Pressan - 11.03.1993, Page 22

Pressan - 11.03.1993, Page 22
N Æ R M Y N D 22 PRESSAN Fimmtudagurinn 11. mars 1993 Ríkisvaldið aðstoðar foreldra við skírnarfontinn Mikii guðsbiessun er nú ríkis- »Ef foreldrar þessara barna vaidið. Það færir okkur ör- hefðu notið leiðsagnar yggi og festu í lífið. Án þess Mannanafnanefndar gætu vissi maður ekki hvað væri þau tj| dæmÍS heitið rétt og hvað rangt; hvað leyfilegtog hvað bannað. Tökum dæmi af Manna- nafnanefndinni. Ef hennar nyti ekki við gætu foreldrar sjálfsagt ekki skirt börn sln. Þau yrðu aldrei viss í sinni sök um hvort nafnið sem þau sættust á væri við hæfi eða ekki. Þetta má glögglega sjá á þeim nöfnum sem Aðalsteinn Austar börnum voru gefin fyrir tíð Siqurðsson þessarar nefndar. Þá hét fólk Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son, Þór Eldon, Harald G. Haralds, Ormarr Örlygsson, Vilhjálmur Svan og öðrum ónefnum. Nú hefur Manna- nafnanefnd girt fyrir svona slys. Eins og sjá má af þess- um dæmum er full ástæða til. Við viljum ekki að harm- saga þessara pilta verði end- Þór Elíeser, urtekin. Nöfn fimmmenninganna voru nýverið bönnuð með sérstökum viðauka við mannanafnaskrá nefndar- innar, sem gefin var út fyrir ári eða svo. En Mannanafnanefnd er ekki bara í því að banna. Hún fer w ekki þannig með vald sitt. Hún leyfir líka ákveðin nöfn Hlíðar G. Haralds, og getur þannig leitt villuráf- andi foreldra inn á réttar brautir. Ef foreldrar drengj- anna fimm sem hér eru aðir sem dæmi hefðu leiðsagnar Mannanafna- nefndar gætu þeir til dæmis heitið Aðalsteinn Austar Sigurðsson, Þór Elieser, Hlíðar G. Haralds, Oddþór Örlygsson og Vilhjálmur Styr. Hversu Ijúfari ævi hefði þessum piltum ekki hlotnast með þessi viðurkenndu ^nöfn? Eða konurnar. Til hvers að leggja það á Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur að bera þetta nafn þegar hún má heita Sigríður Drótt Krist- mundsdóttir lögum sam- kvæmt. Eða leikonan Ingrid »» Jónsdóttir. Yrði ferill hennar ekki farsæin efhún fengi að Hversu Ijúfari hefði ævi þeir- heita Emelita Jónsdóttir? ra ekki Orðið?" Sigríður Drótt Kristmundsdóttir. „Ertu að tala við mig?“Hann lítur aftur fyrir sig og horfirsíðan beint á viðmælanda. „Ertu að tala við mig?“ — Svona eru töffarar. Eins og Robert de Niro. OgRagnar Arnalds. Á sínumyngri árum. Þegar þeir eldast róastþeir. De Nirofer aðframleiða bíómyndir ogRagnar að skrifa leikrit. En þegar á þarf að halda snúa þeir tilfyrri iðju. Robertað leika ogÁrnalds að jarða íhaldið. Ogsýna að þeirhafa engugleymt. Leitin að heimsfrægðinni Stjarna Kristjáns Jóhanns- sonar á Islandi hefur aldrei skinið skærar en nú. íslenska þjóðin er stolt af honum og vel- gengni hans á erlendri grundu, sem vonlegt er. Því er það ekki að ástæðulausu sem landsmenn hafa undanfarið fjölmennt vest- ur um haf til að hlýða á Kristján syngja í óperu Verdis, II Trova- tore, við óperuhúsið virta Metropolitan í New York. ís- lenskir fjölmiðlar hafa aldrei sýnt Kristjáni meiri áhuga en nú. Þó hefur enginn gert hon- um eins ítarleg skil og Stöð 2 og samt er ekki allt búið enn, því fréttamenn stöðvarinnar hafa elt Kristján heimshorna á milli og safnað í sarpinn fýrir heljar- mikinn sjónvarpsþátt um söngvarann. Engum blandast hugur um að Kristján Jóhannsson er sann- kölluð hetja í augum íslensku þjóðarinnar og hafa landsmenn því skiljanlega verið sólgnir í fréttir af velgengni hans á er- lendri grundu. Hér verður frá- leitt dregið í efa að Kristján sé annað en vel að lofinu kominn. í hugum margra hefur sú spurning þó orðið æ áleitnari hvaða augum erlendar þjóðir líta tenórsöngvarann Kristján Jóhannsson. Til að komast til botns í mál- inu hafði PRESSAN samband við ritstjóra og aðalgagnrýnend- ur nokkurra af stærstu og þekktustu óperutímaritum heims, auk virtra dagblaða, og spurðist fýrir um Kristján Jó- hannsson. Leitin að „heims- frægð“ hans hófst að sjálfsögðu á Ítalíu. Þvfnæst var hringt til tímarita og dagblaða í Austur- ríki, Þýskalandi, Sviss, Bretlandi og loks í Bandaríkjunum, þar sem leit PRESSUNNAR lauk. Niðurstaðan sem fékkst í málinu kemur líkast til mörg- um á óvart. Aðeins á fimm blöðum af þeim þrettán sem haft var samband við þekktu ritstjórar og gagnrýnendur til Kristjáns Jóhannssonar eða höfðu birt um hann einhverja ritdóma. Á öllum hinum blöð- unum var það hins vegar raun- in, að ekkert hafði verið skrifað um Kristján og enginn kannað- ist við að hafa heyrt hans getið. Ítalía Leit PRESSUNNAR hófst á tímaritinu L’Opera, sem er eitt þekktasta ítalska menningar- blaðið, gefið út í Mílanó. Sa- bino Lenoci, ritstjóri blaðsins, sagði í samtali við PRESSUNA að síðustu misseri hefði Kristján verið að skapa sér nafh á Ítalíu eftir að hann fór að taka þátt í uppfærslum á Verdi-óperum. Lenoci vildi ekki hafa mörg orð um frammistöðu Kristjáns. Hann sagði þó „að rödd hans hefði að vísu ágætan hljómblæ, en hans vandamál væri að hann yembdist of mikið við sönginn. Hann skilaði ágætlega sínu. Þó væri alls ekki hægt að segja að söngstíll hans væri ítalskur", það er að segja, „eins og heima- menn ættu að venjasf‘. Itrekað var reynt að ná sam- bandi við ritstjóra eða gagnrýn- endur annarra ítalskra tímarita eða dagblaða, svo sem Opera og La Republica, en án árangurs. Austurríki Merker Verein er austurrískt óperutímarit, gefið út í Vínar- borg. Sieglinde Ttabigan, rit- stjóri tímaritsins og gagnrýn- andi, sagði í samtali við PRESS- UNA að sjálf hefði hún aldrei heyrt Kristján syngja og hún væri ekki viss um hvort nokk- urn tímann hefði verið skrifað um hann í blaðinu. Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós, að gagnrýni hafði birst í Merker Verein um uppfærslu óperunn- ar Tosca í Vínarborg 9. janúar síðastliðinn, þar sem Kristján Jóhannsson kom meðal annars fram. Eftirfarandi ritdómur birtist um Kristján: „Það var ánægjuefni að hlýða á Kristján Jóhannsson í fyrsta sinn. Hann söng prýðilega og raddbeitingin var sannfærandi. Rödd hans var að vísu nokkuð hljómlítil þegar kom að veiku tónunum og í þriðja þætti gerðu þreytumerki vart við sig. Bæði söngur og leikur einkenndust af Ásrún Davíðsdóttir SKÓLASTJÓRI SÖNGSKÓLANS „Kristján er búinn aö ná mjög langt. Það varhins vegargóðurpunkturhjá PRESSUNNI að benda á að Kristján kæmistekki með tærnarþarsem Plac- ido Domingohefurhælanaþótthann væriáskíðumlÞað erþó ástæðulaust að bera Kristján saman við Hfandi goð- sagnireins og Pavarotti og Domingo. Kristján er ekki einn afþeim alstærstu í heimi. Hann erengu að síðurkominn á toppinn, þóttþarséu fleiri en hann, enda er Kristján mjög duglegur og fylginnsér. Egdáistaðdugnaðihans, þvíþetta hefur örugglega ekki alltaf veriðdansárósum. Helsti gallinn við Kristján er hins vegar sáað hann gerir ofHtið úr öðru is- lensku söngfólki. Mérhefuralltafþótt það sárt. Einmittþegarmenn hafa náðsvonalangt eiga þeir ekki aðhefja sig upp á kostnað annarra. Hann ætti fremurað bera hróður íslands útá við. Við erum jú bara250þúsundmanna þjóð. Að auki finnst mérþau ummæli hans að á íslandi sé eingöngu hægt að færa upp vasaútgáfu afVerdi ómak- leg. Ég villeyfaméraðmótmælaþví. Bæði Þjóðleikhúsið og íslenska óperan hafasettupp óperusýningarmeð bravúr. Það væri litið um að vera í ís- lensku óperulifi efekki væru einhveijir sem vildu starfa að söngmálum á ís- landi. Það heimsfræga listafólk semhefur unnið með okkur á íslandi er venju fremurlitillátt. Góðirlistamenn eru yfirleittlítillátir." Álit breskra gagnrýnenda Aföllum þeim erlendu óperutimaritum sem PRESSAN hafði samband við höfðu aðeins fimm ein- hvern tímann birtgagn- rýni um Kristján Jóhanns- son. Eina blaðið sem fjall- að hafði að einhverju marki um frammistöðu Kristjáns í óperuheiminum var hið þekkta breska tímarit Opera, sem kemur út mánaðarlega í Lundún- um. Hér verður gripið nið- ur í nokkra ritdóma um Kristján, sem birsthafa i Opera undanfarin ár, eftir ýmsa gagnrýnendur blaðsins. MADAME BUTTERFLY Montreal, Kanada.janúar 1989 „Rödd Kristjáns Jó- hannssonar var lif- andi og hljómurinn góður. Þó bar meira á ákafa en dýpt í túlkun hans á hlut- verki Pinkertons. Það var ekkertfágað eða stílhreint við sviðsframkomu hans, sem hefði þó hœft hlutverkinu mun betur. “ MANON LESCAUT Milwaukee, Bandaríkjunum, ágúst 1989 „Kristján Jóhanns- son söngDes Grieux með sláandi flötum og einlitum tóni og afákaflega litlu ncemi, sem þó var fagnað afsumum semfrábcerri frammistöðu. “ Sigtirður Bjömsson SÖNGVARI „Eg vilóska Kristjáni tilhamingju með árangurinn. Það hefur enginn íslensk- ursöngvari náðjafnlangtog hann. Hinsvegarerhann ekki eins heims- frægurogaferlátið. I fjölmiðlum erKristján kallaðurstór- sóngvari, sem er að mínum dómi ekki réttnefni, því hann syngur eingöngu ítalskaróperur. Hvað með franskar óperur, þýskar eða rússneskar? Hvað með óratóríurog Ijóðasöng?! mínum huga eru stórsöngvararþeirsem syngja fleira en ítalskaróperur. Og ég hefaldrei heyrt orðið stórsöngvari er- lendis. Ég þekkti Fritz Wunderlich ágætlegaþegarhann vará toppnum. Wunderlichvarmjöggóðursöngvari og söng alltfrá ítölskum arium yfirí Ijóðasöng. Hann varhins vegaraldrei nefndurstórsöngvari eða„grosste- nor", þráttfyrirað hann væriheims- nafn. Kristján hefur mjög stóra rödd oger mjög duglegurog góðursöngvari. En maðursem orðinn er45 árakemst raddlega ekki lengra. Hann getur hins vegar haldið áfram að þroskastsem Hstamaður. Fjölmiðlar á íslandi hafa dekrað við Kristján,einkumþóStöð2. Titsaman- burðardetturmértil hugar HelgiTóm- asson ballettmeistari, sem varmjög þekkturí San Francisco og víðar. Aldrei varneittdekrað viðhannþráttfyrirað hann væri mjög þekkt nafn.Menneru sjálfirmisjafnlega duglegir að ná til fjölmiðla en tenórar eru fáir ogþví er mikið við þá dekrað,—enda verða þeirfrægari en aðriróperusöngvarar." öryggi og smekkvísi. Enn sem komið er vantar þó allnokkuð upp á að hann hafi náð tökum á hinu fágaða og stílhreina." Austurríska dagblaðið Die Presse leggur mikla áherslu á menningarlega umfjöllun og fýlgist grannt með helstu við- burðum í menningarheimin- um, jafht innan Austurríkis sem utan. Dr. Hanz Haider, rit- stjóri menningarauka blaðsins, kvaðst aðspurður ekki kannast við Kristján Jóhannsson og eftir því sem hann kæmist næst hefðu aldrei birst ritdómar um hann í blaðinu. Kristján væri einfaldlega ekki á listanum yfir þá söngvara sem blaðið fýlgdist með. Þýskaland Hanz Huber er ritstjóri og aðalgagnrýnandi þýska tíma- ritsins Oper und Konzert sem gefið er út í Munchen. í samtali við PRESSUNA kvaðst hann sjálfur ekki hafa heyrt Kristján syngja, en tímaritið hefði þó síðasta sumar birt ritdóm um frammistöðu Kristjáns í upp- færslu óperunnar Aida í Verona í ágúst á síðasta ári. Gagnrýnin sú er feiknajákvæð og Kristjáni líkt við sjálfan Pavarotti: „Krist- ján var uppgötvun kvöldsins. Hljómblærinn í rödd hans líkist rödd Pavarottis, nema hvað áferðin á rödd Kristjáns er feg- urri. Hann söng af göfga og tókst að heilla áheyrendur, enda þótt hans sýndi ekki mikil leik- ræn tilþrif.“ Sviss Opernwelter alþjóðlegt tíma- rit um óperutónlist sem kemur út mánaðarlega í Zurich í Sviss. Imre Fabian, ritstjóri og aðal- gagnrýnandi blaðsins, sagði í samtali við PRESSUNA að full- víst væri að aldrei hefði verið skrifað um tenórsöngvarann Kristján Jóhannsson í blaðinu og sjálfur kannaðist hann ekki við nafhið. Hann kom af fjöllum þegar honum var sagt að Krist- ján syngi um þessar mundir við Metropolitan-óperuna í New York. Bretland Leit PRESSUNNAR var haldið áfram á Bretlandi. Þær DON CARLOS Cincinnati, Bandaríkjunum, október 1989 „Mótsöngvari henn- ar (Eve Zseller), Kristján Jóhannsson, söngprýðilega, en þrumandi rödd hans hcefir mun betur hetjuhlutverkinu en þeim sem hann hefur farið með hingað til.“ UN BALLO IN MASCHERA Milwaukee, Bandaríkjunum,júlí 1990 „Kristján Jóhanns- son söng hlutverk Riccardos afmiklum krafti, en þó með ákaflega lítilli stíl- rcenni ögun og beitti fyrir sig leiktcekni byrjandans. “

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.