Pressan - 14.10.1993, Qupperneq 34
Fimmtudagurinn 14. október 199.
34 PRESSAN
SJÓNVARPIÐ
Sjáið:
• Með hnúum og hnefúm ★★★ Any Which Way You Can Á
RÚV á laugardagskvöld. Clint Eastwood-mynd. Eastwood er
einfaldlega frábær. Ef Bronco Billy er undanskilinn, þá er nánast
•**5ama hvar drepið er niður auga, Clint klikkar ekki — og það
jafnvel þó að menningarvitarnir séu að reyna að gera hann að
sínum manni. Það skal aldrei takast.
Ps. Hvað þýðir það þegar kvikmynd er ekki taiin hæfa áhorf-
endum yngri en 12 ára?
• Hús Bemörðu Alba The House of Bernarda Alha á RÚV á
sunnudagskvöld. Bresk sjónvarpsmynd byggð á leikriti eftir
Lorca. Leikritið er magnað og breskar sjónvarpsmyndir eru
jafhan til fyrirmyndar. Athyglisvert að sjá hvernig kaldhæðinn
tjallinn fer með þetta blóðheita verk.
• Arizonayngri ★★★1/2 Raising
Arizona á Stöð 2 á laugardags-
kvöld. Það er óhætt að mæla með
þessari kvikmynd, hún er rakin
skemmtun. Einskonar blanda af
spennu og absúrdisma. Cage og
Goodman eru í banastuði. Passið
ykkur á því að missa ekki af upp-
hafsatriðinu!
• Víghöfði ★★★ Cape Fear á
Stöð 2 laugardagskvöld. Þegar þeir
félagarnir Scorsese og DeNiro taka
höndum saman fara hlutirnir að
gerast. DeNiro er sérfræðingur í
að leika klikkaða karaktera sem fá
hlutina á heilann. Þetta er tryllir í
betri kantinum.
• Hreinn og edrú ★★★ Clean and Sober á Stöð 2 á sunnu-
dagskvöld. Hvort sem þú trúir því eða ekki, þá er Michael Kea-
ton sannfærandi í hlutverki sínu.
Varist:
• Sing 9 á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Dominic er svalur ná-
ungi sem getur dansað betur en flestir aðrir en hefur meiri
áhuga á að stela og slást. Jesús Pétur! I þessari mynd eru erkitýp-
urnar í kippum og gildismatið sem skín í gegn er með þeim
hætti að það er nánast komið hringinn: Athugandi fýrir masók-
ista og menn með mjög sérstakan húmor.
• Læti í Litlu Tókýó ® Showdown in Little Tokyo á Stöð 2 á
■ föstudagskvöld. Bandarísk mynd ffá árinu 1991. Dolph Lund-
gren, Svíinn stæðilegi, fer með aðalhiutverkið í þessu hörmulega
bíói. Handritið er vonlaust, leikstjórnin í molum og leikurinn í
samræmi við það.
• Á tali hjá Hemma Gunn á RÚV á laugardag — endurtekinn
þáttur frá miðvikudegi. Hemmi Gunn er náttúrulega bara
Hemmi Gunn og ekkert út á það að setja í sjálfu sér. En að end-
ursýna þátt sem gengur mikið til út á að það er verið að segja
‘•"‘áhorfendum að þeir séu að horfa á þátt í beinni útsendingu er
... ja, hugmyndin er að vísu ótrúlega frumleg!
KVIKMYNDIR
Algjört möst:
• Píanóið ★★★★★ The Piano Það sem gerir þessa mynd betri
en flestar aðrar góðar myndir er efnisval og efnistök, handrit og
ffábær leikstjórn ungrar konu, Jane Campion. Myndin fjallar
um ólæsi hinna læsu og málleysi þeirra talandi urn leið og henni
--tekst að segja hið ósegjanlega.
Regnboganum.
• Flóttamaðurinn ★★★ The Fugitive Áhorfandinn stendur
allan tímann með flóttamanninum, sem verður einskonar sam-
bland af greifanum af Monte Christo og Jósep K. Ofsóttur af
glæponum og hinu opinbera. Flóttamaðurinn er m.ö.o. í svip-
aðri stöðu og almenningur. Myndin er ótrúlega spennandi og
kemur manni hvað eftir annað á óvart eins og vera ber f góðri
spennumynd.
Bíóhöllinni.
• Indókina ★★★★ Þessi kvikmynd er
ótrúlega vel gerð. Leikur er yfirleitt ffábær,
myndataka stórkostleg, sviðsetning og leik-
munir aðdáunarverðir. Hvað ætli þurfi að
líða mörg ár þar til Hollywood verður fær
um að gera ntynd af þessari stærðargráðu
um ffamhaldið?
Háskólabíói.
• í skotlínunni ★★★1/2 In the Line of
*■" Fire Myndin er afar vel gerð og vel leikin. Flest atriði í myndinni
eru trúverðug og eykur það vitaskuld á spennuna; þessi saga
gæti gerst. Myndin fjallar um hina afskræmdu mannveru sem
ekki er lengur þörf og ekki lengur hægt að réttlæta. Stjömubíói.
• Júragarðurinn ★★★ Jurassic Park Þetta er spennandi ævin-
týramynd sem æflað er nálcvæmlega sama hlutverk og hinum
„raunverulega“ Jurassic Park, að græða peninga. Hæstiréttur
um gæði þessarar myndar eru börnin. Þegar hasarinn fór að
færast í aukana í myndinni hættu strákar að stríða stelpum og
stelpur hættu að gjóa augum á stráka. Bíóhöllinni og Háskóla-
bíói.
IV Viðar
Viöar Eggertsson leikhús-
stjóri. „Sjónvarp er bind-
andi mlölll, mötunartæki
sem skilur ekkert eftir
handa hugarfluginu. “ Viö-
ar er hins vegar útvarps-
fíkill þegar um unniö efni
er aö ræða. „Þaö er aö
finna á rás 1. Gott aö
strauja skyrtur fyrir vik-
una á meöan. “
07:00 Góöan dagl. Léttur og
Ijúfur þáttur meö
skemmtilegu fólki og
fréttum.
09:00 Stillimyndir. Úr lista
sögunni. Brot af því
besta.
17:00 Bamaefiii. Valiö
bamaefni. Innlent og
frábærlega talsett efni
eftir bestu höfundana.
19:00 Menningarlífiö -
fréttaþáttur. Farin
hringferö um lista- og
menningarlíf víöa um
heim.
20:00 Fréttir. Um alla hina
viöburöina.
20:15 Fréttaskýringar. Fariö
ofan f saumana á
fréttunum meö röng-
tengleraugum.
21:00 Lööur. Þao eina og
sanna sem var bann-
aö í Bandaríkjunum.
Eina sápan af viti sem
framleidd hefur veriö.
21:30 Nýr breskur mynda-
flokkur. Eins og Bretar
gera þá besta.
22:30 Kvikmyndahátíö. Mynd
kvöldsins: La Strada
eftir Fellini.
00:30 Hvaö gerðist í kvöld?
Fréttaþáttur af viöburö-
um listalífs kvöldsins.
01:00 &mynd næturinnar.
Ein af þessum gömlu,
yndislega hræöilegu.
03:00-07:00 Góöa nótt. Stilli-
myndir af englum.
Gestir og gjörningar
Knáar- og kaffihúsalífið
Á sunnudaginn hefst enn einn nýr þátturinn á RÚV. Hann ber heitið „Gestir
og gjörningar“ og er skemmtiþáttur. Kvikmyndatökulið undir stjórn Björns
Emilssonar fer með myndavélar sínar á einhverja krá eða kaffihús og sendir
beint frá staðnum.
„Þetta er hugmynd sem
ég hef átt í handraðanum
um nokkurt skeið en það
var ákveðið að bíða með
framkvæmdina þar til
núna. Þættirnir ganga ein-
faldlega út á það að gefa
áhorfendum tækifæri á því
að kynnast og upplifa það
sem er að gerast í listalífi á
kaffihúsum Reykjavíkur-
borgar, krám og jafnvel á
matsölustöðum," sagði
Björn Emilsson í samtali við
PRESSUNA.
„Gestir og gjörningar"
verða á dagskrá hálfsmán-
aðarlega í vetur. Þættirnir
verða ekki hráir í þeim
skilningi að tökulið ráðist
óforvarendis inn á staðina
heldur á undirbúningur sér
stað. „Já, áður hef ég rann-
sakað staði, kynnt mér
hvað þeir hafa upp á að
bjóða og er nú að velja úr.
Forsvarsmenn staðanna sjá
um að velja gestgjafa eða
kynni og raða upp dag-
skránni í megindráttum, en
allt fer þó fram undir minni
ritskoðun. Þá verða fastir
liðir og þar má til dæmis
nefna nokkuð sem við get-
um kallað „kallinn á kass-
anum" eða rödd landans:
Einhver með skoðanir
stendur upp og talar yfir
fólkinu. Vonandi mun það
vekja viðbrögð. Það er ekki
hægt að segja annað en
hugmyndin hafi fengið
góðar viðtökur þar sem
hún hefur verið borin upp.
Raunar svo góðar að mig
óar við."
„Gestir og gjörningar" er
ekki dýr dagskrárgerð fyrir
RÚV. Björn verður með
„þriggja kameru"-tökulið
en svið og þátttakendur
eru gripin úr umhverfinu
hverju sinni. En hvernig
horfir dæmið við Birni per-
sónulega?
„Leit er lykilorð. Ég er að
leita lengra, þróa mig sem
kvikmyndagerðarmann og
ég er að leita að nýju hæfi-
leikafólki í nýjum öng-
strætum. Við vitum að það
eru skemmtilegir fastagest-
ir víða sem luma á ýmsum
skemmtilegheitum. Ég
vona bara að þættirnir
verði sem fjölbreyttastir,
enda er orðið gjörningur
ekki úr lausu lofti gripið."
„Gestir og gjörningar"
eru um 35 mínútna langir
þættir og fyrsti staðurinn
sem verður heimsóttur er
Café Ópera.
KVIKMYNDIR
Vont ogþaðan afverra
„Fráfyrstu stund er Ike þessi hið mesta svín semfer illa með
Tinu og lemur hatia eins og harðanfisk þegar líður á þeirra
hjúskap. Samt lœtur hún honum haldast uppi allt ofbeldið og
dópneysluna áratugum saman.“
TINA — WHAT’S LOVE GOT
TO DO WITH IT?
SÖGUBIÓI
★ ★
Það sem spillir hins vegar
þessari mynd er andi ffásagn-
arinnar, sem er mjög oft hinn
sami og í myndunum um Lor-
ettu Lynn og Tammv Wynett
og fleiri söngkvinnur þar vest-
anhafs. Tina heillast af tónlist-
armanninum Ike Turner á
unga aldri. Hann tekur saman
við Tinu en rekur konu sína
ásamt tveimur bömum þeirra
dyr. Myndin reynir að túlka
þetta þannig að Tina sé engil-
saklaus í þessari atburðarás og
trúi því hver sem vilL Frá fýrstu
stund er Ike þessi hið mesta
svín sem fer illa með Tinu og
lemur hana eins og harðan fisk
þegar líður á hjúskap þeirra.
Samt lætur hún honum hald-
ast uppi allt ofbeldið og dóp-
neysíuna áratugum saman.
Það er ekki fyrr en hún kynnist
Búdda sjálfúm að hún yfirgefúr
þennan voðalega eiginmann.
Hér eru tveir kostir á túlkun og
hvorugur góður. Annaðhvort
er þessi mynd hrein glansmynd
sem sleppir öllum dekkri drátt-
um í persónugerð Tinu og ger-
ir eiginmanninn miklu verri en
efni standa til eða Tina er í
raun og vem svona ómerkilegt
gauð, að Tína týni sjálffi sér í
klónum á Tumer þar til hún
tumast til Búdda.
Af þessum ástæðum verður
myndin ekki trúverðug ævi-
saga. Tónlistin er að sönnu
ágæt á köflum, sérstaklega fyrir
þá sem ánægju hafa af hásum
og hráurn kvenröddum neðan
úr maga. Heldur er hún samt
leiðigjöm til lengdar.
HINIR ÓÆSKILEGU — MEN-
ACE TO SOCIETY
LAUGARÁSBÍÓI
★
í þessari mynd er rakinn
æviferill ungs manns í svert-
ingjagettói í Bandaríkjunum.
Móðirin er heróínisti og faðir-
inn þjófur og morðingi. Ungi
maðurinn elst upp við vitfirr-
ingslegt ofbeldi og glæpi ffá
unga aldri og tér ungur að selja
dóp. Faðirinn er drepinn í
ránstilraun en móðirin de>T af
völdum ofneyslu efna. Eftir
það býr ungi maðurinn hjá afá
og ömmu, en afinn trúir mjög
á hinn hvíta Krist. Ýmsir verða
til þess að hvetja unga mann-
inn til að hafa sig á brott úr
þessu helvíti, til dæmis ung
kona sem hann virðist unna,
en allt kemur fyrir ekki; örlög
unga mannsins virðast ráðin
þegar við fæðingu hans, ef
marka má þessa kvikmynd.
Um leik og aðra gerð mynd-
arinnar verður lítið sagt, hvorki
gott né vont, sumir leika
þokkalega, aðrir illa. Sumt er
ekld ólaglega gert, annað mið-
ur. Það hefur ekki verið hörð
samkeppni á þeirri kvik-
myndahátíð þar sem þessi
mynd fékk verðlaun fýrir leik-
stjórn. Að öðru leyti er efni
hennar yfirgengilega leiðinlegL
Ofbeldi og blóð alla myndina
út í gegn, án þess að reynt sé að
grafast fyrir um forsendur
ógeðsins, til dærnis með því að
fara inn í hugarheim söguper-
sóna eða með því að varpa ljósi
á félagslegt samhengj. Látið er
staðar numið við lýsingu á
óskapnaðinum, látið er í veðri
vaka að unga fólkið í hverfinu
eigi ekkert val, það ber ekki
neina ábyrgð á lífi sínu og ör-
lögum af þri að umhverfið er
svo djöfullegt. í rauninni er
myndin að halda því ffam að
fyrirlitlegir morðhundar og
glæpahyski séu bestu skinn
þegar allt kemur til alls, þjóðfé-
lagið sé bara svo gasalega vonL
Sjálfsagt er það rétt að þetta
fólk býr við ömurlegar aðstæð-
ur, en það réttlætir samt ekki
þá aumingjadýrkun sem
ástunduð er í myndinni.
Hlutur hinna auðmýktu og
kúguðu er vandmeðfarið efni.
Það er ekki á færi nema mestu
snillinga að skyggnast ofan í
þau regindjúp mannlegrar
reynslu þannig að úr verði eitt-
hvað annað en hringavitleysa
eða aumingjadýrkun. Því mið-
ur virðast höfundar þessarar
myndar ekki miklir snillingar.