Pressan - 30.12.1992, Blaðsíða 7

Pressan - 30.12.1992, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992 7 ******* Svavar Egilsson; Var nýlega úrskurðaður persónulega gjaldþrota og hefur dvalist erlendis undanfarið. RANNSOKNARLOG- REGIAN KOMIN MED BOKHALD VERALDAR TIL RANNSÚKNAR Rannsókn á bókhaldi ferða- skrifstofunnar Veraldar leiddi margt skrýtið í ljós og þykir það að minnsta kosti í litlum tengslum við raunveruleikann hvað svo sem fleira kemur í ljós. Ríkissaksóknari sá ástæðu til þess að senda málið áfram til Rannsóknarlög- reglunnar, en að þeirri rannsókn lokinni verður ákveðið hvort ákæra verður gefin út á hendur Svavari Egilssyni. Ríkissaksóknari hefur nú feng- ið til meðferðar skýrslu sem unnin hefúr verið upp úr bókhaldi ferða- skrifstofúnnar Veraldar. Á skipta- fundi þrotabúsins kom fram sá vilji bústjórans, Brynjólfs Kjart- anssonar hæstaréttarlögmanns, að láta fara fram bókhaldsrann- sókn þrátt fyrir að augljóslega væru litlir peningar til í búinu. Það samþykkti skiptafundur. Þessi skýrsla liggur nú fýrir og sam- kvæmt heimildum PRESSUNN- AR var niðurstaða hennar á þá lund að ástæða þótti til að vekja athygli ríkissaksóknaraembættis- ins á málinu. Að sögn Sigríðar Jósepsdóttur hjá saksóknaraembættinu var þar móttekin ítarleg skýrsla sem bú- stjóri hafði látið Iöggiltan endur- skoðanda gera. Sigríður sagði að þessi skýrsla hefði síðan verið send áffam til Rannsóknarlögregl- unnar sem er nú með málið til rannsóknar. Það verður síðan ríkissaksókn- ara að ákveða hvort niðurstaða þeirrar rannsóknar gefur tilefni til opinberar ákæru á hendur Svav- ari Egilssyni, aðaleiganda fyrir- tækisins, og annara sem um rekst- urogbókhaldiðsáu. Það að nú verði unnið að opin- berri rannsókn á bókhaldi Verald- ar kemur fáum á óvart enda hefúr bókhald fýrirtækisins verið með eindæmum. Má sem dæmi taka að lausafé félagsins var bókfært á 90 milljónir króna í reikningum fyrirtækisins en seldist síðan á að- eins tvær milljónir króna. STÓRKOSTLEGT OFMAT Á EIGNUM Samtals var lýst kröfum upp á 250 milljónir króna í þrotabúið en á skiptafundi lýsti bústjóri því yfir að margir kröfuhafa hefðu ekki haft fýrir því að lýsa kröfum. Það kom strax fram í skýrslu bústjóra að eignir voru stórlega ofmetnar og bendir margt til þess að það hafi verið gert beinlínis til að draga upp ýkta og bætta mynd af stöðu fýrirtækisins. I skýrslu bústjórans á sínum tíma var bent á reikningsfærslu á verðmæti innréttinga og hús- gagna: „Það vekur athygli að kaupverð innréttinga og áhalda er 78,5 milljónir. Eldti er bústjóra ljóst hvaða innréttingar og áhöld er þama átt við, en bersýnilega er þama um talnaleik að ræða, sem á ekkert skylt við raunveruleikann." VIÐSKIPTIN MEÐ HÓTEL HÖFÐA Viðskiptin með Hótel Höfða í Skipholtinu hafa ávallt verið sér- kapítuli í þrotabúinu. Hótelið var skráð sem hlutafé upp á 150 millj- órrir króna inn í Veröld þó að veð- setningar þess reyndust langt um- fram verðmæti. Eftir nauðungar- sölu á eigninni er hún nú komin í eigu Búnaðarbankans. Við gjaldþrot Veraldar kom í Ijós að gerður hafði verið leigu- samningur um rekstur Hótelsins við bróður Svavars, Egil Egilsson. Samningnum var þinglýst 2. des- ember 1991 en látið líta út þannig að hann væri frá árinu 1988. Samningurinn var til 10 ára og átti að vera greiddur að fullu. Þessa leigusamninga kærði lögmaður Búnaðarbankans til RLR vegna skilasvika þar sem talið var að leigusamningarnir hefðu ein- göngu verið gerðir til málamynda til þess að þeir gætu hagnýtt sér tekjur af hótelinu á kostnað eig- enda, þ.e.a.s. Búnaðarbankans. Þessi kæra var síðan afturkölluð eftir að þeir bræður samþykktu að faraúrhótelinu. Það sem mun nú þurfa að rannsaka er tilfærsla á fjármun- um, en áðurnefnd skrásetning á Höfða sem hlutafé inn í Veröld var gerð án þess að nokkur fylgi- skjöl finnist þar um; enginn kaup- samningur eða afsal fannst fyrir þessu hlutafjárframlagi, en Hótel Höfði var persónuleg eign Svav- SKEIKAÐISVAVARIUM 50 MILLJÓNIR VARÐANDI REKSTURINN? Yfirlýsingar Svavars um rekstur Veraldar hafa reynst lítið í tengsi- um við veruleikann. Má sem dæmi taka að í september 1991 sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að hagnaður fýrirtækisins væri 15,2 milljónir en við rann- sókn á bókhaldinu kom í ljós að fýrirtækið var rekið með ríflega 36 milljóna króna tapi fýrstu 10 mán- uði ársins. Þarna virðist því Svav- ari hafa skeikað um 50 milljónir til og frá um stöðu fýrirtækisins. Rekstur Veraldar virðist reynd- ar hafa verið með eindæmum frá því það tók til starfa 1989. Á fýrsta starfsári var tap félagsins 34,5 milljónir. Á árinu 1990 var tapið 28,5 milljónir en þá var skráð eig- ið fé upp á 57,5 milljónir króna. Margt hefur verið tínt til hér áð- ur í PRESSUNNI sem krefst nán- ari rannsóknar. Má þar nefna meðferð á greiðslukortaseðlum fyrirtækisins sem voru seldir í stórum stíl. Einnig var margt ein- kennilegt við útgáfú farseðla sem gjarna voru notaðir til að gera upp skuldir sem komu Veröld ekkert við. Sigurður MárJónsson CARL /. Eiríksson er án efa þrætu- púki aldarinnar en nú er hann búinn að senda enn eina kær- una frá sér. Kunnugir segja að kærusafn hans fari að nálgast hundraðið. Það fer ekki fram sú skotkeppni hér innanlands að hann kæri ekki framkvæmd hennar. Það er kanriski skiljan- legt því einhverra hiuta vegna gleymist alltaf að segja Carli ffá keppninni, framkvæmdin er röng, niðurstöðumar falsaðar og til að bæta gráu ofan á svart er alltaf vitlaus maður kosinn sem skotmaður ársins. Eftir því sem komist verður næst eru Ólympíuleikarnir eina keppnin sem Carl hefur ekki kvartað yfir enda reyndist hún honum mikið hjartans mál. Og annar fslendingur með hjartað á réttum stað er KRISTJAN Jóhannsson stórtenór sem er kominn heim til að gleðja land- ann og borða norðlenskt hangikjöt. Kristján hefur óspart pundað á landa sína fýr- ir að hafa ekki áttað sig á heimsfrægð hans. Um leið hef- ur hann upplýst að það snúist í raun um afgeran tittlingaskít að hann skuli ekki vera búinn að syngja sig opinberlega inn í hjörtu Islendinga. Tíu milljónir til eða frá séu slíkir smáaurar að honum finnst varla taka því að nefna það. Það eru líka aðrir sem eiga að borga. Þessi upp- hæð stendur hins vegar í Olöfu Kolbnínu Harðardóttur óperustjóra sem greinilega hef- ur ekki séð svona mikla pen- inga niðri í óperu. Væri ekki ráð að setja upp Betlaraóper- una og rukka frumsýningarlið- ið einu sinni um raunverulegt miðaverð? Það var hins vegar ánægjulegt hjá ríkissjónvarp- inu að hafa spjallþátt með SIGURBIRNI Einarssyni biskupi yfir jólin. Það var Jón Ormur Halldórs- son sem ræddi við Sigurbjörn og umræðuefnið var kristni. — Sem er mjög vel til fundið því þeir eru báðir frægir fýrir að hafa áhuga á flestum öðrum trúarbrögðum en kristni. Þá var þátturinn skemmtilegt dæmi um hvernig sjónvarps- þáttagerð myndi líta út ef Há- skólinn fengi sitt eigið sjón- varp. En varnarræða vikunnar kom ffá Bimi Inga Bjömssyni, kjötmeistara, sem geystist fram á ritvöllinn til bjargar „þjóðar- rétti“ fslendinga, hangikjötinu. Birni Inga fannst ómaklega vegið að hangikjötinu í „Blaði allra landsmanna" en sem kunnugt er þá er meira líf í kjötinu en flestir vilja. Björn Ingi sagði það vera vegna þess að saltpéturinn væri horfinn úr kjötinu auk þess sem þjóðin sé orðin svo steríl af hreinlætinu að hún þoli ekki neitt kvikt í matnum. Látum það liggja á milli hluta en það er hins vegar spurning hvort það sé rétt að hangikjötið sé hinn eini sanni „þjóðarréttur“? Hvað með salt- fiskinn, ýsuna, slátrið, ora- baunirnar, gaffalbitana, lamba- lærið, kokteilsósuna, þorra- matinn, gellurnar og sviðin? — Já, og rjúpuna áður en meistaraskyttur eins og Carl J. Eiríksson skutu hana út af landakortinu?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.