Pressan - 29.04.1993, Blaðsíða 11
FRETTI R
Fimmtudagurinn 29. apríl 1993
PRESSAN
11
Misstu ástvini og hús í snjóflóði á Patreksfirði
Standa uppi
eignalaus
Hús Guðbrands og Vigdísar eins og það leit út eftir snjó-
flóðið. Húsið var selt á minna en hálfvirði eftir að þau
fluttu til Reykjavíkur.
Fyrir tíu árum féll snjóflóð á
byggð á Patreksfirði, fjórir létust
og hátt í tveir tugir húsa grófúst
undir snjó. Guðbrandur Har-
aldsson missti dóttur sína og
húseign hans stórskemmdist.
Hann telur Patrekshrepp bóta-
skyldan vegna framkvæmda af
hálfú hreppsins, sem hann segir
að hafi beint farvegi flóðsins
niður að byggð. í tíu ár hefur
hann barist fyrir að fá bóta-
skylduna viðurkennda og víða
komið að lokuðum dyrum.
Höfðaði hann loks mál á hend-
ur sveitarsjóði Patrekshrepps og
féll dómur honum í vil. Þrátt
fyrir það stendur hann uppi
eignalaus og málinu er síður en
svo lokið.
Kristján Pétursson er ann-
ar sem missti ástvini sem og
húseign í flóðinu. Hann hefur
aldrei náð sér á strik á ný.
Hrædd og ráðvillt í
fyrstu
„Atburðarásin var afar hröð
og við vorum bæði hrædd og
ráðvillt fyrst á eftir. Sorgin var
að vonum einnig mikil,“ segir
Guðbrandur Haraldsson
þegar hann minnist fyrstu við-
bragða eftir áfallið. „Við vorum
varla í ástandi til að hugsa um
veraldlegar eigur okkar en
matsmenn á vegum hreppsins
komu fljótlega á vettvang og
skráðu alla innanstokksmuni
sem þeir fundu inni í tættu hús-
inu. Ekki var tekið mark á
skýrslunni þegar starfsbræður
þeirra ffá Reykjavík komu vest-
ur á vegum félagsmálaráðu-
neytisins um það bil mánuði
síðar. Okkur var því gert að
þylja upp innbúið eftir glopp-
óttu minni, þar sem ónýtir inn-
anstokksmunir höfðu þegar
verið hreinsaðir út úr húsinu.“
Kristján Pétursson minnist
þess að hafa þurft að þylja upp
eigur sínar aðeins nokkrum
dögum eftir flóðið og átti að
meta bætur út ffá því. Hann var
Kristján Pétursson hefur
tvívegis reynt að koma yfir
sig þaki á ný, án árangurs.
þá miður sín eftir andlát ástvina
sinna og eigin lífsreynslu og
segir matið hafa verið með öllu
óraunhæft.
Loforð svikin
Viðlagatrygging bætti innbú
þeirra er urðu fyrir tjóni en
tryggingafélag bætti skemmdir
á húsum að slepptri fimm pró-
senta sjálfsábyrgð. Til greiðslu
bóta kom þó ekki fyrr en eftir
þrjá mánuði. Guðbrandi var
mest í mun að gera húsið íbúð-
arhæft á ný. „Okkur var lofað,
bæði munnlega og skriflega, að
tjón okkar yrði að fullu bætt, en
raunin varð sú að heildarbæt-
urnar fyrir innbúið voru fulllág-
ar og reikningar vegna viðgerð-
ar hússins hærri en sem nam
bótagreiðslum, og var mín eigin
vinna aldrei verðlögð. Haldnir
voru fúndir og leitað til Alex-
anders Stefánssonar, þáver-
andi félagsmálaráðherra, sem
lofaði að senda mann vestur,
okkur til aðstoðar. Einhverra
hluta vegna stóð hann aldrei við
það og það var eitt margra lof-
orða sem hafa brugðist á þess-
um tíu árum.“
Guðbrandur fullyrðir að
stjórnvöld hafi sent myndarleg-
an fjárstyrk vestur til að aðstoða
fólk en féð hafi farið í áfram-
haldandi framkvæmdir við gilið
á vegum hreppsins, sem síðar
var mokað yfir samkvæmt ráð-
leggingum sérfræðinga. Hann
telur einnig að átta íbúðir sem
reistar voru fyrir fjármagn að
sunnan hafi aldrei nýst þeim
sem áttu um sárt að binda
vegna flóðsins. „Ráðamenn
gerðu sér enga grein fyrir því að
fjármagn þetta var notað í ffam-
kvæmdir á vegum hreppsins en
ekki til aðstoðar fólkinu.“
Kristján segir farir sínar held-
ur ekki sléttar í viðskiptum við
hreppsyfirvöld. Hafi hann feng-
ið viðlagasjóðshús en ekki lóð,
eins og honum hafi þó verið lof-
að, þar sem hús hans passaði
ekki inn í skipulag bæjarins.
Var sagt að á blettinum þar sem
húsið stæði ætti að byggja innan
tíu ára. Þar hefúr engin bygging
enn verið reist.
Erfitt að vera um
kyrrt
Kristján flutti því búferlum
suður til Grindavíkur og hefur í
tvígang reynt að koma yfir sig
þaki, án árangurs. Eftir snjó-
flóðið reyndist Guðbrandi og
konu hans, Vigdísi Helgadótt-
ur, einnig erfitt að vera um
kyrrt. „Þegar við höfðum að
mestu náð áttum gátu hvorki
sonur minn né konan mín
hugsað sér að búa í húsinu
áfram vegna ótta við að búa á
þessu hættusvæði. Ég fór því
fram á að hreppurinn leysti til
sín húsið á kostnaðarverði
vegna þeirrar ábyrgðar sem ég
taldi hann bera. Við slíkar mála-
lyktir hefðum við verið stödd á
svipuðum stað fjárhagslega og
Garðurinn sem forsvars-
menn Patrekshrepps létu
reisa. Sannað þykirað
hann hafi valdið því að
flóðið fóryfir byggð.
Niðurstaða aukadómsþings Barðastrandarsýslu
Sveitarsjóður bótaskyldur
Guðbrandur Haraldsson
flutti ásamt fjölskyldu sinni
vestur til Patreksfjarðar sumar-
ið 1980. Þau reistu sér einbýlis-
hús og höfðu búið í því hálfkör-
uðu í tæp tvö ár þegar snjóflóð-
ið féll í janúarmánuði árið
1983. Hluti bílskúrsins hvarf
með öllu, þakið lyftist af íbúð-
arhúsinu og bæði hæð og kjall-
ari fylltust af vatni og snjó.
Krapinn var mestur í eldhús-
inu, þar sem börnin tvö voru
stödd; sex ára stúlka og ellefu
ára drengur. Bæði grófust þau
undir snjónum og komst
drengurinn lífs af. Aðstoð barst
litlu stúlkunni of seint.
Kristján Pétursson bjó ásamt
móður sinni og bróður
skammt ffá Guðbrandi og fjöl-
skyldu hans. Var Kristján sá
eini sem komst h'fs af. Hann var
staddur uppi í risi hússins, sem
feyktist ofan af og flaut áfram
þar til það nam staðar við fjár-
hús nokkru neðar. Honum
barst hjálp og var fljótlega
komið undir læknishendur.
Húsið hans var eitt fjögurra
húsa sem eyðilögðust með öllu,
en alls skemmdist á annan tug
húseigna í snjóflóðinu.
Garðurinn réð
stefnu krapaflóðs
Stefna Guðbrands Haralds-
sonar og Vigdísar Helgadóttur
gegn sveitarsjóði Patrekshrepps
var birt í ágúst árið 1991. Telur
Guðbrandur að framkvæmdir
af hálfú hreppsins í svokölluðu
Geirseyrargili fyrir ofan byggð-
ina hafi breytt farvegi flóðsins
og jafnvel valdið því. Hefur
hann haidið því fram að garð-
ur, sem byggður var til að verj-
ast vatnsflóðum sem komu úr
gilinu í leysingatíð, hafi beint
vatnsflaumi inn í snjóskafla fyr-
ir ofan hús sitt, með þeim af-
leiðingum að snjóflóð varð.
Sjónarvottar sáu vatn sprautast
upp úr snjóbreiðunni rétt áður
en krapinn rann af stað, sem
bendir til uppsöfnunar vatns,
en það þykir ekki sannað. For-
svarsmenn Patrekshrepps hafa
ávallt borið á móti því að garð-
urinn hafi ráðið stefnu flóðsins
áður, þótt enginn mannlegur
máttur fengi því breytt að við
vorum einum fjölskyldumeðlim •
færri. Mönnum fannst krafan
ekki ósanngjörn, en þegar á
hólminn var komið harðneit-
uðu hreppsnefndarmenn að
leysa til sín húsið, á þeim for-
sendum að þeim kæmi málið í
raun ekkert við.“
Fjölskyldan sá sér ekki annað
fært en að flytja suður og selja
húsið. Eignin seldist á minna en
hálfvirði. „Ég tók á mig skellinn
og þær krónur sem fengust fýrir
húsið fóru í að reyna að kaupa
húsnæði aftur í Reykjavík.
Verðtryggingin át þær allar upp
og við stóðum uppi slypp og
snauð eftir ævintýrið.“ Nú býr
fjölskyldan í leiguhúsnæði, en
áður en þau hjón fluttu vestur
áttu þau nýja fjögurra herbergja
íbúð í Reykjavík, skuldlitla.
Sögðu að ég gæti
sjalfum mér um
kennt
Það reyndist Guðbrandi
þrautin þyngri að leita réttar
síns og nú hafa tíu ár farið í
bréfaskriftir og málþóf. Hann
sendi hreppsnefndinni bréf þess
efnis að hann hygði á málaferli.
Fékk hann það svar hjá einum
hreppsnefndarmanna að hann
yrði löngu kominn í gjaldþrot
áður en hann ynni slíkt mál.
„Annar hreppsnefndarmanna
sagði að ég gæti sjálfúm mér um
kennt hvernig komið væri, þar
sem ég hefði sjálfur ákveðið að
flytja suður og vandræði mín
væru tilkomin af því,“ segir
Guðbrandur.
Árið 1985 leitaði Guðbrandur
lögfræðiaðstoðar, en fjármagn
var af skornum skammti og
leyfði ekki mikla vinnu í málinu
þá. Um ári síðar bráhann á það
ráð að kæra sveitarstjóra Pat-
rekshrepps, Úlfar B. Thor-
oddsen, til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins. í ffamhaldi af því
sendi hann kæru til ríkissak-
sóknara, en Bragi Steinarsson
vararíkissaksóknari vísaði
henni á bug og vitnaði í bréf
Úlfars þar sem segir að um
gamlar framkvæmdir við garð-
ana hafi verið að ræða og því
ekkert tilefni til frekari athugun-
ar. „Um hrein ósannindi var að
ræða, því enga garða má sjá á
gömlum loftmyndum. Ég benti
einnig á að fundargerðir
hreppsnefndar gætu leitt í ljós
hvort ákveðið hefði verið að
ráðast í framkvæmdir þessar,
en saksóknari sá aldrei ástæðu
til að rannsaka málið ffekar.“
Ástvinamissir erfið-
ur einn og sér
Guðbrandur hélt til umboðs-
manns Alþingis, sem benti á
hvernig sækja bæri um gjaf-
sókn. Umsókn hans lá fyrir í
dómsmálaráðuneytinu árið
1988. Honum var synjað í
fyrstu, en fyrir tilviljun komst
hann að því að synjunin var háð
skilyrðum, þrátt fyrir að slíkt
kæmi ekki fram í synjunarbréf-
inu. Sótti hann unt á ný og fékk
þá jáyrði. Hóf hann nú mála-
rekstur og féll dómur honum í
vil í undirrétti í maímánuði árið
1992.
„Ég fer ekkert í grafgötur
með að mál þetta hefúr farið illa
með okkur. Við höfum hálf-
partinn verið á vergangi, því
segja má að það fé sem sett er í
húseign sé eina spariféð sem
hinn almenni borgari á. Ást-
vinamissir einn og sér er alltaf
erfiður fyrir fólk og það tekur á
að standa að auki í stríði sem
þessu. Við hjónin reynum að
hjálpast að í gegnum þetta og
erum síður en svo að leggja upp
laupana.“
Kristján Pétursson er nú hús-
næðislaus og gengur erfiðlega
að fá félagslega kerfið í Grinda-
vík til að liðsinna sér. Hann seg-
ist standa í sömu sporum og
fyrir tíu árum og viti ekki hvað
framundan sé.
Telma L. Tómasson
og haldið því ffam að einungis
hafi verið um lagfæringu á
gömlum framkvæmdum að
ræða. Hreppurinn hefúr aldrei
viðurkennt bótaskyldu sfna.
Jón Finnbjörnsson héraðsdóm-
ari komst að gagnstæðri niður-
stöðu og var sveitarsjóður Pat-
rekshrepps dæmdur bótaskyld-
ur í undirrétti í maí árið 1992.
Meðal annars segir í dómi:
„Verður því að teljast sannað í
máli þessu að framkvæmdir í
gilinu á vegum sveitarsjóðs hafi
valdið því að krapaflóðið féll á
hús stefnenda með því afli sem
raun varð á... Hefúr garðurinn
ráðið stefnu krapaflóðsins.
Verður að telja að vanræksla
sveitarstjórnar á að leita álits
sérffæðinga áður en ráðist var í
framkvæmdir leiði til þess að
fella verði bótaskyldu á sveitar-
sjóð vegna tjóns þess er hlaust
afkrapaflóðmu."
Ákveðið var að dæma ein-
göngu um bótaskyldu stefnda
en ekki um bótagreiðslur.
5veitarsjóður Patrekshrepps
undi ekki dómi og var málinu
áfrýjað til Hæstaréttar, þar sem
það verður dómtekið í haust.
Viðbúið er að við taki nýr mál-
flutningur varðandi upphæð
bótagreiðslna, dæmist málið
þeim Guðbrandi og Vigdísi í
vil. Aldrei hefur verið farið
fram á bætur fyrir þá sem létu
lífið.
Krefjumst leiðrétt-
ingar
„Málið er afskaplega einfalt
frá minni hálfu,“ segir Guð-
brandur. „Við krefjumst þess
einfaldlega að við fáum leiðrétt-
ingu og biðjum ekki um neitt
því til viðbótar. Hreppurinn
hefur fram til þessa eldd viljað
viðurkenna mistökin sem urðu
þess valdandi að svona fór og
mun að öllum líkindum þræta
þar til yfir lýkur. Ég hef alla tíð
notað sömu rök, en því miður
hefur ráðamenn skort skyn-
semi til að hlusta á okkur, sem
veldur því að hreppsnefndar-
menn hafa ffarn að þessu verið
í sterkari stöðu en við.“
GIO MEÐ STRÆTITIL
FINNLANDS...
•Það er greinilegt að
1 sýning Þjóðleikhússins
á leikritinu Stræti, í
leikstjórn Guðjóns Pedersen,
hefur fallið fleirum í geð en
okkur Islendingum. Finninn
Asko Sarkola, sá er leikstýrir
gamanleiknum Kjaftagangi sem
frumsýndur verður í Þjóðleik-
húsinu annað kvöld, hreifst svo
af leikstjórn Guðjóns að hann
hefúr nú boðið honum að setja
verkið upp í Finnlandi. Sarkola
er einn af þekktustu leikhús-
mönnum Norðurlanda; hefúr á
annan áratug starfað sem leik-
hússtjóri Lilla Teatern í Hels-
inki og auk þess leikið umtals-
vert á sviði, í sjónvarpi og í
kvikmyndum. Stefnt er að því
að Guðjón setji upp Stræti í Lilla
Teatern næsta vetur, en meðal
annarra verkefna sem bíða hans
á komandi leikári er sýning á
vegum leikhópsms Frú Émilíu.
DÁLEIÐSLUVIÐTALIÐ
TILSIÐANEFNDAR...
Hjá siðanefnd Blaða-
mannafélags íslands
hefur verið tekin til
umfjöllunar kæra Birgis Guð-
jónssonar og systkina á hend-
ur Mannlífi vegna viðtals sem
tímaritið birti við Sigurð Þór
Guðjónsson, bróður þeirra. I
viðtalinu ásakar Sigurður Þór
föður sinn um grófa kynferðis-
lega misnotkun á sér. Einnig
liggur fyrir nefndinni kæra bæj-
arstjórans á Akranesi vegna
fréttaflutnings Bylgjunnar af
tveimur skipssköðum sem urðu
fyrr í vetur.
ARSASKRIFT SEM
DUGARÍMÁNUÐ...
Svo virðist sem Ólafur
B. Ólafsson rafeinda-
virki haldi uppteknum
hætti í ólögmætum viðskiptum
sínum, en PRESSAN greindi
frá því á dögunum hvernig
hann fyölfaldaði númerakort
fyrir afruglara Stöðvar 2. Hann
hefúr nú teygt anga sína út fyrir
landsteinana og býður húsfé-
lögum til kaups bæði áskriff og
afruglara fyrir erlendar sjón-
varpsstöðvar. Ólafur hefúr aug-
lýst grimmt í smáauglýsingum
DV, nú síðast um liðna helgi.
Ganga viðskiptin þannig fyrir
sig að húsfélagið kaupir áskrift-
arkort fyrir eitt ár hjá Ólafi fyrir
40 þúsund krónur. Hann virðist
hins vegar útvega ódýra mánað-
aráskrift að sjónvarpsstöðvun-
urn, sem
þær auglýsa
reglulega,
og selja
grandalaus-
um við-
skiptavin-
um sínum
hérlendis,
sem í góðri
trú halda að
k o r t i ð I
muni end-
ast sér út I
árið. Þegar á reynir duga þau
hins vegar ekki nema í mánuð
og er þá lokað á viðkomandi
notanda. Þegar hafa mörg hús-
félög látið glepjast og að vonum
orðið fyrir vonbrigðum. Ekki er
hægt að kæra viðskiptasvik Ól-
afs þar sem um ólöglega aðgerð
er að ræða og því hafa greiddar
upphæðir ^eynsjg||ta$ fé.
V- }