Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 8

Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 8
B 8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992 B Æ K U R P L O T U R Ný plata, bók og myndband frá sveitinni sem á að vera hætt „VIÐ ERUM EKKERT SVEITABALLABAND! U - segir Þór Eldon og svarar nokkrum brennheitum spurningum Þór Eldon, gítarleikari Mol- anna, býr með Margréti Örnólfs hljómborðsleikara í Vesturbæn- um. Magga og börnin voru ekki heima þegar ég kíkti í kaffi til hans í síðustu viku. Spurningin sem er brennheit- ust er þessi: Eru Sykurmolarnir hættir? Þetta er spurning sem fer afskaplega í taugamar á Molunum og ég á alveg eins von á að Þór hendi mér út, en ég tek sénsinn: Eru Sykurmolarnir hættir? „Almannarómur hafði það eftir okkur misupplögðum að við vær- um hætt þegar við komum heim eftir mikla törn frá Ameríku sum- arið 1991. Fólk verður að dæma eftir því sem við erum að gera; síðan við „hætturn" fyrir rúmu ári erum við búin að gera tvær plötur, myndbandið og nokkra túra um Evrópu og Ameríku, svo að mað- ur skilur ekki alveg hvað fólki gengur til. Við erum alveg til í að hætta einhvern tímann, það kem- ur að því, en á meðan við störfum erurn við auðvitað ekki hætt. Það er eðlilegt að það verði alltaf lengri og lengri pásur á milli þess sem við gefum út plötu; við erum orð- in eldri og við erum ekki sveita- ballaband, við höfum aldrei tekið inn peninga af tónleikahaldi. Við erum ekki hætt frekar en Stuð- menn!“ I nýútkominni Sykurmolabók kemur í ljós að Þór er skapheitur maður og hótaði að hætta í band- inu fyrir tveimur árum. Ég spyr hann út íþetta. „Það var eftir konsert í Vínar- borg að Björk fór svona rosalega í taugarnar á mér með kvabbi um hvað við vorum leiðinleg og svona," segir Þór. „Svo var málið að vísakortið mitt var lokað og ég gat ekki slegið neinn fyrir farinu heim — og þetta var næturferð og ekki gat ég hent mér út úr rútunni á ferð. Það bráði af mér undir morgun og þá hélt ég áfram túr- inn. Þetta var ’89 eða ’90 í miðjum túr, Evrópa um hávetur. Samstarf- ið hefur alltaf verið sprungið, við fúnkerum á því.“ Hvernig er staðan núna, eruð þið ekki á einhverjum samning- um sem þið þurfið að uppfýlla? „Alls ekki, við erum hvergi bundin. Það eru áhöld um hvort við gerum þessa fjórðu plötu á næsta ári eða á næstu tíu árum... fimmtu, sjöttu og sjöundu plöt- una, þá áttundu, níundu, tíundu. Það verða gerðar plötur áfram, en ekki á næsta ári, ég á að minnsta kosti ekki von á því. Við höfum ekki áhuga á því og það er heldur enginn tími til þess. Björk ér að klára sólóplötuna sína og þarf að fylgja henni eitthvað eftir og það nennir enginn að standa í ein- hverju hálfkáki. Þegar það verður tími og brýn líkamleg þörf hljóm- sveitarmeðlima til að gera tónlist saman þá gerum við það.“ Það eru þá einhverjir samning- ar...? „Það eru opnir samningar. El- ektra hefur forkaupsrétt að öllum sólóplötum okkar í Bandaríkjun- um. Það er allt inni í samningnum sem við gerðum við þá. Þeir eiga forkaupsrétt að fyrstu sex Sykur- molaplötunum og sólóplötunum okkar. En það er forkaupsréttur, ekki kvöð. Það gerðist t.d. með „Stick Around for Joy“ að Elektra vildi ekki plötuna svo við hringd- um í Polygram sem urðu alveg óðir í að fá hana. Elektra frétti þetta og snerist hugur á punktin- um.“ Hefurðu heyrt það sem Björk er að gera á sólóplötunni? „Ég hef heyrt megnið. Þetta er komið að mestu leyti hjá henni en hún er að slípa plötuna til úti í Englandi núna. Þetta verður mjög góð plata, hún kemur út í febrúar líklega. Þetta er rökrétt framhald af fyrstu sólóplötunni hennar, barnaplötunni sem hún gerði 1977; bara hún sjálf að spila það sem henni finnst gott, skemmtileg riþmatrökk og svona. Þetta er popp, kannski ekki útvarpspopp, en nokkur lög eru þó líkleg til vin- sælda. Hún vinnur með mörgu áhugaverðu fólki, sem hún hefur veitt hér og þar; World Saxophone Quartet, Graham úr 808 State o.fl. Annars verður þú að spyrja hana sjálfa út í plötuna þegar hún kem- ur heim. Við spilum á Tunglinu 18. desember svo hún verður komin heim fyrir þann tíma.“ Ókei. Hvað ert þú þá að gera? „Ég er í prómódeildinni fyrir Smekkleysu. Við erum að gefa út Plötur Sykurmolanna LIFE'S TOO GOOD 1988 irirkir Frumsmíðin og meistaraverkið: platan sem kom Molunum á kortið svo um munaði. Platan var unnin þegar bandið var ferskast, tilrauna- qjarnast og best. Plata full af kon- fekti sem á eftir að standast tímans tönn. HERETODAYTO- MORROW NEXT WEEK/ILLUR ARFUR 1989 ★ ★★ Platan fékk óblíðar viðtökur, allt of harkalegar og ósanngjarnar, þvl mörg frábær lög leynast hér; t.d. .Regína' og „Planet'. Vinnsla plöt- unnar var þó slitrótt og ómarkviss, og nokkur lög hefðu mátt missa sín. STICK AROUND FOR JOY 1992 ★★★ Það gildir það sama um þessa plötu og þá á undan; það leynast góð lög innan um — „Hit" og „Walkabout" eru með því skemmtilegasta sem frá sveitinni hefur komið — en sum eru afspyrnuleiðinleg. Platan var þó öll markvissari en HereToday. þessa bók, plötuna og myndband- ið. Hugmyndin að plötunni hefur fylgt okkur síðan við byrjuðum. Þegar það kom upp að við ættum að gera greatest hits-plötu ákváð- um við að fá einhverja góða ná- unga til að föndra við bestu smell- ina. Hvernig finnst þér hafa tekist til? „Maður er svo innviklaður í þetta að mér finnst helmingurinn algjört rusl. Ég kalla það gott að það eru að minnsta kosti sex lög þarna sem eru mjög skemmtileg og ég hlusta sjálfúr á daginn út og inn. Mér finnst remix-vinnan hafa skilað sér vel þótt það sé bara 50% af efninu sem er áheyrilegt.“ Hvað verða Sykurmolarnir að gera á næsta ári? „Það verður hver að vinna sitt sólóverkefni. Ég er að gera plötu með Johnny Triumph og það er stefnt að útgáfu eftir svona eitt og hálft ár. Það er unnið mjög hægt og skipulega." Rokkplata? „Ég veit það ekki. Ég veit ekki hvort maður nennir nokkuð að gefa út rokkplötu hérna á Islandi. Ætli þetta verða ekki bara ballöð- ur. Þetta er alltaf að mótast. Núna erum við með 50/50 af ballöðum og iðnaðarrokki. Þetta verður mjög gamaldags plata; þrítugra manna plata, það verður ekkert ungæðislegt við hana og lítið um tilraunir. Síðan er Bragi að vinna að kover-versjón-plötu með Ein- ari og er búinn að fá rnarga merka menn með sér í það. Ætli hann taki hána ekki upp með vorinu. Hann er búinn að velja lögin og tala við nokkrar söngkonur héma í bænum. Siggi er náttúrlega í Bogomil-farinu, en þar fyrir utan hefur hann áhuga á að gera pró- gressífa djassplötu. Magga er í tónlistarskólanum og verður konsertpíanisti með tíð og tíma. Þar fyrir utan eru það skriffirnar; Bragi verður líklega með handrit í vor, við Bragi ritstýrum svo næsta Skýi, sem er smáblað og kemur líkast til út í febrúar. Ég er líka að skrifa barnabók, þannig að við er- um öll að gera heilan helling, en enginn sem harkar á alþjóðlega sviðinu akkúrat núna nema Björk.“ Er Smekkleysa lifnuð við? „Smekkleysa hefur þurft að þola deyfð vegna fjárskorts, en fýrst núna er fýrirtækið að fúnk- era eins og það átti að gera. Núna erum við að gefa út Kolrössu, og það dæmi er unnið eins og við vildum alltaf að hljómsveitir ynnu; tækju upp sitt efni sjálfar, létu okkur hafa teipin og við borg- uðum framleiðslukostnað og dreifðum. Uppgjörið er svo samn- ingsbundið. Næst ætlum við að setja saman myndband af síðasta Ameríkutúr.“ „Það er nú ekki frá miklu að segja,“ segir Þór þegar ég spyr hann út í túrinn með U2, stærsta tónleikaferðalag sem íslensk sveit hefúr farið. „Það var dálítið gam- an í Vancouver þegar ég var úðað- ur með táragasi og hent út af brjáluðum öryggisvörðum því þeir sáu ekki passann minn. Ég stóð hjá búningsherberginu okkar og allir öryggisverðirnir voru komnir inn því það var svo kalt úti. Ég var spurður hvort ég hefði passa til að vera þarna og ég spurði öryggisvörðinn á móti, hvort hann hafði passa, og þá brjálaðist hann: Ég var dreginn út og sprautað á mig táragasi svo ég sæi nú örugglega ekki neitt. Enda kom það í Ijós í sakbendingunni skömmu síðar að ég gat ekki bent á þann sem stóð fyrir fram- kvæmdinni. Það eina sem mér fannst leiðinlegt við U2-túrinn var hvað hann var stuttur, maður var varla búinn að binda á sig skóna þegar túrinn var yfirstaðinn. Það er synd að við skulum ekki spila meira hérna heima því bandið er alveg frábært; við gætum spilað þessi lög sofandi standandi á haus.“ Hvernig finnst þér Sykurmola- bókin? „Svona bók verður ekki full- komin,“ segir Þór, „ef hún væri fullkomin yrði hún leiðinleg. Þama er blaðamaður að skrifa um sex persónur og mér sýnist hann gera sér nokkuð vel grein fýrir því hvernig heildarbatteríið virkar. Þessar sögur í bókinni eru náttúr- lega bara brot af því sem hefur gerst. Fólk verður að bíða eftir okkar persónulegu ævisögum til að fá það hryllilegasta. En Sykur- molabókin er að minnsta kosti skemmtilegri en dagbók Hófi'ar!“ Hrcert upp í Molunum SYKURMOLARNIR ITSIT ONE LITTLEINDIAN/JAPIS ★★ í staðinn fýrir að gera hefðbundna „greatest- Phits“-plötu ákváðu Mol- arnir að fá hitt og þetta lið sem er fært í að ýta á takka til að endur- hljóðblanda lögin sín. Ég veit ekki hvernig svona endurblöndun fer fram en það er ljóst að það þarf að eiga ýmis framandi tól og græjur. Kannski hefði útkoman átt að heita „Hooked on the Sugarcu- bes“ því á köflum minnir platan á „Hooked on classics“-plötuflokk- inn þar sem taktföstum danstakti var bætt á ýmis klassísk verk. Flest Sykurmolalögin hafa í gegnum tíðina verið meira en lítið danshæf, en hér er danstöktunum beinlínis haldið að manni með valdi. Mörg lög eru óþekkjanleg, vélrænt danstaktamauk sem vísar aðeins til upprunalega lagsins í nokkur augnablik. Önnur eru í „Hooked-on“-stílnum; Sykur- molalög plús danstaktur. „It’s it“ er þrettán laga og það eru bara örfá lög sem eitthvað er varið í. Tony Humphries hrærir skemmtilega upp í „Hit“ og „Le- ash called Love“ og DB/BP-mixið af „Coldsweat11 er fínt. Ekkert mbc skákar þó upprunalegu útgáfunni og mörg lög missa sjarmann. Ég efast um að mörgum endist dansfjör til að hlusta mikið á þessa plötu heima hjá sér, en plötusnúðar á klúbbum verða ábyggilega glaðir. Sérstakur glaðningur fýlgir með fyrstu eintökum plötunnar; önnur plata með öðrum ellefu mbcum, og er sú plata í sjálfu sér merkilegri en aðalplatan. Mixin eru víðsýnni og skemmtilegri. Re- id-bræður úr Jesus 8c the Mary Chain bæta t.d. hávaða við „Birth- • day“ og blendillinn Youth setur „Vitamin“ í hægan raggí- og hass- haus-búning. Umslag pakkans er óneitanlega skemmtilegt, fullt af illilegum flugum. Það er vonandi að dansflugan sé flogin úr haus Sykurmolanna með þessari plötu. ímyndaði sér hélt maður að Mol- arnir lumuðu á meira spennandi myndum; Það eru engin fyllirí á spólunni, engar grúppíur, engin frægðarmenni að klappa á öxlina á Einari Erni, — líklega eru allar merkilegustu spólurnar týndar. Það er fullt af tónleikaupptök- um á þessari rúmlega klukkutíma spólu. Myndin eru móskuleg að megninu til; engar klippingar, tökuvélin höfð á sama stað og súmmað til og ffá, en þegar band- ið er gott, eins og í Tijuana og Roseland, er gaman að glápa og flest lögin eru skemmtileg. Þeir sem fíla Molana verða ekk- ert spældir þótt þeir horfi á þessa spólu að minnsta kosti einu sinni. Brjáiuðum aðdáendum ætti þó að endast dýrðin lengur. Skemmtilesning um Sykurmola ÁRNIMATTHÍASSON SYKURMOLARNIR ÖRN OG ÖRLYGUR ★★★★ OHvernig sem á málið er litið liggur í augum uppi að Sykurmolarnir eru langstærsta band sem klakinn hefur alið og umfang báknsins er alltaf að aukast. Arni Matthíasson er kjörinn í að skrifa bók um Syk- urmolana. Fáir Islendingar hafa sýnt sveitinni jafnmikinn áhuga og þær eru ófáar ferðirnar sem Árni hefur farið til að skrifa um nýjustu afrek Molanna í útlönd- um. Frásögn Árna af ferli hljóm- sveitarinnar er nákvæm og kórrétt og bókin er skemmtileg lesning. Auðveldlega hefði þó mátt gera stærri bók úr efninu — heildar- lesningin er heidur stutt — en Molamynd- band SYKURMOLARNIR ÁGUÐSVEGUM SMEKKLEYSA ★★★ KMÓ hvað það hlýtur að KfiífSgvera gaman að vera í \&ý2l£§ Sykurmolunum, enda- laus gleði, drykkja og ferðalög um heiminn. Þór Eldon hefur safnað saman á myndband ýmsum myndskeiðum úr stóru mynd- bandssafni sveitarinnar. Mynd- irnar tóku meðlimir og vinir þeirra á ferðavídeó Molanna. Mörg myndskeiðin gerast „að tjaldabaki". Þannig er gaman að sjá hliðarsveitina Human Seeds . gantast á æfingu. Bragi er bráð- fýndinn við settið, Sigtryggur rymur um vaselín og kátur Sjón potar feimnislega í hljómborð. Einnig er gaman að sjá sveitina grínast í árdaga og taka „Köttinn" i stuði. Allir aðrir en brjálaðir að- dáendur geispa þó líklega yfir at- riðum eins og því þegar sveitin gengur niður tröppur í Prag og þegar verið er að raka krakka og elta uppi skógarbjöm í Bearsville. Miðað við það sem maður textinn hefði líklega orðið leiðin- legur ef of djúpt hefði verið farið ofan íhvem einstakan saum. Árni fjallar nákvæmlega um forsögu og tilurð Molanna og fýrstu tvö árin þegar mest gekk á og Molamir vom nýjabrum. Síðan verður frásögnin handahófs- kenndari, enda fólk farið að taka sveitina sem sjálfsagðan hlut, nýjabrumið var farið af henni. En aÚtaf gekk mikið á; sjónvarpstækj- um var hent út um hótelglugga og forsetar komu á tónleika. Bókin er prýdd fjölda mynda, sem skapa ffábæra heild með text- anum, en það em kiaufalega lítil myndgæði á mörgum myndun- um; prentunin virðist hafa tekist illa. Þannig eru t.d. myndirnar á bls. 134-135 gráar og daufar, og margar fleiri koma fyrir eins og þær séu ljósritaðar. Einnig vantar tónleikaskrá og plötulista, en von- andi verður þessum smáatriðum kippt í liðinn fýrir næstu útgáfu héríendis og þær erlendu útgáfur á bókinni sem fýrirhugaðar eru. Sykurmolabókin er algjört möst fyrir Sykurmolaáhugafólk, góð afþreying fyrir flesta aðra og ein albesta bók íslensk sem skrif- uð hefúr verið um rokktónlist. Gunnar Hjálmarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.