Pressan - 11.03.1993, Page 5

Pressan - 11.03.1993, Page 5
SK I LA BOÐ Fimmtudagurinn 11. mars 1993 PBESSAN 5 Heimildamynd um íslendinga í Los Angeles... [Bráðlega halda dagskrár- gerðarmennirnir Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Jón Kaldal til Los Angeles í þeim erinda- gjörðum að búa til heimildamynd. Myndin, sem hefiir hlotið vinnuheitið f Englaborginni, er um íslendinga sem búa í kvikmyndaborginni og á að segja firá lífi þeirra þar. Verður án efa fróðlegt að sjá hvað landinn er að bralla þarna, en margir eru í námi, aðrir stunda svarta vinnu og svo eru víst sumir þama sem hugsa bara um að skemmta sér. Myndin verður sýnd á Stöð 2 í maí. Páll Magnússon næsti formaður Stúdentaráðs... Eftir mikið japl, jaml og fuður komust \ Röskvumenn, sem nú eru í I meirihluta innan Háskólans, að þeirri niðurstöðu að framsóknarmaðurinn Páll Magn- ússson yrði næsti formaður Stúd- entaráðs. Páll er sonur Magnúsar Bjamfreðssonar, hins kunna sjón- varpsmanns, og þarafleiðandi bróðir Árna, fyrrum fréttamanns Sjón- varpsins og núverandi dagskrárgerð- armanns á FM-957. Þrátt fyrir ungan aldur, en Páll er á 22. aldursári, er hann Kópavogsbúum að góðu kunn- ur fyrir óþrjótandi félagsmálaáhuga sinn, Þar í bæ skipaði hann meðal annars þriðjá sætið á lista Framsókn- arflokksins í síðustu bæjarstjómar- kosningum og þar áður var hann for- maður nemendafélags Menntaskól- ans í Kópavogi hartnær tvö kjörtíma- bil. Sannkallað félagsmálatröll þar á ferð. Guðrúnu líst ekki á dómshús Ingimundar... >Sem kunnugt er eru uppi I ráðagerðir um að reisa nýtt dómshús að forskrift Ingi- mundar Sveinssonar arkitekts á lóðinni fyrir aftan Landsbókasafnið, við hliðina á Þjóðleikhúsinu. Guðrún Jónsdóttir, kollega Ingimundar, sit- ur í skipulagsnefnd borgarinnar og hún hefur látið bóka á fundi þar að hún hafi miklar efasemdir um að lóð- in sé nógu stór fyrir þetta mannvirki. Finnst henni að verið sé að stilla nefndinni upp við vegg og bendir á þrjú önnur svæði til skoðunar. Það eru lóðin Skúlagata 20, reitur milli Ingólfsstrætis, Lindargötu, Skugga- sunds og Sölvhólsgötu eða reitur milli Skólavörðustígs, Vegamótastígs, Laugavegar og Bergstaðastrætis. Mótmæli Ingva Hrafns og félaga til einskis... Fyrir allnokkru var talsvert fjallað um mótmæli vegna fyr- irhugaðrar byggingar fjölbýl- ishúss við Bogahlíð 2 til 6 í samræmi við samþykkt byggingarnefndar borgar- innar. Mótmælendur vildu ekki una úr- skurði nefndarinnar og áfrýjuðu til um- hverfismálaráðuneytis. Hávaðasamastir mótmælenda voru þeir Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri Stöðvar tvö, Margeir Pétursson, stórmeistari og lögfræðingur, Sigurbjörn Magnús- son, lögfræðingur og fyrrum forystu- maður ungra sjálfstæðismanna, og doktor Sveinbjöm Rafrtsson. Nýlega felldu Eiður Guðnason og félagar hans í umhverfismálaráðuneytinu þann úrskurð að leyfið skyldi standa. Skrifstofuherbergi á leigu Nýinnréttaðar, bjartar og rúmgóðar skrifstofur (parket) með aðgangi að fundarherbergi, kaffistofu, símkerfi, faxi snyrtingu og sturtu. Upplýsingar í síma: 985-35566 Reglurnar hans Ólafs Ragnars hækkuðu tekjurnar um 500 prósent... »Á sínum tíma varð mikil breyting á sértekjum ríkis- sjóðs af réttarkerfinu, sem Ól- afur Ragnar Grímsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, stóð fyrir. Var þar meðal annars um að ræða tekjur af alls- kyns kostnaði við málflutning og réttar- farsaðgerðir. Eftir því sem komist verð- ur næst mun þetta að jafnaði hafa fært ríkissjóði um 500 prósentum hærri tekjur en áður var. Þama er um að ræða gjöld vegna fjárnámsbeiðna og upp boðsbeiðna, svo dæmi séu tekin, ig að að endingu eru það sem greiða. Það má segja að þetta hafi hitt þá fyrir sem veikastir voru. Menn eru sammála um að í raun hafi aðgerð- in aukið vanskil ef eitthvað er. SP^ T? Árshátíð Heimdallar Laugardaginn 13. mars 1993 1 Heiðursgestir: Sigríður Dúna Knstmundsdóttir og Friðrik Sophusson Veislustjóri: Viktor Borgar Kjartansson Bundið mál um stjómmál: Hannes Hólmsteinn Gissurarson Undirleikur á píanó; Illugi Gunnarsson Söngur: Éinar Öm Einarsson 19:00 Fordrykkur að hætti víkinga 20:00 Hátíðarkvöldverður: Hlaöborð að hætti meistarans Eftirréttur á köldum nótum Kaffi og konfekt Vegna sérstaklega hagstæðra samninga er verð á fordrykk og hátíðarkvóldverði aðeins 900.- krónur fyrir Heimdellinga en 1.400.- fyrir aðra gesti. Verði a öðmm veitingum verður einnig mjög stillt í hóf. Tekið er a móti miðapöntunum í síma 68 29 00 á skrifstofutíma og frá kl. 12:00 til 17:00 á laugardag 22:30 Fagnaður í kjallara Valhallar Áðgangur ókeypis 18 ára aldurstakmark Verið velkomin i-s Ji ÞU LEST PRESSUNA MEB MURG- UNMATNUM • Áskrifendurfá blaðið í bítið á fimmtudags- morgni, ná að lesaþað áður en þeirfara í vinn- una og eru manna best inni í málum í morg- unkaffínu. Viltu gera góð kaup? Hefur þú skoðað afsláttarstandinn í Pelsinum? /0 afsláttur DÆMI UM ÞESSA VIKU: Minkapelskápur og jakkar, pelsfóðurkápur og jakkar, kasmírkápur, ullarkápur, leðurkápur og jakkar. Greiðslu- allra hæfi Fallegur fatnaöur fra PEISINN Kirkjuhvoh • simi 20160

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.