Pressan - 11.03.1993, Side 14

Pressan - 11.03.1993, Side 14
LITBRIGÐI MANNLIFSINS 14 PRESSAN Fimmtudagurinn 11. mars 1993 Á Bíóbarn- um voru leikarahjón- in Helgi Björnsson SSSól og Vilborg Halldórsdóttir leikkona, Bergþór Pálsson óperusöngv ari, Baltasar Kormákur leik- ari og Ari Matthíasson, einnig leikari, Egill Ólafs- son að vanda og hans fr ú, Tinna Gunnlaugsdóttir, Bjarni Guðmarsson sagn- fræðingur og Kjartan Val- garðsson, formaður Birtingar. Á sýningu hjá nemendaleikhús- 'nu í Lindarbæ á leikritinu Bensínstoðinni voru um helgina meðal annarra Ingunn Ásdísar- dóttir leikstjóri, Hilmar Oddsson kvik myndaleikstjóri, Elva Ósk Ól- afsdóttir leikkona og Sólveig Ingaló Arnarsdóttir leikaraefhi. : Café Romance sóttu um síðustu öm Svavars- son Heilsuhúseigandi og vin- kona hans Nína Helgadóttir mannfræðingur, Erla Frið- geirsdóttir dagskrárgerðar- ... endanlegri vorkomu veðursveiflurnar eru farnar að ganga ansi nærri manni. ... Bláa lóninu áTveimurvinum þá getur maður loks komið fram nakinn á skemmtistað. ... handboltafríum ívinnunni í tilefni heimsmeistarakeppn- innar. Horfi maður ekki á keppnina getur maður að minnsta kosti hvílt sig. ... aðfólk þyrpist í utanlandsferðir í sumar svo maður fái aðeins að anda á fslandi í sumar. „Low profile11. Aka um á gamalli bfldruslu. Klæðast alltaf sömu 1 lörfunum. Veraeinsogmúgur- inn. Berast ekki á. Eiga samt nóg af peningum. Þú getur átt gamla druslu sem lítur illa út en er þó í góðu lagi og fullt af eins galla- buxum og leðuijökkum. En allt verður að líta út „low“ á yfir- borðinu. Þú getur átt skartgripi í hirslum þínum, sportbfl í bfl- skúrnum, sumarhús í útlönd- um, verðbréf, fyrirtæki, verið stjarna en án þess þó að sjáist ut- an á þér á götum úti. Þetta heitir að snobba niður á við. Það er hins vegar hægt að leyfa sér munað í mat og menningu og öðrum lífsnautnum. Það má hins vegar ekki fréttast út á við. Fólk verður að halda prófflnum. Litlar jeppadruslur á stórum I dekkjum, eða öllu heldur eig- endur þeirra. Það er í raun ekk- ert hallærislegra en að sjá þessa hefðbundnu jeppa á ógnarstór- um hjólbörðum; börðum sem eru nærri því eins stórir og sjálf blikkdósin. Eigendurnir eru oft- ar en ekki smánaggar, breiðir um herðarnar, sólbrúnir í hlýra- bol og þröngum gallabuxum með’ann sjálfan hægra eða vinstra megin. Áberandi. Ef sú kenning stenst, að karlar sem hrífast af slíkum tryllitækjum hafi lítið tippi, þá er þetta sem lafir hægra eða vinstra megin niður aðeins gúrka, — í mesta lagi banani. Víkingi, Rúnar Kristinsson, knatt- spymuhetja í KR, og ; hans frú, Ema Mar- ía. Þar voru einnig Aldís Haraldsdóttir fyrirsæta og unnusti hennar, Eyþór Kristján Guðjónsson í Sambíóunum. Enginn úr karla- klúbbnum Hestinum lét sig vanta, en í honum eru meðal annars Gunni í Hanz, Magnús Scheving eróbikkja, Villi, eig- inmaður Unnar Steinsson, Bjössi í World Class og Reynir Kristjánsson, fyrrum eigandi Tangós. „Égstend með Wemerog Rolf. Égvil ekkert helvttisfrelsi — hvorki i sigerettusölu né apótekunum. Það erkomið nógdj þessu frelsi i bili. Nœr vœri að skerði það enn frekar. Hvaða hemja erþað til dœmis að hversem ergeti labb; að inn d Itvaða bar sem er og keypt hvað sem hann langar í. Það erað minnsta kostifrelsi sem ég d orðið erfitt með að hemja. “ kkona, Hrafnhildur Sig- lurðardóttir auglýsinga- íteiknari og eiginmaður ’hennar, Óskar Magnús- ” son lögmaður, Gúa, fyrrverandi og nú- verandi fegurðar- dís, Jón Guð- mundsson fast- eignasali, Hauk- ur og Dódó á Bylgjunni og frúrnar þeirra Ingva Hrafns og Bjarna í Brauðbæ, þær Sigrún og Ragnheiður Sara, auk Gunn- ar Stellu. Furðuverurflugu um Tunglið, þará meðal Richard Scobie ' og glæsiparið Hildur Hafstein og Sigurður Ólafsson, Andri Már Ingólfsson ferðafföm- uður, Lína Rut förðun- arffæðingur, Páll Óskar * Hjálmtýsson útvarps- og söngfrík, Ingibjörg Stef- ánsdóttir j úró visjón - söngkona og Júlíus Kemp Veggfóðrari auk Mána Svavarssonar Gests. Gólflngólfscafé snertu hins vegar þau Guðrún Georgs flugfreyja, Inga Einarsdóttir í Pizzahúsinu og ónefndur elsk- hugi hennar, Guðmundur Hreiðarsson, markvörður í skarfana og svo eru veitingarnar svo fínar,“ segir Balli kokkur, sem hefur verið til sjós í 46 ár, þar af í 25 ár hjá Eimskip. Hann hefur að auki verið hótelstjóri á Búðum og rekið bfla- leiguna Geysi, en starfar nú á vetrum sem stöðvarstjóri fyrir Ferðabæ í Tælandi. Það er einmitt í Tælandi sem Balli fjárfestir í fatnaði sínum. „Ég teikna öll mín föt sjálfur og hef meira að segja teiknað kjóla á vinkonur mín- ar sem ég læt svo sauma fýrir þær úti.“ Hann segist hafa gaman af að ögra ufn-' hverfmu en finnst smáborgarahátturinn heldur mikill hér á landi. „Ef einhver brýtur upp hefðirnar er hann ýmist hæddur eða gert iítið úr honum. Mér finnst allt of margir Islendingar klæðast sorgarklæðnaði, en það skal þó viðurkennt að unga fólkið er orðið ffjálslegra í klæðaburði en áður var.“ BALLIKOKKUR Vakti mikla athygli á að- alfundi Eim- skipafélags Islands á dögunum, — þó segist hann aðeins vera smá- fugl. Guðmundur Magnússon, sem flestir kannast við undir nafninu Balli kokkur, vakti sérstaka athygli á nýafstöðnum aðalfundi Eimskipafélags fslands, — ekki fyrir að vera einn af stóru valdamönnunum heldur fyrir fatnaðinn. Hann var í ljósum silkifötum, röndóttum akka, doppóttri skyrtu með þverslaufu og í vítum skóm. Alltént allt örðuvísi en alíir hinir, sem hann segir að hafi klæðst sorgar- fötum. „Vera mín á aðalfundinum hafði ngan tilgang og mér er nákvæmlega sama m blaðrið í þessum fuglum. Smáfuglar eins og ég eru bara hafðir til að dingla með. Minnihluti í hlutafélagi er alveg gagnslaus. Ég sæki alltaf aðalfundina til að hitta gömlu Bláa lónið flutt á Tvo vini \/eitingahúsið Tveir vinir ætlar í kvöld og jafnvel næstu fimmtu- dagskvöld að efna til frumlegri athafna en flestar aðrar samskonar búllur á Stór- Reykjavíkursvæð- inu og þótt víðar væri leitað; þeir ætla að að flytja hluta Bláa lónsins í tankbíl til Reykjavíkur og setja í þartilgerðan heitan pott sem þegar er búið að koma upp. „Allir sem vilja eru velkomnir I pottinn, en þetta verður hefðbundinn garðpottur með nuddi, sem verður mið- svæðis á Tveimur vinum í tilefni sumarsins sem í vændum er," segir Kári Waage, eigandi Tveggja vina og annars í fríi. Þeir sem koma fram I tilefni hátíðarinnar eru Egill Ólafsson og Magnús Kjartansson og hljómsveit hans Suðursveitin og islensk módel, auðvitað ísundfatnaði. „Efþetta heppnast vel er líklegt að farið verði með þessa skemmtun um landið."Auk Kára standa að framtakinu Framtíðarferðir og veitingahúsið Bláa lónið. Stórsöngkonan Sif Ragnhild- ardóttir — konan með hrjúfu röddina — hefur ákveðið að koma fram á ný eftir nokkurt hlé og heiðra minningu Mar- lene Dietrich sem lést fyrir ári. Hefst dagskráin á Ömmu Lú um helgina. Fyrir fjórum árum reyndi Sif sama leikinn en gekk ekki sem skyldi. „Ég slasaðist og þess vegna varð ekki meira úr þessu í bili. Ég var að skemmta þegar ég hrundi niður af sviðinu og slasaðist, þetta var stjörnu- hrap,“ segir hún og hlær en hef- ur nú að fullu náð sér. „Ég hafði þá verið að skemmta í Reykja- vík um tíma en átti landsbyggð- ina eftir. Nú stefni ég á að vera með prógramm fram á haust. Ég verð út apríl, jafnvel út maí, á Ömmu Lú en síðan verður farið um landið.“ Þótt langt sé um liðið síðan heyrðist síðast í Sif Ragnhildar- dóttur — hún sló fyrst í gegn með söng sínum í Stuðmanna- myndinni Með allt á hreinu — hefur hún ekki setið auðum höndum. Hún er nýkomin frá Danmörku þar sem hún lærði leikhús- og kvikmyndaförðun og starfar nú við það meðfram söngnum. Á prógramminu hjá Sif eru vinsælustu lög Marlene Dietrich eins og Lili Marlene, Lola, Ich bin von Kopf bis Fuss auf Liebe eingestellt og Johnny. Á dag- skránni eru auk þess fleiri lög sem kunn urðu í flutningi Mar- lene Dietrich. Undirleikarar Sifjar eru ekki af verri endanum; þeir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Jóhann Kristinsson píanó- leikari. Villimenn sumarsins sveipa sig <m ponsjói, eru með gróft hálstau, fjaðurhatt, eruíleðriog marglitum gallabuxum. Villtir karlmenn en vænar meyjar Hippatískan er um þessar mundir að færast nær ind- íánamenningunni. Þeir karl- menn sem vilja vera mest trendí í sumar sveipa sig „ponsjói“, eru f skrautlegum og útvíðum gallabuxum sem eru þó öllu snyrtilegri en áður, ekki eins rifnar og tættar. „Það má segja að tíska sumarsins sé sambland af kúreka- og ind- íánatísku; villimannastíll. Það nýjasta í karlmannatískunni eru gróf hálsmen og lokkur í nefið. Karlmenn sem eru með gott hár eiga að halda því síðu en hinir eiga að hafa það stutt og nota ýmist húfu eða band um hausinn,“ segir Jóhann Traustason, eigandi verslunar- innar Mótors, sem hefúr mest með villtu karlmannatískuna að gera. Leður heldur velli, ekki síst í buxum, jökkum og vestum. Þess má geta að óhætt er að klippa upp í gömlu leðurbux- urnar og bæta inn í skrautleg- um efnisbút til að vfkka þær. Buxur kvennanna eru hins vegar fínni, ekki ólíkar gömlu leggings- buxunum nema bara útvíðar.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.