Pressan - 29.04.1993, Blaðsíða 19

Pressan - 29.04.1993, Blaðsíða 19
S K I L A BOÐ Fimmtudagurinn29. apríl 1993 PRESSAN XOCHITLERÚR NAHUATL... \ Ekki er nóg með að I flestir veðji á Brynju Vífilsdóttur sem næstu fegurðardrottningu fs- lands heldur ber hún og frumlegasta nafnið; hennar rétta nafn er Brynja Xochitl Vííilsdóttir. Á tímum harðra nafnalaga spyrja sig margir hvaðan þetta einstaka nafn sé komið. Vífill Magnússon, arkitekt og faðir Brynju, upp- lýsti PRESSUNA um að það væri upprunnið í Mexíkó, þar sem Brynja fæddist og bjó fyrstu æviárin. Xochitl er blómanafn, upphaflega kom- ið frá indíánaþjóðflokknum Aztekum sem tala tungumál sem kallað er Nahuatl. „Xoc- hitl er jafnalgengt í Mexíkó og kvenmannsnafnið Rósa á fs- landi,“ segir Vífill. „Þegar við flutt- um til íslands var millinafn hennar ekki °g gleymdist því. Þegar Brynja var fermd var skírð í °g þá að þessu nafni án nokkurra mót- mæla.“ FRIÐRIK ÞÓR FÉKK HÆSTASTYRKINN... Á fundi evrópska kvikmyndasj óðsins, Eurimages, í Amster- dam var Friðriki Þór Frið- rikssyni og kvikmynd hans Bíódögum veitt- ur 19 milljóna króna styrkur. Þetta var hlut- fallslega hæsti styrkurinn úr sjóðnum miðað við kostnað- aráætlun. Að sögn Ólafs Arn- arsonar, fulltrúa íslands í sjóðnum, er venjulega miðað við 11% af kostnaðaráætlun en styrkur Friðriks Þórs nær 15%. Af 24 umsóknum fengu 6 jákvæða afgreiðslu. SEXBANKASTJÓRAR f STAÐ ÞRIGGJA_ l Skipulagsbreytingar ) íslandsbanka hafa verið kynntar eins og þær fælu í sér sparnað. f stað þriggja bankastjóra verður bara einn, Valur Valsson. Hinir tveir, Bjöm Bjömsson og Tryggvi Pálsson, verða framkvæmdastjórar. Fyrir voru tveir ffamkvæmdastjór- ar og sá þriðji er nýráðinn, Ásmundur Stefánsson. Valur var áður formaður bankastjórnar. Ekki eru líkur á að hann fundi mikið með sjálfúm sér og mun hann því líklega stýra fundum banka- og framkvæmdastjórnar. Þá fundi munu sex manns sitja; einn bankastjóri og fimm framkvæmdastjórar. Það má því ef til vill segja sem svo að íslandsbanki hafi fengið sex bankastjóraígildi í stað þriggja með þessum breytingum. I ofninn, grillið pottinn eða pönnuna, aðeins 484% í næstu verslun BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI Mörg hundruð bílastæði í boði í miðborginni. Nýtum ný bílhýsi og bílastæði i stað þeirra sem hverfa. INGÓLFSGARÐUR KOLAPORT TRAÐARKOT VESTURGATA 7 BÍLAKJALLARI RÁÐHÚSS ALÞINGISREITUR TRYGGVAGATA 15 BERGSTAÐIR Upplýsingasími Bílastœðasjóðs er 632380. Vegna framkvæmda í miðborginni í sumar verða fjölmörg bílastæði tekin úr notkun, - sum endanlega, önnur tímabundið. Þrátt fyrir þetta hefur heildarframboð bílastæða í mið- borginni ekki minnkað. Það er vegna þess að fjömörg ný stæði hafa undanfarið verið tekin í notkun. í þessu sambandi er sérstaklega bent á bílastæði í bílhýsum miðborgarinnar. Mikilvægt er því að þeir sem leið eiga í miðborgina vegna starfa sinna eða annarra erinda, geri sér grein fyrir þessum breyttu aðstæðum. Leidð upplýsinga um allt er lýtur að bílastæðum og staðsetningu bílhýsa og bílastæðasvæða í miðborginni. BILASTÆÐASJOÐUR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.