Pressan - 30.12.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 30.12.1992, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992 BÆTIFLÁKAR HVERJUM ER EKKI SAMA? „Á hverjum vetri, ogþó eink- umfyrirjól, md lesa eifiðleika- fréttir um að koma vistum eða jólamat til afskekktra vitavarða eða veðurathugunarmanna. — Er ekki komin sú tœkni að nota sjálfvirkan Ijósabúnað á vitana og sjálfvirkan álestur um frost eða funa á hálendinu? — Það nœr ekki nokkurri átt að bar- dúsa með vitaverði og veðurat- hugunartnenn með fjölskyldur ogkosta til miklum jjármunum vegnaflutninga til þeirra ogfrá. — Á hálendinu t.d. er akkúrat engin þörf fyrir fólkið. Það er öllum sama hvernig viðrar á þessum afskekktu stöðum.“ Gunnar Kristjánsson ÍDV Flosi Sigurðsson, deildar- stjóri tækni-og veðurathug- unardeildar: „Það er torvelt að gera sjálfvirkar veðurathuganir á þann hátt að þær komi að sama gagni og veðurathuganir manna. Erfiðleikum er bundið að mæla sjólag, skyggni, hafís og snjó- dýpt, svo eitthvað sé nefnt, með sjálfvirkum tækjum. f 26 ár hef- ur verið rekin veðurathugunar- stöð á Hveravöllum og er birgð- um einatt komið til hennar að hausti en ein ferð er farin að auki um jól og flutt til mannanna ný- meti og jólavarningur. Þetta er gert með eins litlum tilkostnaði og mögulegt er. Það er veiga- mikið atriði að afla sem áreiðan- legastra upplýsinga um veðurfar á háiendinu, sem mun skila sér í ómældri vitneskju í framtíðinni og bent skal á í lokin að sjálfvirk- um veðurathugunarstöðvum fylgir mikill kostnaður og gæsla.“ STOLTARA FÓLK EN ARI HELDUR „Nú setja áhugamenn utn nýti byggðamynsturfram hug- myndir um að þjappa byggð meira saman og þá með hring- veginum ogfáeinum afleggjur- um frá honum. Þessi málatil- búnaður hefur því tniður mik- inn hljómgrunn hjá hörðustu tœknisinnutn, elskhugum vöru- markaðarins og þrœlutn arð- seminnar. Og þegar síbyljan dynur á almenningi missa tnargir traust á dreifbýlinu og þorpunutn ogfólkið þar fitmur fyrirfáránlegum ónotum, tnissir móðinn.“ Ari Trausti Guðmundsson.jarðfræðing- ur i kjallara DV. Glúmur Jón Björnsson, há- skólastúdent: „Því miður hafa afskipti ríkisins af svonefndum byggðamálum einungis verið til bölvunar og furðulegt að menn skuli halda uppi vörnum fyrir úr sér gengnar aðferðir sem hvar- vetna hafa brugðist. Fólk má auðvitað búa hvar sem það vill á eigin reikning og ef Ari Trausti vill styrkja það til að búa á ákveðnum stöðum getur hann gert það úr eigin vasa. Þó held ég að hann ætti í vandræðum með að frnna styrkþega, þar sem fólk í sveitum er stoltara en Ari og margir stjórnlyndir stjórnmála- menn haida.“ GRODDA- MÁLFAR Á GUFUNNI „Mér hugnast alls ekki, hvað fólk í útvarpitiu „míttu gamla“ erfarið að vera kœrulaust eða óvandað í tali. — Tvívegis hef ég nú nýlega heyrt þar beitt slettunni „edrú“ ífréttatíma og eintiig talað um skitaveður, sem verður að telja heldur grodda- legt mál á þeim vettvangi, þótt Kristján Jóhannsson stórsöngvari B E S T Kristján er náttúrugreindur á sviði tónlistar. Hann er ákaf- lega skemmtilegur maður og bjartsýnn og hvers manns hugljúfi. Hann er mjög kjark- aður og lífsorkan geislar af honum. Hann hefur reynst bestu vinum sínum mjög vel. Það lýsir Kristjáni kannski best að honum hefur, með dyggilegri aðstoð konu sinn- ar, tekist einstaklega vel að viðhalda öllum samböndum sem þau hafa myndað. Það er eitt að komast á toppinn og annað að halda sér á honum því þar næðir oft um menn. Eitt það merkilegasta við feril Kristjáns, sem lýsir persónu- leika hans ef til vill hvað best, er að hann skuli hafa náð svo langt á ftalíu þrátt fyrir að braut hans hafi verið miklu grýttari en margra annarra. Enda þótt að hann sé útlend- ingur hefur hann eignast vini á borð við óperustjóra stærstu óperuhúsa ftalíu. Kristján er mikill heimsmað- ur. V E R S T Kristján er auðvitað rígmont- inn, það getur getur hver maður sagt sér sjálfur. Hann lætur smáatriði oft fara held- ur mikið í taugarnar á sér. Óþægilegasta við þessa smá- munasemi er kannski það að hún bitnar fyrst og fremst á honum sjálfum. Hann er blindur á kosti annarra og getur verið rosalega gagn- rýninn á aðra tónlistarmenn. Það jaðrar við fanatík. En á móti kemur að hann er sveigjanlegur i skoðunum. Þeir sem hafa verið gjörsam- lega glataðir tónlistarmenn i hans augum geta átt sér við- reisnar von, því seinna getur hann komist á öndverða skoðun. bregðifyrir í tveggja tnatma tali. Og ekki bœtti úr skák, þegar ég heyrði notað orðið skíthrœddur í barnatíma skömtnu síðar. Slíkt er í hœsta ináta óviðeig- andi í viðtali við börn, jafnvel fullorðið fólk." Baldur Pdlmason ÍMorgunblaðinu. Sigurður Jónsson, málfars- ráðunautur Ríkisútvarpsins: „Málfar sem þetta þætti mér afar óviðeigandi í fréttatíma eða þar sem texti er skrifaður og undir- búinn til fiutnings. Hins vegar er ekki hægt að taka ábyrgð á því sem viðmælendur segja í útvarpi en við mælum því ekki bót. Þau atriði sem Baldur Pálmason bendir á eru í hæsta máta eðlileg í talmáli en mál í útvarpi er ein- hvers konar spegill af því sem notað er í daglegu tali og því ekki óeðlilegt að þetta komi fyrir í miðlinum." F Y R S T F R E M S T PÉTUR H . BLÖNDAL sem sumir kalla athafnaskáldið á íslenska hluta- bréfamarkaðinum, þykir afar snjall og séður hlutabréfakaupandi. Ekki er það svo talið spilla fyrir honum að vera með doktorspróf í líkinda- fræðum. Nú líkt og fyrir undanfarin áramót hafa myndast biðraðir hjá verðbréfamörkuðun- um enda síðustu forvöð að kaupa sér hlutabréf vilji menn nýta sér skattafsláttinn sem af þeim kaupum hlýst. PRESSAN- hafið samband við Pétur og spurði hann fyrst hvað menn ættu möguleika á miklum skattalækkunum tengdum hlutabréfakaupum? Hagnaðurinn getur verið allt að hundraðfaldur „Hlutabréfakaupin lækka skatt- skyldar tekjur einstaklinga um allt að 100 þúsund krónur og 200 þús- und krónur fyrir hjón. Miðað við skattprósentuna núna verða þetta um 75 til 80 þúsund krónur sem menn fá endurgreitt frá skattinum í september. Endurgreiðslan minnkar töluvert áhættu manna við hlutabréfakaup og arðurinn af þeim viðskiptum verður rneiri fýrir bragðið. Hvar er best að kaupa hluta-■ bréf? „Þau má kaupa hjá öllum verð- bréfafyrirtækjum; Kaupþingi, Handsali, Landsbréfum, VÍB og hjá fjárfestingafélaginu Skandia. Það sem menn þurfa að huga sér- staklega að er að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum sem eru með góðan hagnað, ekki bara íþekktum fýrir- tækjum heldur fyrirtækjum með hagnað." Hvaðafyrirtceki eru það? „Það er eitthvað af útgerðarfýr- irtækjunum. í Sæplasti hefur verið mjög góður hagnaður, en ég tek það ffam að ég er tengdur því fyr- irtæki. Fólk ætti einnig að huga að því að kaupa hlutabréf í fýrirtækj- um sem ekki hafa hækkað hluta- bréf sín mikið, helst hjá þeim sem hafa lækkað sem mest. Ef menn finna traust fyrirtæki með góðan hagnað sem hafa lækkað hlutabréf sín í verði eru hlutabréfin þar mjög góður kostur." Kantitu dœmi um svoleiðis fyr- irtœki? „Nei, ekki í fljótu bragði en mjög mörg fýrirtæki hafa lækkað í verði, tii dæmis hefur Sæplast lækkað mikið og það getur því verið góður kostur, Hampiðjan er einnig góður kostur ltafi menn trú á ffísvæðinu. Þeir sem eru að spá í hlutabréfakaup þurfa að þekkja svolítið til fyrirtækjanna og hafa kynnt sér ársreikningana. Hins vegar eru fæstir sem það gera og ættu þeir því að huga að hluta- bréfasjóðum. Þar er búið að dreifa áhættunni. Hlutabréfasjóðirnir hafa sérffæðinga á sínum snærum sem kaupa inn hlutabréf fyrir sjóðina. Þeir sjá um að dreifa áhættunni og ná góðum arði út úr þeim fýrirtækjum sem þeir þekkja til. Sérffæðingamir hjá hlutabréfa- sjóðununum eru í því alla daga að setja sig inn í málefni fyrirtækj- anna. Það fólk sem ekki þekkir vel til ætti því að kaupa hlutabréf í hlutabréfasjóðunum." Hvað eru þeir tnargir, hluta- bréfasjóðirnir? „Fjárfestingarfélagið er með einn sjóð og svo er Hlutabréfa- sjóðurinn hf. sem er óháður verð- Þeir sem ekki þekkja til hlutbréfamarkaðarins ættu að huga að hlutabréfasjóðunum. Þar er búið að dreifa áhættuni. bréfafyrirtækjum — hann er stærstur og elstur — svo er það Auðlind og íslenski hlutabréfa- sjóðurinn og ég held að fyTÍrtæki séu flest með einhverja sjóði. Hlutabréfasjóðurinn hf. er sér á báti. Hlutabréf þaðan eru líka til sölu hjá verðbréfafýrirtækjunum. Verðbréfafýrirtækin hampa þeim hlutabréfum þó ekki mjög mikið því Hlutabréfasjóðurinn er í sam- keppni við þeirra eigin sjóði.“ Hvernig er best að bera sig að viðhlutabréfakaupin? „Annað hvort fer maður í Hlutabréfasjóðinn sem er á Skóla- vörðustíg og kaupir þar eða fer í verðbréfafyrirtækin. Oft dugar símtal. Menn geta millifært yfir á ákveðinn reikning og þá er málið klappað og klárt. Það ákvæði kom hins vegar inn í fýrra að nú þurfa menn að eiga bréfin í tvö ár og þeir geta því ekíd ráðstafað bréfunum á þessu tíma- bili nema þeir endurgreiði skatt- inn.“ En hvað gera þeir sem tilbúnir eru til þess að taka tneiri áhœttu? „Það eru til mörg áhættusöm og skemmtileg bréf á markaðnum sem lofa feiknahagnaði en af þeim getur líka orðið tap. Tvö tölvufýr- irtæki eru sérstaklega spennandi, annars vegar Softis sem er með Louis forritið, og hins vegar Tölvusamskipti. En ég vil geta þess að Tölvusamskipti er mér skyit því ég er stjórnarformaður þar. Hlutabréfakaup í þessum fyr- irtækjum eru geysilega áhættu- söm. Maður tekur líkurnar og margfaldar það með væntanleg- um hagnaði og niðurstaðan er góð. Vogun vinnur, vogun taþar, en hagnaðurinn getur verið allt að hundraðfaldur, jafnvel meiri ef menn eru tiibúnir til þess að taka enn meiri áhættu. En þess ber auðvitað að geta að skatturinn ntinnkar áhættuna að því hann endurgreiðir hluta af verðinu. Það er eitthvað til af þessurn bréfum á markaðnum. En því lengur sem menn draga að kaupin þeim mun minni líkur er á því að menn fái bestu bréfin. Þeir sem vilja taka mikla áhættu ættu að kaupa í hugbún- aðarfyrirtækjum, vilji menn minni áhættu ættu þeir að kaupa í fyrirtækjum með góðan hagnað, tiltölulega þekkt sem hafa verið lengi á markaðnum og helst sem hafa lækkað í verði, vilji menn taka enn minni áhættu þá eiga þeir að kaupa í hlutabréfasjóðum. Taki maður skattaafsláttinn með í reikninginn er það mjög góður kostur." Á RÖNGUNNI „Segðu okkur nú Snati minn, hversu lengi hefur þú getaðtalað?" TVÍFARAR Þeir Einar Oddur Kristjánsson og Þorlákur Kristinsson, Tolli, eru áberandi menn, þó hvor á sinn hátt. Báðir hafa þeir staðiðTströngu und- anfamar vikur. Tolli einkum við sölu verka sinna, en í þeim málum þyk- ir hann flestum öðrum listamönnum atorkusamari. Einar, sem eitt sinn bar viðnefnið bjargvættur þjóðarinnar, hefur hins vegar verið verið önn- um kafinn við að reyna að bjarga útgerðarfýrirtækinu Hjálminum á Flat- eyri undan hamrinum. Þeir félagar eiga það einkum sameiginlegt að lyfta brúnum og skjóta hökunni ffam á sama hátt. Þá er hárgreiðsla þeirra sláandi lík og sama er að segja um eyrun og munninn. Báðir halla þeir höfðinu í ofanáiag eilítið aftur; Tolii þó til vinstri frá honum séð, en Einar til hægri. Líkast til er það þó ómeðvitað í takt við stjórnmálaskoð- anir þeirra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.