Pressan - 11.03.1993, Page 24
SKALDIN SKOMMUÐ
24 PBESSAN
Fimmtudagurinn 11. mars 1993
FIMMTU DAGU R
11. MARS
Leikhúsin
• Dauöinn og stúlkan.
Frumsýning á verki Chilebú-
ans Ariels Dorfman. Leikstjóri
er Páll Baldvin Baldvinsson.
Leikendur eru Valdimar Örn
Flygenring, Þorsteinn Gunn-
arsson og Guðrún Gísladóttir.
Borgarleikhúsið, litla svið, kl.
20.
• My fair lady. Stefán Bald-
ursson leikstjóri hefurskilið
nauðsyn góðrar útfærslu vel
og kostar miklu til. Úrvalsfólk
er á hverjum pósti undir
styrkri stjórn Stefáns. Þjóð-
ieikhúsið kl. 20.
• Stræti. Þessi sýning er
gott dæmi um það hve stíl-
færður og stór leikur fer vel á
sviði. Þjóðleikhúsið, Smíða-
verkstæði, kl. 20.
Leikhúsin
• Tartuffe. Frumsýning á
hinum fræga gamanleik
Moliéres. Leikstjóri er Þór Tul-
inius. Aðalhlutverkið er í
höndum Þrastar Leós Gunn-
arssonar en meðal annarra
leikenda má nefna Pétur Ein-
arsson, Eddu Fleiðrúnu Back-
man, Stein Ármann Magnús-
son, Helgu Brögu Jónsdóttur
og Guðrúnu Ásmundsdóttur.
Borgarleikhúsið kl. 20.
• Sardasfurstynjan. ★★★
Kjartan Ragnarsson gerir sitt
besta til að setja upp hressa
sýningu, en jafnvel Kjartan
getur lítið gert við söngvara
sem finnst leiklist aðeins vera
uppfyllingarefni. Islenska
óperan kl. 20.
• Stund gaupunnar. I þess-
ari sérstæðu glæpasögu er
fjallað um himnaríki og hel-
víti, sjálfseyðingarhvöt og
guð. Leikstjóri er Bríet Fléð-
insdóttir. Leikendur eru Ing-
var E. Sigurðsson, Guðrún Þ.
Stephensen og Lilja Þóris-
dóttir. Þjóðleikhúsið, litla svið,
kl. 20.30
• My fair lady. Þjóðleikhúsið
kl. 20.
LAUGARDAGU R~|
1 3. MARS
Leikhúsin
• Hafið. Þaðerskemmstfrá
því að segja að áhorfandans
bíða mikil átök og líka húm-
or. Þjóðleikhúsið kl. 20.
• Dýrin í Hálsaskógi. Hlut-
verkaskipan er að því leyti
sérkennileg að Mikki refur
hefði komist tvöfaldur fyrir
inni í Lilla klifurmús. Þjóðleik-
húsiðkl. 14.
• Stræti. Þjóðleikhúsið,
Smiðaverkstæði, kl. 20.
• Ronja ræningjadóttir.
Það er mikill styrkur fyrir sýn-
inguna að svo snjöll leikkona
sem Sigrún Edda Björnsdóttir
skuli geta leikið hina tólf ára
gömlu Ronju án þess að
maður hugsi mikið út í ald-
ursmuninn. Borgarieikhúsið
kl. 14.
Rithöfundar og þjóðfélagsumræðan
Skáld frammi
fyrir dómurum
/síðasta blaði varfjallað um þátttöku rithöfunda í opinberri
umrœðu og sýndist sitt hverjum um hversu nauðsynleg eða
œskileg hún vœri. Hér að neðan eru rifjuð upp dœmi um inn-
legg rithöfunda í umrœðuna ísamfélaginu áfyrri árum, sem
eiga það sameiginlegt að hafa endað inni í réttarsal.
• Blóðbræður. Væri maður
tilneyddur að segja eitthvað
yrði það líklega að fáum
þeirra sem stóðu að þessari
sýningu virðist hafa þótt til-
takanlega vænt um verkefni
sitt. Það var eins og sýningin
væri gerð meira með höfðinu
en hjartanu. Borgarleikhúsið
kl. 20.
• Dauðinn og stúlkan.
Borgarleikhúsið, litla svið,
kl. 20.
• Sardasfurstynjan. ★★★
íslenska óperan kl. 20.
Klassíkin
• Tríó Reykjavíkur heldur
tónleika. Á efnisskrá eru verk
eftir Atla Heimi Sveinsson,
Ludwig van Beethoven og
Felix Mendelssohn. Hafnar-
borg kl. 20.
• Passíusálmadagskrá í
samantekt Heimis Pálssonar í
samvinnu við Ríkisútvarpið.
Lestur, söngur og hljóðfæra-
leikur. Hallgrímskirkja kl. 17.
• Annika Hoydal & Gary
Snider halda söng- og gítar-
tónleika. Norræna húsið kl.
20.30.
• Minningartónleikar um
dr. Pál ísólfsson á 100. ártíð
hans. Flytjendur eru Ingi-
björg Marteinsdóttirsópran,
Þorgeir J. Andrésson tenór
og Lára S. Rafnsdóttir píanó.
Á efnisskrá eru 22 sönglög
og þrjú píanóverk eftir dr.
Pál. Árnes, Gnúpverjahreppikl.
15.
Leikhúsin
• Dansað á haustvöku. ★
Það voru ekki leikararnir sem
brugðust heldur verkið sjálft.
Þjóðleikhúsið kl. 20.
• Dýrin í Hálsaskógi.
Þjóðleikhúsið kl. 14.
• Stund gaupunnar.
Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.
• Ronja ræningjadóttir.
Borgarleikhúsið kl. 14.
• Tartuffe.
Borgarleikhúsið kl. 20.
• Húsvörðurinn. ★★ Það
er margt gott í þessari sýn-
ingu, en hún er of löng og
vantar hraða. Það mætti
skera tuttugu til þrjátíu mín-
útur af henni (með ýmsum
aðgerðum), en fyrst og
fremst ætti að kippa temp-
óinu í lag. Islenska óperan kl.
20.
• Þrusk. Góð auglýsing fyrir
aðstandendur. CaféSólon Is-
landus kl. 20.30.
Það er gnægð af mönnum
sem ljúga opinberlega en eru
ekki sóttir til saka. Svo eru aðrir
sem segja það sem þeim finnst
réttast og sannast og eru dæmd-
ir fyrir meiðyrði. Það kann að
virðast einkennileg árátta að
vilja tukthúsa þá menn sem
segja hug sinn fremur en hina
sem ljúga, en það kann að vera
að löggjafinn nenni ekki að elt-
ast við lygarana, þeir eru jú svo
margir.
Skáld hafa oft verið með
munninn opinn þegar aðrir
þögðu. Nokkur skáld hafa verið
dregin fyrir dómstóla hér á
landi fyrir að segja það sem ekki
mátti segja og dæmd sek um
meiðyrði. En hvað sögðu skáld-
in og um hvem?
ÞÓBERGUR OG HITLER
Fyrst víkur sögunni að Þór-
bergi Þórðarsyni, sem snemma
á fjórða áratugnum tók að sér
að segja það sem segja þurfti
um Hitler. Greinar Þórbergs um
fólskuverk nasista birtust í Al-
þýðublaðinu og vöktu mikla at-
hygli. Á einum stað kallaði Þór-
bergur Hitler ómenntaðan ösk-
urapa og í sömu grein voru
kanslarinn þýski og kumpánar
hans nefndir „heilaleysinginn
Hitler, morfinistinn Goering og
þessi Goebbels, sem á myndum
lítur út eins og glæpamaður".
Þegar Þórbergur birti síðan
fyrsta hluta greinarinnar Kvala-
þorsti nasista, þar sem hann
lýsti mjög nákvæmlega pynt-
ingaraðferðum Gestapó, þá var
þýsku stjórninni nóg boðið.
Þýski konsúllinn á íslandi
krafðist þess að íslenska ríkis-
stjórnin kæmi í veg fyrir að Al-
þýðublaðið birti framhaid
greinarinnar. íslenska ríkis-
stjórnin tók kæruna til greina.
Dómsmálaráðherra fyrirskipaði
rannsókn á málinu og sendi
lögreglustjóra bréf þar sem
fram kom að dómsmálaráðu-
neytið gerði ráð fyrir að lög-
reglustjóri hindraði útkomu Al-
þýðublaðsins með framhalds-
grein Þórbergs. Alþýðublaðið
neitaði hins vegar að hætta við
birtingu greinarinnar og í fram-
haldi af því höfðaði þýska ríkið
mál gegn Þórbergi og Alþýðu-
blaðinu. Sú grein hegningarlaga
sem sögð var hafa verið brotin
hljóðar svo: „... meiði maður
útlendar þjóðir, sem eru í vin-
fengi við konung með orðum,
bendingum eða mynduppdrátt-
um... án þess að tilgreina
heimildarmann sinn, þá varðar
það fangelsi." Nefnd voru sér-
staklega ummæli Þórbergs um
Hitler, en í greininni nefndi
Þórbergur hann „sadistann í
kanslarastólnum þýska“.
í undirrétti var Þórbergur
sýknaður, en málinu var vísað
til Hæstaréttar. Þórbergur íhug-
aði um tíma að veija sig sjálfur
og til er grein sem hann hafði
hugsað sem eins konar varnar-
ræðu í Hæstarétti. Þar er hann
enn sem fyrr ómyrkur í máli í
garð Hitlers: „Hann gargar og
skekur sig framan í áhorfend-
urna eins og sjúklingur sem
hefur brotist út af vitfirringa-
hæli... mikill hluti hinnar
þýsku þjóðar finnur innilegustu
óskir hjartans anda í þessu
órökstudda öskri hins sálsjúka
manns.“ í greininni spáði Þór-
bergur blóðugu stríði og falli
nasismans.
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON
Hann lýsti æðstu ráða-
mönnum Þjóðverja svo:
„Heilaleysinginn Hitler,
morfínistinn Goering og
þessi Goebbels, sem á
myndum lítur út eins og
glæpamaður."
Hæstiréttur íslands sakfelldi
Þórberg og gerði honum skylt
að greiða þýska ríkinu einhverja
aura og hlýtur það að teljast
með eymdarlegri dómum í ís-
lenskri réttarsögu. Sagt er að
mörgum árum seinna hafi Þor-
bergur sagt að einhverju sinni
hefði hann verið dæmdur fyrir
ærumeiðandi ummæli, en sér
væri ómögulegt að muna hver
fyrir þeim hefði orðið.
THOR OG KRISTMANN
í maí 1963 birtist grein í
tímaritinu Birtingi eftir Thor
Vilhjálmsson þar sem höfundur
fór hörðum orðum um þá
ákvörðun alþingis að veita
Kristmanni Guðmundssyni
hæstu listamannalaun ásamt
Laxness, Kjarval, Gunnari
Gunnarssyni og fleirum. í um-
mælum sem hljóta að teljast
með þeim hressilegri sem rit-
höfundur hefur viðhaft um
annan sagði Thor: „Það er óaf-
máanleg svívirðing frá hendi
stjórnmálamanna í garð ís-
lenskrar menningar að láta
mann eins og Kristmann Guð-
mundsson hafa hæstu lista-
mannalaun. Það jafngildir því
að hrækja í andlitið á hverjum
einasta raunverulegum lista-
manni þessa lands og spræna
yfir alla þjóðina.“ Thor hæddist
síðan að þeim starfa Krist-
manns að ganga milli skóla og
kynna bókmenntir fyrir ung-
lingum, en það starf hafði ís-
lenska ríkið veitt honum.
Kristmann hafði fengið á sig
margar gusur á ferli sínum en
nú var þolinmæði hans á þrot-
um, hann stefndi Thor og fór
ffam á skaðabætur.
Thor ákvað að veija sig sjálf-
ur og beitti bæði háði og hörku í
málsvörn sinni. Hann benti á að
sér hefði ekki verið birt stefnan
fyrr en rúmum sex mánuðum
MYNDLIST
Líksneiðar og aldinmauk
MEDÚSUHÓPURINN
GERÐUBERGI
GUNNAR J.
ÁRNASON
h n e i g ð
Medúsu-
h ó p s i n s .
Van Hou-
tens Kókó
(Matthías,
Ólafur, Þór
og Einar) og
aðrar mús-
í k s e 11 u r
s p r u 11 u
fr am úr bílskúrum borgarinnar
og hristu upp í tónelskum ung-
mennum.
Það er umhugsunarefni að
hópurinn skyldi leita fyrir-
mynda svo langt aftur, til Lau-
tréamonts og súrrealistahóps
millistríðsáranna frekar en
þeirra sem stóðu þeim nær í
tíma, eins og t.d. Williams
Burroughs og J.G. Ballard, sem
áttu sér víða aðdáendur um
þær mundir. Kannski var það
framandleikinn sem heillaði,
auk þess sem súrrealistarnir
voru aðgengilegri og nutu
nokkuð almennrar hylli, þrátt
fyrir lítt dulinn áhuga á anat-
„Það er umhugsunarefni að hópurinn
skyldi leita fyrirmynda svo langt aftur,
til Lautréamonts og súrrealistahóps
millistríðsáranna frekar en þeirra sem
stóðu þeim ncer í tíma. “
ómíu getnaðarfæranna. En ég
held að Medúsa hafi varla of-
boðið velsæmi samborgara
sinna, því þetta voru prúðir
piltar sem hættu sér ekki lengra
en þrjú skref frá öruggri höfn
og voru ávallt reiðubúnir að
sópa upp eftir sig.
Ég sleppi því að lýsa sýning-
unni en þar kennir litríkra
grasa, eins og t.d. bréfaskrifta
vinanna, sem eru til sýnis í
kaffistofunni. Það nægir að
segja að hún er skemmtileg og
ber með sér minningu um góða
tíma og fjöruga æsku.
Ég er ekki viss um að ég sé
rétti maðurinn til að tala um
Medúsu, eða hvort verkefnið
ætti að falla í hlut kollega míns
og nafna hér á blaðinu Hjálm-
arssonar. Það er nefnilega mun
eðlilegra að líta á athafnasemi
Medúsustráka í samhengi við
ungdómskúltúr og bílskúrs-
músík en að stilla þeim upp
andspænis forhertum skæru-
liðum evrópskrar gallerímenn-
ingar.
Sagan er þessi: Hugmynda-
ríkir og ffakkir unglingar, full-
saddir á ritskýrðum sýnisbók-
um fagurbókmennta sem þeir
voru skyldugir til að lesa í
menntaskóla, höfðu hver uppi
á öðrum, þökk sé forsjóninni.
Þeir sáu að við svo búið mátti
ekki standa og espuðu hver
annan til ódáða. Úr bókahillun-
um bárust til þeirra fagurskap-
aðir glæpir ffanskra súrrealista.
Frjóvgvun lukkaðist, enda voru
þeir þrútnir af frjósemi. Á ára-
bilinu 1979 til 1986 gátu þeir af
sér kynstrin öll af andlegum
verkum og athöfnum, svo sem
ljóð, bækur, myndir, ásamt
uppákomum ýmiskonar, fyrir
augu, eyru, heila og jafrivel aðra
líkamsparta. Ýmsir komu við
sögu; Einar Melax, Matthías
Magnússon, Ólafur Engilberts-
son, Þór Eldon og Jóhamar, að
ógleymdum Sjón. Um skeið
voru höfuðstöðvar hópsins í
Skruggubúð, skúr við Suður-
götu sem stóð við hliðina á
Kastalanum, þar sem var með-
al annars staðið fyrir „alþjóð-
legri sýningu á guðlastsgrip-
um“. Tónlistin fékk líka að
finna fyrir ástleitinni ofbeldis-
THOR VILHJÁLMSSON
Hann var ósáttur við
Heimsbókmenntasögu
Kristmanns Guðmundsson-
ar:„Það er óafmáanleg sví-
virðing frá hendi stjórn-
málamanna I garð íslenskr-
ar menningar að láta mann
eins og Kristmann Guð-
mundsson hafa hæstu lista-
mannalaun. Það jafngildir
því að hrækja í andlitið á
hverjum einasta raunveru-
legum listamanni þessa
lands og spræna yfir alla
þjóðina."
eftir útkomu tímaritsins en
heimild til að höfða einkamál
fellur niður sex mánuðum eftir
að sá sem heimildina hefur fékk
vitneskjuna um þann sem hann
ætlar sekan. Thor benti á að
Kristmann gegndi því ábyrgð-
arstarfi að lcynna bókmenntir í
skólum og þyrfti vegna þess
starfa að kynna sér það hvað
væri að gerast hverju sinni í
bókmenntaheiminum. Það að
hann skyldi ekki hafa lesið eitt
virtasta bókmenntatímarit
landsins fyrr en sex mánuðum
eftir útkomu þess benti til van-
rækslu í starfi, en slfkt varðaði
sekt samkvæmt hegningarlög-
um.
Thor gaf einnig í skyn að
hann ætti jafnauðvelt með að
stefna Kristmanni og Krist-
mann sér og sagði að ummæli
Kristmanns í ritdómi um bók
sína væru þess eðlis að þau
hlytu að falla undir meiðyrði.
í bæjarþingi Reykjavíkur
lagði Thor fram greinargerð
sína um Heimsbókmenntasögu
Kristmanns, en Thor sagði
verkið „svo meingallað að það
má beinlínis teljast skaðlegt
ófróðum lesendum11 og: „í
þessu verki ríkir undarlegur
óvildarhugur til þeirra manna
sem hefur borið hæst í bók-
menntunum. Einhver gæti
haldið að stefnanda væri bara
hreint ekkert vel við bókmennt-
ir. Bara að ríkisvaldið hefði nú
athugað þann möguleika í tæka
tíð... í þessa Heimsbók-
menntasögu stefnanda vantar
heilar heimsálfur.11
Thor sagði að fyrst verið væri
að tala um glæp á annað borð
mætti víkja að ritstuldi sem
sannast hefði á Kristmann þeg-
ar hann vann að bókmennta-
sögu sinni: „Ég veit að það eru
til menn sem ftnnst ritþjófnaður
vera bara eðlilegur þáttur í
sjálfsbjargarviðleitni en hins-
vegar hef ég þá trú að dómstól-
arnir eigi ekki að verja þá sem
slíkt stunda né aðra afbrota-
menn.“
Meðal þess sem Thor var
sakaður um var að hafa brotið
gegn lögum um uppljóstrun
einkamála. Þar kom Thor af
fjöllum: „Ég hef nákvæmlega
engan áhuga á einkamálum
stefnandans, kannski mér verði
nú næst stefnt fyrir það tóm-
læti.11
Thor vék svo að þeim um-
mælum sem álitin voru æru-
meiðandi: „... með leyfi dóm-
arans vildi ég aðeins mega víkja
að hinu litla orði að spræna. Eg
leyfi mér að fullyrða að það var
hið kurteislegasta orð sem völ
var á í þessu sambandi. Stefn-
andi kallar þetta eitt af sóðaleg-