Pressan - 11.03.1993, Side 2

Pressan - 11.03.1993, Side 2
FYRST & FREMST 2 PBESSAN Fimmtudagurinn 1 l.mars 1993 í ÞESSU BLAÐI 4 Bensínstöðvarstríð i Grafarvogi Svanhildur Kaaber í de- bet/kredit 6 Kærður fyrir að stela 3 milljónum frá kókos- bollufyrirtæki Guðrún Kvaran svarar fyrir nafnabannið 8 Heimir Steinsson var ríkisforstjórinn 9 BHI-Vallá missir Borgarkringluna Lánardrottnar taka hanayfir 10 Efraim Zuroff svarar greinargerð Miksons Bogi svarar Ingva Hrafni Már Jónsson skammast út í Hannes Hólmstein 11 125 milljóna hagnaður breyttist í 400 milljóna króna tap Dœmi um vanþroskuð til- boðsgögn á hlutabréfamark- aði 12-13 Eriend lán til að auka atvinnu? Hannes skammar Moggann Örnólfur skammar Hannes Mörður fjallar um Kvennalistann Sturla Böðvarsson skýrir hvers vegna sjálfstæðis- menn vilja ekki frelsi í lyfsölu Uppleið og niðurleið 14 Flottasti ársfundar- fulltrúinn Bláa lóníð komið Reykjavíkur 15 Tíska 16 Villtar, trylitar 18 Matur, drykkur og kynlíf Leyniþrœðir milli matarlystar ogkynnautnar 20-21 Spiiltir pólitíkusar Hneykslið ítalskra matina er orðið svo stórt að eina úrrœðið er að veita þeim sakaruppgjöf Emma Thompson 22-23 Leitin að frægð Kristjáns ítarleg úttekt á dómum um Kristján í erlendum blöðum og umsagnir kunnugra um hœfdeika hans ogfrœgð 24-25 Skáld fyrir dómstólum Nokkur dcemi af rithöfundum sem kœrðir hafa veriðfyrir meið- yrði Þór Tulinius Stund gaupunnar fær © 26-27 Of stórir fyrir ísland Tilraunir íslenskra poppara til að öðlast heimsfrœgð 28 Sjónvarpið 29 NBA-æði 31 Gula Pressan HÖRÐUR SlGURGESTSSON. Raunverulegt rekstrartap Eimskips var ekki 40 milljónir, heldur 270. HALLDÓR BLÖNDAL. Fer ekki til Kína að smakka lakkrísinn. Fyrir nokkrum vikum var Fjórmenningi hf., eignarhalds- félagi innan fslenska útvarpsfé- lagsins, skipt upp á meðal hlut- hafanna. Þá kom í ljós að íjór- menningarnir sem áttu félagið, þeir Jón Ólafsson í Skífunni, UMMÆLI VIKUNNAR „Ég lítþannig á að hið svonefnda Hafskipsmál hafi verið hrein dellafrá upphafi ogsé svartur blettur á íslensku réttar- fari. “ Helgi Magnússon þolandi. í Hæstarétt með þá „Það hljómar ótrú- lega, en í nánast öll- um leikjum okkar er- lendis hefur ekki að- eins allt gengið upp heldur höfum við dæmt yfir getu.“ Stefán Arnaldsson dómari. 270 en ekki 40 I ársreikningum stórfyrir- tækja, sem streyma nú út af að- alfundum þeirra, er sakleysis- legur liður sem kallast „tekju- skattsskuldbinding“. Talan, sem þar er skráð, er áætlaður tekjuskattur sem fyrirtækið þyrfti að greiða af væntanlegum söluhagnaði ef eignir þess væru seldar og er þarna burtséð frá því hvort það gerist eða ekki. Við lækkun tekjuskatts fyrir- tækja úr 45 prósentum í 39 pró- sent á þessu ári lækkar þessi tala verulega og getur það haft um- talsverð áhrif á niðurstöðutölur rekstarreikningsins. Á nýliðn- um aðalfundi Eimskipafélagsins kynntu þannig Hörður Sigur- gestsson og félagar 40 milljóna króna rekstrartap, en inni í þeirri tölu er lækkun „tekju- skattsskuldbindingar“ upp á tæpar 230 milljónir, sem þýðir að raunverulegt tap Eimskips var um 270 milljónir, en ekki 40, á síðasta ári. Þessi reiknings- skilavenja hálffelur því raun- verulegt tap og mun það vera raunin hjá flestum öðrum stór- fyrirtækjum sem eiga umtals- verðar eignir, svo sem Flugleið- um og olíufélögunum, þar sem þessi liður skiptir tugum millj- óna. Þess má vænta að sama verði upp á teningnum að ári, því á næsta ári er gert ráð fyrir að tekjuskattur fyrirtækja lækki aftur um sex prósentustig, úr 39 prósentum í 33. Halldór fer ekki til Kína Fyrir skömmu birtust fréttir af því í Morgunblaðinu að Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra væri hugsanlega á leið- inni til Kína að vígja íslenska lakkrísverksmiðju. Nú er ljóst að Halldór fer ekki. Ferðin var hugsuð sem vináttugreiði við nokkra aðstandendur verk- smiðjunnar sem eru úr kjör- dæmi Halldórs, þá Pétur Bjarnason og Halldór Krist- jánsson. Þeir komu sem kunn- ugt er inn í fyrirtækið með Stef- áni Jóhannssyni viðskipta- fræðingi eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi hans og Guð- mundar Viðars Friðriksson- ar. Ekki er vitað hvort vígslunni seinkar út af þessu eða hvort staðgengill fæst fyrir Halldór. Eftir því sem komist verður næst eru einhverjar hugmyndir uppi um að efla frekar sam- skiptin austur eftir, en hins veg- ar var ekki alveg ljóst af hverju samgöngurdðherra íslands átti að fara til Kína — nema þá vegna þess að einhvern tíma stóð til að reisa járnbrautarstöð þar sem lakkrísverksmiðjan stendur. Fjórmenninqarn- ir skiljq Nú virðist útséð um að Hrafh Gunnlaugsson fái langþráð tækifæri til að úthluta styrkjum úr Menningarsjóði útvarps- stöðva. Ástæðan er sú að í gær kom Hrafn aftur til starfa sem yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar á Sjónvarpinu, en styrkir úr sjóðnum eru einmitt til dagskrárgerðar í sjónvarpi og út- varpi. Við heyrum að í menntamálaráðuneytinu teljist það ekki samrýmast lögum og góðum siðum að Hrafh gegni samhliða stjórnarformennsku í sjóðnum og því er þess vænst að honum verði vikið úr stjórninni áður en útíflutun fer ffarn á allra næstu dögum. Það var enda umrætt þegar Hrafn tók sæti í stjórninni fyrir ári að hann viki þegar hann hæfi störf hjá Sjónvarpinu, að sögn Þórunnar Hafstein deildarstjóra. Samkvæmt öðrum heimildum hefur Ólafur G. Einarsson þó ekki tekið formlega ákvörðun um þetta enn, enda munu vandfundnir ásættanlegir arffakar Hrafhs meðal sjálfstæðismanna í menningar- geiranum. Úthlutun styrkja úr Menning- arsjóði hefur dregist á lang- inn, meðal annars vegna fjölda umsókna, dvalar Hrafns erlendis og anna annarra stjórnarmanna. Samkvæmt upplýsingum PRESSUNNAR hugðist Hrafn ákveða úthlutanir á stjórnarfundi síðasta mánu- dag, tveimur dögum áður en hann tæki við á Sjón varpinu, en þeim fundi og öðrum var frestað ffam að helgi. Stjórn armönnum mun hafa verið tilkynnt að ekki þýði að taka neinar ákvarðanir um út- hlutanir með Hrafn Já, berjum þá með lýðræðinu „Ég vil einnig taka ff am að því fer fjarri að ég útiloki aðra atkvæðagreiðslu um verkfall ef á þarf að halda.“ Ögmundur Jónasson verkfallafræðingur. Hin eini sanni norræni óvinur „Ég er á móti norrænu samstarfi. Það er skelfilegt og alveg gagnslaust." Indriði G. Þorsteinsson þverhaus. Það er ekki nema von að löggan vill skjóta hann! „Sameinumst ein- um guði, einum sannleika, einu guðs lambi, einum anda og tökum við umbun hinna rétt- látu.“ David Koresh guðslíki. hausverkjatöflur og kók ó sama stað „Við munum lækka lyfjaverðið ef lyf- sala verður gefin frjáls.“ Jóhannes Jónsson bónuskóngur. Jóhann J. Ólafsson í sam- nefndu fyrirtæki, Haraldur Haraldsson sem kenndur er við Andra hf. og Guðjón Oddsson í málningarvöru- versluninni Litnum, réðu allir yfir jafnstórum hlut. Áður höfðu ýmsar hugmyndir verið uppi um eignaskiptinguna þar á bæ, en við uppskiptin fékk hver þeirra um sig hlutabréf í Stöð 2 og Bylgjunni að markaðsvirði tæpar 19 milljónir króna. Það er ekki lítil upphæð þegar horft er til þess að Fjórmenningar hf. starfaði aðeins í tvö og hálft ár og að hlutabréfin eru að stórum hluta til komin vegna launa sem þeir þáðu fyrir stjórnarsetu og ábyrgðaþóknanir. Íón Gunnar túinn aö borga til baka sem formann að svo komnu — þær muni ráðherra ógilda í ljósi meintra hagsmunaárekstra Hrafns. Með Hrafhi í stjórninni eru Guðni Guðmundsson rektor, tilnefndur af útvarps- ráði, og Björg Einarsdóttir, tilnefnd af frjálsu stöðvunum. Stjórninni bárust tugir um- sókna, að upphæð hundruð milljóna króna, en að líkindum hefur sjóðurinn um fimmtíu millj- ónir til ráðstöfunar þetta ár- ið. Það er það sem eftir stendur handa dagskrár- gerðarmönnum þegar Sin- fóníuhljómsveit Islands hefur fengið sinn skerf af fjármunum sjóðsins. Hrafn Gunnlaugsson. Fær ekki að úthluta styrkjum til dag- skrárgerðar- manna. Ef einhver skyldi muna eftir Mógilsárdeilunni frá árinu 1990 má rifja upp að í kjölfar hennar gerði Ríkisendurskoðun bók- haldsrannsókn á ársreikningum Rannsóknastöðvarinnar á Mó- gilsá. Niðurstöður þeirrar rann- sóknar voru þær að Jón Gunn- ar Ottósson, sem er núna skrifstofustjóri í umhverfis- ráðuneytinu, ætti að endur- greiða um 170 þúsund krónur. Það var rökstutt með því að Jón Gunnar hefði greitt sér ýmsan kostnað sem honum ekki bar. Þar á meðal má nefna síma- kostnað, stöðumælasektir, rit- laun og hótelkostnað. Eftir málaferli náðist við Jón Gunnar dómssátt, sem fólst í því að hann greiddi 100 þúsund krón- ur auk 48 þúsund króna í máls- kostnað. Jón Gunnar hóf að greiða þetta 5. desember síðast- liðinn og lokagreiðsla barst nú í byrjun mars. Linda P. truflar æfingar Valsmanna______________ Alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir kann að meta hæfileika þeldökkra körfuknattleiksmanna og hefur fengið tvo þeirra, Valsmennina Franc Booker og John Taft, til að koma fr am sem módel á sýn- ingum hjá sér. Þetta hefur lukk- ast ágætlega, en um daginn runnu reyndar tvær grímur á Valsmenn um mikilvægi þess- ara manna í tískuheiminum. Þá mun Linda hafa hringt í Svala Björgvinsson, þjálfara Vals- manna, og tilkynnt honum að John Taft kæmist ekki á æfingu um kvöldið vegna þess að hann yrði upptekinn við sýningar. Þjálfarinn varð hálfldumsa, enda Taft launaður starfsmaður Vals. Þegar hann benti fegurð- ardrottningunni á þetta spurði hún pent hvort Taft gæti ekki bara farið snemma, áður en æf- ingu væri lokið, vegna þess að hans biði jú mikilvæg tískusýn- ing. Steingrímur í Seölabankann í vangaveltum um stöðu seðlabankastjóra hefur nafn Steingríms Hermannssonar ítrekað komið upp. Nú heyrum við að alvara sé komin í málið og framsóknarmenn hafi látið verða af því að kanna meðal sjálfstæðismanna og krata stuðning við að Steingrímur taki við af Tómasi Árnasyni, sem lætur af störfum seint á ár- inu. Ekki hefur frést af við- brögðum enn, en stóll Tómasar er „eign“ Framsóknarflokksins og þyrfti mikið út af að bera til að það breyttist, úr því Stein- grímur virðist hafa áhuga á starfinu á annað borð. Ólafur G. Einarsson. Víkur Hrafni úr stjórninni, en á eftir að finna ásættan- legan arftaka úrröðum sjálfstæðismanna. JÓHANN J. ÓLAFSS0N, JÓN ÓLAFSS0N og HARALDUR HARALD^SON. „Fjórmenningaklíkan"erleyst upp og hver fær tæpar tuttugu milljónirísinn hlut. LlNDA PÉT- URSDÓTTIR. Sækir liðstyrk íkörfuboltalið Vals. TÓMAS ARNAS0N. Rýmir framsóknarstólinn seinna á árinu. STEINGRÍMUR HÉRMANNSSON. Framsóknarmenn Sækir liðstyrk kanna stuðning við að hann verði seðlabankastjóri.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.