Pressan - 25.02.1993, Síða 22

Pressan - 25.02.1993, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRUAR 1993 N Æ R M Y N D FERILL TÓMASAR 1949 Fæddur Tómas Andrés Tómasson. 1972 Annast veislustjórn fyrir Oansskóla Hermanns Ragnarssonar. Gengur vel. 1973 Kaupir Matarbúðina i Hafnarfirði. Gengur illa. 1974 Framkvæmdastjóri Festar i Grindavik í þrjú og hálft ár.Gengurvel. 1977 Hættir hjá Festi í árslok. 1978 Fer til Flórída í tvö ár og útskrifast með BA-gráðu í Hotel Management. 1979 Síðari hluta árs kemur Tómas heim. Á næstu mán- uðum ræðst hann í þrjú störf, en gengur illa. Skilnaður við þáverandi eiginkonu. 1980 Um mitt sumar ferTómas í áfengismeðferð. Næstu mánuði vinnur hann m.a. við að steikja hamborgara og aðstoða Þóri Gunnarsson við að koma upp Winney's. 1981 Fyrsti Tomma-hamborgarastaðurinn opnaður 14. mars við Grensásveg. Fyrsta árið eru seldir þar 360 þúsund hamborgarar, einn og hálfur á hvern íslending. 1982 Opnar Pottinn og pönnuna í mars ásamt Úlfari Ey- steinssyni og Sigurði Sumarliðasyni. Selur sinn hlutárisíðar. 1982 Opnar Villta tryllta Viila, sem síðar breytist í Saf- arí. Hugsjónin um áfengislausan skemmtistað fyrir unglinga gengur ekki. Tapar stórfé. 1983 Meðstofnandi GGS hf., kjötvinnsla og rekstur fimm Tomma-hamborgarastaða. Meðstofnend- urnir, Jónas Þór Jónasson, Helgi Gestsson og Giss- ur Kristinsson, kaupa síðar Tomma-hamborgara af Tómasi, sem stofnar þá Bakhús hf. 1983 Fertil Bandarikjanna i eitt ár, aðallega af heilsu- farsástæðum, þ.e. til að byggja sig upp líkam- lega. 1985 Stofnarsameignarfélagið Sprengisand sf. ásamt Úlfari Eysteinssyni og inn í dæmið koma Ásgeir Hannes Eiríksson „pylsusali" og Sverrir Hermanns- son fasteignasali. Húsið reist á 100 dögum og Tómas nær gjaldþrota vegna himinhás fram- kvæmdakostnaðar. 1986 Tómas kaupir á nýársdag þá Úlfar, Ásgeir og Sverri út úr Sprengisandi. 1986 Uppbygging Hard Rock Cafés hefst. 1987 Tómas opnar Hard Rotk Café í Kringlunni i júlí. 1987 GGS hf. kaupir rekstur Sprengisands í september, en eigandi fasteignarinnar áfram og enn Ingvi TýrTómasson. 1987 Tómas meðstofnandi Lækjarveitinga hf. ásamt Vilhjálmi Svan Jóhannssyni og fleirum. 1987 Meðstofnandi Lækjarniðs hf. ásamt Vilhjálmi Svan. Þessi tvö hlutafélög eru vegna rekstrar Tunglsins. 1988 Tómas gengur út úr Lækjarveitingum og Lækjarn- ið. í kjölfar gjaldþrots þeirra síðar tapar Tómas talsverðum fjárhæðum vegna ábyrgða. 1989 Tómas, Helga og Bakhús stofna fsrokk hf. i maí, sem tekur við rekstri Hard Rock af Bakhúsi. 1990 Tómas opnar Ömmu Lú. 1990 Tómas opnar Glaumbarinn. Helga fyrrum eiginkona hans á staðinn i dag. 1992 Reykjavikurborg tekur 172 milljóna króna tilboði Tómasar um kaup á Hótel Borg i september. 1993 f janúar kaupa Tómas og Ingibjörg Pálmadóttir Sóleyjargötu S. Tómas Andrés Tómasson, eigandi Hótels Borgar með meiru MISTÆKUR BRASKARIEÐA SNILLINGUR? Ferill Tomma hefur einkennst af velgengni og áföllum á víxl. Hann hefur tekið ævintýralega áhættu; stundum sigrað, stundum tapað, en alltaf komið niður á báða fætur. Háværar efasemdaraddir heyrast vegna kaupanna og framkvæmd- anna á Hótel Borg upp á 272 milljónir króna, en Tómas er hvergi banginn. Þótt Tómas A. Tótnasson sé ekki á meðal hinna stærstu í íslensku athafnalífi er hann samt margra manna maki hvað framkvæmdagleði varðar. Sagt er að þeg- ar hann er kominn af stað með verkefni stöðvi hann ekkert, en þegar uppbyggingu er lokið fái hann leið á verkefninu og snúi sér að öðru. Ferill hans einkennist einmitt af því að hann hefur far- ið úr einu í annað, stundum með glæsi- legum árangri, en þó ekki alltaf. MEÐ PRÓF- GRÁÐU í HÓTEL- STJÓRNENANN- ALUÐBYTTA Tómas fæddist árið 1949 og ólst upp hjá afa sínum og ömmu í móðurætt, en faðir hans var bandarískur. Hann lærði matreiðslu í flugeldhúsi Loftleiða frá 1967, vann í ýms- um eldhúsum alls í sjö ár og öðlaðist meist- araréttindi. Að eigin sögn kann hann þó lítt að elda. „Það er varla Þórarinn Tyrfingsson yflrlæknir á Vogi „Tómas er gríðarlega hugmynda- ríkur og sér möguleika þar sem aðrir sjá þá ekki. Það er kannski aðalkostur hans. Hann er mjög laginn við fólk og fær sitt lipurlega fram. En það er ekki allra að fylgja Tómasi. Hann fer oft hratt og glanna- lega, enda nærist hann nokkuð á því að taka áhættu. Ég veit ekki hvort ég væri rólegur ef ég ætti mikið undir því sem hann erað gera." að ég geti soðið mér rakvatn öðru- vísi en brenna það við. Ég er með fimmtán þumalputta og þrjár vinstrihendur." Arið 1972 útskrifaðist hann með verslunarpróf og vann um skeið sem veislustjóri fyrir Dans- skóla Hermanns Ragnars Stefáns- sonar, en 24 ára gamall eignaðist hann verslun í Hafnarfirði. Það varði stutt því reksturinn gekk illa. Fyrstu kynni landsmanna af Tóm- asi sem veitingahúsamanni urðu vorið 1974, þegar hann tók að sér að reka félagsheimilið Festi í Grindavík. Festi rak hann í þrjú og hálft ár með góðum árangri. Upp úr því hélt Tómas til Bandaríkjanna og þar lauk hann BS- prófi í alþjóðlegri hótelstjórn. Þegar heim kom tóku við nokkrar misheppnaðar tilraunir við rekstr- arráðgjöf, meðal annars fyrir Bjarna I. Árnason í Brauðbæ, sem studdi hann í náminu ytra. Einnig aðstoðaði Tómas Þóri Gunnarsson við að koma upp Winney’s-hamborgarastað, en í dag rekur Þórir veitingastað í Prag. En Tómasi gekk illa, hann skildi við eiginkonu sína og 1980 tók við áfengismeðferð og allar götur síðan hefur Tómas verið óvirkur alki. TOMMISLÓ í GEGN EN VILLTITRYLLTIVILLIKOL- FÉLL Fyrsta Tomma-hamborgara- staðinn opnaði Tómas með þá- verandi sambýliskonu sinni, Helgu Bjarnadóttur, á Grensás- vegi í mars 1981. Á fyrsta starfsár- inu seldust 360 þúsund hamborg- arar eða sem nemur einum og hálfum hamborgara á hvern landsmann. „Þegar Tommaævin- týrið hófst áttum við ekkert og tókum bara sénsinn. Við skulduð- um alla framkvæmdina, sem var miklu dýrari en áætlað var. Einu peningarnir sem ég hafði á milli handanna voru 16.400 krónur Hótel Borg. Atta ára draumurTómas- ar um að fá hótelið í sínar hendur hefur ræst. Kaupverðið var 172 milljónir og endurbæturnar komn- ar í 100 milljónir. Herbergin eru að- eins 35 og kostnaður því nær 8 á hvert herbergi. Viðmæl- PRESSUNNAR áttu flestir erf- með að trúa því að dæmið gæti sem ég fékk í fyrirframgreidda húsaleigu fyrir íbúð sem ég hafði keypt og vissi ekki hvernig ég ætl- aði að borga. Fyrstu tíu mánuðina bjuggum við á skrifstofunni inn af eldhúsinu, sem var rétt rúmir tíu fermetrar," segir Tómas. Uppreiknuð velta fyrsta ársins var í námunda við 200 milljónir króna. Boltinn rúllaði og fyrr en varði voru fimm Tomma-ham- borgarastaðir komnir á legg. Árið 1982 tók Tómas þátt í stofnun veitingahússins Pottsins og pönn- unnar við Brautarholt, ásamt Úlf- ari Eysteinssyni og Sigurði Sutn- arliðasyni. Sá staður átti góðu gengi að fagna, en í janúar 1983 seldi Tómas meðeigendunum hlut sinn í staðnum. Nokkru fyrr eða um haustið 1982 opnaði Tómas unglinga- skemmtistaðinn Villta tryllta Villa við Skúlagötu. Hann var staðráð- inn í að reka áfengislausan skemmtistað fyrir 16 til 20 ára ungmenni og lagði mikla peninga og fyrirhöfn í dæmið. Það tókst ekki sem skyldi. Nafni staðarins var eftir sex mánuði breytt í Safarí og í kjölfar þess hófúst vínveiting- ar. Tilraunin hafði mistekist, Tómas seldi staðinn í ágúst 1983 og hann tapaði á ævintýrinu. „Villti tryllti Villi var mín prívat Kröfluvirkjun. Það kostaði jafn- mikið að innrétta hann og alla fimm Tomma- hamborgarastað- ina til samans," segir Tómas í dag. Sóleyjargata 5. Þessa fasteign eru Tómas og núverandi sam- býliskona hans, Ingibjörg Pálmadóttir Jónssonar, að kaupa af Gísla Erni Lárussyni, fyrrum forstjóra Skandía á ís- landi. Katrín Fjeldsted læknir, borgarfulltrúi og frænka „Að lýsa Tomma er í raun eins og að lýsa systk- ini sinu. Ég hef til dæmis ekki tekið þátt í at- kvæðagreiðslunum í borgar- stjórn vegna Hótels Borgar út af frændseminni. Tómas er alinn upp hjá afa okk- ar og ömmu, — ömmu Lovísu sem Amma Lú er kennd við. Ég man fyrst og fremst eftir honum hjá þeim, því móðir hans flutti til Bandaríkjanna þegar hann var ungur. Við eyddum mörg- um sumrunum saman og hann var mikið hjá foreldrum mínum á sumrin. Hann var strax mjög laginn við að umgangast fólk, enda var mikið um lipurt fólk í okkar ætt. Það var alltaf mjög gott á milli Tomma og föður míns, sem einnig stundaði við- skipti. Tommi leitaði oft til hans með márga hluti." TÆKNILEGT GJALDÞROT ÞEGAR SPRENGISANDUR REIS Á 100 DÖGUM Sumarið 1983 stofnuðu Tómas, Gissur Kristinsson, Jónas Þór Jónasson og fleiri hlutafélagið Gæði, góða þjónustu og stöðug- leika (GGS). Samhliða var rekin Kjötvinnsla Jónasar Þórs og keypti þetta félag flesta Tomma- hamborgarastaðina. GGS rak veit- ingastaðina en Kjötvinnslan vann og útvegaði hráefnið. í september 1984 keyptu meðeigendurnir Tómas og Helgu út úr GGS og við það tækifæri breytti hann nafni Tomma-hamborgara hf. í Bakhús hf. Á sama tfma og GGS var að yfirtaka Tomma-hamborgara fór Tómas til Bandaríkjamr' ið nýju, í þetta sinn til að byggja sig upp líkamlega. Úti var hann meira og minna allt árið 1984 og út úr þeirri ferð kom meðal annars nafnleigu- samningur við Hard Rock Café, undirritaður í september. „Þar sem IsaacB. Tygrett, stofnandi og eigandi Hard Rock, taldi engan annan stað en hina væntanlegu Kringlu koma til greina fýrir veit- Sprengisandur var rekinn á Bústaðavegi 153. Húsið reisti Tómas á 100 dögum árið 1985 og byggingar- kostnaður fór úr áætluðum 20 til 25 milljónum í 50 milljónir. Sprengisandur varð Tómasi nær að falli, hann reri lífróðurog seldi síðan reksturinn. Sonurinn Ingvi Týr er þó enn skráður eigandi fasteignarinnar. Amma Lú, sem Tómas opnaði 1990, sama ár og Glaumbar var opnaður. Báðir staðirnir voru skráðir á soninn Ingva Tý, í Ijósi fyrri reynslu. f upphafi stílaði Tómas upp á fína liðið og verð- lagði dýrt, en í samdrættinum minnkaði að- Hard Rock Café. Framkvæmdakostnaður var áætlaður 60 til 80 milljónir, en hann endaði f 160 milljónum. Samt hefur dæmið gengið upp, enda ótrúlega mikil viðskipti á degi hverjum. Frá upphafi hefur því verið haldið fram að raunverulegir eigendur séu Vífilfell (Kók) og Hagkaup. Þvf neitar Tómas staðfastlega.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.