Pressan - 30.12.1992, Blaðsíða 6

Pressan - 30.12.1992, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992 Sorpeyðingarstöðin á Gufunesi: Eiginlegur rekstur Sorpu kemur í ár út með 37 til 38 milljón króna halla. Fyrirtækið skuldar mikið og eru fjármagnsgjöld í ár áætluð 65,5 milljónir. Allt að 10 prósent minna sorp skilaði sér til Gufuness- stöðvarinnar á ár- inu en áætlað var. Greiðslur sveitarfé- laga vegna húsa- sorps og greiðslur vegna óflokkaðs sorps hækka um 12 prósent og opnun- artími gámastöðva verður verulega styttur. Sorpa dregur saman seglin og hækkar verðið á bjónustunni Stjórn Sorpu, Sorpeyðingar- stöðvar höfuðborgarsvæðisins að Gufunesi, hefur ákveðið að grípa til aðgerða til að draga úr kostnaði og breyta gjaldskrá sinni til að mæta allt að 10 prósenta sam- drætti í tekjum frá því sem áætíað var. Meðal aðgerða er að hækka verulega gjaldskrá vegna húsa- sorps og óflokkaðs sorps og stytta opnunartíma gámastöðvanna. MIKLAR SKULDIR: 65 MILLJÓN KRÓNA FJÁR- MAGNSKOSTNAÐUR Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er áætlað að eiginlegur rekstur Sorpu komi í ár út með 37 til 38 milljón króna halla. Gjöld verði um 360 milljónir en tekjur stöðvarinnar um 323 milljónir. Hér eru ekki innifaldar ýmsar greiðslur og gjöld frá sveitarfélög- unum vegna húsasorps. Án fjár- magnsliða eru heildartekjur Sorpu áætlaðar um 547 milljónir og heildargjöld um 436 milljónir. Fjármagnsgjöld eru síðan talin nema 65,5 milljónum króna, en fjármagnstekjur hverfandi á móti. I heild stefnir því í hagnað, en vegna mikilla skulda Sorpu er sá hagnaður ekki talinn nægjanlegur til að standa undir væntingum forsvarsmanna fyrirtækisins. Forsendur fjárhagsáætlunar stöðvarinnar voru að reksturinn stæði undir afborgunum á lang- tímalánum og skilaði auk þess hagnaði upp á 8 prósent af tekj- um. Ljóst er að þær áætlanir standast ekki og er skýringanna fýrst og fremst að leita í því að 8 til 10 prósent minna sorp barst til stöðvarinnar á Gufúnesi en áætíað var. Gert var ráð fyrir 94 til 95 þús- und tonnum en útlit fyrir að þar komi til með að vanta á bilinu 6 til 7 þúsund tonn. REYNT AÐ STÖÐVA MIS- NOTKUN FYRIRTÆKJ A Á GÁMASTÖÐVUNUM Samkvæmt þessu er ljóst að sveitarfélögin, sem að Sorpu standa, koma til með að þurfa að leggja fram talsverð „hallafram- lög“ á nýju ári. Að óbreyttu lá fyrir að um 60 milljónir myndi skorta á næsta ári til að standa undir áður- nefndum forsendum rekstrarins. Til að mæta þessu hefur verið ákveðið að hækka greiðslur sveit- arfélaga vegna húsasorps svo og greiðslur fyrir óflokkað sorp um tæp 12 prósent um áramótin. Á móti á að fella niður fastagjald af smáförmum í Gufunesi og halda gjaldskrá vegna flokkaðs sorps óbreyttri. Eiga tekjur Sorpu með þessu að aukast um 4,5 prósent. Þetta felur nánar tiltekið í sér aukna hvatningu til að flokka sorp. Fyrirtæki hafa freistast til að aka með sorp í smáskömmtum á gámastöðvarnar, þar sem engin gjaldtaka fer fram. Þetta á að banna, með undantekningum þó. Nú verður hægt að fara með allt niður í 50 kíló af sorpi upp á Gufu- nes og borga samkvæmt vikt, en ffam að þessu hefúr lágmarksgjald verið um 4.500 krónur. OPNUNARTÍMINN STYTTUR TIL MUNA Til að draga úr kostnaði hefúr verið ákveðið að stytta opnunar- tíma gámastöðvanna átta. Fram að þessu hafa þær verið opnar frá kl. 10 til kl. 22, en frá og með ára- mótum verða þær opnar frá kl. 13. Um leið eiga tvær gámastöðvar í senn að vera lokaðar einn dag í viku til skiptis í tilraunaskyni. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR var mönnum hætt að lít- ast á blikuna þegar ofangreind þróun fór að verða ljós. Meðal annars samþykkti borgarráð að beina því til stjórnar Sorpu að beita sér fyrir því að þjónusta við allar gámastöðvar fyrirtækisins verði boðin út og að kostnaður við hveija stöð verði sérstaklega bók- færður. Það er ekki síst hjá gáma- stöðvunum sem kostnaður hefur reynst meiri en áætíað var. Þegar fyrirtækin „misnota“ þær minnk- uðu um leið tekjur stöðvarinnar á Gufunesi. Auk þessa varð kostn- aður vegna spilliefna meiri en áætíað var._____________ Friðrik Þór Guðmundsson Á UPPLEIÐ... Flugeldar eru svo sannarlega á uppleið, að minnsta kosti ef trúa má því að lands- menn hyggist skjóta upp tundri fyrir millj- ónatugi. • Kristján Jóhannsson er á uppleið, því Vig- dís forseti ætlar að næla í hann fálkaorðu. Jólasveinar eru á uppleið, upp í fjöll á nýjan leik. Kampavínstappar eru á uppleið enda undanfarið ár svo hörmulegt að hinu nýja verður að fagna með duglegum hætti! Kári í Garði hækkarenn í áliti, því aðrir bændur vilja ólmirfá hann í hvern þjófabálk iandbúnaðarins á fætur öðrum, en Kári afþakkar pent svo vondan félagsskap. Á NIÐURLEIÐ... Jónas Hallgrímsson er á nið- urleið eftir að Ríkissjón- varpið slátraði endanlega mýtunni um listaskáldið Nú veit enginn lengur er satt og hvað er log- ið um foringjann. Útskýringar Páls Hall- dórssonar á jarðskjálft- um reyndust jafnvel enn leiðinlegri en útskýringar hans á málefnum BHMR, svo menn fóru jafnvel að sakna Ragga skjálfta. Þingmenn eru enn á niðurleið eða sýnist mönnum þessir karlar hafa afkastað svo miklu að þeir þurfi ekki að mæta til vinnu milli jóla og nýárs eins og heiðariegtfólk? Áfengi er enn sem fyrr á niðurleið um meltingarveg lands- manna og við skálum fyrir því. Bóksala, sem dróst saman um 15% — svona svipað og önnur verslun í landinu gerði miðað við jólin í fyrra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.