Pressan - 29.04.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagurinn 29. apríl 1993
S K I L A BOÐ
PRESSAN
MORG MATARHOLANIHASKOLANUM...
Ritun bókarinnar um Jón Þorláksson ætlar að reynast
Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni tekjulind víðar en þegar
hefur komið fram. Þannig sannfregnum við að auk 2,4 millj-
óna sem Hitaveitan greiddi honum hafi hann sótt um fé í að minnsta
kosti þijá sjóði í Háskólanum, meðal annars með vísan til vinnu við rit-
un bókarinnar. Hann hefur þegar fengið
423 þúsund krónur af rannsóknafé Félags-
vísindadeildar, en óafgreiddar eru umsókn-
ir um jafnvirði tvennra mánaðarlauna frá
Vísindanefhd Háskólaráðs og um aukayfir-
vinnugreiðslur úr vinnumatssjóði Félags
háskólakennara. í öllum tilfellum er bókin
um Jón Þorláksson á skrá yfir rannsóknar-
verk, þótt þar sé reyndar fleira að finna. í
sumum kreðsum Háskólans er Hannes álit-
inn frekur til ijárins í sjóðum hans, en kerfið
þar býður upp á að afkastamiklir kennarar
njóti aukagreiðslna af þessu tagi. Sumir
skila hins vegar engum rannsóknarstörfum
ár eftir ár, þótt beinlínis sé kveðið á um
rannsóknarskyldu í störfum þeirra.
MYNDFORM-LAUGARÁSBÍÓ...
Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri Laugarásbíós á
næstunni og af þeim sökum hefur öllu starfsfólki verið sagt
upp störfum frá og með 1. júní næstkomandi. Rekstur bíósins,
sem Grétar Hjartarson veitir forstöðu, hefur gengið illa undanfarin
misseri og því brýn þörf á breytingum. Grétar, sem hefur rekstur húss-
ins á leigu til ársins 1996,
hefur samið við mynd-
bandafyrirtækið Mynd-
form hf. um rekstrarsam-
starf og munu bíógestir
verða samstarfsins varir í
betri myndum. Þá er einnig fyrirhugað að bæta hljóðkerfi hússins, sem
er nokkuð fornt, auk þess sem til stendur að breyta anddyri hússins.
Nýi rekstraraðilinn, Myndform hf., er þjóðþekkt fyrirtæki. Það komst
meðal annars í fréttirnar ekki alls fyrir löngu, að ósekju reyndar, vegna
fjölföldunar Strumpamyndbanda á gömlum klámspólum. Varð af því
nokkurt uppistand, enda blöstu funheitir ástaleikir við sjónum barn-
anna í lok hverrar spólu.
VÍNVEITINGAR LEYFÐAR UTANDYRA
• • •
lÍ vikunni leit dagsins Ijós langþráð bréf dóms- og kirkjumála-
| ráðuneytisins sem innihelur túlkun ráðuneytisins á veitinga-
löggjöfinni. Bréfið barst Lögreglustjóranum í Reykjavík og
Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda 22. október á síðasta ári. Undr-
un vekur hjá veitingahúsaeigendum að bréfið var ekki gert opinbert
þeim fýrr en fyrst nú í vikunni. Væna þeir fagfélag sitt um að hafa setið
á mikilvægum upplýsingum. í bréfinu segir, veitingahúsaeigendum til
mikillar gleði, að ráðuneytið telji ekkert því til fyrirstöðu að veitinga-
starfsemi almennt og áfengisveitingar geti einnig farið ffarn utan veggja
veitingastaðar. Hins vegar sé veitingastarfsemi „utan veggja“ að sjálf-
sögðu háð því að svæðið hafi, eftir því sem við á, verið tekið út eins og
veitingahúsnæðið að öðru leyti og af þeim aðilum sem fjalla um veit-
ingaleyfi. Hvað áfengisveitingar varðar er einkum átt við að fyrir liggi
umsögn matsnefhdar áfengisveitingahúsa, starfsemin þurfi einnig að
vera forsvaranleg út frá sjónarhorni löggæslu. Formaður veitinga- og
gistihúsaeigenda, Ema Hauksdóttir, segist ekki hafa setið á bréfinu,
hins vegar hafi hún ekki viljað gera það opinbert þar sem svo miklir
agnúar væru enn á túlkuninni.
Sem dæmi væri óljóst enn
hvort veitingahúsaeigendur
mættu auka við sig
fjölda gesta með
auknu rými. Sagðist
hún hins vegar
bjartsýn á að mál-
ið yrði leyst
sumarið. Ef allt
gengur að ósk-
um munu veit-
ingastaðir eins
Hressó og
Grand njóta
góðs af, því þeir eru
þeir einu með
hins vegar skella mörg
veitingahús út borðum á
stéttina sína þegar viðrar vel.
HAGAPLAST h/í
Gagnheiði 38, 800 Selfossi “R 98-21760
Framleiðum ROTÞRÆR og VATNSTANKA í öllum stærðum.
Einnig OLÍUSKIUUR, BRUNNA og HEITA POnA.
Smíðum hvað sem er úr trefjaplasti að óskum viðskiptavina Önnumst einnig
viðgerðir ó hlutum úr trefjaplasti t.d. bótum og pottum
Gríptu tækifærid strax
Við hjáVatnsrúmum erum með tilboð til þín vegna hagstæðs samnings við fremsta vatnsdýnuframleiðandann
í dag. Þar sem framleiðsla vatnsdýna hefur þróast mikið á undanförnum 3 árum bjóðum við þér að taka
gömlu vatnsdýnuna upp í nýja. Helstu nýjungarnar eru að dýnan er nú fiberfyllt og með sérstökum
bakstuðningi sem heldur undir mjóhrygginn sem er mjög gott fyrir bakveika. Þá eru öll samskeyti nu undir
dýnunni, þykkri vínill, hornin þreföld og margsoðin. Einnig er sérstaklega hitaþolið botnstykki sem eykur
varmaleiðni og sparar því rafmagnið.
Þessar nýju dýnur eru framleiddar í USA af Land & Sky. Að sjálfsögðu tökum við gömlu vatnsdýnurnar upp í
þá nýju óháð því hvar þú keyptir þá gömlu.
Láttu heyra í þér sem fyrst því magnið er takmarkað.
Verðdæmi I
Land & Sky 550 verð kr. 44.396,-
Gamla vatnsdýnan verð kr. -12.000,-
Verð til þln 32.396,-
Sérstakur bakstuðningur
tryggir æsktlega legu
og sluðning við hrygg.
Verðdæmi 2
Land & Sky 750 verð kr. 50.577,-
Gamla vatnsdýnan verð kr. -12.000,-
Verð til þín 38.577,-
Trefjapúði flýtur
óheftur og minnkar
þannig álag og sveigjur
stm stytta endingu
Lokaðir trefjapúðar auka
lesiu og tryggja rétta lögun.
dýnunnar.
Stuðningspúðar gtra
allar lillxringar á
dýnunni að Itik tinum.
Við bjóðum að sjálfsögðu upp á Visa oj
Euro raðgreiðslur. Einnig 7% staðgreiðsluafslátt
Aðeins það besta fyrir viðskiptavini okkar
Mjúkar polýestertrefjar
veita fullkomin þsgindi.
Skeifunni I la, sími 688466.
Vatnsrum hf
Fögnum sumri
& góðu verði
Gráðusagir, 400 mm, 1.879,-
Verkfærakassar, bláir
5 hólfa, 43 sm langir, 1238,-
5 hólfa, 53 sm langir, 1415,-
Ál-verkfæratöskur 3265,-
Réttingasett, 7/stk., 1180,-
Skrúfstykki 125 mm 2533,-
" 150 mm 3758,-
" 65 mm 699,-
Handsagir frá 275,-
Klaufhamrar frá 290,-
Munnhamrar frá 110,-
Þvingur Irá 120,-
Tangir + bítarar frá 140,-
Vlnnuvettl. - leðurliki 70,-
Vinnuvettl. - svínaleð. 265,-
Geitarskinnshanskar 25% afsl.
Topplykla- & verkfærasett
lykla- & penslasett ásamt
ýmsum öðrum verkfærum á
ótrúlega lágu verðil
Ofangreint verð miðast
við staðgreiðslu.
Sendum f póstkröfu.
Kaplahrauni 5,220 Hafnarfjörður
simi 653090 - fax 650120
Allir áttu
kost á ódýrum
bdum
í síðustu PRESSU sagði
frá tilboði Landsbankans til
starfsmanna sinna um kaup
á ódýrum uppítökubílum.
Vegna þessa viU Landsbank-
inn að fram komi að fleiri en
starfsmennirnir hafi átt kost
á kaupa sér bíl á þessum
kjörum. Þeir hafi meðal ann-
ars verið auglýstir í útvarpi.
REYKVIKINGAR!
NÚ ERKOMINN
NAGLADEKKIN
FYRIR SUMARDEKKIN
SUMARDEKKIN Á
gatnamálastjóri