Pressan - 25.02.1993, Page 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRÚAR 1993
19
Skatturinn í
Kolaportinu
Það hefur verið fjörugl niðri í
Kolaporti undanfarið. Ekki það
að viðskiptavinunum hafi fjölg-
að svo mjög heldur hitt að fulltrúar skatts-
ins hafa verið þar eins og gráir úlfar und-
anfarnar helgar. Eftirlitið hefúr verið gíf-
urlegt upp á síðkastið, en lengi hefur því
verið haldið fram að sjóðsvélar séu það
eina sem ekki finnist í Kolaportinu. Það
ætla menn Friðriks Sophussonar fjár-
málaráðherra greinilega að laga...
Völd bankaráða
skert í nýju
frumvarpi
Margt kemur
til með að
breytast í
bankaviðskiptum þegar
boðuð lagabreyting
verður samþykkt og
tekur gildi. Hvað hluta-
félagabanka varðar
verður til dæmis ekki
lengur skilyrði að
fimmtíu manns hið minnsta séu stofn-
endur, heldur aðeins tveir. Ákvæði um
tuttugu prósenta hámarkshlut hjá einum
hluthafa verður afhumið. Lágmarkshluta-
fé verður hækkað úr hundrað í fjögur
hundruð milljónir. Auglýsa skal opinber-
lega eftir umsóknum um stöður banka-
stjóra ríkisbankanna og ráðning aðstoð-
arbankastjóra og útibússtjóra tekin úr
höndum bankaráðs. Bankaráð ákveður
ekki lengur vexti, þjónustugjöld og af-
skriftir útlána. Þá má nefha að verðmæti
fasteigna sem bankinn á, en notar ekki til
rekstrar eða fullnustu kröfu, má hæst
nema tuttugu prósentum af eigin fé, en í
dag er þetta óheimilt. Síðast má nefna að
með gildistöku hinna nýju laga verður
bankastjórum og mökum þeirra ekki
lengur bannað að taka lán í eigin banka...
LESENDUR
Guðni
Ágústsson, for-
maður
bankaráðs
Búnaðarbank-
Anderlecht vill 4,5 milljónir fyrlr Amór
Knattspyrnukappinn Arnór
Guðjohnsen hefur sem kunn-
ugt er átt í miklum átökum um
eignarréttinn á sjálfúm sér, en Anderlecht
í Belgíu hefur aldrei viljað gefa hann
ffjálsan. Þá var Amór kominn í málaferli
við Bordeaux og ætlaði að krefja ffanska
félagið um 70 milljónir króna, en ólíklegt
er að nokkuð komi út úr því. Nú er svo
komið að Anderlecht hefúr lækkað verðið
á Arnóri og samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR kostar hann nú 4,5 millj-
ónir króna. Arnór á enga peninga til að
kaupa samninginn sjálfúr en líklegt er tal-
ið að Hácken í Svíþjóð geri það. Það vekur
hins vegar athygli að upphæðin er orðin
það lág að sum „ríkari“ félaganna hér
heima hefðu vel efni á að kaupa hann...
Einkanæturhlúbbur í Skipholtinu
Iw J Nú þegar birta tekur af degi fer
' einnig að birta í hugum manna.
Félagsskapurinn Flugfélagar íslands, sem
ber undirtitilinn félag bjatsýnisfólks, er að
sönnu félag bjartsýnna manna því félags-
skapurinn rekur einskonar næturklúbb í
Skipholti 29. Klúbburinn er þó ekki æd-
aður hverjum sem er og þarf félagsskír-
teini með mynd til að komast inn. Reynd-
ar eru reglurnar svo strangar að brot á
þeim varðar brottrekstri úr félaginu.
Einnig áskilur stjórn félagsins sér rétt til
að samþykkja eða hafna umsækjendum
án frekari útskýringa. Aðalsprautan að
baki þessum félagsskap er Holgeir Clau-
sen, en þeir sem hafa verið orðaðir við
vinnu á bak við tjöldin í þeim tilgangi að
■ afla efnilegra
félaga eru
Björgólfur
Björgólfsson,
f y r r u m
skemmtana-
driffjöður
Tunglsins, og
Valþór Óla-
son bílasali.
Meðal gesta
þar um síðustu
helgi voru KK
og Kormákur
Ingangurinn að trommari úr
klúbbnum.
Félag bfartsfnlsKlte
Búið er að hanna merki fyrir nætur-
klúbbinn eða Flugfélaga fslands.
hans bandi, Óli Haralds, Ellý í Q4U, Sif
Hilmarsdóttir, Elma Lísa og Jónsi,
bróðir Ara Alexanders...
TALAÐU VJÐOKKUfi UM
BÍLASPRAUTUN
ÉTTINGAR
Auóbrekku 14, simi 642141
HÖGGDEYFAR
Allt ígóðu í
Fulltrúaráðinu
í PRESSUNNl sem út var gefin
fimmtudaginn 11. febrúar sl. er í lítilli
klausu getið um val á varaformanni Full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
þar sem fram fór kosning á milli okkar
undirritaðra. f klausunni er gefið í skyn að
kosning þessi sé liður í einhverjum inn-
byrðis átökum í Sjálfstæðisflokknum og
lýsi því klofningi í félögum flokksins í
Reykjavík. Þetta er mikill misskilningur.
Stjórn Fulltrúaráðsins er samhent og okk-
ur er ekki kunnugt um að þar sé ágrein-
ingur með mönnum.
Sjálfstæðismenn telja ekkert óeðlilegt
við það þótt valið sé á milli manna í trún-
aðarstöður og fráleitt er að draga ein-
hverjar ályktanir af umræddum kosning-
um.
Við undirritaðir höfum átt samstarf í
Fulltrúaráðinu í tæpan áratug og á milli
okkar hefur enginn ágreiningur verið,
hvorki í afstöðu til manna né málefna.
Virðingarfyllst,
Garðar Ingvarsson,
Gunnlaugur S. Gunnlaugsson.
PRESSAN
ÞIÍLEST
PRESSUNA
MED MORGUN-
Áskrifendur fá blaðið í
bítið áfimmtudags-
morgni, ná að lesa það áð-
ur en þeirfara í vinnuna
ogeru manna best inni í
málnm í morgunkaffinu.
m
öggdeyfarnir frá KYB eru
viðurkenndir fyrir tæknilega
Jhönnun, gæði og endingu.
Þessir eiginleikar KYB högg-
deyfanna skapa þægilegri
akstur, betri meðferð og stjórn
á bílnum; en umfram allt:
- ÖRYGGI í UMFERÐINNI -
Meðal viðskiptavina
KYB eru:
Daihatsu Motor Co. Ltd.
Fuji Heavy Industries Ltd.
Hitachi Construction Co. Ltd.
Isuzu Motors Ltd.
Kawasaki Heavy Indistries Ltd.
Komatsu Forklift Co. Ltd.
Mazda Motor Co. Ltd.
Mitsubishi Motors Corporation.
Nissan Motor Co. Ltd.
Sumitomo Heavy Industries Ltd.
Suzuki Motor Co. Ltd.
Toyota Motor Co. Ltd.
Yamaha Motor Co. Ltd.
Opið 8.00 - 19.00 virka daga.
Opið laugar daga 10.00 - 13.00.
4
=l