Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 7

Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992 B 7 Islensk fyndni BÖÐVAR GUÐMUNDSSON KYNJASÖGUR MÁLOG MENNING, 1992 ■k ánsdóttur, og hún gerir líka mynd við hverja sögu sem er vel til fúndið og prýðir bókina. Jón Hallur Stefánsson Bók Böðvars Guðmundssonar var til- nefnd til fslensku bókmenntaverðlaun- anna. Jón Hallur Stefánsson, gagnrýn- andi PRESSUNNAR, er hins vegar ekki ýkja hrifinn af þessari bók Böðvars. IVið fslendingar höfúm gaman af að skopast að náunganum, bændur segja skussasögur, heimskupör eru tíunduð í kaffitímum, at- hafnamenn segja fyndnargjaldþrotasögur og ritdeilur ganga næstum undantekning- arlaust út á það að hanka andstæðinginn á einhverjum skoplegum mistökum. Þessi afstaða til náungans og lífsins hefur verið íslenskum smásagnahöfundum mikil uppspretta undanfarin ár, hvert kímni- sagnasafnið hefúr rekið annað, misgóð en flest vel skrifúð, léttvæg og frekar metnað- arlítil. Mörg þessara smásagnasafna eiga það sameiginlegt að höfúndarnir eru karl- menn og hafa gert betur á öðrum sviðum bókmennta. Það væri ósanngjarnt að neffia nokkur nöfo hér en fyrsti stafúrinn byrjar á Birgir Sigurðsson, Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Ólafur Gunn- arsson... best ég undanskilji Þórarin Eld- járn. í þennan hóp getum við nú bætt Böðvari Guðmundssyni. Kynjasögur Böðvars eru sex talsins og allar ágætlega skrifaðar, Böðvar er ekki bara lipur penni heldur skrifar hann trú- verðug samtöl og hefúr gott vald á margs konar stíl. Þeim mun meiri synd að engin af þessum sögum nær að verða góðar bókmenntir: þær hanga í að vera boðleg- ur skemmtilestur en eru hvorki nógu ögr- andi né nógu sannar til að rata réttu leið- ina að hjarta eða heila reyndari lesenda. Við erum til í fyndnar bækur, mikil ósköp, en bara ef þær uppfylla það hlut- verk sitt að hræra í tilfmninga- eða vits- munalífi okkar, jafnvel hvatalífi okkar einsog spennusögur og klám, en við vilj- um vera hrærð. Það er rithöfúndarins mál hvernig hann uppfyllir þetta miskunnar- lausa skilyrði, mín skoðun er sú að kímni- sögur geti virkað ágætlega, svo ff amarlega sem höffindurinn sé að gantast með eitt- hvað sem honum er heilagt. Böðvar fi'flast hins vegar aðallega með trúmál og ófull- nægða ástarþrá, og á þann hátt að maður ályktar sem svo að þar fari trúlaus maður í góðu hjónabandi. Það er enginn sár eða angurvær eða ískyggilegur tónn í hlátri Böðvars, hann híar á persónur sínar úr öruggri fjarlægð. Bókin byrjar á sögunni Snorratorrek sem segir frá endurkomu Snorra Sturlu- sonar frá Himnaríki til íslands, lipur texti og fyndinn á stöku stað en að öðru leyti er þetta virkilega neyðarleg saga, sú lang- versta í bókinni. Þar hjálpast að ódýr hug- mynd, groddalegur skólastrákahúmor og erindisleysa: okkur er annars vegar sagt að tímarnir og íslenskan hafi breyst frá tímum Snorra, og það vissum við fyrir, hins vegar að Snorri sé bölvaður auli, og það finnst okkur ekkert varið í að heyra. Þessi saga er sú eina sem ekki tengist bældum hvötum, leiðarstefi bókarinnar einsog kemur fram í tvíræðum titlinum. Tvær sögur fjalla um fólk úr íslenskum nútíma, önnur þeirra, Norður og niður, Qallar um hjónabandserfiðleika og hefði getað orðið góð, ég hef á tilfmningunni að skopstQlinn standi henni fyrir þrifum; hin nútímasagan, Svarri víkingur og Song Yong, miðar og skýtur á auðvelt skotmark úr þjóðlífinu og veit svo ekki hvað hún á að gera við líkið. Sagan Sköpun er lang- sótt dæmisaga kringum þá freudísku kenningu að bældar hvatir séu uppspretta listar og menningar. Ég hef aldrei kunnað að meta þá hugmynd. Betri saga er Þáttur af Pétri páfa, um ferð páfa til íslands; mannlýsingin er hlý og skemmtileg þótt sjálff sögueffiið sé einkennilega út í hött. Riddari, jómfrú, dreki er best heppnaði textinn, stíllinn bráðskemmtilegur, per- sónurnar fyndnar og teiknfrnyndalegar og allt í lagi með söguna, nema hvað hún líð- ur fyrir ofskýringu höfúndar í lokin. Kápan er ágæt, eftir Sigurborgu Stef- Svartir brúbarkjólar KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR Fyrsta skáldsaga göldróttrar sagnakonu um ástina í öllum myndum. Sagan er í senn grimm, Ijúf, Ijót, falleg, gróf, fínleg - og fyndin! O O CQ og menmng LAUGAVEGI 18, SÍMI (91) 24240 & SÍÐUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688577 LjÓÐ ÚR AUSTRl kínversk og iaponsk uóð helgí hálfoanarson Ljób úr austri HELGI HÁLFDANARSON Loksins eru aftur fáanlegar þýöingar Helga Hálfdanarsonar á fornum japönskum og kínverskum Ijóöum. Þessi bók ergersemi. MállMlog menning LAUGAVEGI 18, SIMI (91) 24240 & SIÐUMULA 7-9, SIMI (91) A ) 688577 f Vertu með -draumurinn gæti orðið að veruleika I MERKISMENN HF

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.