Pressan - 25.02.1993, Side 9

Pressan - 25.02.1993, Side 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRUAR 1993 9 honum, þegar þeir verða 16 ára og öðlast sjálfræði. Að sögn Einars Gylfa Jónssonar, forstöðumanns Unglingaheimilis ríkisins, er ekki tímabært að hugsa svo langt. Þeg- ar þar að kemur, þ.e.a.s. eftir rúmt ár hjá þeim eldri, verða aðstæður og ástand drengjanna metin. Þá fæst úr því skorið hvort þeir eru hættulegir sjálfúm sér og öðrum. Verði niðurstaðan sú að það beri að halda þeim inni verður máli þeirra skotið til dómstóla, sem þá munu úrskurða hvort svipta beri drengina sjálffæði. PRESSAN hafði einnig sam- band við Braga Guðbrandsson, félagsfræðing og aðstoðarmann félagsmálaráðherra. Að hans sögn er ekki til nein opinber stofnun sem gæti vistað drengina, færi svo að þeir yrðu sviptir sjálfræði, en samkvæmt heimildum blaðsins er mjög líklegt að svo verði. Bragi sagði að þó væri hægt að fara nokkrar leiðir. Benti hann meðal annars á, að nú þegar væru þeir vistaðir í stofnun sem væri sér- smíðuð utan um þá. og sú gæti orðið raunin, að nýrri stofnun yrði komið á fót. Þá nefhdi hann einn- ig þann raunhæfa möguleika að drengirnir yrðu vistaðir á Sogni, meðferðarheimili fyrir geðsjúka afbrotamenn, enda þótt þeir séu ekki afbrotamenn í lagalegum skilningi. Lýsti hann síðan þeirri skoðun sinni að mál sem þessi væru afar viðkvæm og því óheppi- legt að um þau væri fjallað í fjöl- miðlum. Jónas Sigurgeirsson og Bergljót Friðriksdóttir Drukknuii tveggja barna í Glerá á Akureyri fyrir örfáum árum vakti mikinn óhug, en í Ijós kom að ekki var um slys að ræða. Pilt- urinn sem talinn var eiga sök á dauða barnanna reyndist vera hættulegur, bæði sér og umhverfi sínu, og hefur verið hafður í vist f maílok 1989 drukknaði sjö ára drengur í Glerá á Akureyri og var í fyrstu gengið út frá því að um slys hefði veríð að ræða. Tæpu ári síðar, eða í byrjun maí 1990, drukknaði annar sjö ára drengur á Akureyri, litlu neðar í ánni en þar sem fyrra óhappið átti sér stað. Grun- semdir vöknuðu þá um að ekki væri allt með felldu; að ekki væri um slys að ræða og að hugsanlega væru tengsl á miili dauðsfallanna. Hafin varlögreglurannsókn á málunum tveimur og beindist fljótlega grunur að ung- um pilti, sem vitni höfðu séð nálægt slys- staðnum í bæði skiptin. Meðal annars hafði miðaldra kona séð piltinn leiða síðari dreng- inn niður að ánni og síðar koma einan til baka. KVEIKTI í BARNAVAGNI Pilturinn sem hér um ræðir er fæddur 1978 og var hann því á ellefta og tólfta aldurs- ári þegar hinir hörmulegu atburðir áttu sér stað á Akureyri. Við rannsókn málsins kom í ljós að hann hafði um nokkurt skeið átt við andlega erfiðleika að stríða, og á árinu sem leið á milli dauðsfallanna hafði verið gripið til þess ráðs að færa hann yfir í Bröttuhlíðar- skóla, sem er sérskóli fyrir atferlistruíluð böm. Töluvert hafði borið á ofbeldishneigð hjá piltinum og höfðu einkum böm orðið fyr- ir barðinu áhonum. Árið 1988, þegarhann var tíu ára að aldri, var hann til dæmis kærð- ur fyrir að misþyrma illilega sex ára bami. Það mál kom til kasta lögreglunnar og var því að lokum vísað til Félagsmálastofnunar. Áður hafði pilturinn verið gripinn eftir að hafa kveikt í tómum barnavagni. Þá hafði hann ít- rekað haft í frammi líflátshótanir við börn. í yfirheyrslum, sem pilturinn var látinn gangast undir vegna dauða barnanna tveggja, lýsti hann því yfir að hann hefði lokkað böm- in niður að ánni og beitt við það klókindum. Pilturinn, sem var ósakhæfur vegna ungs ald- urs, hefur aldrei játað á sig verknaðinn. Þó er gengið út frá því sem vfsu að hann eigi sök á dauða bamanna tveggja og hefur öll eftir- meðferð málsins verið í samræmi við það. F.ft ir að niðurstaða lá fyrir í niálinu var piltur- inn sendur í gæslu suður til Reykjavíkur, enda talinn hættulegur sér og umhverfi stnu. Var hann vistaður á barnageðdeild Landspít- alans á Dalbraut í tvö og hálff ár, eða uns honum var komið fyrir á nýstofnuðu vist- heimili í Suður-Þingeyjarsýslu síðastliðið haust. Þar hefur pilturinn verið undir stöð- ugu eftirliti starfsmanna vistheimilisins, ásamt öðrum unglingi á svipuðum aldri. ERFIÐAR HEIMILISAÐSTÆÐUR Pilturinn, sem nú er á fimmtánda aldurs- ári, er af heimili þar sem heimilisaðstæður vom erfiðar. Hann ólst upp hjá einstæðri móður, en faðirinn yfirgaf fjölskylduna um svipað leyti og drengurinn fæddist. Móðirin fluttist suður til Reykjavíkur þegar hann var enn ungur að árum. Þar varð drengurinn fyr- ir ömurlegri lífsreynslu er hann komst í kynni við afbrigðilega hegðun, en ekki er ljóst hvort um var að ræða eina utanaðkomandi mann- eskju eða fleiri. Samkvæmt heimildum PR.ESSUNNAR em lýsingarnar á því sem pilturinn gekk í gegnum í æsku átakanlegar og vart prenthæfar. Þá kom það fyrir oftar en einu sinni, þegar drengurinn var aðeins nokkurra ára gamall, að lögreglan fann hann að næturlagi fáklæddan og ráfandi, talsvert fjarri heimili sínu. Árið 1988, þegardrengur- inn var tíu ára, fluttust þau mæðgin aftur norður til Akureyrar, og voru heimilisað- stæður að sögn betri eftir það. LANGT YFIR MEÐALLAGI í GREIND Pilturinn á eins og áður sagði við vemlega atferlistruflun að stríða. Engu að síður hafa greindarpróf, sem hann hefur verið látinn gangast undir, leitt í ljós að hann er langt yfir meðallagi í greind. f yfirheyrslum vegna dauða barnanna tveggja skýrði hann frá því að hann hefði lokkað bæði bömin niður að ánni ogbeitt til þess úthugsuðum kænsku- brögðum. Að sögn kunnugra gat pilturinn sýnt á sér tvær gjörólíkar hliðar. Þannig gat hann komið fyrir sem afar kurteis og prúður piltur, en um ieið og litið var af honum gat hann kastað þeirri grímu og breyst á svip- stundu í hið gagnstæða. Einn heimildar- manna PRESSUNNAR komst svo að orði, að hann hefði aldrei séð dæmi um slíkt skapferli eða sltka hegðun, nema ef til vill í kvikmynd- um. Við rannsókn í kjölfar dauðsfallanna tveggja á Akureyri kom í ljós, að í fyrra tilvik- inu hafði pilturinn ekki farið einn með barn- inu sem dmkknaði niður að ánni. Með hon- um var jafnaldri hans, sem þó vissi ekkert um ætlun piltsins. Drengimir hjóluðu ásamt barninu niður að . á og dvöldu þar um stund. Félaginn yfirgaf þá um síðir og skömmu á eftirkom til voðaverksins. Effir fyrra dauðsfallið grun- aði félagann að ekki væri allt með felldu og ekki hefði verið um slys að ræða, en vegna líf- látshótana frá piltinum þorði hann ekki aðgreina nokkurri sálu frá gmni sínum. Var honum hótað öllu illu ef hann leysti frá skjóðunni og því kom hið sanna ekki (Ijós fyrr en eftir síðara dauðsfallið á Akureyri, er lögregla hóf rannsókn á málinu. SVIÐSETT MYND PRESSUNNAR

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.