Pressan - 25.02.1993, Page 26

Pressan - 25.02.1993, Page 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRÚAR 1993 B f Ó POPP VEITINGAHÚS BARIR POPP FIMMTUDAGUR ■ SUNNUDAGUR • Bogomil Font og Milljónamæring- arnir eru staðráðnir í því að klífa borgar- virkið. Það gera þeir með því að leika eldhressa mambótónlist sína fyrir gesti Borgan/irkisins í Bankastræti. • Sororicide og In Memori- am flytja níðþunga tónlist. Frumflutt verður nýtt efni og nýir hljómsveitarmeðlimir kynntir, allt á Duus-húsi. • Friðrik XII. er ný ellefu manna sveiflusveit, með Friðrik Teódórsson í broddi fýlkingar, sem ætlar að skemmta gestum áTveimurvinum. • Hermann Ingi trúbador enn við sama heygarðshornið og í síðustu viku. Nú á Feita dvergn- um. • Haraldur Reynisson trúba- dor byrjar þriggja daga törn á Fógetanum. • Vinir Dóra verða með pott- þétt ballprógramm, blúsað og rokkað, og leika fyrir dansi fram á rauða nótt á Tveimur vinum. • Hermann Ingi heldur upp- teknum hætti og bregður sér í trúbador-hlutverkið á Feita dvergnum. • Af lífi og sál með Hauk Hauksson hinn hárprúða, bróð- ur Eiríks rauða, í fararbroddi troða upp á Gauki á Stöng. • Lipstick Lovers láta að sér kveða á ný á Blúsbarnum. • Haraldur Reynisson trúba- dor heldur gestum Fógetans við efnið. LAUGARDAGUR • Sálin hans Jóns míns held- ur sitt síðasta ball á Tveimur vin- um, að minnsta kosti í bili. Sorg- legt en satt. • Hermann Ingi trúbador frískar upp á Feita dverginn. • Af lífi og sál skemmta gest- um Gauks á Stöng, með söngv- arann síðhærða Hauk Hauksson fremstan í flokki. • Lipstick Lovers aftur á ferð á Blúsbarnum. • Björgvin Halldórsson og Halli, Laddi, Lolla og Hjálmar halda uppi fjörinu á Hótel Sögu. • Haraldur Reynisson trúba- dor kyrjar á Fógetanum. • Geirmundur Valtýsson hef- ur upp raust sína á Hótel Islandi, ásamt Guðrúnu Gunnarsdótt- ur, Ara Jónssyni og Berglindi Björk Jónasdóttur • Gullfoss, hljómsveitin nýja, lætur Ijós sitt skína á Gauki á Stöng. Nokkrir af meðlimum Loðinnar rottu og Nýdanskrar halda framhjá sveitum sfnum. • Hún andar og Reptilicus halda tónleika á Tveimur vinum. Fyrrnefnda hljómsveitin er frá Akureyri og flytur rokk-metal- tónlist af miklum eldmóði. Hina siðarnefndu þekkja allir. • Berlíndales-karlarnir berrössuðu ætla að endurtaka konukvöldið á Berlín. Þeir pilt- arnirærðu íslenskan kvenpen- ing með getnaðarlegum tilþrif- um sínum á konudaginn og ef að líkum lætur verða fagnaðar- lætin ekki minni í þetta sinn. • Hermann Ingi trúbador set- ur punktinn yfir i-ið á Feita dvergnum. • Cats-leynidúettinn kemur fram á Blúsbarnum, eins og fyrri sunnudagskvöld. • Guðmundur Rúnar Lúð- víksson trúbador tekur við af kollega sínum Haraldi á Fóget- anum. SVEITABÖLL • Sjallinn, Akureyri fær hljómsveitina Stjórnina til að skemmta Norð- lendingum bæði föstudags- og laugardagskvöld. (kjallaranum er það Tregasveitin sem gleð- ur gesti, enda þótt nafnið gefi það ekki til kynna. • SSSÓI, er nýtt og mun þjálla nafn á hljómsveitinni Síðan skein sól, sem ætlar að trylla um landsbyggðina um helgina. Á fimmtudagskvöldið verður SSSól á Akureyri, á föstudags- kvöldið í Víkurröst á Daivík og á laugardagskvöldið í Miðgarði í Skagafirði • Gjáin, Selfossi fær heitasta bandið á landinu, Jet Black Joe, til að leika fyrir austan fjall á föstudagskvöld. Á laugardags- kvöldið er það sveitin Hálft í hvoru sem skemmtir Gjárgest- um. • Þotan, Keflavík fær stuð- bandið Upplyftingu til að halda uppi fjörinu á föstudags- kvöldið. Á laugardagskvöldið er það hins vegar hið eldhressa Rokkabillýband sem fær menn til að tjútta gat á skóna. Pelican er sa?na hljómsveitin og kenndi ungling- um landsins á sínum tíma að meta alþýðulagið Á sprengisandi. Hún hefur á að skipa öllum sömu ' 'meðlimunum nema Omari Oskarssyni. Guð- mundur Jónsson úr Sálinni hefur ytefcið sœti hans. Hlutirnir virðast ganga hratt fyrir sig um þessar mundir; Sálin hans Jóns míns er um það bil að leggjast niður og þegar hafa með- limir hennar komið sér fyrir á öðrum vígstöðum. Þar á meðal í hinni endurvöktu hljómsveit Pel- ican með Pétur Kristjánssson og flesta hina innanborðs, að við- bættum Guðmundi Jónssyni, gít- arleikara Sálarinnar, sem kemur í stað Ómars Óskarssonar sem plokkaði gítarinn með Pelican á gullaldartíma sveitarinnar í kring- um 1974-75. Aðrir meðlimir eru þeir sömu og áður; Björgvin Gísla- son (stutthærður), Asgeir Óskars- son og Jón Ólafsson. Hafa þeir fimmmenningar þegar lokað sig inni í stúdíói þar sem verið er að taka upp fjórtán laga skífu sem kemur út von bráðar. I kjölfarið verður farin þeysireið um landið. Pelican er hljómsveitin sem kenndi unglingunum að meta gamla alþýðulagið Á sprengisandi og tryllti alla með Jenny Darling. Platan sem Pelican gaf út með þessum lögum árið 1974 — og seldist í hátt í ellefu þúsund ein- tökum — verður endurútgefm á geislaplötu á þessu ári. Verður uýja Pelican eitthvað í líkingu við þágömlu? „Uppbyggingin er sú sama, það er að segja tveir gítarar, trommur, bassi og söngur og lítið sem ekkert hljómborð. Hljómsveitin verður, eins og áður, mjög góð gítarrolck- hljómsveit. Það merki ég á því að við erum aðeins búnir að æfa saman í þrjár vikur og náum strax vel saman.“ Er þetta ekki metœfingahraði Jýrir plötuupptöku? „Jú, það held ég. Menn eru mjög frjóir, sérstaklega Guð- mundur, sem kemur til með að eiga átta lög á plötunni, Björgvin Gísla á fjögur, Ásgeir eitt og Jón eitt. Er samstaifykkar Guðmundar tframhaldi afKróknum? „Já, það má eiginlega segja það. Við kynntumst að minnsta kosti vel á því tímabili. Eftir að ég frétti af því að Sálin væri að fara í frí ræddi ég við Guðmund. Ég vissi að hann var að leita fyrir sér og viðraði þá hugmynd að endur- reisa Pelican, sem honum fannst góð. Það reyndist ekki erfitt að hóa saman gömlu félögunum því allir hafa þeir verið að spila í öll þessi ár og því í mjög góðri æf- ingu. Ég held að útkoman eigi eftir að koma fólki á óvart.“ Erufleiri kombakk í bígerð? „Nei, nei bara þetta. Við höfum ákveðið að spila saman í fjóra mánuði; eingöngu að vinna þessa plötu og fylgja henni eftir fram á haust. Þá verður hætt. Það er alveg öruggt. Þótt allt kunni að ganga vel verður ekki haldið áfram í vet- ur því þá eru menn bókaðir ann- ars staðar. Þó gæti vel komið til greina að taka upp þráðinn næsta vor.“ Eru þessi sífelldu kombakk ekki þreytandi? „Nei, síður en svo. Maður hefði ekki staðið í þessu í tólf eða þrett- an ár ef þetta væri þreytandi. Að sjálfsögu getur tekið á að ferðast á rnilli margra staða á einni helgi. Prógrammið er stíft. En það er góður mórall í hópnum. Við verð- um fyrstu helgina að ffá fimmtu- degi til sunnudags, fyrst á Gaukn- um, svo í Þotunni í Keflavík og endum á Selfossi. Helgina þar á eftir förum við til Akureyrar og spilum þar bæði kvöldin, þá för- um við til ísafjarðar og þar á eftir til Vestmannaeyja.“ Nýtt oggamalt í rappinu ARRESTED DEVELOPMENT 3 YEARS, 5 MONTHS AND 2 DAYS INTHELIFEOF... ★★★★ ÝMSIR RAPPARAR TRESPASS ★★ hljómsveit blökku- ^^^Jmanna sem vakti einna ^j^mesta athygli á síðasta ári var Arrested Development. Sveitin er frá Atlanta í Georgíu og boðar ákveðna stefnubreytingu í rappinu. Auk þess að notast við göntul og gild rappmeðul blanda þeir inn í óblönduðum raggí- og fönkvessum og svipar m.a. oft til Sly and the Family Stone. Það sem skilur hljómsveitina einna helst frá öðrum röppurum er hve lífsglöð hún er. Auðvitað er það engin sæla að vera svartur Bandaríkjamaður og verða fyrir daglegu aðkasti og afskiptasemi af lögreglunni, en Speech, söngv- ari og forsprakki sveitarinnar, tjáir firemur hippalegan hugsun- arhátt. Hann hefur gagnrýnt hugsunarhátt harðhausa á borð við Ice Cube og NWA og boðar kærleika fremur en blint hatur. Það er þó ekkert draumkennt mannúðarvæl sem frá honum kemur heldur raunsæir og djúpir textar byggðir á eigin reynslu. Þegar Spike Lee var að leita að tónlist fyrir mynd sína um Malc- olm X leitaði hann strax til Speech og félaga. Hann segir að sveitin sé framtíð rappsins og segist persónulega vera búinn að fá leið á röppurum sem rappa ekki um annað en stærð eigin getnaðarlims og „tíkur“. Fyrir utan jákvæðari þanka- gang er hljómsveitin frábrugðin flestum röppurum að því leyti að hún notast við alvöru trommara en ekki „sömpluð bít“ og í sveit- inni eru þrír karlmenn og þrjár konur, en hingað til hafa kynin ekki blandast í rapphljómsveit- um. Þetta er fyrsta plata Arrested Development og sem slík ffábær- lega heilsteypt og úthugsuð. Nú þegar hafa tvö lög gert það gott, „People everyday“ og „Mr. Wen- dal“, en fleiri frábær lög er að finna á plötunni. Það er reyndar varla veikan blett að finna á ö!l- um lögunum fimmtán og því ekki annað hægt en mæla ein- dregið með plötunni fyrir þá sem fíla taktfasta melódíska rapp/danstónlist. Trespass heitir ný mynd með þeim ísum T og Cube. Þeir leika væntanlega illar og kúgaðar UZI- skyttur sem hlaupa um og drita niður hvítingja. „Sándtrakkið“ er uppfullt af röppurum sem flestir eru að fást við fremur marg- tuggðar rappklisjur. Isarnir tveir syngja titillagið saman — ekkert til að æsa sig yf- ir þar — en síðar er Ice-T með nokkuð gott lag sem hann flytur með rastafaranum Daddy Nitro. „Gotta do what I gotta do“ með Public Enemy er frábært lag og hljómsveitin virðist enn vera fersk þrátt fýrir langan aldur. Sir mix-a-lot er digur rappari frá Se- attle, sem sannar að fleira gott kemur þaðan er grungið. Lagið hans er vel þétt og örvandi. Annars er Trespass full af minni rappspámönnum og nán- ast óþekktum. Það eru engin undur og stórmerki í gangi held- ur lygn sjór ágætra en lítt áhuga- verðra rapplaga. Gunnar Hjálmarsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.