Pressan - 25.02.1993, Síða 31
8. tbl 4. árgangur
Menntskælingur sem gekk í Alþýðuflokkinn
VAR SKIPAÐUR
SENDIHERRA í
PARÍS DAGINN
EFTIR
Svo virðist sem Alþýðuflokkurinn sé einfaldlega of fáliðaður til
að geta skaffað fólk í allar þær stöður sem hann hefur til ráðstöf-
unar, - segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur.
Reykjavík, 25. febrúar.
Stefán Kárason, átján ára
menntskælingur, varð heldur
en ekki undrandi í gærmorgim
þegar hann fékk sent heim til
Christian Kendall, íjár-
málastjóri Metropolit-
an-óperunnar
VILFÁ
KRISTJÁN
AFTUR
„Þótt Metropolitan sé
stórt fyrirtæki þá munar
okkur um að fá 500 ís-
lenska áhorfendur,“ -
segir ijármáiastjórinn.
„Og ef Kristján fæst ekki
vil ég fá einhvem annan
íslending.11
sín skipunarbréf frá utanríkis-
ráðuneytinu þar sem honum
var tilkynnt að hann væri orð-
inn sendiherra íslands í París.
„Auðvitað varð ég hissa,“ segir
Stefán. „Ég gekk í Alþýðuflokkinn
á þriðjudaginn og þótt ég vissi að
flokkurinn væri góður við sína þá
hefði ég ekki trúað þessu.“
Ástæðan fyrir skipun Stefáns
mun vera sú að vegna fólksfæðar í
Alþýðuflokknum hafa lausar stöð-
ur hlaðist upp hjá ráðherrum
flokksins. Þeir hafa einfaldlega
ekki fundið krata til að skipa í
stöðumar.
„Ég hef verið dálítið óheppinn
með að ffönskutímarnir í MS eru
alltaf fýrst á morgnana. Maður er
því ekki alltaf vel upplagður og
frönskuþekkingin þarafleiðandi
svona og svona. En Jón Baldvin
hefur sagt mér að það skipti ekki
svo miklu máli,“ segir Kári.
Aðspurður vildi Jón Baldvin lít-
ið tjá sig um málið. „Vilduð þið að
ég skipaði Áma eða hvað?“ var
það eina sem hann sagði.
M
. .....í'. .
fsptwf ’ - ’;
m...
1
Stefán Kárason er á
öðru ári íMennta-
skólanum við Sund.
Hann hyggstfresta
námi á meðan hann
gegnir störfum
sendiherra í París.
tarfsstúlkur í Ráðhúsi Reykjavíkur
Ágæti hættir við auglýsinga-
herferðina: „Upp, upp mín
sál; þegar ég borða kál“
VILJUM EKKI
STYGGJA
HALLGRÍM
- segir framkvæmdastjóri fyr-
irtaekisins. Ágætí hafði lagt út
í um 600 þúsund króna
kostnað við herferðina.
ILJA BERRÖSS-
STYTTUNA
ARGARÐ-
UM BURT
Ógeðslegt að tippið
á styttunni skuli blasa við
hérna út um gluggann,
- segir Hlín Baldvinsdóttir.
Reykjavík, 25. febrúar.
„Það hlýtur að
vera eðlileg krafa
hjá okkur sem
vinnum hérna í
ráðhúsinu að við
getum horft út um
gluggann án þess
að roðna,“ segir
Hlín Baldvinsdóttir,
talsmaður hóps
starfskvenna í Ráð-
húsi Reykjavíkur sem
vill að stytta af Davxð
konungi verði fjar-
lægð úr Hallargarðin-
um eða allavega færð í nær-
buxur. Hlín segir að þegar
starfsstúlkumar líti úr um
suðurglugga hússins blasi
tippið á styttunni við.
Sem kunnugt er var mál-
verk eftir Helga Þorgils Frið-
jónsson fjarlægt úr ráðhúsinu
að kröfu kvennanna fyrr í vet-
ur þar sem guðinn Poseidon
var nakinn að neðan.
„Ég veit ekki hvemig guðs-
trú þessara listamanna er,“
segir Hlín. „Ég get alveg trúað
á minn guð án þess að ímynda
mér hann berrassaðan."
Hlín Baldvinsdóttir hefur lagt það
til að Davíð verðifærður í nœrbux-
ur svo starfskonur íRáðhúsi geti
stundað vinnu sína óáreittar.
Óheppinn þjófur
ANDFÝLAN
KOM UPP
UM HANN
Grétar Viðarsson var
með lambhúshettu
þegar hann braust
inn í sjoppu á Rauð-
arárstígnum og hélt
að hann mundi ekki
þekkjast. Afgreiðslu-
konan þekkti hann
hins vegar aftur af
andremmunni.
Reykjavik, 25. febrúar.
„Ég hef ekkert meiri at-
hyglisgáfu en annað fólk.
Lyktin var bara svona vond,“
segir Unnur Lárusdóttir, af-
greiðslustúlka í sölutumi við
Rauðarárstíg, en hún bar aft-
ur kennsl á ræningja sem
réðst hettuklæddur inn i
sjoppuna og hafði á brott
með sér rúmar fimm þúsund
krónur í skiptimynt og tvö
karton af sígarcttum.
Daginn eftir ránið var Unnur
að versla í Hagkaup í Skeifunni.
Þar sem hún beið við afgreiðslu-
kassann fann hún nákvæmlega
Grétar fær sér ábyggilega
beiskan brjóstsykur næst
þegar hann fremur afbrot.
sömu lykt og hún hafði fundið
út úr ræningjanum. „Ég hefði
þekkt þessa lykt aftur hvar sem
er,“ segir Unnur.
Unnur hringdi beint í lögregl-
una sem handtók ræningjann,
Grétar Viðarsson. Hann játaði á
sig ránið í yfirheyrslum hjá lög-
reglunni.