Pressan - 29.04.1993, Blaðsíða 27
GÆFA & GJÖRVILEIK
Fimmtudagurinn 29. apríl 1993
PRESSAN 27
Skipulögð ringulreið virðist
ríkja í kringum íslenskar hljóm-
sveitir. Flestar virðast þær á
leiðinni út; sumar farnar og aðr-
ar nýkomnar heim, allar með
frægðina í vasanum. SSSÓL er á
leiðinni út til London, aftur. Ég
á að hitta Helga Björns en hitti
óvart Jakob Magnússon
bassaleikara, sem segir mér að
þeir ætli að stofiia klúbb nálægt
Kings Cross í London og hann
eigi að heita COOL WORLD.
Það sé þeirra gengi í London
sem standi fyrir þessu og nú
verði kynning SSSÓL gerð eftir
grasrótarleiðum.
Helgi Björns birtist og Jakob
tjáir honum að hann sé búinn
að segja allt og Helgi eigi ekki
afturkvæmt í poppið. Helgi
hvítnar upp, sest og segir:
„Splæstu á mig kakói:“
SSSÓL er með tvær plötur til-
búnar til útgáfu. Aðra ætlaða
landanum og hina útlandinu.
Hvers vegna tvær plötur og tveir
upptökustjórar, vitið þið ekki
hvað þið ætlið að verða þegar
þið verðið stórir?
„Ég lít á þetta sem ákveðna
skynsemi. Við erum búnir að
starfa hér í fimm ár, og það er
kominn ákveðinn grunnur fyrir
bandið, en sá grunnur er ekki
endilega sá sem við viljum taka
með okkur út. Þetta er alveg
eins og með fisk; hann er settur
í mismunandi umbúðir eftir því
hvar á að markaðssetja hann.
Þetta eru sömu hljóðfæri og
sömu menn en það eru aðrir
pakkarar notaðir.
Ef við ætlum að vinna hér
heima á sama markaði og við
höfum gert — keyra á félags-
heimilin með þessa danstón-
leika — þá treysti ég því ekki að
keyra alveg nýja stefnu á liðið.
Þetta er okkar lifibrauð. Þar á
móti kemur að möguleikarnir
hér heima eru þó nokkuð tak-
markaðir, það vita allir, þess
vegna viljum við reyna fyrir
okkur erlendis."
Vel á minnst nú bytjar sum-
arharkið, spilirí um land allt
fram á haust. Það eru margir
um þessa aura, fœrðu aldrei
skrekk svona í upphafi vertíð-
ar?
„Jú, jú. Þetta er bara ákveðið
prójekt, síðan er frumsýnt og
.síðan getur stykkið bara flopp-
að. Platan kemur út í maí og
síðan er keyrt áffam.“
Hin almenna skynsemi
SSSÓL virðist vera til. En er
ekki ósatmgjarnt að leyfa ekki
okkur hér heima að heyra hvað
þið hafið eyrnamerkt útland-
inu? Ætlið þið að bíða lengi
tneð útgáfu erlendis á þessari
plötu?
„Við gefum hana út á þessu
ári. Við höfum óháða útgáfu
bakvið okkur þar sem DEVA
Records er, en það kostar pen-
inga að gefa út og kynna al-
mennilega, þannig að við ætlum
að bíða og sjá hvað setur. Okkur
liggur þannig séð ekki á en við
viljum kanna hvort stærri fiskur
bíti ekki á öngulinn.“
Hefur það einhvern tímann
hvarflað að leikaranum að
segja hingað og ekki lengra, ég
erhœttur í poppinu?
„Já, mjögoft."
Hvað, einu sinni í mánuði
eða oftar?
„Tja..“
Einu sitmi á ári?
Frægð og frami í
Cannes?
Helgi er á leiðinni til Cannes á
kvikmyndahátíðina frægu. Sód-
óma Reykjavík verður sýnd
þar, en Helgi fór með eitt aðal-
hlutverkið í þeirri mynd.
„Cannes-hátíðin er kannski
ekki lykillinn að frægð og frama
hjá mér, en þarna gefst mér að
minnsta kosti tækifæri til að
kynnast fólki sem er í þessurn
bransa. Lista- og skemmtiiðn-
aðurinn er ákveðið happdrætti
og fyrir mig verður vonandi
iærdómsríkt að sjá það í návígi.
Annars er Sódóma dúndurgóð
mynd og ég vona bara að húm-
orinn í henni skili sér, þótt hann
sé öðruvísi, á önnur menning-
arsvæði.
En þetta verður sennilega í
fyrsta og eina skiptið sem ég fer
til Cannes sem aðalleikari í
kvikmynd sem er á aðalhátíð-
inni þarna suðurfrá.“
Ég hef aldrei unnið mér það
til frægðar að fara til Cannes,
hvað þá að spila á sveitaballi, en
þetta er það sem Helgi fær að
upplifa núna á næstu mánuð-
um. Cannes verður nýtt fyrir
honum en sveitaböllin, langar
hann alltaf til að vakna á
morgnana vitandi að hann þarf
að mæta til vinnu um kvöldið,
aldrei leiði?
„Jú, en mér finnst gaman að
sjá fólk skemmta sér, sletta úr
klaufunum. Ég mundi aldrei
gera þetta nema út af því að mér
finnst vera einhver orka þar
sem fólk er að skemmta sér.“
Mér stendur til boða að koma
með SSSÓL á baíl í Njálsbúð og
upplifa eitthvað nýtt. Þangað til
hugga ég mig við að SSSÓL
heldur jafnvægi á miðfætinum.
EinarBen
MYNDLIST
í djúpum dal málverksins
„Georg Guðni á verulegt tilkall til að
eiga sceti á topp tíu-listanum yfir ís-
lenska málara í dag. Nokkuð vel afsér
vikið, efsatt er, því miðað við lífaldur
málara er hann rétt nýbyrjaður. “
GEORG GUÐNI HAUKSSON
NÝLISTASAFNINU
Um síðustu helgi voru marg-
ar sýningar opnaðar í bænum
og því af nógu að taka. Að
þessu sinni ætla ég að staldra
við í Nýlistasafninu. Af ein-
hverjum ástæðum er aðsókn að
Nýlistasafninu ekki sem skyldi,
þrátt fyrir að það sé einn besti
sýningarstaður borgarinnar og
í alfaraleið. Svo virðist sem stór
hluti almennings veigri sér við
að heimsækja staðinn, jafnvel
þótt um sé að ræða góðar sýn-
ingar sem fengju betri aðsókn
annars staðar.
Sá sem nú sýnir heitir Georg
Guðni Hauksson. Hann er af
yngri kynslóð myndlistar-
manna og á ekki langan feril að
baki, því sex ár eru liðin frá því
hann lauk námi í Hollandi.
Samt sem áður hafa töluverðar
vonir verið bundnar við hann
og gallerí á Norðurlöndum tek-
ið myndir hans til sýningar.
Þessi sýning staðfestir að þær
vonir voru ekki á misskilningi
byggðar. Georg Guðni festir sig
æ betur í sessi sem vandaður
og sterkur málari.
Það sem fyrst vakti athygli
manna voru sérstæðar lands-
lagsmyndir Georgs, þar sem
landið hafði verið einfaldað
niður í ávöl form og samfelld
litbrigði breiddu sig yfir allan
flötinn. Einföld landslagsform
eru engin nýlunda og margir
hafa unnið með svipuð mótíf.
CUNNARJ.
Oft vilja slíkar myndir enda
sem óáhugaverðar stílfærslur
og formstúdíur, sem eru
kannski ósköp huggulegar fyrir
augað, en frekar óspennandi
málaralist. Enda sneri Georg
sér að geómetrískum myndum
um skeið og skerpti tilfinningu
sína fýrir myndfletinum og
meðferð olíunnar og litanna.
Nú þegar hann tekur aftur til
við landslagsmótíf er greinilegt
að sú vinna hefur skilað sér, því
það er afar náið samræmi milli
landslagsformanna og með-
ferðar málningarinnar, sem er
lögð á með reglubundnum lóð-
réttum og láréttum pensil-
strokum.
f íslenskum landslagsmynd-
um beinist athyglin jafnan að
tilteknu kennileiti, yfirleitt fjalli,
sem tekur á móti augnaráði
áhorfandans og svarar því. Jörð
og himinn eru skarplega að-
skilin og landið býr yfir mass-
ífri mótstöðu efnisins. Ekkert af
þessu á við um myndir Georgs.
Þar eru engin fjöll, engar ár eða
klettar, öll kennileiti eru útmáð.
Hvergi eru skörp skil, heldur
renna jörð og himinn saman í
eina heild. Það sem blasir við er
dalur, eða dalverpi, afrnarkað-
ur af dalbotni, ávölum hh'ðum
til beggja handa og himni.
Dýptarskynið í myndinni dreg-
ur augað inn að miðju hennar,
en þangað sem auganu er beint
er ekkert að sjá. Augnaráðið
staðnæmist hvergi. Dalur, hlíð-
ar og himinn renna saman. All-
ur mismunur eyðist milli jarðar
og himins, fjarlægðar og ná-
lægðar, myndrýmis og mynd-
flatar, sjónblekkingar og pen-
silfars.
Það sem er gert sýnilegt í
myndunum er það sem af-
markast á fjóra vegu af dal-
botni, hlíðum og himni. Hið
ósýnilega, sem svarar til and-
rúmsloftsins í dalnum, er gert
sýnilegt eða allt að því áþreifan-
legt. Það er eins og Georg hafi
fýllt upp í þá keilu, sem dalur
og himinn affnarka, með hæg-
um og reglubundnum pensil-
strokum, hálfgegnsæjum og
einhvers staðar stöddum í rými
sjónblekkingarinnar. Það er
eins og dýpt dalsins þjóni þeim
tilgangi að gefa okkur tilfinn-
ingu fyrir dýpt málverksins,
sem skapast af vinnuferli lista-
mannsins á yfirborði strigans.
Myndir Georgs eru ekki um
eða vegna landslagsins, heldur
eru þau málverk, hrein og klár.
Gæði þeirra byggjast á því sem
þau gera sem málverk, en ekki
því sem þau koma til leiðar
sem miðill fyrir ytri skírskotan-
ir eða upplifanir listamannsins.
Málverkin eru ekki nema
átta talsins, en þess ber að geta
að þau eru seinunnin og Georg
hugsar greinilega um að ein-
beita sér að hverri mynd fyrir
sig* enda erú gæðin mjög jöfn.
Innan um eru smáar teikningar
og vatnslitamyndir af lands-
lagsmótífúm sem standa vel
fyrir sínu og létta heildarsvip-
inn á sýningunni. Öllu er kom-
ið þannig fyrir að áhorfandinn
njóti hverrar myndar sem best.
Georg Guðni á verulegt til-
kall til að eiga sæti á topp tíu-
listanum yfir íslenska málara í
dag. Nokkuð vel af sér vikið, ef
satt er, því miðað við lífaldur
málara er hann rétt nýbyijaður.
Popp
FIMMTUDAGURINN| LAUGARDAGURiNN|
29.APRÍL 1 . MAÍ
• Móeiður Júníusdóttir
söngkona verður með sér
reyndari mönnum, þeim Agli
B. Hreinssyni píanóleikara
og Bjarna Sveinbjörnssyni
kontrabassaleikara, í djass-
veislu á Mímisbar í kvöld og
næstu fimmtudagskvöld.
Skemmtileg sumarsveifla.
• SSSól verður á Plúsnum í
kvöld ásamt Bylgjunni sem
ætlar að útvarpa geislum Sól-
arinnar. Sem fýrr verður hinn
íslenski Mick Jagger (Helgi
Björns) trylltur á sviðinu.
• Lipstick Lovers ætla ekki
að vera minni menn en þeir í
Jet Black Joe. Þeir hafa allir
fagurlagaðar varir og ætti
það að nægja til að trylla
kvenlýðinn. Þeir verða á Gauk
á Stöng fram á sunnudag.
• Haraldur Reynisson
trúbadorá Fógetanum.
• Borgardæturnar Andrea
Gylfadóttir, Ellen Kristjáns-
dóttir og Berglind Björk
Jónasdóttir verða í anda
Andrews-systra við undirleik
Setuliðsins á Hótel Borg. Að-
stoðin er í formi Eyþórs
Gunnarssonarog fleiri eðal-
tónlistarmanna. Kvöldverður
með kaffi og konfekti er í
boði, eigifólkaur.
• Stripp karla og kvenna
heldur áfram á Dansbarnum.
Þeir sem vilja heldur hlusta á
diskó geta snúið sér undan.
• Kredit er blússveit að
norðan sem ku vera vel þekkt
þar nyrðra. Þeir verða á Blús-
barnum í Reykjavík að koma
Sunnlendingum á norð-
lenska blússporið.
• Lipstick Lovers, öðru
nafni varalitaelskhugarnir, á
Gauká Stöng.
• Geirmundur Valtýsson
leikur undir íslenskri fegurð
vegna krýningar Ungfrú ís-
lands á Hótel íslandi í kvöld.
Glys, glaumur, gleði og
spenna.
• Rokkabillíband Reykja-
víkur hefur upp raust sína og
hitar hana upp á Tveimur vin-
um, áður en lagt verður með
látum í Gaukinn.
• Björgvin Halldórsson og
satt og logið um landann á
Hótel Sögu.
• Bara tveir er dúett úr
Keflavík sem gerir út á fyndni
og söng á Fógetanum.
• Tvær sýnir er nafn á dúett
sem hefur í raun ekkert nafn.
Annar meðlimurinn kemur úr
Tveimur logum en hinn úr
Sýn. Þeir verða á Rauða Ijón-
inu, nema hvað?
• Stripp og annar dóna-
skapurá Dansbarnum.
• Gal í Leó eru Rabbi
trommari og félagar. Þeir
ætla í samvinnu við Plúsinn
að efna til sveitaballs í mið-
borg Reykjavíkur. Sætaferðir
verða frá Lækjartorgi með
stóra gula bílnum.
• Lipstick Lovers tæta og
trylla á Gauknum.
• Júpíters taka gúmbudans-
inn á Tveimur vinum í kvöld
og boða rómantíska nautn.
• Geirmundur Valtýsson
syngur í sveiflu, en að vísu
undir misjafnri fegurð á Hótel
íslandi.
• Björgvin Halldórsson,
Halli, Laddi, Lolla og Hjalii
Ijúga upp á landann á Sögu.
• Bara tveir flautaþyrlar á
Fógetanum.
• Rokkabillíband Reykja-
víkur heldur fimm ára tón-
listarhátíð á Gauk á Stöng í
kvöld. Þeir munu af því tilefni
skreyta hljómsveit sína með
þeim Kristni Svavarssyni
saxófónleikara og Kjartani
Valdimarssyni hljómborðs-
leikara, auk þess sem Bylgjan
hyggurá beina útsendingu.
Rokkabillíbandið ætlar ekki
að hætta fögnuðinum á
Gauknum fyrr en seint á
þriðjudagskveld.
• Guðmundur Rúnar fer ’*í|
liprum fingrum um gítarinn á
Fógetanum.
SVEITABÖLL
FOSTUDAGURINN
30. APRÍL
• Hótel Borgarnes: Todmo-
bile, sú stormvindaglaða
grúppa, skemmtir Borgnes-
ingum og nærsveitungum.
• Sjallakráin, Akureyri:
Skriðjöklarnir eru aftur að
skríða saman eftir smáhlé og
leika í heimabænum.
• Þotan í Keflavík heldur
stórhátíð í kvöld, þar sem
Spíritus, Stjórnin, danskar
fatafellur og Berlínurnar ætla
að leggjastöll á eitt.
• Höfðinn, Vestmannaeyj-
um: Paparnir; írsku munkarn-
ir, leika í eina skiptið í Eyjum
um þessa helgi. Góða
skemmtun.
• Krúsin á ísafirði verður án
stórátaka um helgina.Gleði-
gjafar skemmta ásamt Ragga
Bjarna, Ellý Vilhjálms, Bjarna
Ara og fleirum.
LAUGAR DAG U RIN N
1 . MAÍ
I
• Hótel Akranes: Vinir Dóra
skapa Plússtemmningu á
Skaganum.
• Hótel Selfoss: Leikur að
vonum er dagskrá með lög-
um Labba í Mánum sem end-
urtekin verður í kvöld.
• Sjallinn, Akureyri: Stjórn-
in tekur nýja lagið með Siggu
Beinteins.
• Höfðinn, Vestmannaeyj-
um: Papar í síðasta sinn í Eyj-
• Krúsin, ísafirði: Hljóm-
sveitin Gleðigjafar, Raggi
Bjarna, Ellý og allir hinir sem
voru í gær á sama stað.