Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 4
B 4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992 Kraftaverk, hvers vegna ekki? ÞORGRfMUR ÞRÁINSSON LALLIUÓSASTAUR FRÓÐI, 1992 ★ ★ ÞORGRfMUR ÞRÁINSSON BAKVIÐ BLÁU AUGUN FRÓÐI, 1992 ★ ★★ BILALEIGUBILL I EINN SOLARHRING INNIFALDIR 100 KM OG VSK HLAÐBREKKU 2, SÍMI: 91-43300, FAX: 91-42837, V/BSÍ, SÍMI: 91-17570 Þorgrímur lenti í hálfgerðum , ^ógöngum með gömiu söguper- "’”sónurnar sínar í skáldsögu sem hann gaf út í fyrra, nú vendir- hjnn sínu kvæði í kross og býr til fullt af nýju fólki í tveimur bókum sem gerast hvor á sínum staðnum á landinu. Lalli ljósastaur er barnasaga úr smábæ um dreng sem stækkar uppúr öllu valdi fyrir tiiverknað álfa. Sagan gjörnýtir kómíska möguleika grunnhugmyndarinnar og um miðbik bókarinnar kemur reyndar blóðmjólkur- bragð af frásögninni áður en hún vindur sér í að leysa málin. Persónurnar eru ágætlega afmarkaðar í upphafi bókar, einn af helstu kostum Þorgríms er sá að hann forðast yfirleitt gufulega persónu- sköpun, hins vegar taka sumar persón- urnar hér of lítinn þátt í atburðarásinni, manni finnst að fyrst þær eru til hefðu þær átt að fá að gera eitthvað. Það er erfitt að fella fantasískt element inn í heim sem að öðru leyti fellur undir ýkjuraunsæi og hér gengur tengingin ekki alveg nógu vel upp. Eins er svolítið um ósannfærandi uppákomur, til að mynda körfuboltalýs- ingu talaða upp úr svefni sem er ansi neyðarleg. Textinn er oft fjörlegur en dett- ur sums staðar niður í flatneskju endur- sagnarstílsins. Þorgrímur á það til að £ í þessari bók er að finna galdrahandrit frá 17. öld, sjálfri galdraöldinni. Það er íslenskt en var smyglað úr landi og fannst um síðir í Svíþjóð. Það á sér enga hliðstæðu í Norður-Evrópu og ertalið merkasta galdrahandrit sem varðveist hefur. Handritinu fylgja ítarlegar skýringar Matthíasar Viðars á hverjum galdri og í viðamikilli ritgerð um galdra á íslandi og útrýmingu á heiðinni | þjóðmenningu, bregðurhann óvæntu Ijósi á íslenskan /£Mui irM í veruleika, heillandi en hættulegan! Galdrar á Íslandi Lærdómsrík bók - OG KRÖFTUG! é> ALMENNA BOKAFELAGIÐ HF skrifa svolítið hnökrótt og ætti að verða sér úti um eitraðan yfirlesara. Þetta er samt þokkaleg bók og frábær hugmynd að hafa opinn endi á henni. Teikningar í texta og á forsíðu eru eftir Stefán Kjart- ansson, fínar skrípamyndir sem gera krakkana í sögunni að hálfgerðum búk- talarabrúðum. Það fer þeim ekki illa. Unglingasagan Bakvið bláu augun er metnaðarfyllra verk en Laili ljósastaur og að flestu leyti mjög vel heppnuð bók. Þetta er mikið melódrama sem ég hugsa að unglingar eigi mjög auðvelt með að lifa sig inn í, persónurnar skýrar, sérstaklega söguhetjumar tvær: stelpan sem er dular- full í upphafi og smákemur í ljós, og strákurinn sem tekur sannfærandi breyt- ingum í sögunni. Lausn sögunnar á alvar- legustu vandamálum sínum virkar kannski svolítið ódýr — óvænt skyld- menni í útlöndum er óraunhæf úrlausn- arvon fýrir unglinga sem eiga bágt — en á tilfmningasviðinu virkar þetta fullkom- lega, og ef maður hugsar málið til enda er þessi lausn í fullu samræmi við anda sög- unnar. Því undir raunsæislegu yfirborði hennar leynist nútíma helgisaga í anda Dickens; reyndar gerist nokkúrs konar kraftaverk í hápunkti ffásagnarinnar, með hvítum dúfum úr lausu lofti og öllu saman. Höfundurinn heldur spennu allan tímann því bókin er vel upp byggð og ágætíega skrifuð þótt ekki sé hún laus við hnökra, sérstaklega ffaman af. Bestu vinir stráksins eru tveir, báðir vel gerðar per- sónur, en svo á hann kærustu sem hann vex smásaman ffá, sú fær engin tækifæri til að verða til sem persóna, hún er ekki neitt neitt. Svipað gildir eiginlega um veikan bróður stelpunnar, sem þó gegnir mikilvægu hlutverki í sögunni, og vondi pabbinn þeirra er heldur ekki persóna sem liftiar við í höndum Þorgríms. For- síðan er misheppnuð, tölvugrín með lita- og leturkraðald og stelpan ljóshærð þótt hún geti ekki dökkhærðari verið í textan- um. Jæja, allt um það, Bakvið bláu augun er bók sem óhætt er að mæla með fyrir unglingana, spennandi saga sem flytur fagnaðarboðskap um gangverk tilverunn- ar. Jón Hallur Stefánsson Deep Jimifar misjafna dóma Keflvíski kvartettinn Deep Jimi & the Zep Creams spilar eins og nafnið bendir til hipparokk í anda Purple, Hendrix, Zeppelin og Cream. Drengimir höfðu reynt fyrir sér um skeið í hljóm- sveitinni Pandóru en lítið gekk utan Suð- umesja. Þeir breyttu því nafhinu, tóku til við að leika gömlu hippalögin, drifu sig svo til Ameríku og negldu samning við Atco-fyrirtækið, sem er angi út úr Warn- er-samsteypunni. „Funky. Dinosaur“ nefnist fyrsta breiðskífa sveitarinnar og verður hún gefin út í Bandaríkjunum snemma á næsta ári. íslendingar fá þó plötuna fyrr, því hún kom til landsins í síðustu viku og er dreift af Steinum. De- ep Jimi-menn hafa áður gefið út tvær smáplötur og PRESSAN komst nýlega í tvo dóma sem smáplatan „Blowup" fékk í tónlistartímaritunum B-Side og Reflex. Carol Schutzbank hjá B-Side er nokk- uð hrifin og segir: „This could easily bec- ome a joke, but it never does... Instead it’s totally cool, plumbing the depths of rock angst and passion for an original take on 60’s wild, on the fringe music. By turns smokey, seductive, punchy and craved.“ Marshall Goosh hjá Reflex er hins veg- ar með æluna í hálsinum og segir: „Here’s something you don’t run across every day: a metal/blues band from Ice- land. It’s a good thing, too. Recorded live at CBGB, Blow up is a boring four-song disc of hard rock and blues that really go- es nowhere... Blowup blows.“ Það er því nokkuð ljóst að björninn er ekki unninn þótt Deep Jimi og félagar. Það þarf líklega meira en endurunnið hipparokk ffá Keflavík til að heilla Kan- ann.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.