Pressan - 25.02.1993, Síða 18

Pressan - 25.02.1993, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRÚAR 1993 E R L E N T TVÍadwr vikunnar Reginald Bartholomew Hann á ekki náðuga daga íyrir höndum, sendiherra Banda- ríkjannahjá NATO, Reginald Bartholomew, sem Bill Clinton forseti hefur nú skipað fulltrúa Bandaríkjastjórnar í friðarvið- ræðunum í Bosníu. Barthol- omew, eða Reg eins og hann er kallaður á meðal vina, þykir mjög hæfúr í nýja hlutverkið. Hann er einlægur Evrópusinni og hefur mikil og góð sam- bönd bæði innan NATO og eins meðal forystumanna í Moskvu. Hann á að baki ára- langa reynslu sem sendiherra, m.a. í Beirút, þar sem hann kynntist af eigin raun hörm- ungum illdeilna af þjóðemis- og trúarlegum toga. Helsti ráð- gjafi Bartholomews er eigin- kona hans, hin franskættaða Rosie, sem þykir ákaflega þrautseig og er sögð taka öllu með jafnaðargeði, rétt eins og hann. Þannig héldu þau hjónin til dæmis ró sinni þegar Bart- holomew grófst undir rústum sendiráðsins í Beirút í sprengjuárás 1984,þarsem 14 manns létu lífið, og var sendi- herrann mættur aftur til starfa nokkrum dögum síðar, eins og ekkert hefði í skorist. í friðar- umleitunum í Bosníu mun Bartholomew starfa við hlið þeirra Owens lávarðar frá Evr- ópubandalaginu og Cyrus Vance, fúlltrúa Sameinuðu þjóðanna. Báðir fögnuðu mjög ákvörðun Bills Clinton um aukin afskipti af styrjöldinni í Bosníu. Og Vance hefúr ekki dregið minnstu dul á að sér þyki Reginald Bartholomew vandanum vaxinn og hefúr op- inberlega lýst yfir ánægju sinni með að „gamall og afar kær vinur hans“ hafi orðið fýrir val- inu sem fúiltrúi Bandaríkja- stjórnar í friðarviðræðunum í Bosníu. Sölumaður vondu fréttanna Hvað kann Bill Clin- ton sem Davíð Odds- son og Jón Baldvin Hannibalsson kunna ekki? Fyrir viku kom Bill Clinton fram fyrir bandaríska þjóð og þing og sveik kosningaloforð. Mörg. Fyrir ári lofaði hann að lœkka skatta á fólki með miðl- ungstekjur. Síðar lét hann sér nægja að lofa að hœkka ekki skatta þessa sama fólks. Nú segist hann neyðast til að svíkja þetta allt og meira til. Og þing og þjóð klappar svo undir tekur. Kannanir sýna að allur þorri landsmanna styður aðgerðir hans í efnahags- og rfkisfjármálum. Meðal þeirra sem sjá sitthvað sameiginlegt með stefnu Clintons og aðgerðum íslensku ríkisstjórn- arinnar eru höfundar Reykjavík- urbréfs Morgunblaðsins. Þeir bentu kurteislega á um síðustu helgi — með sínu kremlólógíska orðalagi — að íslenskir ráðherrar heyra ekki einu sinni á sínum eig- in flokksfundum lófatak á borð við það sem Clinton fær. Og þeir benda ráðherrum á að horfa vest- ur eftir góðum hugmyndum. En hvernig fór Clinton að þessu? í meginatriðum má greina þrennt sem ber árangur hans uppi. HJÁLPIN FRÁ ROSS PEROT Mikilvægustu skilaboðin frá kjósendum í kosningunum í nóv- ember voru ef til vill ekki að þeir vildu breytingar eftir tólf ára valdasetu repúblikana. Nítján prósent kjósenda — einn af hverj- um fimm — greiddu atkvæði sitt milljóneranum léttgeggjaða, Ross Perot. Hans málstaður var bara einn: að lækka fjárlagahallann og gera það með öllum tiltækum ráð- Reyndar eru nokkur ár síðan almenningur gerði sér grein fýrir að skattahækkanir væru óumflýj- anlegar, en það er Ross Perot öðr- um fremur að þakka hversu mik- inn skilning fólk virðist nú hafa á mikilvægi þess að minnka fjár- lagahallann. Reynslan sýnir að Clinton er ekki stjórnmálamaður sem tekur mikla pólitíska áhættu og málflutningur Perots undirbjó 43te 31dí Litháenski draumurinn Andstæðingar Algirdas Brazauskas, nýkjörins forseta Litháens, líta á hann sem kommúnista, á meðan fýlgismenn hans hampa honum sem þjóðernissinna. Líkast til á hvorttveggja að nokkru leyti við um hann. Og einmitt það réð miklu um sigur hans í nýafstöðnum forsetakosningum í Litháen. Það vantaði ekki að hugmyndir mótframbjóðanda hans, þjóðernis- sinnans Stasys Lozoraitis, hljómuðu vel. Vandamálið var þó að þær höfðu að geyma of mikið af nýjungum; of mikið af hinu ófýrirsjáanlega; of stórt stökk inn í hinn nútímalega vestræna heim. Litháar eru búnir að fá sig fúllsadda af snöggum umskiptum á stjórn- arstefnu landsins. Kommúnismi er ekki það sem þá dreymir um, heldur matvörur sem þeir hafa ráð á að kaupa, upphituð húsakynni og heitt vatn. Það er nákvæmlega þetta sem litháenska þjóðin krefst af forseta sínum, Algirdas Brazauskas. jarðveg fýrir hann til þess að grípa til miklu harkalegri skattahækk- ana en hann hefði annars þorað. Þannig getur hann nú lagt á flatan orkuskatt sem lendir á öll- um almenningi og hlutfallslega þyngst á þeim verst settu. Þessi skattur skilar á næstu fjórum ár- um jafnmiklum tekjum í ríkissjóð og sú skattahækkun sem mest hefur verið auglýst: hækkun tekjuskatts úr 31 prósenti í 36 pró- sent á þá sem hafa yfir 13 milljónir króna í árstekjur. Almenningur kinkar kolli af velþóknun og æmt- ir varla yfir orkuskattinum. TÁKNMYNDIR SANNGIRNIOG SAMEIGINLEGRA FÓRNA Bill Clinton er búinn að kynna málstaðinn vel, nokkuð sem rit- stjórar Morgunblaðsins sögðu ís- lensku ráðherrunum að læra. Þó var það ekki svo að með „kynn- ingu“ eða umtali einu saman tæk- ist að fá fólk til að sætta sig við að- gerðimar. Vikumar áður en hugmyndim- ar voru kynntar var skotið á loft alls kyns tilraunaloftbelgjum til að kanna viðbrögðin og þau voru sjaldan góð. Ein uppáhaldshug- mynda fjárlagastjórans Leon Pa- netta til margra ára er eins árs frysting aðlög- unar ellilífeyris að hærri framfærslukostnaði. Þessari hugmynd var skotið á loft eins og oft- ar — og ellilobbýið með aðstoð Lloyd Bent- sen fjármálaráðherra drap hana í fæðingu eins og offar. Svipuð ör- lög hlutu aðrar tillögur. Inn á milli láku hins vegar út hugmyndir, sem breyta sáralifiu fýr- ir ríkisbúskapinn, en skipta miklu fyrir ímynd aðgerðanna. Þeirra á meðal vom tíu prósent aukaskattur á þá sem hafa meira en 65 milljónir íslenskra í árstekjur. Þetta skilar ríkissjóði einum sext- ugasta af því sem orku- skatturinn á almenning gefúr. Svipuðu máli gegndi um niðurskurð útgjalda í Hvíta húsinu sjálfu. Fækkun starfsfólks um 25 prósent gerir ekki mikið meira en að vega upp fjölgunina sem Samuel Skinner starfs- mannastjóri stóð fyrir síðasta valdaár Bush. En vinsælli ráðstöfún er varla hægt að finna. Nú fá innan við tíu manns í starfsliði Hvíta hússins sín eigin dagblöð og tímarit og fleiri fh'ðindi hafa verið skorin niður. Ekki breytir þetta neinu um fjárlaga- hallann, en skiptir öllu í áróðri demókrata. AÐTALAVIÐFÓLK Ofantalið hefði þó varla dugað ef forsetinn sjálfur kynni ekki að tala við fólk. Hann hefur verið á borgarafundum víðs vegar um Bandaríkin síðustu daga og gert það sem dugði honum svo vel í kosningabaráttunni: að sannfæra fólk um að hann skildi vandamál þess og vildi því allt það besta. Clinton stendur sig yfirleitt vel á slíkum fundum og best í beinum samræðum við kjósendur. Hann er vel fróður um málefni, en auk þess vingjarnlegur og tekst oftast að sannfæra viðmælandann um að honum sé ekki sama um líf hans og hagi. Kannanir sýndu ítrekað að flestir bandarískir kjósendur voru á móti helstu stefnumálum Ron- alds Reagans, sem þó var öðrum forsetum vinsælli á seinni árum. Honum tókst með festu og per- sónusjarma að fá Bandaríkja- menn til að samþykkja svo til öll sín stefnumál, jafnvel þótt fólk skildi þau ekki og hann skildi þau jafnvel ekki sjálfur. Fólk treysti honum til að gera gott. Eitthvað þessu svipað virðist vera að gerast með Clinton, þótt hann njóti fráleitt enn trausts á borð við Reagan eða Bush. En honum hefur tekist með nokkurri hreinskilni, einlægni og hlýlegri framkomu að fá stuðning al- mennings við tabú bandarískra stjómmála allan síðasta áratug: al- mennar skattahækkanir. Það kann að vera að hér skilji á milli hans og íslensku ráðherr- anna. Það verður að mrnnsta kosti seint sem Clinton kemur ffarn við þjóðina og segir: „Mér er nokk sama þótt þið þolið mig ekki. Ég veit nefnilega betur en þið hvað er ykkur fýrir bestu. Það er meira að segja góðs viti að ég skuli vera óvinsæll; það sýnir að ég er á réttri leið.“ Þess í stað reynir hann að sann- ' færa fólk um að allir séu á sama báti og allir verði að leggja eitt- hvað á sig. Þess vegna fækkaði hann persónulegu starfsliði for- setans úr 97 í 89 (sem mörgum þykir þó yfrið nóg); þess vegna gengur hann með seðlaveski fýrst- ur forseta árum saman og borgar McDonald’s-matinn sinn sjálfur; þess vegna vill hann að fá að borga matinn ofan í heimiliskött- inn og veitingar ofan í vini og kunningja sem hann býður heim. Ekki af því að þetta skipti neinu máli í raunveruleikanum, heldur af þvf að fólk kann að meta það. Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.