Pressan - 11.03.1993, Blaðsíða 27
BROT UR POPPSOGUNN
Fimmtudagurinn ll.mars 1993
PRESSAN 27
Þótt flestir sætti sig við sudd-
ann, kuldann og okrið á bjórn-
um langar flesta inn við beinið
að flytja af skerinu. Þessi útþrá
sýður upp úr í harðæri. Hjá ís-
lenskum poppurum virðist allt-
af ríkja harðæri, því á öllum
tímum hefur einn helsti draum-
ur þeirra verið að reyna fyrir sér
í útlöndum. Þótt fæstir fáist til
að viðurkenna það hlýtur blái
draumurinn um erlenda stór-
markaði að vera ein megin-
ástæðan fyrir endalausu úthaldi
sumra poppara. Og er það
nema von: fátt er leiðinlegra en
þræða krummaskuðin, spila ár
eftir ár fyrir sömu drukknu bail-
gestina, á sömu þreyttu pöbb-
unum í bænum, og gefa út plöt-
ur sem útgefandinn græðir á ef
vel fer, en popparinn pungar út
fyrir ef lítið selst. Er nema von
að risastórir erlendir markaðir
og endalausir möguleikar freisti
þegar toppnum á íslensku rokk-
tilverunni er náð og menn búnir
að koma fram hjá Hemma
Gunn?
Til þessa hafa aðeins Mezzo-
forte og Sykurmolarnir náð
einhverjum árangri í útlöndum.
Molarnir hafa náð lengst allra
íslenskra hljómsveita og er
óhætt að fifllyrða að langt verði
þar til önnur íslensk hljómsveit
verður viðlíka risavaxin á .ak"
þjóðavísu.
En hvað með alla hina? Hér
segir af nokkrum hljómsveitum
sem ætluðu sér stóra hluti. Af
erlendum soðgreifum sem
slógu um sig og lofuðu gulli og
grænum skógum, og poppur-
um sem féllu fyrir gylliboðun-
um í hrönnum, eins og hverjir
aðrir ráðherrar með álglýju. Hér
segir einnig af böndum dagsins
í dag og frægðaráætlunum
þeirra.
Thor's Hammer
kynna skinnsokka
Erlendu stórdraumarnir eru
rótgrónir í íslenskum popp-
heimi. Sjálfir bítlakóngarnir í
Hljómum voru ekki fyrr búnir
að gera allt brjálað með „Fyrsta
kossinum" en þeir voru farnir
að leggja drögin að heimsfrægð-
inni. Nú vildu þeir fá enskar
smápíur til að grenja úr geðs-
hræringu og héldu því til bítla-
landsins. Fyrst fóru Hljómamir
í stuttan túr haustið 1964 og
spiluðu m.a. í bítlabælinu The
Cavem í Liverpool. Aðaltilgang-
ur ferðarinnar var þó að verða
vitni að bítlaæðinu og biðu
Keflvíkingarnir m.a. á Heat-
hrow-flugvelli ásamt öðrum
trylltum aðdáendum Bítlanna
Change
Félagarnir lögðust i æfingar og upptökur í London og urðu brátt þekktir hjá breskum
upptöku- ogsessjónmönnum sem„The giris from lceland"afaugljósum ástæðum.
GuðlaugurBergmann,
TÍSKUKÓNGUR í KARNABÆ
Vildi nota frægð Hljóma í
Skandinavíu til að kynna ís-
lenskan tískuvarning:
gæruvesti og skinnsokka.
til að sjá goðin snúa heim úr
sinni fyrstu og frægustu Banda-
ríkjaför.
Með spiliríi á vellinum
kynntust Hljómarnir nokkrum
veraldarvönum Könum. Þeirra
á meðal var Dan nokkur Ste-
vens, sem tók við sem umboðs-
maður sveitarinnar af Ámunda
Ámundasyni. Dan kom
Hljómunum í samband við
EMI-hljómplötusamsteypuna
og í framhaldi af því gerði sveit-
in samning við Parlophone. I
annarri ferð sinni til Lundúna
1966 tók sveitin, sem nú kallaði
sig Thor’s Hammer, upp átta
lög sem seinna komu út á
þremur smáskífum. Um þetta
leyti höfðu Hljómar lagt í gerð
bítlamyndarinnar „Umbarum-
bamba“ með Reyni Oddssyni.
Fyrirhugað var að myndin yrði
um hálftími á lengd og áttu lög-
in átta að vera í henni. Þegar til
kom varð myndin aðeins 13
mínútur og að flestu leyti út í
hött, og gekk aðeins sem auka-
mynd í Austurbæjarbíói í tvo
daga. Smáskífumar þrjár komu
seint og um síðir á markaðinn
og gerðu sig illa. Hér heima
þótti tónlistin tormelt og ensku
textarnir fráhrindandi og úti
hurfu plöturnar í bítlaflóðinu.
Því verður þó ekki neitað að
þetta efni Hljómanna er fram-
sæknasta og rokkaðasta tónlist
sem frá íslenskri hljómsveit
kom á sjöunda áratugnum.
Nokkru síðar kom Dan
Hljómum í samband við CBS-
fyrirtækið í New York og þar
kom út smáskífa 1967. Hljóm-
amir héldu utan og seinna sagði
Gunnar Þórðarson um Dan
og plötuna: „Hann borgaði fyrir
mig allt uppihald og tók þátt í
ferðakostnaði. Síðan höfum við
ekkert heyrt frá honum og
aldrei fengið grænan túkall fyrir
plötuna."
Þær sögur gengu hér á meðal
tónlistaráhugamanna að platan
hefði komist í 6. sæti á vin-
sældalista í Michigan, en þar var
víst bara um að ræða eina út-
varpsstöð í fylkinu.
Snemma árs 1968 gerðist
Þráinn Kristjánsson umbi
Hljómanna og vildi ólmur gera
þá stóra í Skandinavíu, þar sem
hann hafði sambönd. Hljómar
héldu til Svíþjóðar í samráði við
Guðlaug Bergmann í Karna-
bæ, sem hugðist láta sveitina
kynna íslenska tískufram-
leiðslu; gæruvesti og skinn-
sokka. Hljómsveitin vakti lukku
á norrænni popphátfð í Stokk-
hólmi og lék nokkur kvöld á
Cirkeln-klúbbnum. „Við hefð-
um getað komist að sem önnur
eða þriðja hljómsveit með
Spencer Davis Group, en okkur
/tfannst það ekki nógu gott,“ var
haft eftir Erlingi gítarleikara
sem bætti við: „Okkur líkaði
annars vel í Svíþjóð og Cirkeln-
klúbburinn var mjög skemmti-
legur — en allir í dópinu.“ Enn
eru því Hljómar óþekkt stærð í
Skandinavíu, eins og skinn-
sokkarnir hans Guðlaugs.
Síðasta frægðartilraun
Hljómanna varð jafnendaslepp
og hinar fyrri. Hljómsveitin
kynntist „glansgæjunum" John
Yeact og Gene Maas á vellin-
um og þeir gerðu sveitinni til-
boð um þriggja mánuða tón-
leikaferð um Bandaríkin.
Hljómar slógu til að vandlega
athuguðu máli, en þegar til kom
varð lítið úr framkvæmdum.
ÓmarValdimarsson, þá
BLAÐAMAÐUR Á MOGGA
„Hér gerast hlutirnir hratt
og óvænt. Dag einn kom
hingað maður, Freddie
Scott að nafni. Hann er
um stjarna hér ílandi,
raunar meiriháttar stjarna,
söng m.a. „Hey girl" eftir
Carole King einhvern
tímauppúr 1960."
Yeact og Maas luku herþjón-
ustu og fóru heim, en Hljóm-
arnir biðu vongóðir eftir ex-
press-sendingu með samningn-
um. Þegar þeim fór að leiðast
þófið var hringt út og kom þá í
ljós að glansóþokkarnir voru
farnir í frí til Flórída og löngu
búnir að gleyma saklausu
Hljómastrákunum á Islandi.
Change sigra heim-
inn — ekki
Árið 1973 fóru Jakob Magn-
ússon, Tómas Tómasson og
Þórður Árnason til London og
ætluðu að reyna fýrir sér með
hljómsveitina Rifsberja. Um
sama leyti fóru fóstbræðurnir
ús og jóhann til Englands, svo
úr varð hópur íslenskra popp-
ara í Lundúnum. Magnús og Jó-
hann höfðu fengið samning hjá
Orange-fyrirtækinu og var sagt
að drífa sig út svo hlutirnir gætu
farið að ganga. Orange var
reyndar aðallega framleiðandi
hljómburðartækja — og í dag
eru gamlir magnarar frá þeim
vinsælir hjá enskum böndum
sem vilja endurvekja glysrokkið
— en plötuútgáfan var aukabú-
grein hjá þeim.
I fýrstu störfuðu Magnús og
Jóhann undir nafninu Pal
Brothers en þegar á leið smöl-
uðu þeir félögum sínum í Eng-
landi saman í band og úr varð
hljómsveitin Change. Birgir
Hrafnsson og Sigurður
Karlsson gengu í bandið, en
síðar slógust Björgvin Hall-
dórsson, Jakob og Tómas í
hópinn. Jón Ólafsson Skífu-
kóngur — þá framkvæmda-
stjóri „Joke“-umboðsskrifstof-
unnar — var einnig viðloðandi
bandið sem útréttari. Jakob
hætti fljótlega en Tómas hélt út,
enda búinn að reyna ýmislegt í
enska bransanum og því vænt-
anlega feginn að komast í hóp
íslendinga. Tómas hafði m.a.
gengið í hljómsveitina KISS, að
vísu ekki þá máluðu, þótt ef-
laust hefði Tómas getað rekið út
úr sér tunguna eins og Gene
Simmons.
Á þessum tíma stóð orku-
kreppan sem hæst og Orange-
fyrirtækið sagði öllum hljóm-
sveitum sínum upp nema
Change og John Miles Set. Fyr-
irtækið lagði nokkra fjármuni í
Change og var búist við að pen-
ingarnir kæmu „margfalt til
baka þegar plöturnar fara að
seljast í risaupplögum" — eins
og lesa má um í Morgunblaðinu
1974. Félagarnir lögðust í æfing-
ar og upptökur og urðu brátt
þekktir hjá breskum upptöku-
og sessjónmönnum sem „The
girls from Iceland" af augljós-
um ástæðum. Tónlistin var syk-
ursæt sápukúlutónlist og tíðar-
andinn glysgjarn svo allt leit út
fyrir að piltarnir mundu meik-
aða. Loksins kom út tvöfaldur
smáskífupakki en viðtökur voru
vondar, salan dræm og dómar
frekar neikvæðir. Aftur var
reynt með breiðskífu (þessari
með frosna plötuspilaranum
framan á) en allt kom fyrir ekki;
Englendingar höfðu bara ekki
áhuga — jafnvel þótt Change-
menn klæddu sig upp í æðisleg-
ustu hljómsveitargalla sem um
getur.
Ekki bætti úr skák að hljóm-
sveitin fékk aldrei tilskilið at-
vinnuleyfi til tónleikahalds og
var því í hálfgerðri biðstöðu þau
tæplega tvö ár sem á ævintýrinu
stóð. Þegar ljóst varð hvert
stefndi tímdu Orange og Jón
„Joke“ ekki lengur að setja pen-
inga í fyrirtækið og Change
hætti síðla árs 1975.
Pelican og
sveittu ístru-
beigirnir
Á meðan „stelpurnar
frá íslandi“ skræktu
fyrir daufum eyrum á
Englandi tryllti Pelic-
an æskuna hér
heima. Sveitin var
Popp
FIMMTUDAGUR
1 1 . MARS
• Club Wild er nýja nafnið á
næturklúbbnum Berlín þetta
eina kvöld. Útlit og tónlist
staðarins verða í anda þess
sem gerðist árið 1970. Það
eru Linda Pé og módelsam-
tök hennar, Wild, sem standa
fyrir uppákomunni.
• Vinir vors og blóma spila
létt rokk á Plúsnum í kvöld.
Þorsteinn Ólafsson annast
söng, Birgir Þórsson tromm-
ar, Siggeir Pétursson bassar,
Njáll Þórðarson slær á hljóm-
borðið og Gunnar Eggerts-
son plokkargítarinn.
• Egill Ólafsson, Magnús
Kjartansson & Suðursveitin
halda uppi suðrænni sveiflu í
tilefni væntanlegrar sumar-
komu á Tveimur vinum. Bláa
lónið verður á staðnum.
• Tómas R. Einarsson, Sig-
urður Flosason & Eyþór
Gunnarsson mynda tríó sem
leikur í kvöld á Óperudjass-
hátíðinni á Café Romance í
minningu Guðmundar Ing-
ólfssonar.
• Hermann Ingi trúbador
leikurá Feita dvergnum í
kvöld og Gammeldansk-
kynning verður í hverju
horni.
• Reggae on lce er eina ís-
lenska reggae-sveitin. Fyrir
það eitt fær hún stóran plús.
Hún verður á Gauk á Stöng í
kvöld.
• Synir Raspútíns hefja
langferð sína á Hressó með
hádramatískri rokktónlist
með erótísku ívafi, seiðandi
takti og eggjandi dansi.
Þessa lostafullu sveit skipa
þeir Kolbeinn Óttarsson
Proppé slaggígjuleikari, Krist-
inn H. Magnússon Schram
baritón, Hafþór Ragnarsson
kontratenór, Baldvin A. Bald-
vinsson slagverksleikari, Val-
ur Logi Einarsson rafgígja og
Ólafur Kristinsson djúpgígja.
• Guðmundur Rúnar fær
sér reiðtúr á Fógetann.
• Rúnar Þór og hljómsveit
skemmta Seltirningum og
nærsveitungum á Rauða
Ijóninu.
• Tregasveitin verður í öng-
um sínum á Plúsnum. Sem
fyrr eru það feðgarnir Pétur
Tyrfingsson og Guðmundur
Pétursson sem spæna upp
gítarinn. Aðrir sem koma við
sögu eru Sigurður Sigurðs-
son, sem vælir og blæs í
munnhörpu, Jóhann Hjör-
leifsson, sem trommar, og
Stefán Ingólfsson, sem gælir
við bassann.
• Stjórnin hefði betur gefið
út plötu á þessu ári. Þau fara
sjálfsagt í sumarstuð fljótlega
því vorvindarnir eru farnir að
blása á Tveimur vinum.
• Sif Ragnhildardóttir
hleypir nýju blóði í gamla en
ódauðlega söngva Marlene
Dietrich. Frumflutningur á
Ömmu Lú í kvöld.
• Hermann Ingi einfari
heldur áfram að kyrja söngva
og plokka gítarinn á Tveimur
vinum.
• Reggae on lce heldur
áfram að syngja óskiljanlega
en seiðandi söngva á Gauk á
Stöng.
• Björgvin Halldórsson &
söguspéið; Halli, Laddi, Lolla
og Hjálmar spauga á Hótel
Sögu.
• Geirmundur Valtýsson
skemmtir árshátíðargestum
og fleirum til á stórsýningu
sinni á Hótel Islandi.
• Kandís og sól i heiði með
George Grossmann, Dan
Cassidy, Kalla og Pétri á Blús-
barnum.
• Bara tveir eru tveir ein-
mana Keflvíkingar sem spila
á Fógetanum.
LAUGARDAGU R
1 3. MARS
• Tregasveitin heldur áfram
að væla og gæla við hljóð-
færin á Plúsnum.
• Sálin hans Jóns míns er
nú komin til Hafnarfjarðar í
tilefni þess að Fjörðurinn á
fjögurra ára afmæli. Nú fer
hver að verða síðastur.
• Vinir Dóra og allir hinir
spila á Tveimur vinum í
kvöld.
• Hermann Ingi á loka-
kvöldinu í bili á Feita dvergn-
um.
• Björgvin Halidórsson,
hljómsveit hans og allir hinir
grínistarnirá Hótel Sögu.
• Geirmundur Valtýsson er
algert sökksess á Hótel Is-
landi: Hann er þegar búinn
að selja sig fram á mitt sum-
ar!
• Rúnar Þór og hljómsveit
halda áfram á Rauða Ijóninu.
• Kandís leikur soul í anda
Commitments. Það er mikið
fjör á Blúsbarnum þegar þeir
eru annars vegar, svo er að
minnsta kosti sagt.
• Bara tveir verða aftur einir
á Fógetanum.
SUNNUDAGUR
14. MARS
• Magnús Eiríksson &
Pálmi Gunnarsson eru gam-
alt tvíeyki sem enn heldur
velli. Þeir spila á Óperudjass-
hátíðinni á Café Romance í
kvell.
• Magnús Einarsson Fáni
fetar í fótspor Hermanns Inga
á Feita dvergnum.
• Gamla rottan er enn jafn-
loðin. Nú er Richard Scobie
tekinn við sér. Þeir verða á
Gauk á Stöng.
• Cats eða Kettir eru dúett
en þó enginn kattadúett.
Hann verður á Blúsþarnum.
• Guðmundur Rúnar verð-
urá Fógetanum.
Sveitaböll
FOSTU DAGUR
1 2. MARS
• 1929, Akureyri: Konung-
leg tónlist í kvöld með stór-
hljómsveitinni Friðriki XII.,
sem er tólf manna sveit.
• Hótel Akranes Trúbador-
arnirÞorgeirog Leifvið
míkrófóninn íkvöld.
LAUGARDAGU R
1 3. MARS
• 1929, Akureyri verður aft-
ur með tólf manna stórsveit-
ina Friðrik XII.
• Hótel Akranes. Stjórnin
leikur fyrir dansi.