Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 6

Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 6
B 6 FIMMTTOAGURPR£SSANiaDESEMBER1992 BÆKUR & PLÖTUR Stjörnuplötur Orgill: Orgill Einn hattur/Japis ★ ★★★ Hér er komin plata sem kemur virkilega á óvart. Þetta er frábær frumsmíð og án efa ferskasta íslenska platan í ár. (GH) Ný dönsk: Himnasending Skífan ★ ★★★ Nýdönsk er hljómsveit sem fer sínar eigin leiðir. Það sem meira er; þeir leggja veginn sjálfir um leið og þeir arka hann. (GH) Megas: Þrír blóðdropar Skífan ★ ★★★ Það er einhver órói í loftinu, einhver löngun til að gera nýja hluti í tónlistinni. Ein af allra bestu plötum Megasar og slagar hátt í Náttkjójana að fersk- og frumleika. (GH) Silfurtónar: Skýin eru hlý Skífan ★★★★ Gamalt vín á nýjum belgjum. Ég mæli eindregið með því að þjóðin fái sér vænan slurk. Það verður enginn þunnur af Silfurtónum. Vei! (GH) Ýmsir: Minningartónleikar um Karl J. Sighvatsson Steinar ★★★★ Samverkamenn kveðja á heiðarlegan hátt, hver með sínu nefi, og er þessi kveðja snillingnum Karli samboðin. (GH) Saktmóðígur: Legill ★ ★★★ Það er varla hægt að lýsa Saktímóðíg- um með orðum svo vel sé, runa af upp- hrópunarmerkjum væri næst lagi. (GH) Ýmsir: Sódóma Reykjavík Skífan ★ ★★ Sódóma er fyndnasta íslenska bíómynd sem gerð hefur verið og tónlistin úr myndinni ætti einnig að koma öllum í gott skap; hún er virkilega skemmtileg. (GH) Sálin hans Jóns míns: Þessi þungu högg Steinar ★ ★★ Þetta er popp, þótt það sé rokkaðra en áður, og platan geymir fullt af skemmti- legum lögum, smellum, sem er það eina sem maður biður um frá hljóm- sveit eins og Sálinni. (GH) Ragnhildur Gísladóttir: Rombigy Skífan ★ ★★ Textarnir og myndirnar sem hún bregð- ur upp eru kvenleg, oft tregablandin um tapaðar orrustur á vígvelli ástarinn- ar. (GH) Bubbi Morthens: Von Steinar ★★★ Það er bara einn Bubbi og á meðan hann gerir jafn skemmtilegar, kraftmikl- ar og heilsteyptar plötur og Von þarf hann ekki að óttast um konungsríkið. (GH) Stilluppsteypa: Gallerý Krúnk ★ ★★ Stilluppsteypa spilar stökkbreytt pönk, nokkuð ferskt og mjög skemmtilegt. (GH) Paul & Laura: llmvatnajökull ★ ★★ Einfalt, milt og skemmtilegt rólyndis- popp. (GH) Jet Black Joe: Jet Black Joe Steinar ★★★ Hljómsveitin hefur ekki enn fundið sinn sanna tón; hún er enn að leita, en ég heyri ekki betur en stutt sé í þann tón. Ein besta frumsmíð sem heyrst hefur lengi í íslensku rokki. (GH) Gildran: Gildran Steinar ★ ★ Lögin rísa, ekki upp úr eldstó meðal- mennskunnar. Þar liggur Gildruhundur- inn einmitt grafinn; þeim hefur örsjald- an tekist að komast úr miðjumoðinu. (GH) Bleeding Volcano: Damcrack Mysa/Japis ★ ★ Það er margt ágætlega gert á Damcr- ack, en síendurteknir frasar, einhæfni og litlaus hljóðfæraleikur henda þessari plötu þó í miðjuflokk. (GH) Inferno 5: Jörð 9 ★ ★ Ingi Gunnar Jóhannsson: Undir fjögur augu Fimmund/Steinar. ★ ENDURÚTGÁFUR Guömundur Jónsson: Lax lax lax Steinar ★ ★★★ Hefur hinn skemmtilega sakleysishljóm sem einkenndi íslenskt popp á sjöunda áratugnum. (GH) Hljómar Steinar ★ ★★★ Engilbert er engilbjartur og tær. Þegar hann fer upp á háa C- ið á maður allt eins von á að hann springi og skjótist til himna. (GH) María Baldursdóttir: Ef Geimsteinn ★ Það má hafa gaman af Maríu ef maður er í algjöru sprellstuði eða vill losna við leiðinlegt fólk úr partíi. (GH) BESTU OG VERSTU BÓKARKÁPURNAR PRESSAN leitaði til átta aðila sem tengjast myndlist, hönnun og markaðsmálum og bað þá að velja bestu og verstu bókarkápur þessa árs. Þátttakendur skiluðu lista yfir þær tíu kápur sem þeim þótti bestar og verstar og nefndu einnig þá sem þeim þótti frum- legust. Af þeim sex kápum sem bestar þóttu áttu Mál og menning þrjár, tvær þeirra eru Syrtlukápur hannaðar af Robert Guillemette, sem þátttakendur voru sammála um að væri besti bókahönnuður sem starfaði hér á landi. Eftirfar- andi ummæli voru höfð um Syrtluútgáfuna: „Á heimsmæli- kvarða.“ „Fallegar teikningar, myndskreytingarnar alltaf ólík- ar.“ „Maður gæti hugsað sér að eiga þær í hillu þar sem ekki sést í kjölinn heldur myndskreyting- arnar.“ Nokkur hluti dómnefndar gagnrýndi harðlega kápur Vöku- Helgafells á verkum Nóbels- skáldsins: „Laxnessútgáfan yfir- höfuð til vansæmdar.“ „Sorglegt að sjá mikinn mann í höndum al- gerrar meðalmennsku.“ „Þessi útgáfa virðist einkum gerð handa fólki sem veit ekki að Halldór fékk Nóbelinn. Þessir Nóbels- stimplar í bak og fyrir á bókun- um sýna minnimáttarkennd okk- ar betur en nokkuð annað.“ Einn þátttakandi sá ástæðu til að lofa kápurnar: „Myndskreytingar ólíkar fyrir hverja bók en heildar- svip haldið. Fallegar kápur og skemmtilegar." Margir dómnefndarmanna gátu þess að áberandi væri hversu smekklegar margar ljóða- bókarkápur væru, þar leyfðu hönnuðir sér sjaldnast að sýna vúlgarisma. Einn þátttakandi sagði að þar tækju hönnuðir einnig einna minnsta áhættu, því væri hönnun ljóðabóka yfirleitt fýrir ofan meðallag án þess þó að vekja verulega athygli. Kápur á þýddum ástarsögur og innlendum viðtals- og játn- ingabókum þóttu yfirleitt mis- heppnaðar. Kápan á bók um Rósu Ingólfsdóttur komst þó í annað sæti yfir bestu kápur og kápan á viðtalsbók við Guðberg Bergsson þótti mörgum vel heppnuð. Fjölvi átti fjórarafþeim sex kápum sem verstar þóttu. Bestu kápurnar Mikhaíl Búlgakov: Hunds- hjarta. Mál og menning. Þessi kápumynd Robert Gu- illemette sýnir hjarta búið til úr hálstaui karlmanns sem verður að hálsól hunds. „Rosalegur symbólismi í teikningu sem auk þess er falleg.“ „Höfundurinn hefur örugglega lesið bókina.“ „Klassi.“ Jónína Leósdóttir: Rósu- mál. Fróði. „Safarík kápa og holdleg. Út- spekúleruð. Kápan á Madonnu- bókinni feliur í skuggann af þess- ari.“ „ Þótt Rósa vilji helst vera kápulaus þá fer þessi henni full- komlega. Mjög vel heppnuð." „Bókin á að selja leyndarmál og slúður og kápan gefur það fylli- lega til kynna.“ Allir heimsins morgnar. Mál og menning. Robert Guillemette á heiður- inn af þessari kápu. „Hún er svo menningarleg." „Ef ég ætti að gefa Arthúr Björg- vini Bollasyni jólagjöf þá myndi ég velja þessa bók í fullvissu þess að innihaldið standi undir fyrir- heitunum sem kápan gefur.“ Þórunn Valdimarsdóttir: Júh'a. Forlagið. „Myndverk Bosch brotið upp og notað á skemmtilegan hátt, maður stoppar við þessa kápu.“ „Dæmi um það þegar hönnuður notfærir sér sígilt málverk á meistaralegan hátt.“ „Fallegasta kápan í ár.“ „Svo falleg að það væri synd að fletta miklu lengra.“ Vigdís Grímsdóttir: Konan í skóginum. Iðunn. Filip W. Franksson hannaði kápuna. „Ef bókin er jafngóð og kápan þá er Vigdís í góðum málum. „Grípandi.“ „Rauðu fuglarnir sem eru við það að fljúga út úr rammanum gera útslagið.“ Thor Vilhjálmsson: Raddir í garðinum. Mál og menning. Ingibjörg Eyþórsdóttir sá um hönnun kápunnar. „Frábær samruni kápu og titils og höfundar og tilefnis. Maður fer að hlusta með litla labbakútn- um.“ „Þessi leynir á sér.“ Aðrar kápur sem voru ofarlega á lista voru Minn hlátur er sorg („erfitt að klúðra þessari“) og bók Nfnu Bjarkar Árnadóttur um AI- freð Flóka (,,smekkleg“). Verstu bókarkápurnar Dómnefndin hafði orð á því að hér hefði hún komist í feitt. Hörð barátta varð um efstu sætin. Þorvarður Helgason: Sogar svelgur. Fjölvi. Efast um að þetta eigi eftir að soga lesendur til sín.“ „Þessi slær allt út.“ „Hörmuleg." „Dálítið mikið ömurleg." Kristín Ómarsdóttir: Svart- ir brúðarkjólar. Mál og menn- ing. „Dapurlegt dæmi um það þeg- ar kápu er fúllkomlega ldúðrað.“ „Titill bókarinnar er glæsilegur og býður upp á margvíslega og skemmtilega túlkunarmöguleika og því er hörmulegt að sjá hvern- ig staðið hefur verið að verki.“ „Vond teikning og litirnir minna á lakkrískonfekt." „Hlýtur að fæla lesendur frá.“ „Kápan er svo ljót að maður missir alla löngun til að lesa bókina.“ Kólumbus í kjölfar Leifs. Fjölvi. Kápan sýnir Leif Eiríksson sigla hraðbyri til Ameríku meðan Kólumbus fylgir í kjölfarið. „Dæmi um fullbókstaflega túlkun á titli.“ „Sett upp eins og Abúenoatal VlLUNÖAHOLTfiHSÍPPS m i m 1801 * 1931 Frumlegasta bókarkápan Pótt einstaka þátttakanda þætti kápan á Ábúendatali Villinga- holtshrepps illa heppnuð var helm- ingur dómnefnar ekki í vafa um að þarna væri komin frumlegasta képa ársins: .Vegna þess hve ófrumlegar altar bókarkápurnar eru verður þessi sú óvæntasta í óbifanlegri staðfestu sinni." .Margir rembast eins og rjúp- an við staurinn við að vera frumlegir en svo kemur einhver og límir upp myndir og skapar frumlega kápu fyrirhafnarlaust. Þetta er svo full- komið... ótrúlega töff kápa." .Hin heilaga symmetría í hávegum höfð, kannski vegna þess að ef þú bregð- ur út af symmetríunni þarftu að hafa vit é hönnun. Þetta er ekki bara frumlegasta kápan heldur einnig hin vingjarnlegasta því við hefðum öll getað gert hana.' .Vekur upp notalegar minningar um ættarmót- ið í sumar ‘ Næstar komu Heimskra manna ráð (.ögrandi og öðruvísi", .töff eins og höfundurinn') og Ó fyrir fram- an (.ekki beint Ijót en ekki falleg, — eiginlega er hún bara mjög skrýtin). um væri að ræða landhelgisdeilu fyrri alda.“ „Sprenghlægileg kápa.“ Einar Örn Gunnarsson: Benjamín. AB. „Leturgerðin er misheppnuð og skiptingin á tidinum er hræði- leg.“ „Kápan minnir á eldspýtna- stokk.“ „Minnir á auglýsingu frá skiltagerð.“ „Nafn óþekkts höf- undar sprengt upp eins og um sé að ræða bók eftir Stephen King.“ Baldur Gunnarsson: Granda café. Fjölvi. „Líklega hönnuð á frívakt- inni.“ „Hún er banal, það er ein- falt mál.“ Tíu tungl á lofti. Fjölvi „Það vantar sex tungl á káp- una.“ „Fór hönnuðurinn heim í miðju verki?“ Af öðrum vondum kápum komu þessar næstar: Fjall rís („eins og ársskýrsla Landsvirkj- unar“), Seld („ætti að vera seld. með blæju“), Náttúran hrópar og kallar (æviminningar Gulla Bergmanns og kápan sýnir hann brosa við lesendum: „Jafnóþol- andi og titillinn. Eins og kápa á matreiðslubók nema hvað mat- urinn brosir við manni“), Ábú- endatal Villingaholtshrepps („hveijum datt í hug að setja upp kápu á þennan púkalega hátt?).

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.