Pressan - 11.03.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 11.03.1993, Blaðsíða 26
BROT UR POPPSOGUNNI 24 PRESSAN Fimmtudagurinn 11. mars 1993 BIOIN HASKOLABIO Eins og kona Just Like a Wo- man ★ Lagið var betra. Gam- anmynd sem fengi mann ekki til að hringja í innkaupa- deild sjónvarpsins til að kvarta undan sýningu hennar á föstudagskvöldi en í bíó- salnum spyr maður poppið sitt hvaða erindi hún eigi í bíó. Elskhuginn The Lover ★ ★★ Hugljúf saga um ást og losta. Þeir sem fara í bíó til að sjá hin margrómuðu djörfu atriði í myndinni verða fyrir von- brigðum. Þau falla svo Ijúf- lega að sögunni að áhorfand- anum finnst þau eðlilegasti hlutur í heimi. Laumuspil Sneakers ★★ Hæg í gang og heldur ómerkileg þegar upp er stað- ið. En Redford og öll hans ólíkindatól láta áhorfandann una séreftirhlé. Tveir ruglaðir Nutty Nut ®Ef þessi mynd hefði orðið örlitlu verri væri hún frábær. Baðdagurinn mikli ★★ Danskur húmor fyrir þá sem hafa smekk fyrir honum. Howards End ★★★★ Bók- menntaklassík verður að góðri bfómynd. Karlakórinn Hekla ★ Vond mynd og metnaðarlítil. LAUGARASB IO Hrakfallabálkurinn Outon a Limb ★ Unglingamynd gerð af fólki sem telur unglinga fffl. Geðklofinn Raising Cain © I Brian de Palma er sjálfsagt of- j metnasti leikstjóri Holly- wood. Hér er hann hrár, óblandaður og óþolandi. Rauði þráðurinn Traces of Red ★★ Þokkalegur þriller fyrir þá sem vilja horfa á fleiri en einn á viku. Nemo litli ★★★ Falleg teíknimynd. Beethoven ★★ REGNBOGINN Chaplfn ★★ Myndin sem , fékk menn til að spyrja sig hvort Chaplin hefði í raun verið nokkuð fyndinn. Robert Downey jr. tekst þó að halda lífi og eldist vel með rullunni. Svikahrappurinn Man Trou- ble ★ Frekar ófyndin og ómerkileg mynd. Sumt af því sem Nicholson snertir verður að steini. Síðasti móhíkaninn TheLast ofthe Mohicans ★★★ Ævin- týramynd fyrir fullorðna. Svikráð Reservoir Dogs ★★★ (raun er þessi mynd bölvað ógeð, en frábær díalógur og ágætur leikur gera hana að sérstæðri upplifun. ] Rithöfundur á ystu nöf Nak- edl.unch ★★★ Geðveikislegt rugl. Tommi og Jenni ★★★ Næst kemur Línan í bíó. 5'ódóma Reykjavík ★★★ Góð mynd um álappalega smákrimma. Prinsessan og durtarnir ★ ★★ Ævintýri. SAMBIOIN Olia Lorenzos Lorenzo's Oil ★★★ Vel sögð saga foreldra sem leita þar til þau finna lækningu við banvænum sjúkdómi sonar síns; bæði hvernig þau gera það og j hvers vegna. Ljótur leikur The Crying Game ★★★★ Kemur jafnvel útlifuðum bíófríkum á óvart og fær þá til að gleyma sér. Hinir vægðarlausu Unforgi- ven ★★★★ Eastwood á heimavígstöðvunum í vestr- inu og þar kann hann öll trix- in og ákaflega vel við sig. Losti Body of Evidence ★★ Sagan er klén og í raun væri meira gaman að horfa á Pottþétt Ágætt ★★ Lala ★ Leiðinlegt ©Ömurlegt Defoe og Madonnu njótast í einhverjum spjallþættinum. Stjörnurnar tvær eru fyrir brjóstin á Madonnu — þau verða ekki af henni skafin. Umsátrið Under Siege ★★★ Töffaramynd. Betra framhald á Die Hard en Die Harder. Háskaleg kynni Consenting Adults ★★ Þrátt fyrir undir- förult samsæri vantar allan neista í myndina. Góði mað- urinn er svo góður að hann er leiðinlegur. 1492 ★ Önnur mislukkuð Kólumbusarmynd en þó ei- litlu skárri en Salkind-mynd- in. Á lausu Singles -k-kir Stálp- aðir piltar og stúlkur leita ást- ar og finna. Afslöppuð mynd; stundum sniðug og stundum fyndin. Lífvörðurinn The Bodyguard ★ Mislukkuð mynd með myndarlegum leikurum. Casablanca ★★★★ Meist- araverk sem verður betra og betra því oftar sem maður sér það. Systragervi SisterAct ★★ Whoopy er ósköp fín en nunnurnar stela senunni. Aleinn heima 2 - Týndur í New York HomeAlone2- Lost in New York ★★★★ Mynd ársins fyrir aðdáendur dett-á- rassinn-húmors. Bambi ★★★★ Þó ekki væri nema vegna sagnfræðilegra ástæðna (hvaðan viðkvæma taugin í heimsstyrjaldarkyn- slóðinni kemur) er skylda að sjá Bamba reglulega. Fríða og dýrið The Beauty and the Beast ★★★★ Snilld- arverk. 3 ninjar ★ Fyrirtilvonandi vandræðaunglinga. STJ O R N U B I O Drakúla Bram Stoker's Drac- ula ★ Aðrir en áhugamenn um förðun og búninga finna fátt við sitt hæfi, því sjálf sag- an er nánast óbærilega leið- inleg. Hjónabandssæla Husbands and Wives ★★★★ New York- útgáfa af Bergman; laus við leiðindin og snilldarbrodd- inn. Heiðursmenn A Few Good Men ★★★ Gott réttardrama með stólpagóðum leik. OF STORIR FYRIR ÍSIWI) Sitthvað um útþrá ogfrœgðar- drauma tslenskrapoppara í gegnum tíðina Þótt flestir sætti sig við sudd- ann, kuldann og okrið á bjórn- um langar flesta inn við beinið að flytja af skerinu. Þessi útþrá sýður upp úr í harðæri. Hjá ís- lenskum poppurum virðist allt- af ríkja harðæri, því á öllum tímum hefur einn helsti draum- ur þeirra verið að reyna fyrir sér í útlöndum. Þótt fæstir fáist til að viðurkenna það hlýtur blái draumurinn um erlenda stór- markaði að vera ein megin- ástæðan fýrir endalausu úthaldi sumra poppara. Og er það nema von: fátt er leiðinlegra en þræða krummaskuðin, spila ár eftir ár fýrir sömu drukknu ball- gestina, á sömu þreyttu pöbb- unum í bænum, og gefa út plöt- ur sem útgefandinn græðir á ef vel fer, en popparinn pungar út fyrir ef lítið selst. Er nema von að risastórir erlendir markaðir og endalausir möguleikar ffeisti þegar toppnum á íslensku rokk- tilverunni er náð og menn búnir að koma fram hjá Hemma Gunn? Til þessa hafa aðeins Mezzo- forte og Sykurmolarnir náð einhverjum árangri í útlöndum. Molarnir hafa náð lengst allra íslenskra hljómsveita og er óhætt að fullyrða að langt verði þar til önnur íslensk hljómsveit verður viðlíka risavaxin á al- þjóðavísu. En hvað með alla hina? Hér segir af nokkrum hljómsveitum sem ætluðu sér stóra hluti. Af erlendum soðgreifum sem slógu um sig og lofuðu gulli og grænum skógum, og poppur- um sem féllu fyrir gylliboðun- GUNNAR HJÁLMARSSON um í hrönnum, eins og hverjir aðrir ráðherrar með álglýju. Hér segir einnig af böndum dagsins í dag og frægðaráætlunum þeirra. Thor's Hammer kynna skinnsokka Erlendu stórdraumarnir eru rótgrónir í íslenskum popp- heimi. Sjálfir bítlakóngarnir í Hljómum voru ekki fyrr búnir að gera allt brjálað með „Fyrsta kossinum“ en þeir voru farnir að leggja drögin að heimsfrægð- inni. Nú vildu þeir fá enskar smápíur til að grenja úr geðs- hræringu og héldu því til bítla- landsins. Fyrst fóru Hljómarnir í stuttan túr haustið 1964 og spiluðu m.a. í bítlabælinu The Cavern í Liverpool. Aðaltilgang- ur ferðarinnar var þó að verða vitni að bítlaæðinu og biðu Keflvíkingarnir m.a. á Heat- hrow-flugvelli ásamt öðrum trylltum aðdáendum Bítlanna til að sjá goðin snúa heim úr sinni fyrstu og ffægustu Banda- ríkjaför. Með spiliríi á vellinum kynntust Hljómarnir nokkrum veraldarvönum Könum. Þeirra á meðal var Dan nokkur Ste- vens, sem tók við sem umboðs- maður sveitarinnar af Ámunda Ámundasyni. Dan kom Hljómunum í samband við EMI-hljómplötusamsteypuna og í framhaldi af því gerði sveit- in samning við Parlophone. I annarri ferð sinni til Lundúna 1966 tók sveitin, sem nú kallaði sig Thor’s Hammer, upp átta lög sem seinna komu út á þremur smáskífum. Um þetta leyti höfðu Hljómar lagt í gerð bítlamyndarinnar „Umbarum- bamba“ með Reyni Oddssyni. Fyrirhugað var að myndin yrði um hálftími á lengd og áttu lög- in átta að vera í henni. Þegar til kom varð myndin aðeins 13 mínútur og að flestu leyti út í hött, og gekk aðeins sem auka- mynd í Austurbæjarbíói í tvo daga. Smáskífurnar þrjár komu seint og um síðir á markaðinn og gerðu sig illa. Hér heima þótti tónlistin tormelt og ensku textarnir fráhrindandi og úti hurfu plöturnar í bítlaflóðinu. Því verður þó ekki neitað að þetta efni Hljómanna er fram- sæknasta og rokkaðasta tónlist sem frá íslenskri hljómsveit kom á sjöunda áratugnum. Nokkru síðar kom Dan Hljómum í samband við CBS- fýrirtækið í New York og þar kom út smáskífa 1967. Hljóm- arnir héldu utan og seinna sagði Gunnar Þórðarson um Dan og plötuna: „Hann borgaði fýrir mig allt uppihald og tók þátt í ferðakostnaði. Síðan höfum við GUNNARÞÓRÐARSON GÍTARLEIKARIHUÓMA OG THOR'S HAMMER „Hann borgaði fyrir mig allt uppihald og tók þátt í ferða- kostnaði. Síðan höfum við ekkert heyrt frá honum og aldrei fengið grænan túkall fyrirplötuna." POPP Ekki svo galið hjá gömlu mönnunum PAUL McCARTNEY OFFTHEGROUND ★★ MICKJAGGER WANDERING SPIRIT ★★★ Bretarnir Paul og Mick eiga fleira sameiginlegt en að vera holdgervingar vinsælustu hljómsveita aldarinnar; þeim hefur báðum gengið hálfbrösu- lega að sanna sig í sólóhlut- verkinu. Paul hefur ekki komið efni á tinda vinsældalistanna í áratug og Mick virðist ekki eiga greiðan aðgang að pyngjum plötukaupenda einn síns liðs. Það gæti þó breyst með þess- um plötum. Árin hafa farið misjafnlega með félagana; Paul er settlegri en Mick, sem hefur ræktað rokkið í sér betur. Reyndar hef- ur Paul aldrei verið mikifl rokk- ari. Hann hefur alltaf verið snyrtilegur smjörpoppari sem innsiglaði endanlega örlög sín þegar hann kvæntist Lindu og flutti í kastalann með öll bítla- og Kodak-auðæfm. Fyrir nýju plötuna fékkst Paul við létt- klassík í Liverpool-óratóríunni sinni og léttklassíski arfurinn smýgur inn í margt á Ojf the ground. Útsetningar eru íburð- armiklar og fágaðar, yfirborðið slétt og fellt, en ágætt næmi Pauls fýrir grípandi melódíum kemur í veg fýrir máttleysislega útkomu. Krafturinn er þó aldrei bullandi; platan er ekki djörf á neinn hátt. Hér er lítið um verulega sterkar lagasmíðar. Aðal McCartneys er meinlaus popp- huggulegheit sem rista sjaldan djúpt. McCartney-blærinn er viðloðandi flest lögin; „Mistress and maid“ sem hann semur með Elvis Costello og fleiri lög minna t.d. um margt á McCartney-lögin á Sgt. Pep- per’s. Þrátt fýrir allt lumar Paul á rokkuðum töktum, t.d. laginu „Looking for changes", sem kemur á óvart. Jagger er mun líflegri á sinni plötu. Allur andi plötunnar er — þveröfugt við plötu McCartneys — rokkaður, leit- andi og ferskur. Hér er þó- nokkur fjölbreytni í gangi; Jag- ger fer m.a. úr gamalkunnu Stóns-rokki í kántrí, sól og jafnvel í hart stórborgarfönk. Útkoman er sannfærandi; þetta er langþéttasta sólóplata Jag- gers. Rick Rubin „pródúseraði" plötuna með honum og líkJega má skrifa frískheitin að mestu á hann, enda maðurinn ábyrgur fyrir mörgum af bestu lista- mönnum síðari ára. Ekki spillir svo fyrir að Jagger nýtur að- stóðar ungra og ferslcra manna, t.d. bassaleikaranna Flea úr Red Hot Chili Peppers, Doug Wimbish úr Living Colour og Lenny Kravitz, sem syngur með honum eitt besta lag plöt- unnar, gamla sól-lagið „Use me“. Önnur mjög fín lög eru t.d. „Sweet thing“; svalt lag sem rninnir á Stóns-lagið „Miss you“, „Evening gown“; úrvals kántrílag, og „Put me in the trash“, sem Kátir piltar ættu að geta lært ýmislegt af. Eflaust hafa þeir Paul og Mick jafnlítið innsæi í „líf al- múgamannsins" núorðið. Mick lítur þó út fyrir það, en Paul kemur í textum sínum fyrir sem sá innilokaði milli sem hann er. Tilraunir hans til að vera með á „nótum alþýð- unnar“ eru hálfhjákátlegar og innantómt græningjavæl hans um tilraunir á dýrum er dapur- lega fíflalegt. Best tekst honum upp í ástarsöngvum, og þar er Mick líka sterkur, þó með öðr- um formerkjum sé — „Baby, I feel love for you now“ syngur Paul hamingjusamur, en Mick urrar fýldur: „I don’t ever wanna see your face here no more“. Bítla- og Stónsáhugafólk fær „Allur andi plötu Jaggers er — þver- öfugt við plötu McCartneys — rokkaður, leitandi ogferskur. “ nóg að japla á með þessum plötum; gömlu mennirnir eru ekki svo galnir. Gunnar Hjálmarsson ekkert heyrt frá honum og aldrei fengið grænan túkall fýrir plötuna." Þær sögur gengu hér á meðal tónlistaráhugamanna að platan hefði komist í 6. sæti á vin- sældalista í Michigan, en þar var víst bara um að ræða eina út- varpsstöð í fýlkinu. Snemma árs 1968 gerðist Þráinn Kristjánsson umbi Hljómanna og vildi ólmur gera þá stóra í Skandinavíu, þar sem hann hafði sambönd. Hljómar héldu til Svíþjóðar í samráði við Guðlaug Bergmann í Karna- | bæ, sem hugðist láta sveitina kynna íslenska tískufram- leiðslu; gæruvesti og skinn- solcka. Hljómsveitin vakti lukku á norrænni popphátíð í Stokk- hólmi og lék nokkur kvöld á Cirkeln-klúbbnum. „Við hefð- um getað komist að sem önnur eða þriðja hljómsveit með Spencer Davis Group, en olckur fannst það eklu nógu gott,“ var haft eftir Erlingi gítarleikara sem bætti við: „Okkur Jíkaði annars vel í Svíþjóð og Cirkeln- klúbburinn var mjög skemmti- legur — en allir í dópinu.“ Enn eru því Hljómar óþekkt stærð í Skandinavíu, eins og skinn- sokkarnir hans Guðlaugs. Síðasta frægðartilraun Hljómanna varð jafnendaslepp og hinar fyrri. Hljómsveitin kynntist „glansgæjunum“ John | Yeact og Gene Maas á vellin- um og þeir gerðu sveitinni til- boð um þriggja mánuða tón- leikaferð um Bandaríkin. Hljómar slógu til að vandlega athuguðu máli, en þegar til kom varð lítið úr framkvæmdum. Yeact og Maas luku herþjón- ustu og fóru heim, en Hljóm- arnir biðu vongóðir eftir ex- press-sendingu með samningn- um. Þegar þeim fór að leiðast þófið var hringt út og kom þá í ljós að glansóþokkarnir voru farnir í frí til Flórída og löngu búnir að gleyma saklausu Hljómastrákunum á Islandi. Change sigra heim- inn — ekkí Árið 1973 fóru Jakob Magn- ússon, Tómas Tómasson og Þórður Árnason til London og ) ætluðu að reyna fyrir sér með hljómsveitina Rifsberja. Um sama leyti fóru fóstbræðurnir ús og Jóhann til Englands, svo úr varð hópur íslenskra popp- ara í Lundúnum. Magnús og Jó- hann höfðu fengið samning hjá Orange-fyrirtækinu og var sagt að drífa sig út svo hlutirnir gætu farið að ganga. Orange var reyndar aðallega framleiðandi hljómburðartækja — og í dag eru gamlir magnarar frá þeim vinsælir hjá enskum böndum sem vilja endurvekja glysrokJdð — en plötuútgáfan var aukabú- grein hjá þeim. I fýrstu störfuðu Magnús og Jóhann undir nafninu Pal Brothers en þegar á leið smöl- uðu þeir félögum sínum í Eng- landi saman í band og úr varð ^ hljómsveitin Change. Birgir Hrafnsson og Sigurður Karlsson gengu í bandið, en

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.