Pressan - 22.12.1993, Qupperneq 7

Pressan - 22.12.1993, Qupperneq 7
F R ETT I R Miövikudagurinn 22. desember 1993 pressan 7 Sala ö SR-mjöli hf. vekur upp ágreining ríkis og Landsbanka íslands LANDSBANKINN HÓT- AR AÐ GJALDFELLA MILLJARÐ Á RÍKIÐ Þegar Síldarverksmiðjum ríkisins var breytt í hlutafélagið SR-mjöl yfirtók nýja félagið skuldir hjá Landsbanka. Bankinn segir að á þeim sé ríkisábyrgð, en því neitar ríkið. Ekkert er á þetta minnst í útboðsgögnum sem væntanlegir kaupendur SR-mjöls hafa fengið. Bankinn hótar að gjaldfella lánið og láta ríkið borga. SICURÐUR B. STEFÁNSSON framkvæmdastjóri Veröbréfamarkaöar íslandsbanka: Veit ekki hvernig málinu er lýst í útboösgögnum. Ágreiningur er nú uppi á milli ríkisins og Landsbanka íslands (LÍ) um hvort ríkis- ábyrgð er á þeim lánum sem Landsbankinn veitti Síldar- verksmiðjum ríkisins (SR) á sínum tíma. Skuldir SR hjá Landsbankanum eru um einn milljarður króna í langtíma- lánum og er það staðfast álit Landsbankamanna að á þeim hvíli ríkisábyrgð, þ.e. að ríkið ábyrgist greiðslu þeirra ef á bjátar. Amdís Steinþórsdótt- ir, stjórnarformaður SR-mjöls hf. og formaður þriggja- mannanefndar sem á að fara yfir væntanleg tilboð í SR- mjöl hf., segir engan vafa leika á að Landsbankinn hafi ekki ríkisábyrgð á lánum veittum SR og vísar þar til laga um SR frá 1938. Þar segir að ríkis- ábyrgð á lánum til SR frá og með 31. des. 1937 komi aðeins til hafi Alþingi veitt blessun sína fyrir viðkomandi láni. Landsbankamenn segja á móti að allar lánveitingar til SR sem ekki hafi farið í gegnum Al- þingi hafi hlotið meðferð og fengið uppáskrift hjá sjávarút- vegs- og fjármálaráðuneyti og það hljóti að teljast fullnægj- andi stimpill. Landsbankinn viðurkennir með öðrum orð- um ekki að ríkisábyrgð hvíli ekki á umræddum milljarði og mun tilbúinn að gjaldfella skuldina og láta reyna á málið fyrir dómstólum, verði nýjum eigendum að SR-mjöli hf. heimilað að yfirtaka skuldirn- ar án ríkisábyrgðar. „SR skuldar okkur meö ríkisábyrgð“ Halldór Guðbjarnason, bankastjóri Landsbanka Is- lands, segir að það séu Síldar- verksmiðjur ríkisins, SR, sem skuldi bankanum stórfé, ekki SR-mjöl hf. „Við lánuðum SR peninga og það fyrirtæki var í einkaeigu ríkisins og við lítum svo á að það sé full ríkisábyrgð á þeim lánum. Þú getur ekki selt eigur þínar og félagið og selt skuldir þínar með nema með samþykki kröfuhafa. Við höfum ekki samþykkt SR- mjöl hf. sem skuldara. Það breytir engu þó að það séu veð tekin beint í hluta verksmiðja SR. Þeir sem við lánum og skrifa undir sem skuldarar, þeir eiga að borga, og ef þeir geta það ekki kemur að því að þeir gera sig gjaldþrota,“ sagði Halldór í samtali við PRESS- UNA. „Það kann vel að vera að þessar skuldir séu færðar í bókhald SR-mjöls hf., en SR geta ekki hlaupið frá sínum skuldum nema þá að gera sig gjaldþrota. Ríkið getur auðvit- að samið svo um að SR-mjöl hf. verði skuldari að þessum lánum öllum eða að hluta, svo ffamarlega að það verði áritað að það sé ríkisábyrgð á þessum skuldum. Ef þetta er hugsað lengra þá er eigandi í dag SR- mjöl hf., á morgun gæti það til einföldunar orðið til dæmis Raufarhafnarhreppur, sem eðlilega gæti ekki borgað, og hvað á bankinn að gera þá?“ „SR-mjöl hf. yfirtók skuldir — engin ríkis- ábyrgö“ Röksemdir ríkisins hafa ver- ið þær að í sjöundu grein laga um SR ffá 1938 segir að ríkis- sjóður ábyrgist ekki skuldir SR frá og með 31. desember 1937 nema heimild sé til þess veitt af Alþingi. Arndís Steinþórs- dóttir, stjórnarformaður SR- mjöls hf. og formaður þriggja- mannanefndar sem á að fara yfir væntanleg kauptilboð í SR-mjöl hf., segir engan vafa leika á að Landsbankinn hafi ekki ríkisábyrgð á lánum veitt- um SR og vísar þar til ofan- greindra laga. „SR var breytt í hlutafélag frá 1. ágúst sl. með lögum ffá Alþingi og það gilda sömu reglur um þetta hlutafé- lag og önnur, þannig að það skiptir ekki máli hver eigand- inn er. Ég er hissa á því ef Landsbankinn er að gera mál úr þessu núna. Það segir í lög- unum um stofnun SR-mjöls hf. að hið nýja hlutafélag taki yfir allar eignir og skuldir af SR,“ sagði Amdís í samtali við PRESSUNA. Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri SR-mjöls, segir að það hafi oft verið leit- að beint tU fagráðuneytis SR, þ.e. sjávarútvegsráðuneytis, og svo fjármálaráðuneytis þegar kom að lánveitingum „vegna þess að það hafí verið hrað- virkara en að bíða eftir af- greiðslu Alþingis". Halldór vísar til þessara uppáskrifta ráðuneytanna og segir að Landsbankinn álíti það full- nægjandi um staðfestingu á ábyrgð ríkisins. Á það hefur lika verið bent að Alþingi hef- ur í gegnum árin samþykkt reUminga SR og að olíufélög, útgerðir og önnur fýrirtæki, sem hafa átt viðskipti við SR á tímum sem hafa verið fýrir- tækinu mjög erfiðir, hafi gert það í góðri trú um að ríkis- ábyrgð hafi verið á lánum fýr- irtækisins og því ekki hætta á að þau hafi þurft að afskrifa viðskiptaskuldir sínar. Ekki rætt í upplýsingum til útboösgjafa Sigurður B. Stefánsson, ffamkvæmdastjóri Verðbréfa- markaðar Islandsbanka, sem sér um útboð á hlutabréfum í SR-mjöli, segir að nýtt fyrir- tæki verði vanalegt hlutafélag og lán þess verði ekki með rík- isábyrgð. Sagðist hann vera að heyra í fýrsta sinn að það væri möguleiki að Landsbankinn gjaldfelldi lán SR ef ríkis- ábyrgð fengist ekki áfram, þegar og ef lánin verða flutt yf- ir á nýtt fýrirtæki. Aðspurður um hvernig þessum málum væri lýst í þeim gögnum sem lögð væru ffam fýrir væntan- lega kaupendur sagðist Sig- urður ekki vita hvernig það væri. „Ég get ekki greint frá því sérstaklega hvað er í þeim upplýsingum sem við látum væntanlega útbjóðendur fá, nema það að mér er ekki sér- staklega kunnugt um þetta mál,“ sagði Sigurður í samtali við PRESSUNA. Sagðist Sig- urður ekki vilja gera of mikið úr þessum þætti, því SR-mjöl hf. væri með miög sterka fjár- hagsstöðu og miklar eignir og ef núverandi viðskiptabanki kysi að segja upp viðskiptun- um reiknaði hann með að fýr- irtækið gæti komið sér í við- skipti annars staðar. Annars sagði hann að það væru ákveðnir angar varðandi SR- mjöl sem hann hefði „næstum gætt mín á að vita ekki um og ég hef reynt að einbeita okkur að okkar þætti í málinu. Þetta er bara mál milli núverandi eiganda SR-mjöls og Lands- bankans annars vegar og síðan milli núverandi eiganda og nýs eiganda hins vegar“. Eftir því sem PRESSAN kemst næst er hvergi vikið að þessu atriði í útboðsgögnum sem væntanlegum kaupend- um hlutafjár í SR-mjöli hafa verið afhent. SR-mjöl hvergi í banka- viðskiptum? Haraldur Haraldsson í Andra, einn þeirra sem lýst hafa hug á að kaupa hlutafé í SR-mjöli, sagðist hafa spurst fýrir um málið og fengið þau svör að það væru ekki ríkis- ábyrgðir á lánum í Lands- bankanum. „Ég hef hins vegar litið svo á að það væru ríkis- ábyrgðir á þessum lánum hjá SR. Ég held að SR-mjöl hf. sé ekki með formleg viðskipti í Landsbankanum, að SR séu enn skuldari við bankann. Ef þetta er rétt er SR-mjöl hf. raunverulega hvergi formlega í bankaviðskiptum. Ríkið og banki eiga þá eftir að semja um framhaldið,“ sagði Har- aldur. Miðað við afstöðu ríkisins í málinu má telja ólíklegt að það veiti væntanlegum kaup- endum, einkaaðilum, ríkis- ábyrgð á skuldunum — ríkis- ábyrgð sem það segir ekki vera til staðar eins og er. Fyrir sitt leyti getur bankinn varla sam- þykkt að nýtt fyrirtæki taki skuldirnar yfir án þess að jafh- góðar tryggingar komi í stað hinnar meintu ríkisábyrgðc (að frágengnum þeim kosti a nýir eigendur borgi láni upp). Án slíkrar tryggingar £ óvissa um hvort bankinn tel< ur nýjan eiganda í viðskipi eða hvort hann gjaldfellir lán in sem hann álítur ríki' standa í ábyrgðum fýrir. Páll H. Hannesso HALLDÓR GUÐBJARNASON bankastjóri Landsbanka: Ríkiö getur ekki selt eigur sínar og skuldir meö án þess aö tala viö kröfu- hafa. SR skuldar okkur og geti þeir ekki borgaö gera þeir sig gjaldþrota.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.