Pressan - 22.12.1993, Qupperneq 2

Pressan - 22.12.1993, Qupperneq 2
FYRST OG FREMST 2 PRESSAN Miövikudagurinn 22. desember 1993 FRIÐRIK SOPHUSSON. Kannski ekki alveg eins hrifinn af einkavæðingu og hann viil vera láta. ÞÓRÐUR flSGEIRSSON. Einkavæðingarvinur en vill samt láta sína njóta góðs af tengslum við hið opinbera. Friörik ollur í sporslunum í síðasta hefti Sjómanna- blaðsins Víkings er farið hörðum orðum um einka- væðingaráhuga þeirra Frið- riks Sophussonar fjármála- ráðherra og Þórðar Ásgeirs- sonar fiskistofustjóra. Er því haldið fram í grein þar að sá áhugi sé meiri í orði en á borði. Þessu til stuðnings er nefnd útgáfa tímaritsins Sjávarmál, sem Fiskistofa hóf nýlega útgáfú á. Ritstjóri þess er Stefán Friðriksson, sonur fjármálaráðherra, og útgef- andi er Farvegur hf., sem er í eigu Þórunnar Gestsdóttur, svilkonu fiskistofustjóra. Ekki nóg með það, segir Vík- ingur, heldur starfar eigin- kona Þórðar við útgáfuna hjá mágkonu sinni. Telur rit- stjóri Víkings, Sigurjón Magnús Egilsson, að Fiski- stofa hefði getað leitað til margra aðila til að koma upplýsingum frá sér, en það er helsta röksemd þeirra fyrir útgáfunni. Þá má geta þess að Sjávarmál er sent ókeypis til áskrifenda þannig að hvorki áskriftargjöld né aug- lýsingar standa undir útgáf- unni, sem er nánast að öllu leyti kostuð af Fiskistofu. Ind-íslensk rinsessa sigrar eiminn Ekkert lát er á frama ind- versku prinsessunnar Le- oncie. Hún hefur nú gert samning um dreifingu á fimmtán milljónum eintaka af plötunni Story from Brooklyn, sem er kvik- myndatónlist við myndina A Friend for Rainy Weather II. Nú situr hún sveitt við að semja sex lög sem verða í kvikmynd sem frumsýnd verður í maí í Tékkóslóvakíu og í mars eða apríl ætlar hún svo til Indlands. Þar mun hún meðal annars leika í kvikmynd og fara í tónleika- ferð um landið þar sem hún ædar að syngja fýrir Indverja á íslensku. Flugfreyjon og titrararmr Eins og frægt er orðið ætl- ar fyrirsætan Anna Margrét Jónsdóttir að ganga í hjóna- band á gamlársdag. Vinir hins lukkulega tilvonandi eiginmans, Áma, héldu fjör- legt steggjapartí um síðustu helgi. Meðal þess sem Árni átti að framkvæma var að ganga um bæinn með skjala- tösku fulla af titrurum í öll- um hugsanlegum stærðum og gerðum og bjóða fólki þennan munúðarvarning til kaups. Ekki er vitað hvernig salan gekk en hitt er ljóst að vinkona Önnu Margrétar er alltaf hálflúpuleg þessa dag- ana er hún gengur í gegnum tollinn í Leifsstöð. Eins og Anna er hún flugfreyja og var fengin til að kaupa varning- inn ytra. Þegar heim kom lenti hún hins vegar í skyndi- skoðun og var beðin að opna skjalatöskuna sína. Radíus í Dags- ljós Þeim í Dagsljósi finnst til- hlýðilegt að vera með grín í þættinum og ætluðu sér al- deilis að róa á örugg mið í því sambandi. Mennirnir á bak við Hauk Hauksson, þeir Hjálmar Hjálmarsson og Þorstein Joð, voru fengnir til að grínast fyrir Dagsljós. Þeir bjuggu til „fréttamann- inn“ Naglann sem kunnugt er. En þó að menn virki í út- varpi er ekki þar með sagt að þeir geri sig í sjónvarpi og hafa verið deildar meiningar um hversu fyndrænn Nagl- inn er. Hann hefur smám saman gufað upp og ekki sést á skjánum um nokkurt skeið. En grínið má ekki vanta og nú hafa þeir Rad- íusbræður, Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson, verið fengnir tO að vinna „sketsa“ fyrir Dagsljós. Hvort Sigurður Valgeirs og hans fólk hafa eitthvað reynt að slípa til þann subbulega húmor sem þeir félagar standa fyrir, til að hlutirnir séu í samræmi, fylgir ekki sögunni. Sjálfstæö leik- kona í sínu fyrsta hlutverki Leikfélag Akureyrar ffurn- sýnir nýjan íslenskan gleði- leik 27. desember. Leikritið heitir „Góðverkin kalla! — átakasaga" og er það sérstak- lega samið fyrir leikarana sem fara með aðalhlutverkin. Höfundar verksins eru Ár- mann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, en þeir hafa áð- ur samið gleðiefni fyrir Hug- PflLL ÓSKAR BEITIR IÐNADAR- NJÓSNUM Grunsemdir nokkurra tónlistarmanna um að plötur þeirra liggi ekki beint frammi í verslunum Skífunnar og Spors hafa tekið á sig ýmsar myndir. Þannig hafa Rafn Jónsson, KK og Hörður Torfa allir látið óffiðlega í fjölmiðlum og veitt samsæriskenningasmið- um mikla fróun. Jón Ólafsson og Steinar Berg hafa hinsvegar borið af sér allar dylgjur. Erfitt hefur reynst að fá fram hið sanna í málinu þegar svívirtur tónlistar- maðurinn og plötumógullinn setjast niður, semja um málið og tilkynna svo að allt hafi verið á misskilningi byggt! Enda hagsmunir beggja að vinsæl plata seljist. Ekki hafa þó allir popparar opinberað pirring sinn með slíkum látum. Diskóboltinn Páll Óskar Hjálmtýsson ffétti út undan sér að plata hans, Stuð, væri illfáanleg í verslunum Skífunnar. Hann lét það eiga sig að senda skeyti til þandvinar síns í gegnum fjölmiðlana en beitti lævísari brögðum. Hann stofnaði hersveit táningsnjósnara og sendi af stað til að spyrjast fyrir um plöt- una í öllum hljómplötuverslunum miðbæjarins. Sakleysislegar spæjarastúlkur Palla, á aldrin- um fjórtán til sextán ára, gáfu þá skýrslu að afgreiðslufólk Skífunnar hefði haldið því ffarn að platan væri uppseld hjá útgefanda og því ekkert Stuð í boði. Páll Óskar ark- aði þá beinustu leið á fund Jóns Ólafssonar í Skífunni og settist þar á rökstóla með forstjóranum drjúga stund. Hvað þeim fór á milli er ekki vitað með vissu, en spurst hefur að samningar hafi verið boðnir og Júróvisjónsæti jafnvel reif- að. Það er þó staðfest að daginn eftir pantaði Skífan tvö hundruð stykki af Stuði, platan tók sölukipp og Páll Óskar lagði niður Mata Hari-gengið sitt... PÁLL ÓSKAR OG JÓN ÓLAFSSON. Diskó- drottningin skákaði konungi tónlistarbrans- ans með lævísu spæjaragengi. leik. Það vekur athygli að ung leik- kona er að stíga sín fyrstu spor á sviði atvinnuleikhúss síðan hún útskrifað- ist. Ingibjörg Gréta Gísladóttir heitir hún og einhverjir ættu að muna eftir henni frá því hún kynnti poppmynd- bönd í Sjónvarpinu um síðustu ára- mót. En kynningar í sjónvarpi og leik- list eru ekki það eina sem Ingibjörg hefur áhuga á. Hún var í ffamboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir skömmu. Halldór meö pening í bíó fslenskir kvikmyndaffamleiðendur eru í óða önn að tryggja sér fjármagn fyrir kvikmyndir sumarsins. Einn sem hefúr orðið vel ágengt er Halldór Þor- geirsson, en hann hyggst hefja tökur á Jörundi hundadagakonungi 1. júlí nk. Heildarkostnaður er áætlaður 212 m.kr. og hefur Halldóri tekist að tryggja sér samstarf tveggja aðila sem munu sameiginlega sjá um 60-65% fjármögnunar eða um 130 m.kr. Sam- starfsaðilarnir eru annars vegar danska fyrirtækið Thura-Film, sem er afsprengi hins gamalgróna Obel Film, og munu Danirnir sjá um fram- kvæmdahliðina með fslendingunum. Hinn aðilinn er breska fyrirtækið Ox- ford Hill Company sem vinnur þessa dagana að 750 m.kr. mynd með Ro- bert Downey jr. sem aðalleikara. Hlutverk Bretanna er að útvega þekktan leikara í aðalhlutverk, enda líst þeim þannig á handritið að mynd- in geti haft alþjóðlega skírskotun og þannig skilað þeim fjárfestingunni til baka, takist vel til með aðalleikarann. Myndin verður að sjálfsögðu einnig ffamleidd í enskri útgáfu. LEONCIE. Allt stefnir í að hún leggi Indland að fótum sér. ANNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR. Tilvonandi eiginmaður selur titrara. ÞORSTEINN JOÐ. Naglinn gufar upp. STEINN ÁRMANN MAGNÚSSON. Á að djóka í Dagsljósi ásamt Davíð Þór Jónssyni. INGIBJÖRG GRÉTA GÍSLADÓTTIR. Stígur sín fyrstu spor með LA. JÖRUNDUR HUNDADAGAKONUNGUR. Halldór Þorgeirsson er búinn að tryggja sér fjármagn í kvikmynd um hann. UMMÆLI VIKUNNAR HeíðaHe?aleikið Skotið á Grýlu Það er ekkert lát á leikmönnum." Bjami Felixson hagyrðingur. Gömul sannindi og ný „Stefnan er sú að öllu skuli koma fyrir í Reykjavík, nema þegar sá, sem í það og það skiptið gegnir ráðherrastöðu, telur máli skipta að gera eitthvað í sínu kjördæmi.“ Pétur Bjarnason sjómaður. „Þá var allt í lagi að fara að sofa því Kanarnir á dodsvípononum myndu bara skjóta á Grýlu ef hún vogaði sér í veg fyrir þá. Og köttinn líka. Og fjandann í súru.“ Séra Hannes Öm Blandon leppalúði. Tittlingaskítur í pólitík „Orðhengilsháttur og tittlingaskítur skyggja gjarnan á skynsamleg rök og kjama máls.“ Sigbjöm Gimnarsson fj árlagafræðingur. „Það er ekki undarlegt að smápíukjólar og blúnduföt seljist illa þegar meðalkonan er 32 ára, vegur 63 kíló og hefur sennilega annað við tímann að gera en að liggja hálfmeðvitundarlaus í ffönskum sófum allan daginn eins og módelin í auglýsingunum." Susan Faludikvenrembugylta.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.