Pressan - 25.02.1993, Síða 24

Pressan - 25.02.1993, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRÚAR 1993 t LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK KLASSÍKIN FIMIVITUDAGUR Í® Sinfóníuhljóm- sveit íslands flytur rússneska tónlist. Stjórnandi er Rússinn Edward Serov. Einsöngvari er Daninn Aage Haugland. Háskólabíó kl. 20. LAUGARDAGUR 9 Tónmenntadagar Ríkísút- varpsins, ÍSMÚS, hefjast form- lega með tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar ísiands. Hallgrtms- kirkja kl. 15. SUNNUDAGUR • Kammermúsíkklúbburinn heldur tónleika. Steinunn Birna Ragnarsdóttir flytur píanókvin- tetta eftir Beethoven og Fauré og Silungakvintettinn eftir Schu- bert, ásamt strengjaleikurum. Bústaðakirkja kl. 20.30. 9 Ragnar Björnsson heldur orgeltónleika. Flutt verða orgel- verk eftir Franz Liszt. Hallgríms- kirkja kl. 20.30. 9 Alexander Gild-Makarov leikur á pianó. Norrcena húsið kl. 17. LEIKHÚS FIMMTUDAGUR I® Dansað á haust- vöku. Frumsýninig á verki írska leikskáldsins Brians Friel. Leikstjóri er Guðjón P. Pedersen. Leikendur eru Anna Kristín Arngrímsdóttir, Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Erlingur Gíslason, Kristján Franklín Magnús og Sigurður Skúlason. Þjóðleikhúsið kl. 20. 9 Stræti. Þessi sýning er gott dæmi um það hve stílfærður og stór leikur fer vel á sviði, segir Lárus ÝmirÓskarsson í leikdómi. Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstœði, kl. 20. ) Blóðbræður. Væri maður til- neyddur að segja eitthvað yrði það líklega að fáum þeirra sem stóðu að þessari sýningu virðist hafa þótt tiltakanlega vænt um verkefni sitt. Það var eins og sýn- ingin væri gerð meira með höfð- inu en hjartanu, skrifar Lárus Ým- ir Óskarsson í leikdómi. Borgar- leikhúsið kl. 20. ■gæuu.M-”1-™ • My fair lady. Stefán Baldurs- son leikstjóri hefur skilið nauð- syn góðrar útfærslu vel og kostar miklu til. Úrvalsfólk er á hverjum pósti undir styrkri stjórn Stefáns, segir Lárus Ýmir Óskarsson í leik- dómi. Þjóðleikhúsið kl. 20. 9 Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíða- verkstæði, kl. 20. LAUGARDAGUR • My fair lady. Þjóðleikhúsið kl. 20. 9 Stræti. Þjóðleikhúsið, Smíða- verkstœði, kl. 20. SUNNUDAGUR 9 Sardasfurstynjan. Óperetta eftir Emmerich Kálmán. Leik- stjóm er í höndum Kjartans Ragnarssonar. Með aðalhlutverk fara Signý Sæmundsdóttir, Þor- geir J. Andrésson, Bergþór Páls- son, Jóhanna Linnet, Sigurður Björnsson, Kristinn Hallsson, Si- eglinde Kahmann og Bessi Bjarnason. íslenska óperan kl. 20. 9 Bensínstöðin. Hinirverðandi leikarar stóðu sig vel allir sem einn og kæri ég mig ekki um að tíunda einstök afrek þeirra. Læt mér nægja að mæla með þess- ari sýningu sem einni af gleði- stundum vetrarins í reykvísku leikhúsi, segir Lárus Ýmir Óskars- son íleikdómi. Nemendaleikhús- ið. Lindarbœr kl. 20. 9 Ronja ræningjadóttir. Það er mikill styrkur fyrir sýninguna að svo snjöll leikkona sem Sig- rún Edda Björnsdóttir skuli geta leikið hina tólf ára gömlu Ronju án þess að maður hugsi mikið út í aldursmuninn, segir Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Borgarleik- húsiðkl. 14. 9 Blóðbræður Borgarleikhúsið kl. 20. 9 Sardasfurstynjan. tslenska óperan kl. 20. 9 Bensínstöðin. Nemendaleik- húsið. Lindarbær kl. 20. 9 Þrusk. Leyni Leikhúsið frum- sýnir. Sýningin samanstendur af tveimureinræðum og atriðum úr leikriti Jóhanns Sigurjónsson- ar Galdra-Lofti. Að Leyni Leikhús- inu standa þrir útskrifaðir leikar- ar, þau Jóhanna Jónas, Vilhjálm- ur Hjálmarsson og Ásdís Þór- hallsdóttir. Café Sólon íslandus kl. 20.30. 9 Húsvörðurinn. Það er margt gott í þessari sýningu, en hún er of löng og vantar hraða. Það mætti skera tuttugu til þrjátíu mínútur af henni (með ýmsum aðgerðum), en fýrst og fremst ætti að kippa tempóinu (lag, segir Martin Regal í leikdómi sín- um. (slenska óperan kl. 20. 9 Dansað á haustvöku. Þjóð- leikhúsið kl. 20. 9 Dýrin í Hálsaskógi Hlut- verkaskipan er að því leyti sér- kennileg að Mikki refur hefði komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifurmús, svo vitnað sér í leik- dóm Lárusar Ýmis Óskarssonar. Þjóðleikhúsið kl. 14. 9 Ronja ræningjadóttir. Borg- arleikhúsið k( 14. 9 Bensínstöðin. Nemendaleik- húsið. Lindarbær kl. 20. Hvað sögðu gagnrýnendur þegar þeim líkaði verst? HAUSKÚPUDÓMAR FYRRIÁRA Rithöfundar höfðu fyrr á öldinni oft ríkari ástæðu til að barma sér undan gagnrýnendum en í dag. Hér eru rifjuð upp fimm dæmi um harða dóma þar sem gagnrýn- andinn gefur verk- inu hauskúpu. „Vélstrokkað tilberasmjör", sagði Guðmundur Finnbogason stuttaralega um Vefarann mikla ffá Kasmír. Höfundur bókarinn- ar, Halldór Laxness, gerði síðar máttlitla tilraun til að svara íyrir sig þegar hann sagði á prenti að Guðmundur Finnbogason hefði aldrei komið saman tveim orðum þannig að þau festust í minni les- enda. Ekki er gott að vita hvern Laxness þóttist vera að sannfæra. Það má komast af með tvö orð ætli menn sér að lýsa vanþóknun en ritdómarar nota þau yfirleitt fleiri. Við glugguðum í gamla rit- dóma sem eiga það sameiginlegt að vera mjög harðorðir. Þeir eru ágætlega rökstuddir og afar vel ritaðir, enda viðurkenndir stílistar sem halda á penna. Dómarnir ein- kennast um leið af húmor sem dansar á mörkum illkvittninnar. Litlum sögum fer af viðbrögðum höfunda, enda kannski fátt annað til bjargar á þeim bæ en að fara í fýlu. Víst er að flestum höfund- anna hefði reynst erfitt að svara fyrir sig á sannfærandi hátt, svo markvisst er að þeim sótt. Hér eru brot úr fimm harðorðum ritdóm- um íslenskrar bókmenntasögu, við getum kallað þá hauskúpu- dóma. JÓNAS HALLGRÍMSSON UM RÍMUR AF TRISTRANIOG INDÍÖNU EFTIR SIGURÐ BREIÐFJÖRÐ Fyrsti íslenski nútímaritdóm- urinn er sá frægasti og harðorð- asti. Hann er vel rökstuddur og skrifaður af miklu sjálfsöryggi og krafti. Að mati Jónasar Hallgríms- sonar er Sigurður Breiðfjörð leir- skáld og eins og Jónas segir í dómnum á „leirskáldunum ekki að vera líft“. Efnisval Sigurðar, segir Jónas, „gefur undir eins illan grun á að hann sé ekki gæddur neinum verulegum skáldskaparanda eða þá að minnsta kosti að öfl sálar- innar séu of illa vanin og vitið of lítið til að kannast við þennan anda og stjórna honum réttilega“. Ekki tekur betra við þegar Sigurð- ur fer að skálda því „allt er látið Qúka sem heimskum manni getur dottið í hug“. Jónas beinir síðan máli sínu til lesenda og segir: „Ég ætla að biðja yður, lesari góður, að taka rím- urnar og lesa í hljóði fimm erindi úr fyrstu rímunni; það er ekki til neins að hafa þau hátt. Slíkur óþverri og viðbjóður! Það er fá- dæmi að nokkur maður skuli geta verið að velta öðru eins í huga sér og búa það til. fmyndunaraflið hlýtur að vera allt saman gjörsam- lega spillt og sadrgað áður en það geti farið að skapa slíkar ófreskj- ur.“ Og undir lok dómsins fær skáldið Breiðfjörð þessa umsögn: „Mér ofbýður þegar ég fer að hugsa um að þetta eru elleftu rím- urnar sem maðurinn hefur kveðið — og lauk við þær þegar hann stóð á þrítugu. Hvílík vanbrúkun á skáldskaparlistinni! Hvílíkt hirðuleysi um sjálfan sig og aðra — að hroða svona af kveðskapn- um og reyna ekki heldur að vanda sig og kveða minna.“ SIGURÐUR GUÐMUNDS- SON UM LEYSINGU EFTIR JÓN TRAUSTA Sigurður Guðmundsson, síðar skólameistari á Akureyri, var ný- lega kominn frá námi í Kaup- mannahöfn þegar hann skrifaði ritdóm um Leysingu eftir Jón Trausta. Sigurður var tæplega þrí- tugur þegar hann tók að sér að segja einum ástsælasta skáld- sagnahöfundi landsins til í skáld- skaparfræðum. „Höfundur kann ekki að segja sögu,“ segir Sigurður á einum stað. Um fremur dauflega per- sónulýsingu segir hann hann: „Ef þetta er skáidskapur þá er líka dánarskrár íslenskra blaða skáld- skapur.“ Stíllinn fær þá umsögn að hann sé „sviplaus og litlaus, minnir sumstaðar á landshorna- pistla blaðanna um veðráttu og heilbrigði í héraðinu... Frásögn- ina vantar og allan kraft, flug og Qör, er víða þurr sem íslensk emb- ættisbréf'. Það kemur fram í ritdómnum að Sigurður telur Jón Trausta ekki fullkomlega getulausan rithöfund en hann telur höfundinn forsóma vandvirknina: „Það er eins og hann hafi hamast við að ljúka starfi sínu sem allra fyrst, smellt öllu á pappírinn, sem í hugann kom, og síðan ekki lesið handrit- ið.“ Sigurður lýkur dómnum á þessum orðum: „Engum bók- menntum, hvorki íslenskum né öðrum, er agnarminnsta þörf á bókum, sem eiga það eitt erindi í þennan heim að mygla og fúna í bókhlöðum og sölubúðum eða eru lesnar í líku skyni og menn horfa á kappleika eður neita svefnlyfja." JÓN HELGASON UM STURLU ÚR VOGUM Þegar Guðmundur G. Hagalín sendi ffá sér Sturlu í Vogum ærð- ust nokkrir ritdómarar af fögnuði og sögðu söguna meistaraverk. Aðrir létu sér fátt um finnast. Þar á meðal var Jón Helgason, pró- fessor og skáld. Hann skrifaði ekki ritdóm um bókina, en aftan á ein- tak af henni skrifaði hann effirfar- andi vísu, sem landar hans í Kaupmannahöfn voru fljótir að nema og hefur ásamt fleiri vísum skáldsins geymst í uppskriftum: Hér kemur prófessor Hagalín hampandi Sturlu í Vogum: uppáhellingur, ónýtt vín, undanrenna í trogum. Aðra vísu orti Jón um bókina og ásamt þeirri fyrri er hún á góðri leið með að verða lífseigustu ummæli um Sturlu í Vogum. /þúsund ár höfum við setið við sögur og Ijóð, menn segja um þá íþrótt að hún sé oss runnin í hlóð, ogsamt eru ennþá til menn hér afþessari þjóð sem þykir bókin um Sturlu í Vogum góð. STEINN STEINARR UM FÉLAGA KONU EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDS- SON „Kristmann Guðmundsson er ekki mikið skáld, og það er hon- um sjálfum ljóst,“ sagði Steinn Steinarr í upphafi ritdóms síns um Félaga konu. Dómurinn er skrifaður af manni sem á ofur auðvelt með að vera meinlega fyndinn, veit vel af því og ædar sér að nota þann styrk lesendum til skemmtunar og höfundi til háð- ungar. Dómurinn er í reynd röð af skemmtilega illkvittnum setning- um, rökstuðningur er kannski ekki ýkja mikill en lesandinn veltir því ekki fyrir sér, hann skemmtir sér of vel. Hann er heldur ekki að selja fyrir sig þótt finna megi síðar í dómnum mótsögn við fyrstu setningu ritdómsins þegar Steinn segir: „Engum getur dulist hvað höfundinum sjálfum finnst þetta gott hjá sér, og það er auðvitað frumskilyrði þess að aðrir nenni að lesa bókina.“ Fjör færist þó fyrst í leikinn þegar Steinn fer að lýsa persónum og atburðum: „Ræða herprestsins er líklega met í leiðinlegri vitleysu á sviði íslenskra bókmennta hin síðari ár. Kynórar söguhetjunnar, Eggerts Hanssonar, eru með þeirn ólíkindum að það er eins og höf- undinum sé ekki sjálffátt... Auk þess seytlar gegnum alla söguna einhver sjúkleg og næstum því hlægileg vanmáttarkennd höf- undarins sjálfs. Yfirleitt virðist þessi skáldsaga þannig tilkomin að ólæknisfróðum mönnum mun reynast nokkuð erfitt að átta sig á henni til hlítar. Kristmann Guð- mundsson hefur með þessari bók sinni „farið yfir um“, sem sem kallað er. Svona skáldsögu má maður ekki skrifa.“ BJARNIBENEDIKTSSON FRÁ HOFTEIGIUM BÓK- MENNTASÖGU KRISTMANNS GUÐ- MUNDSSONAR Margir ágætir pennar voru í essinu sínu þegar þeir fengu að tjá sig um afurðir Kristmanns. Einn þeirra var Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, ritdómari Þjóðviljans, sem tók að sér að afgreiða bók- menntasögu skáldsins og gerði það allhressilega. Framsetningu Kristmanns er stórlega ábótavant að mati Bjarna: „.. .penni hans er of sljón lágkúra og hversdagsleiki vaða uppi í bók- inni; það er varla til svo útþynnt lýsingarorð í tungunni að Krist- mann Guðmundsson hagnýti sér það ekki í þessu riti.“ Þetta eru hógvær orð miðað við það sem á eftir kemur þegar Bjarni hefur varpað stóru bomb- unni. Hann sakar Kristmann um ritstuld, segir hann hafa þýtt veigamikla kafla nær orðrétt úr bókmenntasögu eftir Francis Bull. Bjarni kemur síðan með dæmi sem taka af allan vafa um að svo sé og læðir síðan að þessari mein- legu setningu: „Síst skal dregin dul á það að Kristmann er lipur þýðandi.“ Svo mikill er hlutur Bulls í rit- inu, segir Bjarni, að „...þegar skyndilega kemur blaðsíðubrot þar sem saga Bulls liggur ekki til grundvallar, þá er lesandinn orð- inn svo hvekktur að hann spyr ósjálffátt: úr hvaða riti er nú þessi kafli stolinn"? Bjami getur ekki stdllt sig um að gefa Kristmanni einkunn sem skáldsagnahöfundi: „Hver er svo Kristmann Guðmundsson, mað- urinn sem getur látið slíkt verk frá sér fara? Hann er höfundur nokk- urra skáldsagna sem ævinlega hafa dáið gamlar eftir stutta ævi.“ Og lokaorð dómsins eru: „Kannski verður „Heimsbók- menntasaga" Kristmanns Guð- mundssonar langlífasta verk hans. Það kemur til af þeirri náttúru sví- virðunnar að geymast sem varn- aður kynslóð ffani af kynslóð." Kotbrún Bergþórsdóttir 4-

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.