Pressan - 25.02.1993, Side 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. FEBRÚAR 1993
29
FIMM SYSTUR OG
ÞRÍR MENN ÐflNSfl
ÁHAUSTVÖKU
Frá því leikritið „Dansað á haustvöku"
var fyrst sýnt í Dublin árið 1990 hefur það
hlotið margföld verðlaun sem besta nýja
leikritið beggja vegna Atlantshafsins. Það
verður frumsýnt á íslandi í kvöld,
fimmtudagskvöid, á stóra sviðinu í Þjóð-
leikhúsinu og er leikstjóri Guðjón Peder-
sen, sem leikstýrir einnig Stræti sem sýnt
hefúr verið við miklar vinsældir í Smíða-
verkstæðinu í vetur. Guðjón leikstýrði
einnig Rómeó og Júlíu á stóra sviðinu á
síðasta leikári.
Leikritið þykir mjög vel skrifað af fran-
um Brian Friel og hefur honum stundum
verið líkt við Tsjekov. Leikritið ber upp-
runa höfundar augljós merki. Það gerist á
írlandi árið 1936 og fjallar um fátækt og
strit fimm systra. Ein systranna eignast
dreng í lausaleik með hjartaknúsara frá
Wales, en það er einmitt í gegnum hugar-
heim snáðans sem leikurinn fer fram. í
kjölfar komu bróður systranna verður
mikil röskun á högum þeirra. Einkénni-
legir hlutir gerast; systurnar einangrast og
verða smátt og smátt fordómum þorps-
búa að bráð.
Stórleikkonurnar Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdótt-
ir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður
Steindórsdóttir og Tinna Gunnlaugs-
dóttir fara með hlutverk írsku systr-
anna fimm. Karlleikararnir í verkinu eru
þeir Erlingur Gíslason, Kristján Franklín
Magnús og Sigurður Skúlason.
Plógför
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR
OG NORRÆN SAMSÝNING
ÁKJARVALSSTÖÐUM
austursal Kjarvalsstaða eru
-^málverk eftir Guðrúnu Einars-
^■^■dóttur, stórir hvítir ferningar.
Þegar hvíti liturinn er notaður einn þá fær
hann hina nafnlausu ásjónu litleysis. Það
sama má segja um svartan. Hvítur og
svartur eru takmörk lita. Enda eru þessi
málverk ekki um liti heldur áþreifanlegt
litefnið sem hylur flötinn, efnismassa með
fýrirferð og yfirborð. Athygli okkar bein-
ist að meðferð litefnisins og hvemig lista-
maðurinn mótar efnið á fletinum. Hvít-
um alkrýllitnum er blandað saman við
pasto og gel til að fá þykkni sem svipar til
gifs. Enda er efnismeðferðin ekki síður
skúlptúrísk. Litefnið er strokið, smurt,
skafið með ýmsum áhöldum til að fá fram
ólíka áferð. Með þennan sparsama efnivið
leitar Guðrún eftir formrænum möguleik-
um til að blása lífi í flötinn. Lýsingin
hjálpar til með því að lífga upp á áferðina
og skapa óróa í þeim myndum þar sem
notuð er tennt skafa. Það truflar þó
hversu ójöfn lýsingin er, hvort sem það er
gert af ráðnum hug eða ekki, samfelldari
birta væri betri.
Það má líta á hverja mynd fyrir sig sem
útfærslu á aðferð við að strjúka litnum
eftir yfirborðinu og yfirleitt er hún felld
inn í ferhyrnt form flatarins. Möguleik-
arnir eru ekki óvæntir, en það er líka erfitt
að sjá hvernig hægt er að finna nýja
möguleika síðan Bauhaus-skólinn gerði
formfræði að sérstöku viðfangsefni í
myndlist og menn hafa áratugum saman
velt fyrir sér tilbrigðum einfaldra forma
og útfærslu þeirra í ólík efni. Að því leyti
sem verkin endurvekja slík viðfangsefni
innan myndlistar eru þau nokkuð á skjön
við viðhorf í málaralist í dag, sem eru ekki
sérstakiega hliðholl hreinum formstúd-
íum. Ekkert er fyrirfram ómögulegt í
myndlist og það er hugsanlegt að einhvers
staðar leynist lífvænlegir möguleikar sem
geta brotist úr viðjum endurtekningar-
innar, en ég er ekki sannfærður um að
Guðrún hafi enn gert þann möguleika að
Árni Bj irnsson til
vinstri c gpaprikc::
£ - F* ^an
Þremi r frökkúm
' flfengi virðist eiga djúpan hljómgrunn með
íslendingum. Að minnsta kosti ef litið er á
áhuga þann sem íslendingar sýna áfengi. Hér
áður fyrr, þegar íslenska krónan var gengis-
felld á hverju fullu tungli, lánuðu menn hver
öðrum á brennivínsgengi af því menn vissu
sem var að ÁTVR fylgdi raungengisstefnu.
Þjóðsögur um áfengisneyslu eru á hverju strái
og þau skáld hafa alltaf þótt best, sem áköf-
ust drukku sig i hel. Yfir hinum drekkandi
stéttum hefur alltaf verið ákveðin dulúð og
ævintýraljómi.
Á móti kemur að skömmu fyrir aldamót fengu
fslendingar enn eina ömurlega sendinguna
frá Skandinavíu: Bindindishreyfinguna. Áður
en nokkur vissi af var stúkuhugsunarháttur-
inn farinn að þjaka þjóðlíf allt. Látum tíma-
bundið áfengisbann og annað slikt liggja milli
hluta. Það sem var verst var hvernig þessi sér-
kennilega hugsjón náði að menga þjóðarsál-
ina. f hverju byggðarlagi voru sett á laggirnar
áfengisvarnarráð (vitaskuld skipuð bindindis-
fólki) til að skipta sér af neyslu annarra.
Áfengis- og tóbaksverslun rikisins — hvilík
hugmynd! — var uppálagt að haga verðlagn-
ingu þannig að menn (aðrir en efnamenn)
hugsuðu sig tvisvar um áður en þeir keyptu
sér flösku. Minnugir þess að allur er varinn
góður fyrirskipuðu valdherrarnir svo að mið-
arnir á framleiðslu ÁTVR skyldu vera beinlínis
fráhrindandi.
Allt þetta lét þjóðin sér lynda. Til hvers var öll
sjálfstæðisbaráttan ef þrælslundin var slík að
þjóðin lét endalaust aðra um að hafa vit fyrir
sér? Eins og bindindismenn viti eitthvað um
áfengi. Nei þá vildi ég frekar sitja í 50 ár undir
vínsmökkunum Sigmars B. Haukssonar en í
eina viku undir ráðleggingum Halldórs frá
Kirkjubóli.
Síðasta hálmstráið fauk þegar áfengisauglýs-
ingar voru bannaðar þrátt fyrir skýr ákvæði
stjórnarskrár um að hömlur á prentfrelsi
mætti aldrei í lög leiða. Bannið var vitaskuld
sett í nafni hollustu, en fyrst fordæmið er
komið er þá nokkuð sem mælir gegn því að
næst verði bannað að auglýsa franskar kart-
öflur og biómyndir, sem bannaðar eru innan
tólf? Og þá styttist í að bannaðar verði hættu-
legar hugmyndir eins og textar þungarokks-
hljómsveita og stefnuskrá Framsóknarflokks-
ins. Rolf Johansen á ekki að hafa minna frelsi
til að kynna áfengistegundir sínar en Bene-
dikt Davíðsson til að láta í Ijós þær skoðanir
sínar að fjármagna eigi velferð með erlendum
lántökum. (Deili menn svo um hvort sé hættu-
legra.)
ísland mun aldrei komast úrflokki bananalýð-
velda fyrr en íslendingar hætta að skipta
neysluvöru í tvo flokka: áfengi og tóbak ann-
ars vegar og alla aðra vöru hins vegar.
Kannski er ekki öll von úti því Frikki Sóf er bú-
inn að gefa til kynna að breytinga sé að vænta
og einkasala ÁTVR sé ekkert náttúruiögmál.
En hver eru viðbrögðin hjá Höskuldi í Ríkinu?
Eftir áratugalangt sovétfyrirkomulag í áfeng-
issölu er allt í einu drifið í því að koma á sjálfs-
afgreiðslu í öllum áfengisútsölum og hundr-
uðum milljóna varið í að innrétta útsölurnar
upp á nýtt, eins og Höski stærir sig af í nýjasta
hefti Arkitektúrs og skipulags. Þarna er
Höskuldur að nota einokunargróðann til að
tryggja sjálfan sig gegn breytingum. Nú getur
hann bent á alla fjárfestinguna og grátið um
að hún verði til einskis ef einkasalan verði af-
numin. Verði hún nú samt afnumin er hann
búinn að fjárfesta áratugi fram í timann og
hefur þannig gífurlega trausta samkeppnis-
stöðu. Fari allt á versta veg (fyrir Höska) fer
hann bara á eftirlaun og er búinn að sólunda
almannafé án þess að bera nokkra ábyrgð.
Eins og Vimmi sagði: Löglegt en siðlaust.
Árm Björnsson
í eldhúsinu á
3frökkum
Þeim brá heldur en ekki í brún kokk-
unum á Þremur frökkum þegar þeir
opnuðu paprikukassann sinn um dag-
inn. f svip fannst þeim sem Árni
Bjömsson þjóðháttafræðingur horfði á
móti þeim úr kassanum. Við nánari at-
hugun kom þó í ljós að þarna var Árni
ekki á ferð heldur tvífari hans úr jurta-
ríkinu. Eins og sjá má á myndunum
tveimur er paprikan ótrúlega lík Árna,
sérstaklega eftir að kokkarnir hafa
skorið í hana augu og gefið henni auga-
stein úr sultutaui.
Svipurinn með paprikunni og Árna
gefúr aftur tilefni til að velta þv: fyrir sér
hvort Árni eigi líka tvífara í steinarík-
inu. Ef einhver hefur rekist á hann get-
ur sá hinn sami haft samband við rit-
stjórn PRESSUNNAR. Slíkur fundur
gæti orðið undirstaða kenningar um
þrískipta tilveru okkar allra; í dýra-,
steina- og jurtaríkinu. Og ef sú er raun-
in munum við í framtíðinni sjálfsagt
skera paprikurnar okkar af rneiri virð-
ingu.
„Ekkert er fyrirfram ómögulegt t
myndlist og það er hugsanlegt að
einhvers staðar leynist lífvænlegir
möguleikar sem geta brotist úr
viðjum endurtekningarinnar, en
ég er ekki sannfærður umað
Guðrún haft ettn gertþann
möguleika að veruleika. “
veruleika.
„Hvað náttúran gefur“ er yfirskriff sýn-
ingar sem er sett saman að frumkvæði
Norrænu bændasamtakana. Tveir lista-
menn hafa verið valdir af hverju Norður-
landanna og íslendingarnir tveir eru Jó-
hann Eyfells og Gunnar Örn. Söfnuðurinn
er sundurleitur og í heild sinni bendir
sýningin ekki í neina átt, þannig að það
tekst ekki að skapa stemmningu í kring-
um hana.
Drungaleg skógarsýn Norðmannsins
Kjells Nupen gín yfir sýningunni í þremur
ábúðarmiklum myndum á einum enda-
veggnum en tágadúkkur Annette Holde-
sen frá Svíþjóð láta sér fátt um finnast og
halda hópinn úti á miðju gólfi. Það gefst
vonandi betra tækifæri til að kynnast
verkum Norðmannsins Bárðar Breivik,
en það má vera að verk hans höfði til
verklagni bænda. Jóhann Eyfells er sá eini
sem nær sambandi við virk náttúruöfl
með steyptu málmverki sem er stillt -upp
úti á stétt — en náttúran sjálf ku einmitt
vera einhvers staðar utandyra.
Náttúran fyrir okkur bæjar- og bílafólk
jafngildir útsýni. Sú list sem gerir náttúr-
una að viðfangsefni sínu endurspeglar
miklu frekar sambandsleysi okkar við
hana og hversu fjarlæg hún er orðin lífs-
háttum nútímamannsins og hugarfari.
Það skiptir engu máli hvað gert er við
náttúruna í myndlist, það er ekki hægt að
misbjóða neinum. Náttúran er meinlaust
viðfangsefni. Bændur hafa sjálfsagt sínar
skoðanir um hvað náttúran gefur, en
skyldu þeir ekki spyrja sig hvað listin gef-
ur?
Gunnar J. Árnason