Pressan - 11.03.1993, Side 6

Pressan - 11.03.1993, Side 6
6 PRESSAN FR ETT I R Fimmtudagurinn 11. mars 1993 MENN Jón EllertTryggvason, sölumaður hjá íslensku sælgæti KÆRDUR FYRIR AD STELA NAMMIFYRIR 3 MILLJÓNIR Kæra hefur borist Rannsókn- arlögreglu ríkisins á hendur Jóni Ellert Tryggvasyni, 26- ára sölumanni. Hann hefur um rúmlega eins árs skeið starfað sem sölumaður hjá fyrirtækinu Islensku sælgæti hf. Stjórnarfor- maður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Lúðvík Th. Hall- dórsson, staðfesti tilvist kær- unnar en neitaði að öðru leyti að tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum blaðamanns er hér um að ræða meintan fjárdrátt og umboðs- svik upp á um þrjár milljónir króna. Þetta mun hafa gerst með þeim hætti að Jón Ellert hélt eftir umboðs- og sölufé og lagði inn á reikninga óháða fyr- irtækinu. Honum hefur verið vikið ffá störfúm þar. Það er ekkert nýtt að Jóns Ell- erts sé getið í svipuðum málum, en hann hefur margoft verið bendlaður við vafasöm viðskipti enda ferill hans einstaklega skrautlegur. Eins og áður hefur komið ffam í PRESSUNNI hef- ur um langt skeið verið í gangi rannsókn vegna viðskipta hans með fyrirtækin Flöguberg hf„ T.K. Vilhjálmsson og Sv. Jóns- son. Það voru sérstaklega við- skiptin með Flöguberg sem get- ið var í kærum vegna málsins, en fyrirtækið var notað til að stofna til gífurlegra skuldbind- inga áður en það var gert upp eignalaust. Öll þessi þrjú fyrir- tæki urðu gjaldþrota á innan við ári og voru kröfur í þau um 30 milljónir króna. Þau voru að sjálfsögðu eignalaus, enda höfðu þau nánast engan rekstur með höndum annan en skulda- bréfaútgáfu. Ekki bólar enn á niðurstöðum þeirra rannsókna. Þá hefur Jón Ellert blandast inn í fjölmörg önnur mál. Á tímabili stundaði hann viðskipti með skuldabréf útgefin af eignalausu fyrirtæki, Rolf hf. Sömuleiðis blandaðist hann inn í samskonar viðskipti með bréf út á Grensásveg 14 hf. og Naustaborg hf. Þá hefur Jón Ell- ert stundað allskyns viðskipti með söluturna og matsölur. Ekki náðist í Jón Ellert, en þess má geta að áður hefur hann samþykkt að veita blaðinu viðtal til að útlista sína hlið á málum en síðan ekki mætt. Sigurður Már Jónsson Jón Ellert hefur komið við sögu í fjölmörgum málum sem PRESSAN hefurfjallað um. Til dæmis viðskiptum með fyrirtækin Flöguberg, T.K. Vilhjálmsson og Sv.Jónsson. Þessi fyrirtæki voru notuð til að stofna til gífurlegra skuld- bindinga. Werner Rasmusson apótekari Vill bœturfyrir missi lénsins Fyrir aðeins noldcrum árum var ég búinn að gleyma að apó- tekararværutil. Þegar ég var barn keypti ég af þeim lakkrís af því mamma stóð í þeirri trú að hann væri hollari en lakkrísinn í sjoppun- um. Það var skiljanleg afstaða út frá lögmálinu að allt sem er hollt er vont á bragðið. En ég lét mig hafa að borða lakkrís apótekar- anna — líkast til fremur út á nafnið en bragðið. Svona voru apótekarar séðir strax í barn- æsku minni. Þá hafði engum öðrum dottið í hug að gera út á hollustuna. Síðan gleymdi ég apótekur- um. Nema í þau fáu skipti sem ég fékk kvef eða einn frændi minn kom í heimsókn. Við bræðurnir reyndum alltaf að fá hann til að ræða um apótek og apótekara af því hann kallaði þau alltaf apatek. En síðan gerðist það allt í einu að Werner Rasmusson hætti að selja bruggtæki og -lög niðrí Olíuverslunarhúsi og flutti upp í Kringlu. Stuttu síðar fór hann að kaupa fyrirtæki eins og vitlaus væri; íslensk matvæli, Sanitas og guð má vita hvað ekki. Hann keypti meira að segja Islandslax og töldu þá flestir að þessum manni væri allt mögulegt og að auður apó- tekaranna væri óþrjótandi. ís- landslax hafði verið álitið svo vitlaust fyrirtæki að Sambands- mönnum ofbauð meira að segja. Ég man vel eftir Werner á þessum tíma. Hann kom alltaf í viðtal á Stöð 2 eftir að hann hafði keypt fyrirtæki og gaf litlar skýringar um hvað sér gengi til. Og þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að kaupa fleiri fyrirtæki hló hann við og sagði að hann væri líkastil hætt- ur í bili. Síðan kom hann viku seinna í viðtal á Stöð 2 og hafði þá keypt enn eitt fyrirtækið. Ef til vill voru apótekarar ríkir áður en Werner tók við stjórn sjóða þeirra í Pharmaco. Kannski hafði þeim bara ekki dottið í hug að nota þá áður. En eftir þessi vikulegu viðtöl á Stöð 2 hefur mér fundist Werner vera tákn hins hagsýna apótek- „Efríkið vill losa sjúklinga og skattborg- ara undan apótekurunum er eðlilegt að það greiði þeim bœturfyrir. “ ara — manna sem hafa sýnt að veikindi eru ekki bara vondar fféttir. Það þarf því enginn að segja mér annað en Werner standi á bak við kröfu apótekara um einn milljarð í bætur ef eitthvert frelsi verður leyft í lyfjaverslun. Þótt einstaka skýjaglópar og hugljómunarmenn telji að sum- ar hugmyndir séu heilagri en aðrar þá vitum við Werner að allt er falt — líka ffelsið. Þannig var það þegar ríkisstjórn Bandaríkjanna bauð þrælaeig- endunum bætur fyrir hvern þræl sem þeir veittu frelsi. Þegar menn lögðu á það kalt mat sáu þeir að afnám þrælahalds sner- ist ekki um hugsjónir heldur skerðingu tekjumöguleika. Og þannig er það líka með frelsi í lyfjaverslun. Ef ríkið vill losa sjúklinga og skattborgara und- an apótekurunum er eðlilegt að það greiði þeim bætur fyrir. Það er ekkert ókeypis og síst af öllu frelsið. Og hagsýnir menn vita að því hærra verð sem menn greiða það því betur njóta þeir þess. Þannig var það með hollust- una í lakkrísnum forðum. Ég man ekki betur en vondi lakkr- ísinn í apótekunum væri þrisvar sinnum dýrari en sá góði í sjoppunum. Ég skildi það ekki þá en ég skil það nú að ástæðan var sú að apótekin höfðu einka- rétt á hollustu en sjoppurnar alls ekki. As JÓN ELLERT ÍRYGGVASON: Enn ein kæran tilRLR. HVURN FJANDANN KEMUR RIKINU VIÐ HVAÐ VIÐ NEFNUM BORNIN OKKAR? „Ekki okkar að ákveða hvaða nöfn eru falleg“ m 210743-4809 NAFN: GUÐRÚN KVARAN STAÐA: FORMAÐUR MANNANAFNANEFNDAR ALDUR: 49ÁRA Cuðrún Kvaran erformaður nefndarinnarsem ákveður hvað börnin okkarmega heita og hvað ekki. Störfnefndarinn- arhafa verið gagnrýndall- harkalega að undanförnu. „Lögin eru líklega sett fyrst og fremst að erlendri fyrir- mynd. Það eru sams konar lög í náægum löndum, Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki og Bret- landi. Nefndin er ekki ný; deild- arfundir heimspekideildar Há- skólans hafa fjallað um þessi mál síðan 1915, en það þótti orðið þunglamalegt að kalla þá saman." Hvaða rök liggja að því að rtkið sé að skipta sér afþví hvaðfólk nefnir bömin sín? „Það er betra að spyrja lög- gjafann að því, en líklega er fyrst og fremst verið að vernda nafnaforðann og þá er litið á nöfn sem hluta af orðaforðan- um. Hér eru virkar orðanefhdir á öllum mögulegum sviðum og fólk lítur á mannanöfn sem einn hluta orðaforðans, en ekkert sérstakt fyrirbæri.“ Fólk berþó vœntanlega aðrar UNDIR ÖXINNI GUÐRÚN KVARAN SVARAR FYRIR NAFNABANNIÐ ogpersónulegri tilfinningar til nafna sinna en þess hvað við köllum til dæmis tœkni- nýjungar. „Já, það getur verið, en ég held að allur þorri þjóðarinnar - þótt einhverjir séu óánægðir — sé á því að æskilegra sé að börn okkar beri íslensk nöfn, sérstaklega af því að eiginnöfn eru mikilvægari hér en í öðrum löndum." Þeir óánœgðu eru væntan- lega þeirsem hefðu viljað nefna bömin sín annað en ykkur er þóknanlegt. „Já, en mjög oft er um að ræða erlend nöfti eða ættarnöfn sem á að gefa sem millinafn. Lögin heimila það ekki. Nöfhin, sem hefur verið hafnað, eru miklum mun færri en þau, sem hafa verið samþykkt. Það er einkum af því að þau eru erlend eða falla ekki að íslenskri tungu.“ Fólk má heita Úndína, Yrkill ogHeiðlóa, en ekki ágætum íslenskum nöfnum eins ogEr- ling, Dúna ogEsther. „Ester er heimilt nafn, en ekki með h-i, enda er það er- lendur ritháttur. Esterarbók hefur til dæmis verið skrifuð þannig síðan Biblían var þýdd á íslensku 1674.“ Þó má rita th í öðmm nöfh- um. „Það er fyrst og ffemst í nöfh- um eins og Theódór og The- ódóra vegna þess að þau hafa frá upphafi verið rituð á þann veg og engan annan. Hins vegar er ritháttur með h-i í Esther, Martha og Ruth tiltölulega nýr og sóttur í erlendan rithátt. Fólk segir það hreinlega að því þyki fallegra að rita Ruth eða Sarah.“ Og efþví þykir þaðfallegra, afhverju að banna þvíþað? „Það skaltu ekki spyrja mig um, heldur löggjafann. Okkar verk er að fara að lögum og rit- háttur með h-i í endann er ekki íslenskur.11 En Erling og Dúna? „Erling er endingarlaust nafn og heimspekideild fjallaði um þau fyrir þrjátíu árum. Nöfn með engri beygingarendingu falla ekki að íslensku. I greinar- gerð með lagafrumvarpinu er Qallað um gælunöfn og Dúna fellur undir það.“ En þó má heita Sirrý og Konný. „Nöfn með ý eru orðin það algeng að okkur þótti ekki fært að hafna þeim og þegar þessi ritháttur hefur einu sinni verið leyfður erfitt vegna jafnræðis- sjónarmiða að sporna gegn honum.“ Hefur verið einhver sérstakur skaði að því aðfólk hafi heit- ið Cecil eða Thelma ogþaraf- leiðandi ástæða til að koma í vegfyrir að það gerist aftur? „Um það má eflaust deila á meðan fólk býr í þessu landi, en lögin kveða á um að nafh skuli vera íslenskt og falla að íslensku málkerfi. Okkur ber að fara eftir lagabókstafnum og við höfum reynt eins og mögulega er hægt að láta ekki persónulegar skoð- anir á nöfhum hafa áhrif á störf okkar. Þar með er ekki sagt að einstökum nefndarmönnum finnist öll samþykkt nöfn ákaf- lega falleg. Það er ekki okkar að ákveða það, heldur að fylgja fyr- irmælum laganna.“

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.