Pressan - 11.03.1993, Page 4

Pressan - 11.03.1993, Page 4
TEYGT A SKIPULAGINU 4 PRESSAN Fimmtudagurinn 71. mars 1993 fyrir að vera hóflega bjartsýnn á árangur íslenska handbolta- landsliðsins á heims- meistaramótinu íSvi- þjóð. Ólíkt mörgum stefnir Þorbergur ís- lendingum i áttunda Kóngulær, krókódílar og f roskar „Nu á dögunum voru tveir menn stöðvaðir í tollinum á Kcjlavíkurflugvellijyrir það eitt að hafa keypt sérgœludýr erlendis til eignar. Hvaða rétt- lœti er íþvíað dýrin voru tek- in umsvijalaust afþeim og þau aflífuð án nokkursjýrir- vara? Vegna sérstöðu dýr- anna, sem voru krókódíll, jroskar ogkóngulœr, voru mennirnir dœmdir og sektað- ir. Smygl er ekki réttlœtanlegt en vegna óbreytanlegra og staðnaðra lagaástœða gripu þeir til örþrifaráða. Er ekki kominn tími til að mœta kröfumfólksins oggera breytingar á lögum um gœlu- dýrahald og -eign?‘ Doddi dýravinur í DV. Ólafur Valsson, fulltrúi yfirdýralæknis: „Hugsuniná bak við þessi lög er fyrst og fremst sú að lífnki Islands er mjög viðkvæmt. Það er alltaf viss hætta á að sjúkdómar ber- ist til landsins með dýrum sem þessum. Það hefur þó verið leyfður innflutningur á hund- um, köttum og fleiri gæludýr- um sem fólk hefúr fengið að flytja með sér búferlaflutning- um. En lögin eru síður en svo gömul; þau eru ffá 1990. Þar stendur að allur innflutningur á lifandi dýrum og erfðaefnum þeirra sé bannaður. Þó má sækja um undanþágu. Það verður hins vegar að gerast fyrirfram. Það þýðir ekki bara að koma með dýrin og ætlast til þess að þeim verði hleypt í gegn. Ég leyfi mér þó að efast stórlega um að kóngulóm, froskum og krókódílum yrði hleypt inn í landið, af fyrr- greindri sjúkdómshættu. Ég leyfi mér einnig að efast um að náttúruverndarráð tæki já- kvætt á því, því það er mikið í húfi.“ Tyggi- gúmmí- bann „Fáttfinnst Víkverkjajafn ógeðfellt, þegar hann þarfað nýta sérþjónustu opinberra stofnana og banka, ogað af- greiðslufólkiðjórtri tyggi- gúmmí ígríð ogergá sama tíma ogþað veitir umbeðna þjónustu. Víkverji á tiokkuð oft leið í íslandsbankann og Landsbanka íslands. íþeim fyrrnefnda sést þaðyfirleitt ekki að starfsfólkið sitji og tyggi gútnmí sitt afstakri áfergju, þarsem það vinnur stötf sítt, en sötnu sögu er ekki aðsegja úr Landsbattkanum, að minnsta kosti ekki úraf- greiðslustað battkans við Austurstrœti. Vœri ekki tilval- ið að opinberar stofnanir og hverskonar þjónustufyrirtœki bœttu við eins ogeinni starfs- reglu, sem beinlínis bannaði notkun tyggigúmmís?' Víkverji Morgunblaðsins Amdís Sigurðardóttir, for- stöðumaður og staðgengill starfsmannastjóra Lands- banka íslands: „Það eru regl- ur hér sem banna notkun tyggigúmmís í afgreiðslu bankans; í afgreiðslunni má ekki tyggja tyggigúmmí og hvorki reykja né borða. Þetta eru skýrar reglur. Það er hins vegar svolítið erfitt fyrir okkur starfsmannastjórana að fylgj- ast með því hvort einhver er lengi með morgunmatinn sinn. Með þessu eiga deildar- stjóri og fúlltrúi á hverjum stað að fylgjast og biðja viðkom- andi að láta af ósiðunum." Okkar á milli, í hita... „Fyrir mér er málið því ein- falt; Bubbi á eftir að gera eina plötu vegttafyrsta samnings- ins ogBubbi ogRúnar eiga eftir að gera tvœr plötur vegna þess sem síðar varð hljóm- sveitin GCD.“ Steinar Berg Isleifsson, Morgunblað- Bubbi Morthens tónlistar- maðun „Mín skoðun er mín skoðun, hans skoðun er hans skoðun. Þar liggur ágreining- urinn. Ég tók hins vegar þann pól í hæðina í byrjun ferÚs míns að svara aldrei neinu sem um mig yrði skrifað í blöðin. Honum finnst þetta rétt og hann hefur fúlla heimild tU að finnast hann hafa rétt fyrir sér. Annars finnst mér þetta mál ekkert erindi eiga í blöðin. Þetta er bara okkar á milli.“ Gagnvegur í GRAFARVOGI 7/7 hægri er íþróttasvæði Fjölnis, ert á grærtu svæði vinstra megin vilja Gústaf Níelsson, kona hans Sólrún Árnadóttir og Skeljungur fá bensínstöð og söluskála. Skipulagsnefnd borgarinnar hefur vísað til borgarráðs beiðni hjónanna Sólrúnar Ámadóttur og Gústafs Níelssonar, fram- kvæmdastjóra þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, og svo olíufé- lagsins Skeljungs um leyfi fýrir bensínsölu á grænu svæði við Gagnveg í Grafarvogi. Þessir að- ilar hafa gert með sér samstarfs- samning og eru samkvæmt heimildum PRESSUNNAR að reyna að þrýsta fram bensín- stöð á svæðinu þvert gegn sam- Gústaf Níelsson, FRAMKVÆMDASTJÓRIÞING- FLOKKS SJÁLFSTÆÐISMANNA Hanrt og eiginkonan fengu litla lóð undir litla sjoppu, en vilja nú stóra lóð með bensínafgreiðslu á grænu svæði. þykktu skipulagi. Sólrún og Gústaf fengu leyfi fyrir söluskála á lóðinni, en hafa tekið höndum saman við Skelj- ung um að fá lóðina stækkaða um 600 fermetra og reisa þar bensínstöð. Þessu hefúr Olíufé- lagið (Essó) mótmælt harðlega og bent á að félagið hafi lagt út í mikinn kostnað við að reisa bensínstöð við sömu götu, reyndar aðeins um 900 metnim ffá hinni umdeildu lóð. Samþykkt skipulag í Grafar- Kristinn Björnsson, F0RSTJÓR! SKEUUNGS Þrátt fyrir samþykkt skipu- lag er bakdyramegin reynt að knýja fram bensínstöð aðeins 900 metrum frá stöð Essó. vogi gerir ráð fyrir þremur bensínstöðvum í Grafarvogs- hverfmu, Olís er með stöð við Gullinbrú í Foldahverfi, Essó við Gagnveg í Húsahverfi, en ekki hefur verið úthlutað vegna Borgarholtshverfis. Essó bauð á sínum tíma best í lóðina við Gagnveg, 8,5 milljónir að nú- virði, og hefur reist þar 45 til 50 milljóna króna stöð. 900 metrum frá, gegnt íþróttasvæði Fjölnis, fékk Sól- rún síðan úthlutað lóð á grænu GeirMagnússon, FORSTJÓRIESSÓ Mótmælti fyrirætlunum lóðarhafa og Skeljungs og benti á forsendur þess að Essó reisti bensínstöð skammt frá með ærnum til- kostnaði. svæði við Gagnveg. Sam- þykktin miðaði við að þar yrði 50 fermetra söluskáli og biðstæði fyrir BSR. í desember síðastliðnum lagði Sólrún fram urn- sókn um 600 fermetra stækkun lóðarinnar með í huga 200 til 300 fermetra söluskála og bensínaf- greiðslu og hefúr Gústaf, samkvæmt heimildum blaðsins, sótt það hart að leyfið verði veitt. Um- sókninni fylgdi y'firlýsing Sólrúnar, Skeljungs og BSR þar sem greint var frá gerð samstarfssamn- ings vegna þessa. Urn miðjan janúar sendi Geir Magnússon, forstjóri Es- só, Borgarskipulagi bréf, fór fram á að hugmynd- um um bensínafgreiðslu á vegum Skeljungs yrði hafhað og benti á þær for- sendur sem fyrir lágu þegar félagið keypti sína lóð af borginni. Skipulagsnefnd borg- arinnar og Umhverfis- málaráð afgreiddu málið á þann hátt að fallast á stækkun lóðarinnar út af fyrir sig, en vísuðu óskum um bensínsölu til borgar- ráðs, þar sem málið er nú óafgreitt. Bjarni Dagur smyglaði sérinná hersvæðið... Bjarni Dagur Jónsson, | dagskrárgerðarmaður á Bylgj- unni, gerði sér lítið fyrir þar- síðasta miðvikudag og smyglaði sér inn á hersvæði Bandaríkjamanna við Keflavíkurflugvöll. Þar ferðaðist hann um með upptökutæki sem hann talaði sífellt í á meðan hann fór um svæðið. Síðar um daginn lék hann spjallið í þættinum Þessari þjóð á Bylgjunni og virtist þá yfirmönnum vallarins og öðr- um hlustendum sem um beina útsend- ingu væri að ræða. Varð talsvert fát á vellinum, en yfirmenn þar á bæ líta at- burði sem þennan mjög alvarlegum augum, enda hefði allt eins getað verið hryðjuverkamaður á ferð. Vörðurinn í vallarhliðinu hefur því örugglega feng- ið tiltal og rúm- lega það hjáj yfirmönnum sínum, og gera má ráð fyrir að Bjami Dagur sé ekki í miklu uppáhaldi hjá þessum ógæfu- sama einstak- lingi sem varð það eitt á að hleypa hon- um inn á her- svæðið... debet_________svanhildur kaaber kredit „Hún er hreinskiptin, heiðarleg og áreiðanleg. Hún er mjög góð í samstarfi, vinnur skipulega og tekur málefnalega afstöðu og er reiðubúin að fylgja sannfæringu sinni effir, þó ekki með yfir- gangi,“ segir ögmundur Jónasson, formaður BSRB. „Hún er mjög hreinskilin, opin og segir ávallt skoðanir sínar á málum,“ segir Indriði H. Þor- láksson, fýrrum formaður samninganefndar ríkisins. „Svanhildur er ákaflega fylgin sér og fylgir málum mjög vel eftir,“ segir Haukur Helgason, skólastjóri Öldutúnsskóla. „Hún er skýr, með mikla samstarfshæfileika, á auðvelt með að einfalda hlutina og síðast en ekki síst er hún mjög geðgóð,“ segir Guðmundur H. Guð- mundsson í samninganefhd ríkisins. „Hún er skipulögð og vill hafa góða yfirsýn yfir þau mál sem hún fæst við hverju sinni. Henni nægir ekki að vita sumt um málin, heldur vill hún hafa alla hluti á hreinu,“ segir Eiríkur Jónsson, varafor- maðurKÍ. Geðgóð - eða stíf og treg samningakona? Svanhildur Kaaber er formaður Kennarasambands ís- lands. Nýverið lagði hún til að kennarar færu í verkfall en meirihluti þeirra lagðist gegn hugmyndinni. „Varðandi gallana, þá hef ég ekki kynnst því í fari Svanhildar Kaaber sem ég get sett undir það mæliker,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sem unnið hefúr náið með Svan- hildi í samningamálum. „Hún á til dálitla stífni og er treg til að fallast á málamiðlanir,“ segir Indriði H. Þorláksson, fyrrum formaður samn- inganefndar ríkisins. „Svanhildur á það til að vera of ákveðin í samningaviðræðum, það er helsti galli hennar frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Guðmundur H. Guðmundsson, sem situr í samninganefnd ríkisins og hefur átt sam- skipti við hana á þeim vettvangi. „Hún tekur ekkert tillit til mín þegar ég vil slíta fúndi til að horfa á beina útsendingu frá íþróttavið- burði. Það finnst mér stærsti gallinn í fari hennar,“ segir Eiríkur Jónsson, varaformaður Kennarasambands íslands og nánasti samstarfs- maður Svanhildar.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.