Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGURP££SSANlODESEMBER1992
B Æ K U R & PLÖTUR
B 5
SORORICIDE, IN MEMORIAM OG
STRIGASKÓR NR. 42
APOCALYPSE
SKfFAN
★★★
Velkomin til helvítis.
Það er dómsdagur og
dauðarokkið berst til
þín úr leðurklæddum hátölurum.
Ef þú ert harmónikkuaðdáandi
skaltu ekki verða þér úti um
þessa plötu!
Hins vegar finnst leðurklæddri
dauðaæsku landsins fátt
skemmtilegra en að skrúfa þessa
plötu og aðrar svipaðar í botn og
sökkva sér ofan í hratt, þungt,
hægt og groddalegt dauðarokkið
— og ef dauðaæskan sleppur inn
Ég er nú
dálítið
feiminn
Ólafur Gunnarsson í viðtali um Tröllakirkju
Mér finnst stíllinn allt annar í
þessari bók en íyrri bókum. Það er
eins og þú hafir algjörlega skipt
um tóntegund. Ertu sammála því?
„Já, ég var mjög meðvitað að
breyta til. Ég fann mikla þörf hjá
mér til að endurnýja mig. Maður
verður leiður á að gera sömu hlut-
ina.“
En er ekkert erfitt að fara
skyndilega að skrifa allt öðruvísi
en áður?
„Finnst þér ég hafa gert það
núna algjörlega?"
Já, eiginlega get ég ekki sagt
annað.
„Það er svo skrýtið að þegar
maður kemst af stað með svona
bók þá ætlar maður sér mjög
meðvitað að gera eitthvað, en svo
kemur bókin og tekur af manni
þann ásetning og fer að ráða dálít-
ið sjálf hvernig hún verður skrif-
uð. Og ef verulega vel gengur fer
maður að elta hana. Þetta er eins
og þegar ég var að skrifa um Helga
knattspyrnumann. Ég hef aldrei
spilað fótbolta. Svo las ég tvær
bækur um Albert Guðmundsson.
Albert segir þar að knattspyrnu-
maðurinn þurfi hverja einustu
mínútu að taka ákvörðun um það
hvað eigi að gera. Þessi ákvörðun
ræður öllum niðurstöðum um úr-
slit leiksins. Þetta á vel við starf rit-
höfundarins. Maður er að skrifa
kafla og er með þrjár til fjórar
hugmyndir og verður að velja
leiðina."
En hafðirðu auga á einhverj-
um rithöfundum við samningu
bókarinnar?
„Það er kannski ekki rétt að
það komi nokkurs staðar ffam en
Sjálfstætt fólk var alltaf dálítið
nærri mér þegar ég var að skrifa
bókina. Ég hef alltaf verið mjög
hrifinn afþeirri bók og mér finnst
hún vera ein af mestu skáldsögum
sem hafa verið skrifaðar. Ég er al-
veg handviss um að hún er í þess-
um fimmtíu bóka hópi í heimin-
um. Hún hefur ejtthvert jarðgrip
sem gerir hana einstaka. Ég var
kannski líka með rólegri verk
Hamsunsíhuga."
En af hverju valdirðu sjötta
áratuginn?
„Hallgrímskirkjumótífið spilar
inn í alla söguna og þessi sam-
keppni sem minnst er á fór raun-
verulega fram og var þetta ár,
1928, og ég varð að miða tímann
við það. Mér fannst einnig að ég
hefði ákveðið frjálsræði með
þessu móti. Ég hefði þá ímyndað-
an heim sem ég hefði meira frelsi í
heldur en í samtíma sem engin
leið er að vinsa úr. Sjáðu til, gleði
manns sem skrifar ævintýri felst í
frelsi ímyndunaraflsins í viðfangs-
efninu. Þetta er svipað.“
Þú hefur verið lengi að skrifa
þessa bók.
„Ég byrjaði á henni ’87 og gerði
af henni eina gerð sem ég hugsaði
sem nóvellu. Til allrar hamingju
afstýrði Þorvaldur í Forlaginu því
að hún kæmi út, hann sagðist
skynja söguham undir frásögn-
inni sem hann sagði að ég gæti
ekki gefið í skyn með stikkorðum,
ég ætti að vinna þetta meira. Ég
varð náttúrlega harmi sleginn en
fór að ráðum hans. Svo kláraði ég
einhveija gerð af henni ’88 sem ég
henti og svo var ég eitt og hálfi ár
að klára hana, vann sex daga vik-
unnar frá morgni til kvölds."
Nú lield ég að flestir séu á
þeirri skoðun að þetta sé lang-
besta bók þín. Viltu gera athuga-
semd við það?
„Það er erfitt fyrir rithöfund að
dæma um slíkt, maður missir
fljótt áhugann á bókum sínum. Jú,
ég held að þetta sé langviðamesta
skáldverk mitt. Æi, ég er nú dálítið
feiminn við að segja eitthvað um
þetta verk mitt.“
Ætli ég verði þá ekki að taka af
þér ómakið.
Seigur höfund-
ur með sitt
mesta verk
ÓLAFUR GUNNARSSON
TRÖLLAKIRKJA
FORLAGIÐ1992
★ ★★★
OÞað sem sérstaka athygli
vekur þessi bókajól er að
þrír skáldsagnahöfundar
skila nú af sér sínum bestu verk-
um. Þessir höfundar eru Einar
Kárason, Vigdís Grímsdóttir og
Ólafur Gunnarsson. Bókmennta-
unnendur ættu að gæta þess að
þann skelfilega atburð er hendir
son hans. Þetta er einnig bók um
vanmátt manneskjunnar og vam-
arleysi gagnvart hræðilegum öfl-
um tilverunar. Það illa sem hendir
fólk gerist off af hreinni tilviljun,
einfaldlega vegna þess að fólk var
statt á ákveðnum stað á tiltekinni
stund eða beygði til hægri í stað
vinstri. Og það er röð slíkra tilvilj-
unarkenndra atvika sem verður til
þess að líf aðalpersónanna er lagt í
rúst.
Gunnlaugur Ástgeirsson sagði
á Rás 1 í lofsamlegum dómi um
þessa bók að hún fjallaði meðai
annars um öryggi og öryggisleysi.
Og þessi þrá persóna eftir öryggi
mitt í öryggisleysinu endurspegl-
ast að mínu mati hvergi betur en í
lokaorðum bókarinnar þar sem
Þórarinn talar til föður síns og veit
fullvel af vonlausri aðstöðu þeirra.
Það felst örvæntingarfull blekk-
ingarvon í orðunum: „Ef ske
kynni... þá vill hún kannski...“
f byrjun bókar er frásögnin afar
hæg og ofur nákvæmnisleg. Um
tíma jafnvel um of og það má velta
„Seinnihluti bókar-
innar er með því
magnaðra sem sést
hefur í íslensku
skáldverki síðustu
/ • «
arin.
því fyrir sér hvort bókin hefði ekki
grætt á því að fyrri hlutinn hefði
verið styttur örlítið. Ég er helst á
því, en viðurkenni um leið að hin
rólega og næstum nostursamlega
frásagnaraðferð gegnir ákveðnu
hlutverki. Hún leiðir til þess að sá
atburður sem gerist nákvæmlega
um miðja bók og veldur straum-
hvörfum í lífi persóna kemur les-
andanum í opna skjöldu. Eftir það
kemst þvílíkur skriður á atburða-
rás að með ólíkindum er og
seinnihluti bókarinnar er með því
magnaðra sem sést hefur í ís-
lensku skáldverki síðustu árin.
Ólafur Gunnarsson kann að
láta enga þessara bóka ffamhjá sér
fara.
Ólafur Gunnarsson hefur um
langt skeið verið í hópi athyglis-
verðustu rithöfunda þjóðarinnar.
Hann hefur sent frá sér djarfar
bækur og frumlegar, nokkrar
mjög góðar. Nú hefur hann skrif-
að sitt mesta verk.
Skáldsaga hans Tröllakirkja
gerist á sjötta áratugnum. Aðal-
persónan er Sigurbjöm Helgason
arkítekt sem eitt sinn vann hjá
húsameistara ríkisins. Sigurbjörn
á sér háleita drauma um að reisa
stórbyggingu. Óvæntur og átak-
anlegur atburður sem snertir Þór-
arin yngsta son hans verður til að
kippa öllum stoðum undan til-
veru Sigurbjörns og gera drauma
hans að engu.
Á bókarkápu segir að þetta sé
skáldsaga um sekt og fyrirgefn-
ingu, manninn og Guð. Það er
nokkuð til í því en fyrst og fremst
er þetta verk sem fjallar um
skömmina. Sigurbjörn fær ekki
lifað með þeirri skömm sem hon-
um finnst fylgja sér og sínum effir
Sororicide er hápunktur plöt-
unnar, enda ólíkt hinum hljóm-
sveitunum búin að gefa út plötu;
hina frábæru „Entity“ sem kom
út í fyrra. Þeir verða varla þéttari
en hér.
Strigaskór nr. 42 eru líka
skemmtilegt band, þyngst af
þessum þremur og fjandi gott. In
Memoriam er svo sem ágætis
band líka en síst af þessum þrem-
ur. Þeir eru dálítið villuráfandi í
drununum og söngvarinn er ekki
sannfærandi rymjari.
Dauðarokk tekur á og er ansi
þreytandi fyrir óvana til lengdar.
Það væri líka gaman að heyra
þessa stráka spila eitthvað annað
en þessa rosalegu keyrslutónlist.
Það er líf eftir dauðarokk.
Gunnar Hjálmarsson
á stað þar sem eitthvað af þessum
þremur böndum er að spÚa getur
hún stundað hausaskak, slamm
eða jafnvel hent sér fram af svið-
inuofaníkösina.
Þær þrjár sveitir sem hér eru
mættar eru sterkustu fulltrúar
dauðarokks á fslandi. Þær hafa
allar æff stíft í bílskúrum, líklega
árum saman, sé miðað við hrika-
legan þéttleika þeirra og samæf-
ingu. Þetta eru strákar sem eru
þrælöruggir á hljóðfærin sín og
þeir þeytast í gegnum lögin af
krafti æskunnar, eins og Hrafn
Gunnlaugsson mundi orða það.
Það er annars skrítið að Hrafn
skuli ekki hafa leitað til þessara
pilta með sándtrakk fýrir „Hvíta
víkinginn" í huga — fátt hefði
passað betur en góður slatti af
dauðarokki.
Það eru þrjú lög á hljómsveit á
plötunni, öll á ensku nema eitt
með In Memoriam. Textamir eru
off bráðfyndnir; forynjur, púkar,
dauði, eilíff myrkur, Guð, djöflar,
morð og fleira er dauðarokkur-
unum hugleikið. Þeir hafa örugg-
lega lesið helling af hasarblöðum,
spilað mörg tölvuspil og jafnvel
kíkt í læknisfræðirit á latínu. Ef
taka ætti textana alvarlega mætti
ætla að meðlimir sveitanna lifðu í
þunglyndi og eilíffi ógn. Vonandi
er ástæðan þó sú að þeim finnst
þetta dauðahjal bara töff. Text-
arnir eru auðvitað fluttir með
eins djúpum rym og hægt er —
stundum heldur maður jafnvel að
Guðmundur Jónsson sé mættur
með Jón tröll á 16 snúningum.
Verk Ólafs
Gunnarssonar
UÓÐ
1970 ★
Lítil nett söguljóð úr undirheimum
Reykjavíkurborgar. Það grillir í hæfi-
leika.
Upprisan 1976 H Fremur lífvana
skáldskapur. Ber hins vegar vitni um
mikla löngun og virðingarverða við-
leitni til að verða skáld.
HROGNKELSIN
1977 ★★
Smásaga. Lífsreynsluhjal konu, skrif-
að á óvönduðu talmáli. Óvenjuleg
saga og býsna skemmtileg, hefði
getað nýst vel í skáldsögu. Henni
lýkur eiginlega þegar hún er að
byrja.
MILUÓN PRÓSENT MENN
1978 ★★★
Svellandi skemmtileg bók. Frásagn-
argleðin ómæld, sums staðar ívið
margmál en úr því síðar bætt. Mun
byggja á reynslu höfundar sem
stundaði nám í Verslunarskólanum
og átti að verða viðskiptamógúll.
LJÓSTOLLUR
1980 ★★★
Djarfasta bók sem höfundur af þess-
ari kynslóð hefur gefið út. Vakti um-
tal, hneyksli og deilur. Mögnuð lýs-
ing á hörkulegum og beinlínis
skepnulegum karlaheimi-
GAGA
1984 ★★★
Stutt en hrollvekjandí saga um
mann sem vaknar einn dag og telur
sig staddan á Mars. Vérulega frum-
legt verk og .culC-bók.
HEILAGUR ANDI OG ENGLAR
VfTIS
1986 ★ ★
Imyndunarafl höfundar lék lausum
hala í sögu um mann sem fær vitr-
un frá himni. Ef frásögnin nálgast
stundum þreytandi fíflaskap pá er
pað fyrirgefið vegna bréfs sem
söguhetjan skrifar til jarðarbúa, það
er snilldarlega samið og flygi inn í
sýnisbók af því besta sem skrifaö var
hér á landi á níunda áratugnum.
FALLEGI FLUGHVALURINN
1989 ★★
Ljúf og indæl barnasaga um hvala-
strák sem kann að fljúga og bjargar
jörðinni frá varanlegu sólskinsleysi.
SÖGUR ÚR SKUGGAHVERFINU
1990 ★★
Tvær sögur. Sú fyrri er verulega góð
og einkennist af mikilli frásagnar-
gleði en sú seinni um tímavélaráp
er öllu slappari.
MILUÓN PRÓSENT MENN
(endurbætt útgáfa) 1991 ★★★
Styttri og slípaðri gerð sögunnar
sem kom út 1978.
skapa persónur. Þær eru dregnar
skýrum dráttum, eru trúverðugar,
fremur hversdagslegar að Sigur-
birni undanskildum. Samtöl eru
mjög vel gerð. Stfllinn býr yfir ró
og ögun, er gjörólíkur þeim hráa,
dálítið kærulausa stíl sem ein-
kennir mörg fyrri verk höfundar.
Ólafur Gunnarsson hefur skrif-
að eina afþrem bestu skáldsögum
þessa árs. Þetta er feiknavel hugs-
uð saga sem býr yfir dramatískum
þunga, skáldsaga sem kemur les-
andanum beinlínis úr jafnvægi.
Svo áhrifarík er hún að það er
býsna erfitt að losa sig undan
mætti hennar.
Ólafur Gunnarsson hefur
stundað ritstörf í tvo áratugi og
hann er einn þeirra höfunda sem
hafa þurft að berjast fyrir sínu.
Seigla hans hefur örugglega kom-
ið honum til góða við samningu
þessa verks. Þetta er verk sem ég
held að hver einasti gagnrýnandi
skynji að hefur kostað mikla
vinnu og yfirlegu. Fæstir hafa efast
um hæfileika ðlafs Gunnarssonar
en ýmsum hefur fundist sem
hann hafi ekki fullnýtt þá í fyrri
verkum, sem mörg hver eru
reyndar svo óvenjuleg að þau geta
ekki verið við allra hæfi. Og nú
hefur rithöfundurinn, sem áður
skrifaði sig frá eldri höfundum,
skrifað sig í átt til þeirra með hefð-
bundinni skáldsögu. Ólafur tók
áhættu með samningu þessa
mikla verks. Sú áhætta hefur
margborgað sig.
Bókin er tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna og
nefndarmenn skandalíseruðu
ekki í því vali.
Verkið er tileinkað Alfreð Flóka
sem eitt sinn faðmaði höfundinn
að sér og sagði: „Þú ert afskaplega
talenteraður rithöfundur, elsku
drengurinn minn.“ Flóki vissi
hvað hann söng.
Kolbrún Bergþórsdóttir