Pressan - 25.02.1993, Qupperneq 6
6
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRUAR 1993
BÆTIFLÁKAR
„Mér finnsí gæta
nohhurrar van-
lehhingarímáli
fíhverja." segir
flrni Björnsson
þjóöháliafræðing-
urerhannberf
bæfifláha fgrir
ohhuríslendinga.
STOLNAR HEFÐIR
„Ósköp finnst skrifara livim-
leið sú auglýsingamennska sem
fylgir þessum og mörgum öðr-
um dögum ársins... Ekki bara
að „hefðir“ séufluttar innfrá
útlöndum heldur er líka oft um
það að rœða, að höfuðborgar-
búar flytji í þéttbýlið siði og
venjur sem þróast hafa á lands-
byggðinni og láta síðan eins og
það hafi alltaf verið venja í
henni Reykjavík að syngjajyrir
kaupmanninn eða berja ketti
úr tunnum. Það er með þetta
eins og með jólasveinafárið í
desember. Ýmist eru þeir þjóð-
legir í sauðalitunum eða amer-
ískari en allt sem amerískt er og
fjölda þeirra veit vart nokkur
rnaður lengur. “
Víkverji Morgunblaðsins.
Árni Björnsson,
þjóðháttafræðing-
ur á Þjóðminja-
safni íslands: „Mér
finnst gæta nokkurr-
ar vanþekkingar í
máli Víkverja. Venj-
ur hafa aldrei staðið
algerlega í stað til
lengdar og þær hafa
flust milli landa og
héraða frá alda öðli.
Siðurinn að slá kött-
inn úr tunnunni
byrjaði t.d. í Reykja-
vík laust eftir miðja
19. öld og þá á bollu-
daginn. Þar datt
hann síðan niður um
1890 en hélst við á
Akureyri og færðist
um 1915 yfir á ösku-
daginn, eftir að hann
var gerður að frídegi
í barnaskólum. Um fjölda jóla-
sveina er það að segja að það er
ekki fyrr en Þjóðsögur Jóns
Árnasonar koma út árið 1862
sem almennt er farið að festa þá
við tölurnar 13 eða 9. Áður voru
til margir og misstórir hópar
jólasveina í ýmsum héruðum og
þá vissu menn enn síður en nú
um heildarfjölda þeirra."
BÖRN í HÆTTU
„Éghef, eins ogvonandiflest-
ir foreldrar, brýnt fyrir börnum
mínum að fara varlega hvar
sem er og hvencer sem er. Því er
eitt atriði sem veldur mér hug-
arangri ett það er sú einkenni-
lega staðreynd að farþegum
strœtisvagna skuli ekki boðið
upp á þann möguleika að geta
sett á sig öryggisbelti þegarferð-
ast er með vögnunum. Aldrei
nokkurn tíma mundi ég leyfa
mínum börnum að sitja í bíl hjá
mér án þess að spenna á sig
belti. Því þykir mér meira en
hart að börnin tnín skuli ekki
geta spennt á sig belti þegar þau
ferðast ttteð bláókunnugum
mönnum í strœtisvögnum. Þótt
þeim aki eingöngu atvinnubíl-
stjórar og eflaust flestir þokka-
legir hika ég ekki við að segja að
margir eru þeir harkalegir t um-
ferðittni ogfrekir jafnveló
Magnús E. Hansen i DV.
Hörður Gíslason, skrif-
stofustjóri Strætisvagna
Reykjavíkur: „í íslenskum
reglum unt gerð og búnað öku-
tækja, sem nýlega voru endur-
skoðaðar, eru ekki gerðar kröfur
um öryggisbelti í strætisvögn-
um. Við hjá SVR höfum ekki séð
ástæðu til að koma slíkum ör-
yggisbúnaði fyrir í vögnunum,
enda vitum við ekki til þess að
það tíðkist í öðrum löndum. Það
er afar sjaldgæft að farþegar detti
úr sætum sínum vegna harka-
legs ökulags bílstjóra og því er
ffáleitt litið á það sem eitthvert
vandamál. Rétt er að benda á að
í öllum nýrri gerðum strætis-
vagna eru armar á fremstu sæt-
unum, sem hægt er að fella nið-
ur, og eru þau einkum hugsuð
fyrir hreyfihamlaða, aldraða og
börn. Auk þess eru í vögnunum
handföng sem ætlað er að
byg0a öryggi farþega."
VONLAUST VEÐUR
„Nú eru utnhleypingarttir
orðnir nœsta fast prógratntn í
veðramynstrinu. Þessi vetur,
sem nú stendursem hœst, er t.d.
búintt að vera eintt santfelldur
utnhleypingahantur frá því í
desetnber, a.tn.k. hér við suð-
vesturhorn landsins. Það er ekki
nokkur vafl á því aðfólk er tttik-
ið búið að bölsótast yflr þessum
utnhleypittgum sent aldrei œtla
að taka enda. Eftir svona um-
hleypingasattiati vetur og einnig
þann síðasta býstfólk ekki leng-
ur við sœmilegu, hvað þá góðu
sumarveðri."
Magnús Sigurðsson í DV.
Páll Bergþórsson veður-
fræðingur: „Veðrið sem herjað
hefur á okkur í vetur segir ekkert
til um það hvemig viðrar næsta
sumar. Ég hef ekki minnstu hug-
mynd um hvemig sumarið á eft-
ir að verða og best er að lofa
engu í þeim efnum. Þó er að
mínu viti með öllu ástæðulaust
að gefa upp alla von um að sum-
arið verði þurrt og sólríkt. Það
eru ekkert minni líkur á góðu
sumri en köldu og vætusömu,
enda þótt þessi vetur hafi reynst
kaldur og snjóþungur.“
F Y R S T
F R E M S T
Dánarbú í Reykjavík
krefur Skandía um
andvirði stolinna
hlutabréfa
Hreiðar í
Smiðju-
kaffi búinn
að missa
fasteignina
Um nokkurt skeið hefur
Hreiðar Svavarsson f
Smiðjukaffi barist hatramm-
lega fyrir því að halda fasteign
sinni við Smiðjuveg 14, í góðri
samvinnu við lögffæðing sinn,
Grétar Haraldsson. Á fast-
eign þessari, sent er í tveimur
hlutum, hvíla kröfur upp á um
40 milljónir króna og í gær,
miðvikudag, fór þriðja nauð-
ungamppboðið fram.
Fyrsti eigandi var Hreiðar,
en börnin björguðu málum og
keyptu fasteignina á uppboði.
Það dugði ekki til og í janúar
1992 misstu þau hana aftur á
uppboði. Kaupandinn var
hlutafélag Grétars Haraldsson-
ar, Hátorg, sem bauð alls 31
milljón, en Fjárfestingarfélagið
29,5 milljónir. Félagþetta hefur
ekki getað staðið við tUboð sitt
og í gær fór frani vanefndar-
uppboð. Þar var gerð krafa um
að Skandía, arftaki Fjárfesting-
arfélagsins, stæði við fyrra til-
boð, en þar sem of langur tími
var liðinn hvíldi sú skylda ekki
lengur á félaginu. Skandía
komst því upp með að bjóða
aðeins 11 milljónir alls í báða
hlutana, en alís er um nálægt
550 fermetra að ræða.
Þar með er ekki öll sagan
sögð. Fjárfestingarfélagið seldi
Hreiðari á sínum tíma Bjór-
hallarhúsið við Gerðuberg,
sem Guðjón Pálsson átti áð-
ur. Þeir eru þar í tugmiUjóna
króna skuld, nú við Skandía,
og hafa ekki staðið í skilum.
Nauðungaruppboð á þeirri
eign er boðað 9. mars næst-
komandi.
Ógildingarmál hefur verið
þingfest fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur vegna 26 hlutabréfa í Eim-
skipafélagi íslands hf. Bréfin eru
að nafnvirði 79.633 krónur eða
upp á tæplega 360 þúsund krónur
ef miðað er við gengið 4,5.
Bréfin voru í eigu dánarbús í
Reykjavík en hafði verið stolið.
Þjófnaðurinn var tilkynntur lög-
reglunni 29. desember síðastlið-
inn, en bréfin höfðu verið tekin úr
mannlausri íbúð.
Erfingjamir, þrjár systur, höfðu
strax samband við hlutabréfadeild
Eimskipafélagsins og létu vita af
þjófnaðinum. Rannsókn málsins
leiddi fljótlega í ljós að Fjárfesting-
arfélagið Skandt'a hafði keypt
hlutabréfm. Þá strax, 31. desem-
ber, var Skandía tiUcynnt um mál-
ið.
5. janúar síðasUiðinn hafði lög-
maður erfingjanna, Sigmundur
Hanttesson hæstaréttarlögmaður,
samband við Skandía og tilkynnti
að um nafhbreytingu á bréftinum
væri ekki að ræða nema með sam-
þykki eigenda. Þá upplýsti Skand-
ía að það hefði selt þriðja aðila
bréfin en vildi ekki upplýsa hver
það væri.
Erfingjarnir og lögmaður þeirra
telja að Skandía haft verið rétt og
skylt að staðreyna umboð það er
framvísað var þegar félagið keypti
bréftn. Hefur komið í ljós að þá
var lagt fram falsað umboð dag-
sett 21. nóvember 1992.
Gerðu erfingjarnir þá kröfu að
ef Skandía gæti ekki afhent bréfm
yrði félaginu skylt að greiða þeim
andvirði þeirra með vöxtum.
Verktakafyrirtækið Brúnás á Egilsstöðum:
NÝn FÉLAG STOFNAÐ VEGNA 20
MILLJÓNA SÖLUSKATTSSKULDAR
Aðstandendur verktakafyrir-
tækisins Brúnáss á Egilsstöðum
hafa stofnað nýtt hlutafélag um
reksturinn og er það gagngert
gert í Ijósi deilna þeirra við skatt-
yfirvöld um gamla söluskatts-
skuld, sem -í dag hljóðar upp á
nálægt 20 milljónum króna með
álagi og öllu. Hart hefur verið
deilt um skuld þessa, sem er til-
komin vegna áætlunar vegna ár-
anna 1983 til 1985.
Guðmundur Guðlaugsson,
framkvæmdastjóri Brúnáss, stað-
festi stofnun hins nýja hlutafélags
í samtali við PRESSUNA en
undirstrikaði að ekki væri verið
að flýja skuldir og koma eignum
undan. „Brúnás hefur verið að
deila við skattyfirvöld um skatt-
skyldu, þar sem við teljum for-
sendur vægast sagt hæpnar. Það
eru að koma nýir hluthafar inn í
fyrirtækið, starfsmenn og fleiri,
og við vildum ekki að óvissan um
söluskattsmálið flæktist fyrir.
Nýja félagið kaupir reksturinn
samkvæmt mati hlutlauss aðila,
sérffæðings ffá Iðntæknistofhun,
en fasteign fyrirtækisins er áffam
í eigu gamla félagsins."
Fyrir nokkrum árum neitaði
embætti ríkisskattstjóra að taka
bókhald Brúnáss gilt og áætlaði
söluskatt fyrir ofangreind ár.
Niðurstaðan varð viðbótarálagn-
ing upp á 6 milljónir króna, sem í
desember 1989 var með vöxtum
og álagi komin upp í 17 til 18
milljónir. Álagningin var kærð,
en embættið féll ekki ffá úrskurði
sínum og fór málið til yfirskatta-
nefndar, sem aftur fór fram á
endurskoðun hjá ríkisskattstjóra.
Þar er málið enn. Brúnás veltir
árlega um 100 milljónum króna
og starfsmenn eru liðlega tutt-
ugu.