihsvinir í hverju húsi á íslandi fyrir tilstihi Diddúar. Það var löngu eftir að hún varð það sjálf en löngu áður en hún varð sú óperustjarna sem hún er í dag. 8-9. BJÖRK GUÐ- MUNDSDÓTTIR Bella símamcer var ekki fædd í gær og þótt Björk Guðmundsdóttir líti út fyrir það þá er ekki svo. Þrátt fýrir ungan aldur og enn ung æðislegra útlit á hún lengri feril í poppinu en margir helmingi eldri. Tappi tíkarrass, Kukl, Sykurmolar, tríó Guðmund- ar Ingólfssonar og sólóferill. 10-11. ANDREA GYLFA- DÓTTIR Stelpurokk er ekki eins vinsælt og strákarokk samkvæmt þessum lista. Andrea, Björk og Diddú eru þó undantekningar — eins og lagið sem Andrea söng. 10-11. JÓHANNG.JÓ- HANNSSON Don’t Try to Fool Me fékk ís- lensku þjóðina til að trúa því að hún gæti unnið Eurovision — bara með því að taka þátt í keppn- inni. Sá draumur er búinn, en Oð- maðurinn og melódíuffamleið- andinn Jóhann G. er enn grun- samlega ofarlega á þessum lista miðað við mann sem er nán- ast sestur í helgan stein framkvæmdastjóra tónlist- arbars. 12-14. ÞÓRIR BALDURS- Brúðar- skórnir lögðu und- irsig vinstra hjartahólfið í kvenþjóð heillar kynslóð ar. Og þeir eru þar enn. Nema Þórir hafi fengið atkvæðin ffáþeim semeru hrifnir af útsetning- um hans fýrir Donnu Summer. 12-14. STEFÁNHILM- ARSSON Égþekkiþig og Stefán og félagar í Sálinni þekkja langanir ís- lenskuþjóð- arinnar. Að minnsta kosti fótafimiþarfir hennar. Þeir hafa hlaðið upp vinsældapopp- lögumoggersigr- uðu í vinsælda- vali PRESSUNN- AR síðastliðið 12-14. MAGNÚS EIRÍKS- SON Braggablús og aðrir blús- ar, semíblúsar og mel- ódískari lög Magnúsar eru þjóðargersemi — sér- staldega þau sem urðu til fýrir Gleðibankann. Sá banki varð hvorki Magnúsi né þjóðinni til gleði. Það er eins og hann sé vart búinn að ná sér enn. 15-16. GUÐMUNDUR JÓNSSON Jónki tröll hefur slegið í gegn að nýju. Gunnar FJjálmarsson, poppgagnrýnandi PRESSUNN- AR, gaf sólóplötu Guðmundar að minnsta kosti fjórar stjörnur. 15-16. SIGFÚS HALLDÓRS- SON Litlaflugan er þjóðsöngur fs- lendinga þótt þeir neyðist til að syngja eitthvað annað ófuhir og þegar aðrir heyra tíl. Og ef Litla flug- an þykir ekki nógu fi'n þá á Sigfús nokkur hundruð annarra þjóðarsöngva. 17-18. BJÖRGVIN HALL- DÓRSSON Þó líði ár og öld þá verða alltaf til þeir fslendingar sem elska Björgvin Halldórsson. Það er alveg sama þótt hann hætti að syngja og látist vera bissnessmað- 17-18. HELGIBJÖRNSSON Efég væri guð þá léti ég Helga Bjömsson ofar á þennan lista. Hann er atorkusamur poppari. 19-21. BERGÞÓR PALSSON Kannski er ástin... hitt eða þetta og kannski er Bergþór Páls- son óperusöngvari eða dægurlagasöngvari, árs- hátíðaskemmtir eða - kynnir. Hitt er Ijóst að hann á sér hóp aðdá- enda. 19-21. RAGN- ARBJARNA- Vert'ekki að horfa svona alltafá mig ekki að ósk sinni. Þótt hann sé farinn af Sögu upp í Ártún og sumargleðin liðin þá á hann enn sína aðdáendur. Kannski er það bókin eða útvarpsþættirnir. 19-21. SIGRÚNEÐ- VALDSDÓTTIR Djöflatrillusónata Sigrúnarásamt barnslegu karisma hennar hefur komið henni hæst á þennan lista afklassískum hljóðfæraleik- urum. Nema ef það skyldi vera fiðlusöínunin eða ein- söngslögin sem hún syngur á fiðluna sína í jólaplötuflóðinu. ATLIHEIMIR S VEINSSON Silkitromman hans Atla mun aldrei njóta almenningshylli. Ekki frekar en Atli sjálfur. Ekki eftir að hann fékk að rása um Rlkisút- varpið á meðan það hafði einkaleyfi á Ijósvakanum. Bing. Dong. Djudjudju. Ping. SIGVALDI KALDALÓNS Ég lít í anda liðna tíð og heyri sönglög Sigvalda Kaldalóns eins og svo margir aðrir. SIGURÐUR BJÓLA / bláum skugga varþað lag sem hélt lífinu í hippunum löngu eftir að þeir áttu að vera dauðir. Á endanum dugðiþaðekki til. Þeir hurfu og með þeim Sigurður Bjóla úr poppinu. En ekki úr hugum þeirra sem enn muna hippamóralinn og sakna hans. HAUKUR MORTHENS Til eru fræ og sum þeirra verða aldrei blóm en önnur blómstra svo að enginn verður samur efdr að hafa barið þau augum. Svipað má segja um Hauk og lögin sem hann söng. INGIMAR EYDAL Flalló, Akureyri og hér má loks sjá norðanmann á listanum. Og það væri guðlast og skömm efþað væri einhver annar en Ingimar sjálfur Eydal. öðruen nafninu og fannst að Cortes gæti endalaust á sig blóm- um bætt þegar hann var óperu- stjóri í Gamla bíói. Þá var hann líka alltaf í aðalhlutverki. JÓN ÁSGEIRSSON Maístjarnan mun lengi lýsa hann Jón upp. Nema ef vera skyldi að hann væri hér fulltrúi ff amlags tónlist- argagnrýnenda. EIRÍKUR HAUKSSON Gleðibankinn. Eiríkur hefur opnað útibú í Noregi en er samt ekki gleymdur hér heima. PÁLL ÍSÓLFSSON ídagskein so'/þóttístutta stund væri. En sólin hans Páls skín endalaust. SIGRÍÐUR ELLA MAGN- ÚSDÓTTIR Habaneran í Carmen hefur heillað marga og verið leið messósóprana að eyrum og hjörtum samferðamannanna. ÖRVAR KRISTJÁNSSON Sunnanvindur feykir örvari inn á listann, einum harm- onikkuleikara. ÁRNIKRISTJÁNSSON Mínútuvalsinn er þraut fýrir píanóleikara. Þá þraut að komast á þennan lista leysti hins vegar enginn píanóleikari annar en Árni Kristjánsson, sem er líkast til þeirra allra elstur. FRIÐBJÖRN G. JÓNSSON Undir bláhimni Skagafjarðar hafa hundruð tenóra blómstrað " "" ijörn er ekki sístur. Það finnst Skagfirðing- um í það minnsta og þeim sem eiga plöt- urnar með Skagfirsku söngsveitinni. VALGEIR GUÐJÓNSSON Ég held éggangi heim söng Valgeir og var ekki bara að meina að hann ætlaði ekki að aka drukkinn. Hann hefur gengið heim og haldið sig að mestu utan poppsins undanfarin GARÐAR CORTES Blómaarían í Carmen, sem Cortes söng um árið, á við hann. Sérstaklega í eyrum þeirra sem eru lítið inni í óperum. Þeir áttuðu sig nefnilega ekki á Bókin sem Guð- bergur skrifaði nœstum því ATLIMAGNÚSSON IKRÖPPUM SJÓ. HELGIHALL- VARÐSSON SKIPHERRA SEGIR FRÁ SÆGÖRPUM OG SVAÐILFÖRUM ÖRN OG ÖRLYGUR 1992 Einu sinni sagði Guð- bergur Bergsson að hann langaði að skrifa ævisögu hins dæmigerða Islend- ings. Nú hefur Adi Magnússon tekið af honum ómakið. Sá Helgi Hallvarðsson sem birt- ist á bókarkápu líkist að vísu fremur stoltarlegum Kremlverja að veifa alþýðunni meðan allt lék í lyndi þar eystra. (Áður en lengra er haldið: Bókarkápan er hroðaleg smíð — mynd, letur og litir.) Skipherrar Landhelgisgæslunn- ar eru einu stríðshetjurnar sem ís- lendingar hafa eignast. Þeir kom- ust á svipaðan stall og „strákamir okkar“ í handboltalandsliðinu gerðu síðar. En það er langt um liðið. Sextán ár síðan síðasta land- helgisstríðinu lauk. Það er farið að fenna í sporin. Helgi Hallvarðsson segir miklu gerr frá skipunum sem hann sigldi en nánustu ættingjum. Hann lýsir skipum af ástríðu, smæstu smáatriði eru tíunduð. Tilfmningar í garð annarra eru ekki bornar á torg. Og kannski er það ekkert skrýt- ið. Það eru 46 ár síðan hann réðst sem viðvaningur á Óðin, 72 Iesta trébát. Hægt og bítandi vann hann sig upp metorðastigann og endaði sent skipherra á flaggskipinu Tý. Hann háði marga snerru við Bretann og þótti harðskeyttur. Sjálfur segir hann óteljandi sögur af þeim viðureignum, og er ósköp hóflega laundrýldinn einsog vera ber. En þetta eru iðulega skemmtilegustu kaflar bókarinn- ar. Annarstaðar er lopinn teygður of mikið. Helgi hefur fjöl- gamansögur að segja; þær falla of oft undir þá skilgreiningu Nóbelsskáldsins á íslenskri fyndni að byrja hvergi og enda hvergi. Það er raunalegt til þess að vita að íslenskir fiskimenn kalla liðs- menn Landhelgisgæslunnar sjald- an annað en „sápusailora“. Þvílíkt gengisfall á hetjunum okkar! Skipherrann segir líka ýmislegt af starfi sínu í pólitík, hann lang- aði einu sinni á þing fyrir Sjálf- stæðisflokkinn en hafði ekki er- indi sem erfiði. Hann kemst lík- lega næst því að sýna tilfmninga- semi þegar hann tíundar af nokk- urri beiskju hvernig forystumenn Sjálfstæðisflokksins komu í veg fyrir að kornung dóttir hans yrði sett í fjórða sæti listans á Reykja- nesi 1974. Helgi Hallvarðsson virðist vera einkar jarðbundinn og farsæll maður. Hann hefur skoðanir á landhelgismálum og björgunar- málum og tíundar þær í bókinni af einurð. En orðin eru bara of mörg. Á bókarkápu er fullyrt að Helgi Hallvarðsson sé „sú manngerð sem með erlendum þjóðum hefði safnað að sér heiðurspeningum, krossum og stjörnum á vígvelli“. Það getur vel verið. Það breytir ekki þeirri staðreynd að íslenska útgáfan er ósköp dauf. Atli Magn- ússon er flinkur blaðamaður og hefur skrifað skemmtilegar bæk- ur, en hér nær hann sér ekki nógu vel á strik. Efnið nær aldrei að lifna við; persóna bókarinnar er hversdagsleg, hefðbundin, venju- leg. Það er búið að stela glæpnum hans Guðbergs. Og hann getur prísað sig sælan. Hrafn Jökulsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.