Pressan - 11.03.1993, Síða 11

Pressan - 11.03.1993, Síða 11
F R E TT I R Fimmtudagurinn 11. mars 1993 PRESSAN 1 1 Útboð Landsbráfa á hlutabréfum í Samskipum hefurfært mönnum heim sanninn um hve ónákvæm slík útboð em AFKOMAN OFMETIN UM HÁLFAN MILLJARD / sölulýsingu Lands- bréfa á hlutafé í Sam- skipum var því ekki leynt aðfyrirtœkið kom hvergi nálœgt áœtlunum um rekstur þess og afkomu. Svo virðist sem næstum hver sem er geti sett fyrirtæki sitt á hlutafjármarkaðinn, sett fram fagrar rekstraráætlanir og látið verðbréfafyrirtækin um að selja bréfin. Þegar í ljós kemur að af- koman er mun verri en áætlanir sögðu til um standa nýbakaðir hluthafar varnarlausir með verðminni eða jafnvel óseljanleg bréf. Skeikar hálfum millj- arði í áætlunum Samskipa Þrátt fyrir að íslenskur hluta- bréfamarkaður sé ekki nema þriggja ára eru til nokkur gróf dæmi um að rekstraráætlanir fyrirtækja, sem hafðar eru til hliðsjónar í hlutafjárútboðum, hafi verið langt ff á því að stand- ast. Stærsta dæmið er líklega hlutafjárútboð Samskipa sem fram fór að mestum hluta í maí á síðsta ári. Tilvonandi hluta- bréfakaupendur fengu þá í hendurnar rekstraráætlun fyrir árið 1992, sem síðar reyndist úr öllum tengslum við raunveru- leikann. 1 henni gerði stjórn Samskipa ráð fyrir 125,5 millj- óna króna hagnaði á árinu, en nú er að koma í ljós að gífurlegt tap varð á rekstri félagsins og hefur heyrst að það nemi 400 milljónum króna. Munurinn á afkomunni sem áætluð var í sölulýsingu Landsbréfa hf., verðþréfafyrirtækisins sem sá um hlutabréfasöluna, og raun- veruleikanum er því hvorki meira né minna en hálfur millj- arður króna. Þetta er ótrúlega há tala þegar tekið er tillit til þess að fimm SVERRIR HERMANNSSON Hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að Landsbank- inn hafi keyptSamskip á yfirverði. mánuðir voru liðnir af árinu þegar hlutafjárútboðið fór fram. Samkvæmt sex mánaða upp- gjöri, sem gert var í september, kom í ljós að Samskip voru rek- in með rúmlega 130 milljóna króna tapi, en fyrrihluti árs er jafnan erfiðari hjá skipafélögum en sá síðari, þar sem þá er minna af vörum flutt inn til landsins. Þrátt fyrir það fór allt á verri veg í rekstrinum á síðari hluta ársins og því má segja að um það leyti sem nýju hluthaf- arnir, sem voru aðallega lífeyris- sjóðir, fengu bréfin sín í hendur hafi tapið verið orðið tvöfalt. PRESSAN hafði samband við Ólaf Ólafsson, forstjóra Samskipa, og innti hann eftir þeim mikla mismun sem varð á áætlunum og rekstrarniður- stöðu. „Áætlanir fyrirtækisins miða við þær upplýsingar sem tiltækar eru á hverjum tíma. Ég hef aðeins starfað í einn mánuð í fyrirtækinu, en ég veit að sölu- lýsingin var gerð í upphafi árs- ins og fyrstu tveir mánuðirnir voru í samræmi við áætlanirn- ar.“ Landsbankinn kaup- ir bréf í Samskipum á mun lægra gengi Hið mikla tap Samskipa gerir að verkum að gengi bréfanna hefur fallið og þeir sem keyptu hlut í fyrirtækinu sitja nú uppi með verðminni eign. Þetta sést meðal annars á því að Lands- bankinn keypti hlut Sambands- ins í skipafélaginu nokkru síðar á genginu 0,9, en áður var gengi hlutabréfa í Samskipum 1,12. Þess má geta að Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Lands- banka, hefur látið að því liggja í fjölmiðlum að bankinn hafi greitt of hátt verð fyrir bréfm. Þó ber að taka fram að kaup- verð Landsbankans var hluti af miklu stærra dæmi, það er að segja endalokum sjálfs Sam- bandsins. Ýmsar skýringar eru á þess- um mikla hallarekstri Sam- skipa. Innan fyrirtækisins benda menn á mikinn samdrátt í innflutningi, sérstaklega í áætl- unarsiglingum, auk þess sem hart og kostnaðarsamt verðstríð hafi geisað milli þeirra og Eim- skips. Þá geta þeir þess að erfið- leikar Samskipa einskorðist ekki við félagið heldur séu í greininni. Til að mynda hafa áætlanir Eimskips ekki heldur staðist, en forsvarsmenn þess gerðu ráð fyrir hundraða millj- óna króna hagnaði. Raunin varð hins vegar tap á starfsem- inni upp á 214 milljónir króna fyrir utan skatta. Árið áður hafði verið hagnaður upp á 576 milljónir fýrir skatt. Mál Samskipa ekk- ert einsdæmi Nýjasta dæmið þar sem áætl- anir fara ekki saman við raun- veruleikann er hlutafjárútboð Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, sem Kaupþing hf. hafði veg og vanda af. Útboðið fór fram í desember síðastliðnum og í gögnunum, sem tilvonandi hluthafar fengu í hendurnar, gerði stjórn KEA ráð fyrir að hagnaður ársins 1992 yrði um 60 milljónir króna. Nú hefur hins vegar komið fram að hagn- aðurinn af rekstri félagsins varð einungis 10 milljónir króna. Stjórn KEA hélt sem sé að það yrði 60 milljóna hagnaður yfir árið þegar ellefu mánuðir voru liðnir af því (hafði líklega fulla yfirsýn yfir tíu fyrstu mánuð- ina), en síðan kemur í ljós að hann er 50 milljónum króna minni! Þá má einnig nefna hlutafjár- útboð Ármannsfells, sem fram fór í ágúst árið 1990. f því út- boði, sem Verðbréfamarkaður íslandsbanka, VÍB, sá um, var gert ráð fyrir að allar íbúðir í húseigninni Ásholti.'sem félagið byggði í eigin reikning, seldust á örfáum mánuðum, eða eins og það var orðað í útboðslýsing- unni: „Félagið gerir ráð fyrir að selja þær íbúðir sem enn eru óseldar á næstu mánuðum." Þeir sem voru kunnugir fast- eignamarkaðinum á þessum tíma gerðu sér hins vegar grein fyrir að erfitt gæti reynst að selja þær á svo skömmum tíma, enda mikið til af lausu húsnæði og óvissa rfkti um húsbréfakerf- ið. Nú, þremur árum síðar, eru þrjú raðhús þar óseld og hafa þau staðið tóm með viðeigandi kostnaðarauka fyrir Ármanns- fell, en afar erfiðlega gengur að selja íbúðir í húsinu. Þess má geta að Reykjavíkurborg keypti þar nokkrar íbúðir til að létta undir með fyrirtækinu. Fleiri svipuð dæmi mætti nefna um hlutafjárútboð þar sem áætlanir hafa ekki staðist og jafhvel verið útséð um að gætu á nokkurn hátt staðist. Geta fyrirtæki sér- hannað áætlanir sem ganga vel í til- vonandinlutabréfa- kaupendur? Spyrja má hvort neytandinn, það er að segja hlutafjárkaup- andinn, hafi einhverja vörn gegn vinnubrögðum sem þess- um. Hver ber ábyrgðina á því að tölurnar sem gefnar eru upp í sölulýsingum standist? Verð- bréfafyrirtækin taka það fram í sölulýsingum sínum að allar áætlanir urn rekstur og afkomu séu á ábyrgð stjórna viðkom- andi fyrirtækja og einn forsvars- maður verðbréfafyrirtækis, sem ekki vildi láta nafns getið, gat þess í samtali við PRESSUNA að hann sæi ekki hvernig starfs- menn hans gætu fett fingur út í rekstraráætlanir manna, sem ef til vill hefðu starfað í viðkom- andi starfsgreinum svo áratug-' um skipti. Af þessu er ljóst að þetta er ekki á ábyrgð verð- bréfafyrirtækjanna og því spyrja menn sig hvort stjórnir fyrir- tækja, sem hyggjast bjóða út hlutafé, geti sérhannað áætlanir sem ganga vel í tilvonandi hlutabréfakaupendur og eru jafnvel ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Vantar eftirlitsstofn- un eins og í Banda- ríkjunum Hérlend verðbréfafyrirtæki eru næstum varnarlaus þegar rekstraráætíanir fyrirtækja eru annars vegar. Hér á landi tekur lögfræðideild Seðlabankans að sér að athuga hlutafjárútboð, en fulltrúar hennar ganga aðeins úr skugga um að þau atriði, sem lög kveða á um að þurfi að nefna í hlutafjárútboðum, séu til staðar. Hins vegar taka þeir útboðin ekki fyrir efnislega. f Bandaríkjunum er sérstök verð- bréfa- og kauphallarnefnd, Security and Exchange Comm- ission, SEC, sem starfar á veg- um stjórnvalda. Hún fer efnis- lega yfir öll hlutafjárútboð og ef eitthvað er við þau að athuga er þeim athugunum komið á ffamfæri við fyrirtækin áður en útboðin koma fyrir sjónir al- mennings. Aðilar kunnugir hin- um unga og ómótaða hluta- bréfamarkaði hér á landi telja að það væri mjög af hinu góða ef slíkt fyrirkomulag væri tekið upp hér, enda sanna dæmin að forsvarsmenn fyrirtækja geta leikið á verðbréfafýrirtækin og þar með hlutafjárkaupendur ef þeim sýnist svo. GuðmundurHauksson Kaupþing hf„ sem hann veitir forstöðu, sá um hlutabréfaútboðið í KEA. SlGURÐUR B. STEFÁNSS0N Fyrirtæki hans, VÍB, sá um hlutafjárútboð verktaka- fyrirtækisins Ármannsfells. Gunnar Helgi Hálfdanarson Framkvæmdastjóri Lands- bréfa, sem sáu um hið eftir- minnilega hlutafjárútboð fyrir Samskip. MagnúsGauti Gautason Fyrirtæki hans, KEA, var rekið með 50 milljónum króna minni hagnaði árið 1992 en hann spáði sjálfur í byrjun desembersama ár. m 1 |i% Í f w M % \ M *í m ÁRMANN ÖRN ÁRMANNSS0N Forstjóri Ármannsfells. Fyr- irtækið taldi að íbúðirnar við Ásholt mundu seljast upp á fáeinum mánuðum, efmarka má hlutafjárút- boð fyrirtækisins. ÓmarHl.Jóhannsson Var framkvæmdastjóri Samskipa árið 1992 og tók þáttí áætlanagerðinni. Hann starfar nú að sérverk- efnum hjá félaginu. Jónas Sigurgeirsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.