Pressan - 30.12.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 30.12.1992, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992 ANHÁLL 1992 Enn gjamma íslendingar gjammsins vegna APRÍL „Eins og ég segi hef ég engin áform um að bjóða mig ffam gegn Jóni Baldvini en sá mögu- leiki getur komið upp. Það er ekkert víst í lífinu nema dauðinn.“ Jóhanna Sigurðardóttir húsráðherra. „Það er búið að gera kristin- dóminn ævintýralega leiðinlegan.“ Gunnar Þorsteinsson Krossfari. „Ég er mjög jarðbundin mann- eskja ogþess vegna mun titill- inn ekki breyta mér á neinn hátt.“ María Rún Hafliðadóttir fegurðardrottning. „Ef upp kæmi sú hreyfing að ég ætti að hætta núna þá myndi ég gera það.“ Steingrímur Hermannsson fýrrverandi leiðtogi. „Ég sagði við stjórnina þegar ég tók við að mér tækist örugglega ekki að fljúga eins hátt og lyrir- rennara mínum tókst.“ Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperukona. MAÍ „Dæmi eru um það að þjónanemar komi grátandi heim til st'n úr vinnu vegna þess harðræðis sem þau eru beitt og síðan sofa þau ekki á nóttunni vegna kvíða fyrir að mæta í vinnuna næsta dag.“ Klara Geirsdóttir þrælaforingi. „Ef þingflokkurinn ákveður að lýsa yfir vantrausti á störf mín með því að kjósa nýjan aðal- mann í ráðið treystir hann mér greinilega ekki lengur til að gegna trúnaðarstörfum.“ Ragnheiður Davíðsdóttir uppreisn- arseggur. „Fjárhagurinn er traustur hjá okkur.“ Guðni Þórðarson ferðafrömuður. „Fjárhagurinn er traustur hjá okkur.“ Halldór Sigurðsson flugfrömuður. ,Ætli það tæki mig ekki um tíu þúsund mínútur að lesa allan EES-samninginn ef ég hefði ró og næði og læsi í hljóði.“ Davíð Oddsson lestrarhestur. „Á meðan við vorum úti á svöl- um kviknuðu eldar alltaf nær og nær hótelinu. Þegar svo var komið tókum við á það eina ráð sem við þekktum, sem var að hvolfa í okkur vodkaflösku, og ég dó með bros á vör.“ Einar Örn Benediktsson sykurmoli í Los Angeles. „Áhugi Þráins á félagsmála- störfum hefur jafnan verið mikill, ekki síður en minn.“ Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndarisi. „Davíð lá á gólfinu og það þótti viðeigandi að koma honum á stalT Markús Örn Antonsson ráðhússtjóri. „Það verður að sparka mér ef ætlunin er að losna við mig.“ Ragnheiður Davíðsdóttir Menning- arsjóðskona. „H vort sem okkur líkar það betur eða verr virðist róman- tíkin í atvinnumálum okkar ís- lendinga á hröðu undanhaldi." Friðrik Pálsson forstjóri SH. „Mestalla ævi mína hef ég starfað við sölumennsku.“ Ingi Björn Albertsson. Fáir munu líta til ársins sem er að líða með einhverjum sérstök- um söknuði. Ekki svo að skilja að land og lýður hafi tekið kollsteyp- ur til glötunar, heldur ffemur hitt að ástandið drabbaðist bara ein- hvernveginn niður. Tíðarandinn einkenndist af almennum slapp- leika, enda verður víst vart á móti mælt að þjóðarsálin hefur verið hálfsloj undanfarið ár eða svo. Þessu fylgdi vitaskuld óráð og rugl, sem setti mjög mark sitt á ár- ið. Árið hófst með því að annar hver spekingur þjóðarinnar gaf henni það hollráð að nú mættu menn síst fyllast „bölmóði", sem varð leiðinlegasta tískuorð ársins á eftir orðinu „neyðarástand" en fréttamenn reyndu í alvöru að fá fólk til þess að trúa því að neyðar- ástand ríkti á Neskaupstað vegna þess að kirkjugarðurinn þar væri yfirfullur. Þrátt fyrir allt var það þó ekki svo að þjóðin hefði ekki næg úr- lausnarefni til þess að fást við. Aflabrestur, hörmuleg skulda- staða hins opinbera, horfið álver, sjóðirnir tómir og annað eftir því. Margþvæld tuggan um að íslend- ingar létu hendur þá fyrst standa fram úr ermum þegar á bjátaði reyndist hins vegar gersamlega úr lausu lofti gripin, því nú brá svo við að ekkert gerðist, slenið lagðist á þjóðina alla og enginn nennti neinu... nema vitaskuld því að þvarga um fánýt aukaatriði eins og Islendingum einum er lagið. Guðbergur Bergsson nefndi þessa þjóðaríþrótt Gjamm pour la gjamm eða „gjamm gjammsins vegna“. TRÚARGJAMM Trúardeilur á íslandi vöknuðu til lífsins á ný í fyrsta skipti í marg- ar aidir. Ekki þó vegna þess að einhverjum hefði tekist að endur- vekja áhuga almennings á eðli Guðs eða einhverju svoleiðis, heldur vegna þess að sumum Keflvíkingum þótti prestur vera af illu verstur, bæði leiðinlegur og fé- gráðugur. Hann taldi hjörð sína aftur vera undir djöfullegum áhrifum, en samt samdist um vopnahlé særingalaust. Þetta var þó ekkert hjá þeim skisma, sem upp kom í Kópavogi þegar meirihluti Víghólasafnaðar vildi fremur hafa útsýni út um eldhúsgluggann en langþráða kirkju, enda töldu kirkjuandstæð- ingar megna umhverfishættu stafa af henni. MENNINGARGJAMM Þrátt fyrir að færa megi mörg rök fyrir því að þjóðarslenið hafi lagst með mestum þunga á menn- inguna (Svo á jörðu sem á himni, Kúbukvein Bubba, leikritið Elín Helga Guðríður og skáldsagan Júlía, svo fátt eitt sé nefnt) gjömmuðu sjálfskipaðir oddvitar íslenskrar menningar ekki út af því. Þeir gjömmuðu þegar leggja átti niður hinn handónýta Menn- ingarsjóð og alkunnir menningar- frömuðir á borð við Helgu Kress, Ragnheiði Davíðsdóttur og Bessí Jóhannsdóttur fóru ham- förum í fjölmiðlum. Aðrir menningarvitar brunnu hins vegar þegar Friðriki Soph- ussyni flaug í hug að ef til vill ætti að skattleggja fjölmiðlun og út- gáfu eins og hverja aðra atvinnu- grein. Frjálsustu og óháðustu fréttamiðlar landsins skýrðu frá þeim augljósu sannindum að með þessu stæði til að hefta skoðana- frelsi og upplýsingaflæði í land- inu. Þráni Bertelssyni tókst það sem Auði Laxness og Ólafi Ragnarssyni hjá Vöku-Helgafelli hafði mistekist í áratug, sumsé að fá Halldór Laxness til þess að skrifa, þó ekki væri nema nafnið sitt á mótmælaskjal gegn virðis- aukaskatti á menningu. Ekki svo að skilja að nokkur maður hafi trúað því að íslensk menning myndi leggjast af ef hún yrði virð- isaukaskattskyld, en hins vegar styrktist grunur margra um að af- ar lítill virðisauki væri falinn í fyrmefndri menningu. PÓLITÍSKT GJAMM Hátindi náði samt gjamm- stefnan á Alþingi, þar sem menn gleymdu sér gjörsamlega í deil- unni um formið. Dágóður minni- hluti þingheims taldi til dæmis EES-málið vera alvarlegasta mál, sem Alþingi hefði noldrru sinni tekist á hendur, og fannst það raunar vera svo alvöruþrungið að þeir gátu ekki einu sinni fengið það af sér að ræða um málið, hvað þá að ganga til atkvæða um það. Hins vegar ræddu þeir um þing- sköp þangað til þeir urðu bláir í framan. Á þingi voru menn lfka í prýði- legri æfingu. Þegar ræða þurfti niðurskurð í ríkisútgjöldum varð mönnum tíðræddast um ferða- kostnað ráðherra, risnu og svo framvegis, og létu eins og sá kostnaður — sem reyndar er ekki lítill — skipti einhverjum sköp- um. Niðurrif landbúnaðarmyll- unnar kom hins vegar aldrei til umræðu. Meira að segja vandi sjávarút- vegsins var þingfurstunum ofviða til þess að ræða af viti. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra gekk á undan með góðu fordæmi á þingi LÍU þegar hann taldi upp öll þorp og bæi í göngufæri ffá sjó og sagði landauðn vofa yfir þeim öllum ef gripið yrði til annarra ráðstafana en hann vildi. Gamal- gróin útgerðarþorp eins og Kópa- vogur voru á þessum lista og meira að segja Djúpavík, sem ráð- herra sýndist ætla að leggjast í eyði í annað skipti! Og við þessu sögðu Kristján Ragnarsson og kompaní „Amen“ með bros á vör. Enginn komst þó með tærnar þar sem Ólafur Ragnar Gríms- son hafði hælana, sem dró í efa aðdraganda, framkvæmd og nauðsyn gengisfellingar, vegna þess að hann hafði ekkert séð um gengisfellingu portúgalska eskúð- ans á gengissíðu Moggans og boð- aði til heils blaðamannafundar vegna þess, sem hann hafði ekki séð á þeirri annars ágætissíðu. Ól- afur náði sér svo á strik í þessu, að það tók Jóhannes Nordal þrjá daga að útskýra fyrir honum grundvallaratriði gengisskráning- ar. ALMENNT GJAMM En því miður var þessi aukaat- riðahneigð ekki bundin við þing- menn. Kverúlantar landsins með snillinga eins og Bjama Hannes- son og dr. Hannes Jónsson í far- arbroddi risu upp sem einn mað- ur og sáu þá meinbugi helsta á EES- samkomulaginu að hingað myndu þyrpast útlendingar í stór- um stíl til þess að kaupa upp land- ið, að maður tali nú ekki um mengun kynstofnsins og hvernig þessir skrattar myndu mergsjúga íslenska velferðarkerfið. Og þegar íslenskir neytendur gerðust þreyttir á verðlagningu hérlendis og sneru sér til útlanda í verslunarferðir var fyrsta hug- mynd kaupmanna (sem áður hrópuðu hæst um frjálsa verslun) að ferðafrelsi þetta yrði takmark- að með einhverjum hætti. Áfram má telja: Slysagildra á Laugavegi var allt í einu rakin til pólitískra skoðana Ingimundar í Heklu, slæmar heimtur á með- lögum urðu allt í einu öllum öðr- um að kenna en barnsfeðrunum, sem bara skildu ekkert í þessari kröfuhörku um að þeir væru ábyrgir gerða sinna, hátekjuskatt- ur varð áður en varði lausnarorðið í þessu auma landi, sem því miður hefur aldrei átt alvöru milljónera, verkalýðsfrömuðir slepptu sér reglulega vegna hárra vaxta (hvort sem um var að ræða innláns- eða útlánsvexti), og af völdum þessar- ar sömu almennu rökvísi var Jón Baldvin Hannibalsson einn góðan veðurdag orðinn aðalsöku- dólgurinn í forræðisdeilu Sophiu Hansen og ísaks Halíms Al! Er furða þótt hægt miði? Á meðan öllu þessu Gjammi pour la gjamm stendur verður þjóðin svo slappari og slappari og þess sífellt umkomulausari að bjarga sér úr ógöngunum. Svo er brátt komið að þjóðin getur ekk- ert nema gjammað. Og hvar er brautryðjandi gjammsins þegar gjammið rís hæst? Stefán Jón Hafstein er vitaskuld að annast hjálparstarf á öðrum stað í þriðja heiminum. 6$, &£*%&) KÁRI ÞORGRÍMSSON BÓNDI í GARÐI: „Ár hins indæla stríðs.“ Kindarlegasti fslendingurinn á liðnu ári? „Það hlýtur að vera ég sjálfur.“ FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON KVIKM YN DASTJÓRI: „Ár uppgangs kvikmyndagerð- ar á Islandi - árið sem Islendingar fóru aftur að fara í bíó.“ Besta mynd ársins? „Svo á jörðu sem á himni.“ ÞORGEIR ÞORGEI RSSON RITHÖFUNDUR: „Barlómsárið." Mesta óréttlœti ársins? „Auðvitað það, að barlóms- stjórarnir skuli enn vera á ráð- herralaunum.“ ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON RITHÖFUNDUR: „Ár of mikillar svartsýni og of lítillar bjartsýni meðal íslensku þjóðarinnar." Besta bók ársins? „Ég hef vitaskuld ekki komist yfir margar af þeim bókum sem komu út fyrir jólin, en Heimskra manna ráð eftir Einar Kárason skarar þó fram úr þeim sem ég hef lesið.“ JÚLÍUS KEMP KVIKMYNDASTJÓRI: „Ég held að ég minnist þessa árs fyrst og fremst sem árs ís- lenskra kvilönynda.“ Versta mynd ársins? „Ingaló höfðaði minnst til mín, af þeim fimm íslensku kvikmynd- um sem frumsýndar voru á þessu ári.“ Heimir Steinsson útvarpsstjóri er upphaf og endir allra ára og árið 1992 er engin undantekning þar á. Það hófst með því að Heimir óskaði landsmönnum öllum árs og friðar og því mun Ijúka með því að Heimir segi landsmönnum hvaða lærdóm megi draga af atburðum þess. Heimir er sem kunnugt er meiri andans maður en fyrir- rennarar hans og því líður honum illa með að halda sér innan þeirra marka sem þeir settu sér. Hann hefur því lengt ræðutíma sinn á Gamlárskvöld. Hann hefur eignað sér stærri hluta af árslokunum 1992 og stærri hluta af ársbyrjuninni 1993. Árið 1993 mun því byrja seinna en áður og Ijúka fyrr hjá restinni af þjóðinni en undangengin ár. Og í fyllingu tímans mun Heimi sjálfsagt takast að ná í skottið á sjálfum sér og tala alltárið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.