Pressan - 29.04.1993, Blaðsíða 9

Pressan - 29.04.1993, Blaðsíða 9
F R ÉTT I R Fimmtudagurinn 29. apríl 1993 PRFSSAN 9 ATLI BERGMANN & ERIK JENSEN hjá Framtíðarferðum. Hafa hlotið ákúrur vegna harðskeyttrar söluherferðar en eiga von á mönnum frá útlöndum til að styðja málstað sinn. ur viðhaldskostnað upp á um 37.000 krónur á ári sé miðað við þriggja vikna gistingu, en magnast ef gistingin varir leng- ur. Kampavín eftir und- irritun Meðal viðskiptavina sem rætt hefur verið við kemur fram hörð gagnrýni á sölumennsku fyrirtækisins. Þar sem um er að ræða eldra fólk er auðvitað spurning hvað hægt er að bjóða því. Eftir því sem komist verður næst er fólk fengið á „persónu- legan“ fund, sem getur staðið í marga tíma. Verð er ekki til um- ræðu fyrr en á síðustu stigum og kemur fram hjá viðskipta- vinum að þeir hafi ekki vitað nákvæmlega hvað um var að ræða. Kaupendum er hins vegar gefið kampavín fyrir undirritun, en nauðsynlegt er að undirrita fjölda pappíra. Um leið og tímapressan er aukin er fólk látíð vita að ef það kaupi ekki nú hækki verðið um 20 prósent á morgun, eins og kom fram hjá Jóni Júlíusi. I svipaðan streng tók Einar Guð- mundsson, sem sat á sex tíma fundi. Þess ber að geta að báðir þeir fundir fóru fram suður í Portúgal síðasta sumar. Eign eða leiga? Það hefur komið fram hjá mörgum aðilum, og var meðal annars haft eftir Einari Grön- dal, starfsmanni Landsbank- ans, í útvarpsviðtali á Rás 2, að margir átta sig ekki á því um hvað viðskiptin snúast. Ekki er verið að selja fasteign heldur dvalarrétt. Þessi dvalarréttur er seldur af íslensku fyrirtæki, sem Erik Jensen segir að sé umboðs- aðili fyrir portúgalska fyrirtækið DoSol hoteis SA. Þetta fyrirtæki á síðan hótelið Domino Do Sol. Kaupendur kaupa því dvalar- rétt en þó með þeim skyldum eigandans að viðhalda eigninni. Samt er þetta kynnt sem „fjár- festing til lífstíðar“ í auglýsing- um fyrirtækisins. Einnig hafa komið upp vandamál varðandi endursölu, eins og blaðamaður hefur nokk- Ingólfur Guðbrandsson hjá Heimsklúbbnum Sofandaháttur yfirvalda hneykslar mig „Ég hef sjálfur átt íbúðarhús- næði erlendis, sem aðeins hef- ur orðið mér fjárhagslegur baggi. Sjálfur bý ég alltaf á vönduðum hótelum á ferðum mínum og það hefur reynst mér ódýrast þegar á allt er litið. Ég veit ekki um neinn sem hef- ur hagnast á því að kaupa sér hús erlendis til notkunar í styttri tíma,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson hjá Heims- klúbbnum. Ingólfur sagðist að- spurður hafa margar alvarlegar athugasemdir fram að færa um starfsemi Framtíðarferða, en vildi ekki tjá sig um það að svo stöddu. „Vitað er um fjölda tilfella erlendis þar sem fólk hefur far- ið flatt á viðskiptum sínum við svonefnd Time Sharing-fyrir- tæki og misst allt sitt uppsafn- aða sparifé, sem ætlað var til ánægjulegra feiðalaga. Það sem hneykslar mig mest er sof- andaháttur yfirvalda,“ var það eina sem Ingólfur vildi láta eftir sér hafa. IngólfurGuðbrandsson Vitað um fjölda tilfella er- lendis þar sem fólk hefur misst allt uppsafnað spari- fé. verulegum upphæðum, eins og kemur fram á samning- seyðublaði sem blaðamaður hefur undir höndum, allt frá 73 pundum upp í 127 pund. Ef miðað er við þrjár vikur er við- haldskostnaður á ári í minnstu íbúðinni, sem aðeins tekur tvo, um 21.000 krónur á ári. Stærsta íbúðin, með átta íbúa rými, hef- Fyrrverandi viðskiptavinir Argasta skrum Ég tel þetta vera argasta skrum,“ segir Jón Júlíus Sig- urðsson, fyrrverandi útibús- stjóri í Landsbankanum, en hann er einn þeirra sem fjár- festu í íbúðarrétti suður í Portú- gal. „Það er um ár síðan ég keypti eignina. Meginforsendan fyrir því var sú að Erik Jensen sagði að það væri ekkert mál að selja hana aftur ef ég þyrfti á að halda,“ segir Jón Júlíus, en hann hefur nú í sex mánuði reynt að selja íbúðarréttínn. Ástæða þess að hann er að selja aftur er sú að þau hjónin eru að flytja í íbúðir aldraðra og þurfa að losa fé til þess. Einnig kom ffam hjá Jóni að þegar hann reyndi að fá aðila erlendis til að selja réttinn var hann krafinn um háar upphæð- ir í sölulaun fyrirffam. „Þessir söluaðilar gjöreyði- lögðu fyrir okkur hjónunum ffí- ið,“ segir Einar Guðmunds- son kennari, sem fór til Portú- gals í fýrra ásamt konu sinni. „Út um allt voru þessir sölu- menn og það var engin leið að verjast ágangi þeirra. Okkur var haldið inni í sex tíma og ekki sleppt fyrr en við höfðum keypt,“ segir Einar, en hann átti einmitt viðskipti við Erik Jens- en. Einar segir þó að eini ljósi punkturinn hafi verið viðleitni tveggja sölumanna, Ólafs Ragnarssonar og Brynjólfs Sigurðssonar, til að leysa úr málunum. Einar endaði á því að gera samning við tvo söluaðila og var annar á vegum Domino Do Sol. Hann hefur nú losað sig undan þeim samningum og var kostnaðurinn við það veruleg- ur. ur dæmi um. Þeir Framtíðar- ferðamenn hafa þá skýringu á dæmi Jóns Júlíusar að hann hafi ekki verið búinn að greiða sinn hluta að ftillu og því ekki getað endurselt. Hann hafi ekki end- ursölumöguleika fyrr en hann hafi greitt að fullu og fengið af- sal í hendurnar. Þetta segja kaupendur að séu ný tíðindi fyrir sig. Það reyndar kemur ffam hjá mörgum að innihald samning- anna liggi alls ekki ljóst fyrir þegar fólk lætur freistast til að skrifa undir þá. Má þar til dæm- is finna ákvæði um að fólk afsali sér rétti til að höfða mál á hend- ur Framtíðarmönnum, heldur beri að leysa ágreiningsmál með gerðardómi. Treysta á að takist að semja við Flug- leiðamenn RCI-fyrirtækið, sem á hug- myndina sem Framtíðarferðir byggja á, er fyrst og fremst skiptifyrirtæki sem tekur að sér að skipta á gistirétti fljótt og vel, að sjálfsögðu gegn gjaldi. Félag- ið var stofhað í Bandaríkjunum árið 1974 og hefur vaxið hratt síðan. RCI hefur hins vegar ekk- ert með Framtíðarferðir að gera þó að Framtíðarferðir afli að sjálfsögðu meðlima fyrir félagið. RCI hefur tekið að sér að semja við flugfélög víða um heim um lægri fargjöld við flug- félög og lægri gjöld á ýmsu því sem lýtur að ferðakostnaði. Eftir því sem komist verður næst hafa fulltrúar RCI í Skand- inavíu hafið samningaviðræður við Flugleiðamenn um að þeir bjóði félagsmönnum slík af- sláttargjöld, en ekkert er vitað um árangur þeirra viðræðna. Þess má geta að reyndar hefur PRESSAN undir höndum bréf ffá Arild Haggeland hjá RCI í Danmörku, þar sem tekið er ffam að Jensen sé ekki á vegum RCI. Bréfið er dagsett 17. mars. Kom ffam hjá Erik að fulltrú- ar RCI væru á leiðinni til ís- lands, meðal annars til að skoða rekstur Framtíðarferða. Sömu sögu má segja um Antonio Rosado, hinn portúgalska stjórnanda Domino Do Sol, en hann er einnig á leiðinni til landsins. Þá kom ffam hjá Erik að haft hefði verið samband við Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmann og væri ætlunin að hann færi til Portúgals að staðfesta tryggingar sem þar eru. Ekki náðist í Ragnar til að fá þetta staðfest. Það er því aug- ljóst að þeir Framtíðarferða- menn reyna nú allt til að efla trúverðugleika sinn. Peningarnir lagðir inn á reikning á Mön Því er haldið ffam að 700 ís- lendingar séu nú meðlimir í RCI, en sú tala segir ekki til um fjölda samninga. Það kemur fram í bæklingum frá RCI að þar séu 6 milljónir meðlima, en ef rýnt er í tölur kemur ffam að á bak við það standa 1,4 millj- ónir samninga. Þeir eru einfald- lega margfaldaðir með fjöl- skyldustærð. Á sama hátt má skoða fullyrðingu um 700 með- limi — á bak við það standa á milli 100 og 200 samningar. Þetta eru hins vegar háar upphæðir — hæstu samning- arnir sem fólk hefur undirgeng- ist eru upp á 1,5 milljónir króna. Eftir því sem komist verður næst eru þessir peningar fluttir inn á reikning á eyjunni Mön, sem hefur sérstakar reglur um bankaleynd. Erik Jensen var sérstaklega spurður um það hvort hann sjálfur héldi reikn- ing þar en hann neitaði því. Einnig neitaði hann fullyrðing- um um að hann hefði í raun ekkert fjármagn lagt fram til verkefnisins, en heimildir eru fyrir því að Erik hafi komið eignalaus til landsins. Ferill hans í ferðamálum er fyrst og ffemst í Portúgal. Varð hann meðal annars sjálfur fyrir barðinu á ósvífnum söluaðila sem stakk af effir söfnun á dval- arréttarsamningum (Time Sharing) á Vale Navio-hótelinu fyrir nokkrum árum. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.