Pressan - 14.10.1993, Page 24
RASSVASAPELAR OG REMBINGUR
24 PRBSSAN
Fimmtudagurinn 14. október 1993
Árið hefur verið frekar athafna-
samt fyrir rokksveitina HAM. í sumar
gáfu þeir út safnplötuna „Saga
rokksins 1988-1993" og dvöldu í
New York þar sem þeir léku víða í
klúbbum og töluðu við útgáfufyrir-
tæki. Eitthvað virðist vera að gerast í
^þessum samningaviðræðum því
stefnan hefur verið tekin á aðra
New York-ferð sem
fyrst. HAM hafa
spilað í nokkrum
framhaldsskólum í
haust en annað
kvöld halda þeir
tónleika á Tungl-
inu, hina hálfsárs-
legu stórtónleika.
Leikin verða öll
helstu lög sveitar-
innar ásamt nokkr-
um nýjum. Til upp-
hitunar verða sveit-
irnar SSSpan og
Moskvítsj, báðar
efnilegar og rokk-
aðar.
En Sigurjón Kjart-
ansson og Jóhann
Jóhannsson, með-
limir í HAM, eru
fleira að bauka um
þessar mundir. Þeir
hafa hönd í bagga
með sólóskífu Páls
Óskars Hjálmtýs-
sonar, semja lögin
og útsetja. Þar mun
á ferð magnað
diskó, en því dæmi
verða gerð betri
skil seinna.
Á tónleikum HAM verður boðin
spóla í mjög takmörkuðu upplagi.
Þar er á ferð tónleikaupptaka frá
leik sveitarinnar í pönkmekkanu
fræga CBGB's í sumar.
Tunglið verður opnað kl. 22.00,
tónleikarnir hefjast stundvíslega kl.
23.00, aldurstakmark verður 18 ár
og það kostar þúsundkall inn.
TAPPI TÍKARRASS „Ég hef aldrei séö aöra eins frystikistu.
Af Dvi É
pabbi
Gleymdar perlur pönks og nýbylgju fást nú aftur á tvöföldum geisladiski
með tónlistinni úr mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Rokki í Reykjavík,
sem gerð var árið 1982. Þeir sem vilja endurnýja kynnin af Jonee Jonee,
Mogo Homo, Vonbrigðum, Q4U og Bruna BB fá þarna skammtinn sinn
innan um stærri nöfnin, Punkinn, Baraflokldnn, Fræbbblana, Egó, Þey
og Tappa tílcarrass. Meira að segja Pétur Kristjánsson er þarna með Start
og Ragga Gísla með Grýlunum og Gullúrinu.
TÓNLIST
Varðeldastuð með Árna
ÁRNI JOHNSEN
VINIROG KUNNINGJAR
MILLJÓNAÚTGÁFAN
EINIDRANGUR/JAPIS
★ ★1/2
Mér skilst að það hafi þurft
mótorhjólaslys og höfuðhögg
til að Árni Johnsen færi aftur í
útgáfubransann. Hver svo
sem ástæðan var geta menn
glaðst yfir að Árni skuli aftur
vera kominn í poppbransann
eftir rúmlega tuttugu ára hlé
frá plötuútgáfu. Árni býður
upp á troðfúllan disk, sautján
lög, og kennir ýmissa grasa;
hér er allt ffá harmóníkutón-
list upp í stuðrokk, og allt
auðvitað á gömlu góðu
mannlegu nótunum, a la „Á
frívaktinni“.
Það er hin sérstaka rödd
Árna sem einna helst heldur
manni við efnið. Á íslandi
hafa löngum tíðkast „sérstak-
ir“ söngvarar — Megasi, Ein-
ari Erni og Maríu Baldurs
skýtur fyrst upp í hugann —
og er Árni tvímælalaust í
þessum þjóðlega hópi. Árni
getur raulað sig fýrirhafnar-
laust í gegnum hálft lag og
hljómað eins og hver önnur
varðeldabytta í hinni árlegu
útilegu. Sérstaða þingmanns-
ins felst í því að í lögunum
miðjum er eins og hann fái
sér sopa af rassvasapelanum
og æsist allur upp með remb-
ingi og þessu Árna Johnsen-
íska gaulstílbrigði sem erfitt
er að lýsa nema vera móðg-
andi og minnast á stofnun í
Kópavogi. I sumum lögum
telcst honum að halda aftur af
stuðrembingnum en sem
betur fer loðir þetta vöru-
merld við flest lögin.
Ég hef aldrei komið til
Vestmannaeyja en mér sldlst
að þar gerist varðeldastuðið
einna magnaðast á landinu.
Árni er náttúrlega helsti stuð-
bolti eyjanna og hann og hin-
ir lundabaggarnir hafa eflaust
átt margar fjörnætur við söng
og gítarspil. Á svona sam-
kundum tíðkast að syngja hin
einu og sönnu Vestmanna-
eyjalög; snoturt vísnapopp
sem allir ráða við, með text-
um fullum af þrám og róm-
antískum útlistunum á ágæti
þessara fögru eyja. Platan
verður eflaust metsöluplata í
„Sérstaða þing-
mannsinsfelst í
því að í lögunum
miðjum er eins og
hann fái sér sopa
afrassvasapelan-
umogœsist allur
upp með rembingi
ogþessuÁrna
Johnsen-íska gaul-
stílbrigði sem erf-
itt er að lýsa nema
vera móðgandi og
minnast á stofnun
íKópavogi.u
Vestmannaeyjum enda hlað-
in löngu kunnum varðelda-
smellum, m.a. nokkrum eftir
Ása í Bæ, Mr. Vestmannaeyj-
ar himself.
Auk þess að syngja og slá
kassagítarinn semur Árni
nokkur lög og ljóð. Lög hans
við „Vísur um heiðina“ og
„Stríðið“ eftir Indriða G. og
Laxness eru snyrtilega samin
og falla vel að ljóðunum. Ljóð
Árna fjalla að sjálfsögðu
mestmegnis um böll og ævin-
týri samfara þeim, hið ágæt-
asta föndur, en ég sakna ab-
súrdhúmorsins sem Árni
sannaði að hann hefur til-
finningu fýrir með þingræð-
unni súrrealísku sem hann
flutti í Hrafns-málinu. Einna
næst því að vera óskiljanlegur
kemst hann í „Þykkvabæjar-
rokkinu“. Textinn fjallar að
ég held um myglaðar kartöfl-
ur úr „kartöflugarðinum
heima — svona einn komma
sextíu kílómetra ffá sænum“.
Lagið er eftir Huddie Led-
better og var gert vinsælt af
Creedence Clearwater Revi-
val, en hér heima af Lúdó og
Stefáni sem sungu einnig um
kartöflur í sinni versjón. Út-
færsla Árna er þó toppurinn á
frægðarferli þessa lags, enda
textinn geggjað rugl og stuð-
rembingurinn í Árna á suðu-
punkti.
Árni Johnsen er sannfær-
andi gleðinagli og það má
sannarlega hafa lúmskt gam-
an af þessum fjörpakka —
jafnvel þó að maður sé ekki
úr Vestmannaeyjum.
POPP
FIMMTU DAG U R I N N
14. OKTÓBER
• Black Out reynir að
koma vitinu fyrir fólk á
Tveimur vinum með nýja
söngkonu sér til skrauts.
Sú heitir Jona de Groot.
Þeir sem eldri eru bera
nöfnin Andri Black, Leifur
Hammer, Steb Stefáns-
son og Gunnar Einars-
son. Það er vonandi að
einhver muni eftir þeim.
• Bone China verður í
návígi á villimannaverts-
húsinu Grand Rokk.
• Cats er dúett skipaður
tveimur útlendingum sem
leika fimlega á Cancun.
Mín kisa dansar tangó.
• Vinir vors og blóma
fá gott í kroppinn á
Hressó með nýlendu-
þýska pornóbandinu.
Hefjast tónleikarnir ná-
kvæmlega klukkan 23.07.
• Indie-kvöld á veitinga-
húsinu 22. Sem fyrr verð-
ur úrval laga hljómsveita
á borð við The Fall, Sonic
Youth og talsvert af inn-
lendu efni. Nú.
• Klang og Kompaní
hafa það betra en nokkur
annar á fimmtudegi á
Gauki á Stöng. Engin
bjórhátíð.
• Die Fidelen Múnchen-
er eru enn að jóðla á
Októberhátíð. í kvöld eru
viðkomustaðirnir bæði
Berlín og Naustkráin.
• Nýdönsk, Kolrassa
krókríðandi, Spoon og
Tjalz-Gizur taka allar
höndum saman um að fá
fólkið úr miðbænum til að
skemmta sér í íþróttahús-
inu í Digranesi. Það hús
mun eiga að gera að
miklu skemmtihúsi fyrir
ungt fólk sem vill fara í
dansvímu í stað áfengis-
vímu. Stefnt er að stórum
rokktónleikum í húsinu
18. desember.
• Mannakorn ætla að
bæta líðan Hafnfirðinga í
Firðinum með þeim
Magnúsi og Pálma. Nill-
inn opinn með diskó og
vodka.
• Örkin hans Nóa gerir
út frá Café Amsterdam í
kvöld.
*
• Mickey Jupp og KK-
band spila taktfasta tón-
list sem er í miklu uppá-
haldi hjá Árna Þórarins
og fleirum á Tveimur vin-
um. Sagt er að Jupp sé
feikigóður.
• Lipstick Lovers eru
nýkomnir frá mikilli tónlist-
arhátíð í Nuuk á Græn-
landi. Að þeirra sögn var
mikið gaman.
• Reggae on lce er eina
(slenska reggaehljóm-
sveitin. Hún er með ekta
Jamaica-mann fremstan í
flokki og ískalda íslend-
inga. Þeir verða á Gauki
á Stöng.
• Die Fidelen Múnchen-
er verða á Sólon íslandus
sem og undankeppni f
bjórþambi.
• Mannakorn reyna enn
og aftur að ná sér niðri á
Hafnfirðingum í Firðinum.
Diskóbarinn Nilli ávallt
opinn.
• Örkin hans Nóa held-
ur aðra útgerðarveislu á
Café Amsterdam.
• Ný-danskir fara hvað
úr hverju að halda útgáfu-
tónleika. Þangað til mjatla
þeir eitt og eitt lag ofan í
landsmenn og nú á
Tveimur vinum.
• Lipstick Lovers enn
ferskir á Cancun.
• Reggae on lce yljar
gestum Gauks á Stöng.
• Die Fidelen Múnchen-
er á lokadrykkjuhófi bjór-
hátíðarinnar. Að öllum lík-
indum verður slegið upp
tjaldi í Hressógarðinum
þótt enginn sé verri þótt
hann vökni. Úrslit verða í
bjórþambi, leynigestur
opinberar sig. Mætið með
nefklemmu.
• Combo Ellenar, eins
og bandið heitir réttilega,
verður á Cancun.
• Sniglabandið hefur
væntanlega eitthvað nýtt
fram að færa á Gauknum.
SVEITABÖLL
• Telið, Akranesi Micky
Jupp og KK-band.
• Sjallinn, ísafirði Vinir
Dóra spila sjálfsagt ekki
fyrir neina fimmhundruð-
þúsund manns eins og
þeir gerðu í Chicago en
kannski fleiri mikilmenni.
• Sjallinn, ísafirði Vinir
Dóra þéttir.
• Höfðinn, Vestmanna-
eyjum Gildran er komin
úr fríi með House of the
Rising Sun.
• Þotan, Keflavík lætur
ekki að sér hæða fremur
en fyrri daginn. Þar
skemmta Todmobile, sem
eru um þessar mundir að
leggja síðustu hönd á
væntanlegan kveðjudisk.
• Sjallinn, ísafirði Hinn
breski Mickey Jupp og
KK-band lofa Vestfirðing-
um góðum dansleik.
• Matborg, Patreksfirði
Vinir Dóra gleðja land-
ann. Og líður vel.
• Höfðinn, Vestmanna-
eyjum Gildran leggur
snörurnar.
• Bíóhöllin, Akranesi
Bubbi bestaskinn verður
einn á kassagftar með
Orra Harðarson sem upp-
hitara.
• Vagninn, Flateyri er
útgáfustaður KK-bands-
ins, sem er þar í fylgd
ekki minni tónlistarmanns
en Mickeys Jupp.