Pressan - 11.03.1993, Page 23

Pressan - 11.03.1993, Page 23
NÆRMYND Fimmtudagurinn 11. mars 1993 PRCSSAN 231 Engum blöðum er um það að fletta að íslenska þjóðin er rígmontin af Kristjáni Jóhannssyni, enda fáir lands- menn sem náð hafa jafnlangt á sínu sviði. En hvaða augum líta erlendar þjóðir söngvarann ofan afíslandi og hvar er hann staddur á framabrautinni? Eftir langa leit komst PRESSAN að því að á nokkrum helstu óperu- og menningarblöðum heims er íslendingurinn Jóhannsson óþekkt nafn. upplýsingar fengust hjá stór- blaðinu The Sunday Times að aldrei hefði verið skrifað um Kristján Jóhannsson í blaðinu, hvorki fjallað um feril hans á óperusviðinu né birt gagnrýni um söng hans. David Mills, ritstjóri menningarblaðs The Sunday Times, kvaðst í samtali við PRESSUNA kannast við nafnið Kristján Jóhannsson, — einn starfsmanna menningar- blaðsins. Hann hefði þó aldrei heyrt íslendinginn syngja og gæti því ekki tjáð sig um hæfi- leika hans. Mills var inntur eftir skýringu á því að dagblaðið hefði ekki séð ástæðu til að fylgjast með ferli Kristjáns Jó- hannssonar. Hafði hann ekki önnur svör en þau „að óhugs- andi væri að blaðið gæti fylgst með öllum uppákomum í óperuheiminum“. Tímaritið Opera Now kemur út mánaðarlega á Bretlandi og Gunnar Þorsteinsson [ KROSSINUM OG METROPOLITANFARI „Ég gafeiginkonu minni, Ingibjörgu Guðnadóttur, það íjólagjöfað sjá Kristján Jóhannsson á fjöium Metro- politanóperunnar. Égheffylgstmeð Kristjáni eins og aðrirlandarmínirog haftmjöggaman af. Sjálfurerégunn- andi allrartónlistarnema djasstónlist- ar, sem erhóruhúsatónlistímínum augum. Skoðun mín eftirutanförinaersúað Kristján eigitöluvertíland tilaðná toppnum. Hann á tvimælalaustmeira til en hann sýndi í Metropolitanóper- unni;þótthann væristerkursýndi hann ekki sittalbesta. I upphafi fann maðurað hljómsveitin yfirgnæfði hann, en siðan náðihann að hrista þaðafsérog sýna afskapiega sterk til- þrif. Ég vænti hins vegarstærri hluta afhonum i framtíðinni því Kristján hefurallttilað bera;öfíugaskaphöfn, sem erundirstaðan, getu, þjálfun og menntun. Ég hefmikið dálæti á Kristjáni og hef haftí mörg ár. Mérfínnst framkoma hans skemmtileg og hressileg og það álitsem hann hefurásjálfum sérer bara sanni nær, þó að sumum ofbjóði. Við hjónin erum ánægð með Kristján einsoghanner." fjallar um merka óperuviðburði beggja vegna Atlantsála. Gra- ham Kay, ritstjóri tímaritsins, fullyrti í samtali við PRESS- UNA að ekki hefði verið skrifað um Kristján Jóhannsson í Op- era Now og vísaði til þess „að aðeins væri unnt að sinna völd- um viðburðum í óperuheimin- um“. Sömu svör var að fá hjá Elizabeth Jobey, óperugagn- rýnanda hjá breska blaðinu The Independent on Sunday. Hið virta breska óperutímarit Opera, sem gefið er út mánað- arlega í Lundúnum, var eina blaðið sem samband var haft við sem fjallað hefur í einhverj- um mæli um frammistöðu Kristjáns Jóhannssonar. John Allison, aðstoðarritstjóri og gagnrýnandi Opera, sagði í samtali við PRESSUNA að sjálfur hefði hann aldrei heyrt til Kristjáns. Hinir ýmsu gagnrýn- endur blaðsins hefðu þó hlýtt á hann bæði í Bandaríkjunum og á Ítalíu og birt um hann stutta ritdóma. Gripið er niður í nokkra þeirra hér á opnunni. Bandaríkin William Wells, ritstjóri og gagnrýnandi bandaríska tíma- ritsins Opera Digest, sem gefið er út í New York, staðfesti í samtali við PRESSUNA að hann hefði hlýtt á Kristján Jó- hannsson syngja í 11 Trovatore í Metropolitan-óperunni í New York í síðasta mánuði og hefði það verið í fyrsta sinn sem hann heyrði til hans. Wells sagði að gagnrýni sín um sýninguna og frammistöðu Kristjáns mundi birtast í næsta hefti Opera Di- gest, sem kæmi út eftir mánuð. Hann vildi ekki hafa mörg orð um ritdóm sinn, en sagði þó „að Kristján fengi jákvæða gagnrýni í blaðinu, hann væri góður ten- órsöngvari og hann væri sann- færður um að íslendingurinn mundi syngja aftur í Metropo- litan-óperunni áður en langt um liði“. Vincent Musetto, ritstjóri menningarblaðs bandaríska dagblaðsins New York Post, kom af fjöllum þegar PRESSAN hafði við hann samband. Hann fullyrti að aldrei hefði verið skrifað um Kristján Jóhannsson í blaðinu og sjálfur hefði hann aldrei heyrt hans getið. Mark Stromberg, aðstoðarritstjóri og gagnrýnandi bandaríska tímaritsins Opera Monthly, kannaðist heldur ekki við Krist- ján og sömu sögu er að segja af gagnrýnendum bandaríska tímaritsins Opera News, sem kemur út mánaðarlega í New York. Ferill Kristjáns Jóhannssonar á erlendri grundu er að sönnu glæstur. Eins og könnun PRESSUNNAR hefur leitt í ljós eru ritdómar þeir sem birst hafa um Kristján í erlendum blöðum þó alls ekki tómt lof, og alls ekki í samræmi við það lof sem bor- ið hefiir verið á hann hér heima. Ef farið hefði verið af stað í leit- inni að „heimsfrægð“ Kristjáns með fyrirfram ákveðnar skoð- anir á málinu hefði vel mátt tína hér út eintóma jákvæða rit- dóma um frammistöðu hans. Að sama skapi hefði vel verið hægt að einblína aðeins á þá neikvæðu. Bergljót Friðriksdóttir ásamt Guðrúnu Kristjánsdóttur ILTROVATORE Parma, Ítalíu, desember 1990 „Kristján Jóhanns- son hefur mjöggóða rödd. Hann gœti orðið viðunandi Manrico, efhann gceti lcert að nájafn- vœgi í öndunyfir allt raddsviðið, í stað þess að spara sér all- an styrkfyrir hcestu tónana. “ CAVALLERIA RUSTICANA Napólí, Ítalíu.apríl 1991 Kristján Jó- hannsson var ágcetur íhlutverkisínu ... “ CAVALLERIA RUSTICANA Flórens, ítalíu, júní 1991 „Best aföllu var Turridu, íflutningi Kristjáns Jóhanns- sonar. Hann er ten- órsöngvari gceddur miklum hcefileikum, góðri rödd og óað- finnanlegri tcekni. Það breytir þó engu um það að hann hefði verið mun trú- verðugri efhann vceri minni um sig á breiddina og meiri á hceðina.“ TURANDOT Verona, Ítalíu, 1991 „íslenski tenórsöngv- arinn Kristján Jó- hannsson stóð sig mjög vel og rödd hans er vissulega fal- leg. Hins vegar skorti mikið á að öndun- inni vceri rétt stjórn- að og túlkun hans var á heildina litið of flöt“ IL TROVATORE Genúa, Ítalíu, febrúar 1992 „Rödd Kristjáns Jóhannssonar er mjögsterk. Hann beitti þó ekki fyrir sig réttri tcekni og virtist vera horfinn aftur tilþeirrar söng- tcekni, sem Bergonzi kvaddi á áttunda ára- tugnum. Jóhannsson söng af miklum krafti. Rödd hans erþó bceði grófog málmkennd og aðeins á efstu tónunum er engin ástceða til aðfinnslu. „Ah si, ben mio“ á að syngja mjúklega, en affyrrgreindum ástceðum varð Manrico ekki annað en ruddalegur í hönd- um Jóhannsson. “ TOSCA Róm, Ítalíu,júlí 1992 „Kristján Jóhanns- son debúteraði í Róm. Hann átti í nokkrum erfiðleik- um með að láta hcestu tónana hljóma, túlkun hans var hvergi ncerri nógu áhrifamikil og leið fyrir óná- kvcemni í hendinga- mótun.“

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.