Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 10
B 10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10, DESEMBER 1992 Hvar ætlar þú að geyma jólafötin? S T R A X Fataskápar, 100 cm með 2 hurðum, 5 hillum, fataslá og sökkli: Plasthúðaðir verð frá kr. 1 5.900 Við eigum einnig ýmsar aðrar gerðir klæðaskápa á góðu verði, til afhendingar strax. I I Gásar Borgartúni 29, sími 62 76 66 ! e V/SA RAÐGREIÐSLUR Ekkert út og afborganir til allt að 18 mánaða Eintóna og þreytandi EINAR ÖRN GUNNARSSON BENJAMÍN ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ 1992 ★ Skáldsagan Benjamín er þriðja verk Einars Arnar Gunnarsson- ar. Sagan segir frá Benjamín, frægum myndlistarmanni, sem dvelur eitt sumar hjá ungum frænda sínum sem stundar nám í læknisfræði. Benjamín verður áhrifavaldur í lífi frænda síns og fræðir hann látlaust um gildi listarimwr í mannh'finu. Höfundur sagði í útvarpsviðtali að boðskapur sögunnar væri sá að lífsfylling- una sé að finna í listinni. Myndlistarmað- urinn Benjamín verður þó hvorki sann- færandi né einlægur fulltrúi þessa sjónar- miðs. Það er ákaflega erfitt, en reyndar ekki ómögulegt, að lesa söguna án þess að fá þá hugmynd að Benjamín sé fyrst og fremst þreytandi uppskafningur. Hinar löngu einræður hans sem fylla bókina bera þess helst merki að hann ætli þeim að komast inn í „Fleyg orð og spakmæli11: „Ég hef aldrei fundið þennan Guð sem mennirnir eru endalaust að staglast á. Fyrir mér er hann líkastur Rauðhettu sem vappar um með kærleikann í körfu; brauð handa ömmu... en það er ég sem er villtur í skóginum og verð úlfinum að bráð“ og „Eiiífð nægir ekki fíflinu til að ausa af viskubrunni sínum. Við lærum allt lífið, en fi'flið kennir frá fyrsta degi.“ Það má hafa skemmtun af þessu yfir- borðskennda hjali í nokkurn tíma, en þegar líður á sögu fer það að verða ein- tóna og þreytandi, og þá mest vegna þess að höfundur virðist taka það fullalvarlega. Sagan er hvorki nógu vel byggð né rækilega hugsuð. Á einum stað eftir langa MOIRE -gluggatjaldaefni, einlitt. 1.45m á breidd. Verð kr. 1.120 m BAÐMULLARFÓÐUR 1.40m á breidd. Verð kr. 580 m bassettl ný mynstur og lækkað verð. Vorum að fá nýja sendingu af fallegum Bassetti- efnum og rúmteppum í stíl. Mrrmm GLUGGATJÖLD SÍÐUMÚLA 35, SÍMI: (91) 680 333, FAX: (91) 680 334 Góðar bækur betri fflOf ENN HLÆR ÞINGHEIMUR HÖRPUÚTGÁFAN Stekkjarholti 8 -1 O, 300 Akranesi -Síöúmúli 29, 108 Reykjavík Árni Johnsen og Sigmund Jóhannsson Ný gamanmál og skopmyndir af stjprnmálamönnum, skemmtiefni fyrir fólk.á öllum aldri. Bók sem er engri annarri lík, Sannkallab krydd í tilveruna. Verb: Kr. 2980,- pr*- ALLSHERJARGOÐINN Sveinbjörn Beinteinsson og Berglind Gunnarsdóttir Sveinbjörn Beinteinsson skáld, bóndi og kvæbamabur hefur verib umdeildurog misskilinn, en hver er hann? í þessari forvitnilegu bók rifjar hann upprpörg atvik ævi sinnar, hjónaband og kynni af samtíbarfólki. Verb: Kr. 2980,- LÍFSGLEÐI Vibtöl og frásagnir um líf og reynslu á efri árum. Þórir S. Gubbergsson skrábi í þessari bók greina sjö eldri borgarar frá ánægjulegri reynslu á efri árum. Einnig eru í bókinni upplýsingar og leibbeiningar fyrir fólk á eftirlaunaaldri. Jákvæb bók um efni sem snertir marga. Verb: Kr. 2480,- ræðu Benjamíns segir: „Marta samþykkti endemis þvæluna sem helberan sann- leika.“ Gallinn hér er sá að ffændinn segir alla söguna og þegar hér er komið hefur hvergi komið fram að honum þyki ffændi sinn tala þvæiu og þess verður heldur ekki vart eftir þetta. Reyndar virðist ffændinn taka flest orð Benjamíns sem háleitt sann- leikstal. Þessi athugasemd er fullkomlega úr takt við annað í sögunni og bendir til athugunarleysis af hálfu höfundar. Eða kannski var höfundur bara búinn að fá nóg af þessari persónu sinni og kom leiða sínum yfir á Mörtu. Ágætum hugmyndum er klúðrað. Frá- sögnin af látnu barni Benjamíns nær aldrei að snerta lesandann. Kaflinn um samskipti Benjamíns og forstöðumanns Kjarvalsstaða er illa unninn, samtölin þar verða eins og frásögnin, tilgerðarleg. Persónusköpun er ekki góð og lesand- inn missir fljótt áhuga á persónum og læt- ur sig því litlu varða örlög Benjamíns. Lokakaflinn er ótrúlega máttlaus þótt hann kunni að vera óvæntur. Af og til bregður þó fyrir góðum tilþrif- um. Húmorinn er oft ágætur og innan um yfirborðslegt málæði má finna góð samtöl og ágætlega skrifaða kafla. Höfundur ætti fyrst og fremst að vara sig á tilgerð. Ef hann losar sig við hana gæti hann skrifað góð verk. Kápan er hreinasta hörmung. Kolbrún Bergþórsdóttir Misgott verk en frumlegt ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON ENGILL MEÐAL ÁHORFENDA BJARTUR OG FRÚ EMELlA ★★ bók Þorvalds Þorsteinssonar ru rúmlega fjörutíu stuttar sög- r eða réttara sagt sviðsettir þættir. Þetta er leikur að formi. Sögur eru sett- ar í ýkt leikritsform. Aðferðin minnir oft á blekkingarfullan leik og höfundur stjórn- ar honum oftast af mikilli röggsemi. Samtöl í þáttunum eru yfirleitt þess eðlis að óhætt er að veðja á að slík eigi sér hvergi stað í raunveruleikanum. Þarna talar kona í brennandi húsi alllengi við slökkviliðsmann í miðju eldhafi eins og væri hún fréttamaður og hann í léttu spjalli. Og svo eru þessi orð sem eiginkona segir við eiginmann sinn við eldhúsborð- ið: „Jæja, þá erum við nú vöknuð og þá erum við nú sest ff am í eldhús og þá erum við nú að fá okkur kaffi og þá erum við nú að fá okkur ristað brauð: Þá erum við að borða morgunverðinn.“ Hér eru sett í orð athafnir sem venja er að leika án orða. Þeim er lýst á þann ein- falda en skipulega hátt sem börn tíðka og þreyta foreldra sína alloft með. Einnig er býsna algengt að persónur kynni sig og hlutverk sitt fyrir lesendum: „Hér stend ég. Afgreiðslumaðurinn^ í þessari búsáhaldaverslun. Ég er hér í föstu starfi og mér líkar það vel. Ég er ánægð- ur...“ Skemmtilega kímni sem kenna má við absúrdisma má víða finna í verkinu. Hér er brot úr þætti sem nefnist Smaladreng- urinn en þar er að einhverju leyti verið að gera grín að hinum viðkvæmnislegu smælingjasögum sem flestir gleypa í sig einhvern tímann á ævinni. Þar segir blaðasöludrengur við aðalpersónuna Hinrik: „Þú manst ekki mig en ég man þig. Ég er litla iambið sem þú losaðir úr gaddavírnum,.forðaðir ffá hrafninum og steiktir svo í ofninum til þess að gleðja berklaveika systur þína. Ég er endur- holdgað í blaðsöludreng og hef beðið þess að launa þér þá vinsemd og virðingu sem þú sýndir mér.“ Það hefur reynt mjög á hugmyndaríki höfundar í samningu þessara þátta og þeir eru vissulega æði misjafnir. Þeir slök- ustu skilja ekkert eftir, eru einungis léttar formæfmgar. Þeir bestu eru hugmynda- ríkir, oft fyndnir. • Þetta er misgott verk en ffumlegt. Það er svo sérstætt að það getur ekki fallið að smekk allra. Ég hafði af því góða skemmt- un og mér virðist Þorvaldur Þorsteinsson sýna í þessu verki sínu ágæta hæfiléika sem ég efast ekki um að hann eigi eftir að nýta í enn betri verk í lf amtíðihni.. Kolbrúa Bergþórsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.