Pressan - 25.02.1993, Page 11
11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRÚAR 1993
Steinar Berg stofnaði nýtt fyrirtæki í kringum starfsemi Steina
EFTIR HANDA
RUKKURUM
RÍKISSJÓUS
Skömmu fyrir áramót stofnaði Steinar Berg
ísleifsson hljómplötuútgefandi nýtt félag um
rekstur sinn. Skömmu síðar kom ný sölu-
skattsáætlun frá tollstjóra og í kjölfarið var
gerð tilraun til að innsigla fyrirtæki Steinars
í Kópavogi. Vegna nafnbreytinganna reynd-
ist innheimtumönnunum ókleift að inn-
heimta söluskattsskuld upp á 23 milljónir
króna.
Þegar innheimtumenn ríkis-
sjóðs komu í fyrirtæki Steina hf. á
Nýbýlavegi 4 í Kópavogi nú
skömmu eftir áramót til að inn-
heimta skattskuldir eða innsigla
fýrirtækið ella gripu þeir í tómt.
Nýtt félag hafði tekið við rekstrin-
um og fengið gamla nafnið eftir
ákveðnar tilfæringar. Gamla félag-
ið hafði hins vegar tekið við
skuldunum við ríkissjóð en
reyndar fengið til þess nýtt nafh,
Vínil hf.
Nú skömmu eftir áramót
streymdu tilkynningar inn til
Hlutafélagaskrár um breytingar á
fyrirtækjasamsteypu Steinars
Bergs Isleifssonar hljómplötuút-
gefanda. Hluti þessara tilkynninga
sagði frá hluthafafundum hjá
Steinum hf. sem stofnað var árið
1975 og hefur verið flaggskipið í
Steinarssamsteypunni. Þetta félag
virðist ekki eiga langa lífdaga fyrir
höndum, því á hluthafafundi 31.
desember fékk það nafnið Vínill
hf. og ber það nafn frá áramótum
að telja.
Steinar hf. er hins vegar til enn í
dag en ber nýja kennitölu og virð-
isaukaskattsnúmer. Þetta nýja fé-
lag var stofnað 11. desember síð-
astliðinn undir nafninu Steinar
dreifing hf. en var nafhbreytt tutt-
ugu dögum síðar, 31. desember, í
Steina hf.
GAMLA FÉLAGIÐ MEÐ
SKULDIRNAR
Steinarssamsteypan hefur í
raun verið þrískipt fyrirtæki;
Steinar hf., Steinar músík og
myndir hf. og Hljómplötuútgáfan
Steinar hf. Það síðasttalda hefur
verið nokkurs konar eignarhalds-
félag en í gegnum það fer útgáfa
Steina. Allir útgáfusamningar og
réttindi eru í eigu Hljómplötuút-
gáfunnar Steina hf., en þar má
meðal annars telja útgáfuréttinn
að um 70 prósentum af öllu tón-
listarefni sem komið hefur út á fs-
landi! Það sem í dag heitir Steinar
hf. er einmitt í eigu Steina músík-
ur og mynda hf. og Hljómplötuút-
gáfunnar Steina hf.
Steinar músík og myndir er
Málaferli vegna notkunar á myndum
Hugrúnar af Bubba
Steinar hf. dæmt til að
borga fyrir myndirnar
Dómur var kveðinn upp í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í máli
Premier Photographic á hendur
Steinum hfi nú 10. febrúar. Málið
er tilkomið vegna notkunar fyrir-
tækisins á myndum Hugrúnar
Ragnarsdóttur ljósmyndara af
Bubba Morthens. F.r skemmst
frá því að segja að Steinar hf. tap-
aði málinu og var dæmt til að
greiða umboðsfyrirtæki Hugrúu-
ar 600 pund í bætur auk dráttar-
vaxta. Einnig.vái'ð fyrirtækið að.
greiða allan málskostnað. Eftir
því sem komist verður næst verð-
ur kostnaður fyrirtækisins vegna
þessa máls um hálf ntilljón
króna. Dömari var Sigríður Ing-
varsdóttir héraðsdómari.
Málavextir eru þeir að Hug-
rún, sem starfar.erlendis, sneri
sér til Bubba og fékk leyfi til að
mynda hann fyrir éinkasýningu. i.
þakkiætisskyní gaf hún honum
eintök af myndunum. Bubbi taldi
hins vegar að hann mætti nota
myndirnar og voru þær notaðar á
rekstraraðili smásöludeiidar en í
þeirra nafni eru verslanirnar.
Hugmyndin er sú að hið nýja fé-
lag, Steinar hf., yfirtaki rekstur
gamla fyrirtækisins, sem nú heitir
Vínill hf. Það blasir við að Vínill
hf. á að leysa þau „skuldavanda-
mál“ sem eilífur söluskattságrein-
ingur við ríkissjóð hefur kaliað
ffarn. Steinar Berg segir sjálfur að
með þessum breytingum hafi ver-
ið ætlað að leysa önnur vandamál
en dregur ekki fjöður yfir að nú
muni þessar söiuskattsskuldir
falla á Vínil. Hann neitaði þvf hins
vegar að Vínill væri eignalaust fé-
lag — í nafhi þess væri skráð fast-
eign í Glæsibæ og nokkrir bíiar
auk lausafjármuna. Á hendur
þessu fyrirtæki eru einnig í gangi
innheimtuaðgerðir á vegum
sýslumannsins í Hafnarfirði og
Kópavogi vegna aðstöðugjalda.
„REYNSLAN FRÁ 1989
STUÐLAR AÐ ÞESSU“
Sem kunnugt er var innsiglað
hjá Steinum hf. 19. júní 1989
vegna ógreidds söluskatts ffá ár-
unum 1985 og 1986 upp á tæplega
Bubbi Morthens: Notkun
á myndum Hugrúnar á
plötu hans kostar Steina
hf líklega utn hálfa millj-
ón króna þegar upp er
staðið.
bakhiið geisladisks, á plötuum-
slag og textablað á plötunni „Sög-
ur af landi". Dómarinn féllst á að
það hefði verið gert í leyfisleysi en
lækkaði um leið verulega miska-
bótakröfur Hugrúnar, enda taldi
hann ekki sannað að um „miska“
hefði verið að ræða.
fjórar milljónir króna. í sama
áhlaupi var lokað hjá öllum
myndbandaútgefendum. f kjölfar
þess máls urðu töluverð blaða-
skrif þar sem skeytin gengu á milli
Steinars Bergs og fulltrúa fjár-
málaráðuneytisins. Lokunarað-
gerðirnar kærði Steinar til um-
boðsmanns Alþingis, Gauks Jör-
undssonar, sem komst að þeirri
niðurstöðu að lokunaraðgerðin
sjálf hefði ekki verið fyliilega rétt-
mæt. Hann tók hins vegar enga
afstöðu til söluskattsálagningar-
innar. Lyktir málsins urðu þær að
Steinar borgaði skuldina og fyrir-
tækið var aftur opnað. Síðan hóf-
ust dómsmál sem ekki sér enn
fyrir endann á.
Steinar segist hafa dregið þann
lærdóm af þessu að hafa „ekki öli
eggin í sömu körfunni" og var fyr-
irtækinu skipt upp 30. ágúst sama
ár.
Söluskattsmálið snerist um það
að fjármálaráðuneytið taldi að fyr-
irtækið hefði átt að innheimta
söluskatt af viðskiptum með
myndbönd innan fyrirtækisins.
Krafa skattstjóra þá (og nú) var
byggð á því að fyrirtækin hefðu átt
að borga söiuskatt af ffamleiðsiu-
kostnaði við gerð myndbanda,
íjölfóldun, prentun í kringum þau
og svo framvegis. Vegna höfund-
arréttarmála höfðu fyrirtækin
þann hátt á að „leigja“ mynd-
bandaleigunum spólurnar til 24
mánaða. Skattstjóri taldi að um
leigu væri að ræða og söluaðilar
fengu spólurnar aftur. Framleið-
endur töldu hins vegar að um
endanlega afhendingu hefði verið
að ræða.
Rétt fyrir jólin kom síðan önn-
ur áætlun ffá tollstjöraembættinu,
en PRESSAN hefur heimildir fýrir
því að þrýstingur þar um hafi
komið frá fjármálaráðuneytinu.
Þar á bæ eru menn ekki hrifnir af
þessum nýjustu tilfæringum og
telja að um nýtt „Förnarlambs-
mál“sé að næða.Þessi nýja áætlun
Sigur.öur Márjópsson
■ V''’
Steinar músík
og myndir hf.
Stofnað 1989
I stjórn:
Steinar Berg
(sleifsson
Ingibjörg Pálsdóttir
Rósa Sigurbergsdóttir
REYNDUM AÐ SEMJA VIÐ
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Steinar Berg sagðist vera orð-
inn langþreyttur á viðskiptum við
þetta innheimtukerfi: „Það var
aldrei hugmyndin að leika ein-
hvern leik og fara með Vínil í
gjaldþrot þegar breytingarnar áttu
sér stað. Hins vegar hefur sú staða
komið upp síðan að það fýrirtæki
er í mikilli hættu þar sem tollur-
inn hefur ákveðið að fylgja þess-
um áætlunum eftir með inn-
heimtuaðgerðum. Vald hans til
innheimtu er ofboðslega víðtækt,
því ef við erurn ekki borgunar-
menn fýrir þessum áætlunum —
sem við erum ekki — geta þeir
lokað. Þeir eru að innheimta núna
með viðurlögum og vöxtum þrátt
fyrir þá staðreynd að ríkisskatta-
nefnd felldi niður viðurlög og
vexti í fýrra skipti. Þeir geta inn-
heimt þetta og síðan verðum við
bara að sanna mál okkar, en við
mundum bara deyja á þeim tíma.
Almenn skynsemisrök virðast
ekki virka í viðskiptum við ríkis-
valdið,“ sagði Steinar.
Hann sagði að í byrjun árs
hefði mikið verið reynt til að fá
(jármálaráðuneytið til að falla frá
innheimtuaðgerðum og sem
dæmi um að fyrirtækið hefði verið
að vinna í sínurn málum nefndi
hann að greitt hefði verið inn á
aðrar skattaskuldir við ríkissjóð í
desember. Það virðist ekki hafa
borið árangur.
Vínill hf.
áöur Steinarhf.
Stofnað 1975
I stjórn:
Steinar Berg
(sleifsson
Pétur W. Kristjánsson
Ingibjörg Pálsdóttir
Hljómplötuútgáfan
Steinar hf.
Stof nað 1989
(stjórn:
Steinar Berg
ísleifsson
Jónatan Garðarsson
Ingibjörg Pálsdóttir
Steinardreifing hf.
nú Steinar hf.
Stofnað 1992
(stjórn:
SteinarBerg
(sleifsson
Ingibjörg Pálsdóttir
Jónatan Garðarsson
P.S. músík hf.
Stofnað 1991
í stjórn:
Steinar Berg
(sleifsson
Pétur W. Kristjánsson
Jónatan Garðarsson
á Steina hf. er upp á ríflega 23
milljónir króna, þar af er höfuð-
stóll skuldar um 10 milljónir
króna. Þessi áætlun er fyrir árin
1987, 1988 og 1989, eða til loka
söluskattskerfisins. Eftir því sem
komist verður næst fengu aðrir
útgefendur svipaða áætlun, en
Steinar telur að sitt fýrirtæki búi
eitt við þessar harkalegu inn-
heimtuaðgerðir.
SKILDIRAMLA FYRIRTÆKIfl
i