Pressan - 30.12.1992, Blaðsíða 32
4
s
\*J ú staða sem upp er komin vegna
trygginga á fiskeldislyrirtækinu Kleifum í
Straumsvík hjá Skandia ísland hf. er
næsta einkennileg. Eftir
að ljóst var að gífurlegt
tjón hafði orðið í stöð-
inni komu fulltrúar
tryggingafyrirtækisins
og tóku allt út og virtist
í fyrstu ekkert hindra
að tjónið yrði greitt.
Síðan hljóp babb í bátinn þegar Gísli öm
Lárusson og Skandiamenn sögðu að
tryggingin hefði verið runnin út. Þetta
kom fiskeldismönnum fullkomlega á
óvart en þeir munu einmitt hafa verið ný-
búnir að greiða hálfa milljón króna inn á
trygginguna...
s
\*Jvo virðist sem prestadeilan í Keflavík
sé langt frá því að vera úr sögunni. í Víku-
fréttum skömmu fyrir jól er sagt frá því að
sóknarpresturinn séra
Ólafur Oddur Jóns-
son hafi neitað því að
séra Helga Soffía
Konráðsdóttir fengi
að sinna preststörfúm í
Keflavíkurkirkju þegar
aðilar innan safnaðar-
ins fóru þess á leit við hann. Þá er þess
getið í Vflcurfféttum að sóknarpresturinn
hafi ekki séð sóma sinn í að mæta í kirkj-
una er kirkjukórinn hélt afmælistónleika í
tilefni 50 ára afmælis kórsins, né heldur er
aðventutónleikar voru haldnir í kirkjunni
fyrir jól. Framkoma af því tagi var einmitt
eitt afþví sem sóknarbörnin höfðu kvart-
að yfir...
F
_L lateyrarhreppur og íshúsfélag Isfirð-
inga hafa sem kunnugt er stofnað Þorfinn
hf. til að reyna að kaupa togarann Gylli,
sem Einar Oddur
Kristjánsson og félag-
ar í Hjálmi hafa þegar
selt til Neskaupsstaðar.
Hreppurinn á 30 pró-
sent í Þorfinni og vekur
athygli að hann skuli
tréysta sér út í fjárfest-
ingar sem þessar. Fyrir ári síðan var pen-
ingaleg staða hreppssjóðs neikvæð sem
nemur 156 prósentum af árlegum tekjum
og skuldir hreppsins voru 103 milljónir,
sem nemur 251 þúsund krónum á hvem
íbúa. Það er talið langt yfir viðurkenndum
hættumörkum. Þá var rekstur Ishúsfé-
lagsins í járnum 1990 og 1991 ogþróunin
í sjávarútvegi ekki vænleg á þessu ári sem
kunnugt er...
T)
-LVeiknað er með að framlag Reykja-
víkurborgar til Sorpu verði rúmlega 200
milljónir króna á næsta ári, ívið minna en
á árinu sem er að Iíða. 1992 var reyndar
áætlað að framlagið yrði 160 milljónir, en
lokatalan reyndist 210 milljónir, að kostn-
aði vegna gömlu hauganna mcðtöldum.
Átta sveitarfélög standa að Sorpu og er
ljóst að sorphirðukostnaður margra
þeirra hefur vaxið stórlega frá því sem áð-
ur var, til dæmis hefur kostnaðurinn þre-
ef ekki fjórfaldast hjá Seltjarnarnesbæ...
m áramótin munu flugeldar og
annað afþví tagi upp á nálægt 250 til 300
milljónir fuðra upp landsmönnum til
skemmtunar. Ef aðeins er litið á flugeld-
ana er giskað á að alls um 165 tonnum
verði skotið upp í loftið. En þó 250 til 300
milljónir kunni að hljóma sem há
upphæð er hún ef til vill ekki svo
yfirþymandi. Hún jafngildir um 1.000
krónum á hvert mannsbarn. Miðað við að
flugeldasýningin stendur allt kvöldið þá
eru þetta betri kaup en fara í bíó...
Kómantík gamla tímans
leikur um húsið sem var byggt
skömmu eftir aldamót og
mtnna flcstir munír innan-
stokks á þá tíma. Eins og nafnið
gefur til kynna stendur
veitingastaðurinn nálægt þcím
stað þar sem áður var brú yfir
lækinn í Lækjargötu og skóla-
piltar gengu unt á leið sinni í
Latínuskólann (nú Mennta-
skólann í Reykjavík).
Skólabrú |
veitíngastaður j
þarsem j
hjartað slær j
Skúli Hansen
matreiðslumeistari og
félagar hans á
veitingahúsinu
Skólabrú óska
landsmönnum
gleðilegs nýárs.
Veitingahúsið er opið
frá kl. 18:00 á nýársdag
BORÐAPANTANIR
í síma 624455
Skólobrú
veitingahús v/ Austurvöll
Nú liggur leiðin á veitínga-
staðinn Skólabrú til að njóta
fýrsta fiokks þjónustu og þess
■ besta í mafrciðslu undir stjórn
Skúla Hansen matreiðslu-
meistara. Skúli er í hópi okkar
bcstu matreiðslumanna og geta
matargestir Skólabrúar því
gengið að íramúrskarandi
vísri.
Á efri hæðinni er vistleg
bar fyrir matar-
og aðra.
+