Pressan - 22.12.1993, Síða 8

Pressan - 22.12.1993, Síða 8
FR ETT I R 8 PRESSAN Midvikudagurinn 22. desember 1993 Galluplistinn blásinn af á háannatímanum STRID MILLI JflPIS OG JONS ÓLAFSSONAR Galluplistinn var einungis tveggja mánaða gamall þegar hann var blásinn af vegna deilna um markmið listans. Jón Ólafsson vildi að einungis stærstu plötuverslanirnar væru með í úrtakinu. Gallup og fjölmiðlarnir vildu hins vegar hafa sem flesta, þar á meðal Hagkaup, inni. Eftir harðar deilur var ákveðið að hætta að birta Galluplistann svo- kallaða um sölu á hljómplötum, en að honum stóðu Samtök hljóm- plötuframleiðenda, með Jón Olafs- son og Steinar Berg Isleifsson í broddi fylkingar, Gallup, Morgun- blaðið, Rás 2 og Sjónvarpið. Deilan snerist um hvaða verslanir ættu að vera með í könnuninni. ASMUNDURJONSSON „Samtök hljómplötuframleiðenda stjórnast af eiginhagsmunum stjórnenda þess.“ Sem fulltrúi Smekkleysu í SHF fékk hann ekkert að vita um gang mála en vildi sem flestar verslanir. Hversu stórar þurftu verslan- ir að vera? Listinn hóf göngu sína í október. í samningsdrögum, sem reyndar voru aldrei undirrituð en unnið var eftir, segir að leitað skuli eftir því að sem flestar plötuverslanir taki þátt í myndun plötulistans en þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði um plötu- úrval. Þar segir að lágmarksfjöldi á titlum í boði skuli vera 50 og þar stendur hnífurinn í kúnni. Jón Ól- afsson vildi miða við 250 titla, en aðrir vildu í meginatriðum halda sig við 50 titla. Til samanburðar má nefha að útgefnir íslenskir titlar í ár eru 110 og í Hagkaup er boðið upp á 60-70 titla. Rétt er að hafa í huga að Japis rekur plötuverslanir Hagkaups en menn eru sammála um að á milli risanna tveggja, Japis og Jóns Ólafs- sonar, ríki stríðsástand. Þegar Jón krafðist þess að Hagkaup og aðrar smærri og tímabundnar verslanir færu út hótaði Japis að hætta með sínar verslanir og því fór sem fór. Einnig var Jón ósáttur við að verslanir sem aðeins seldu fyrir jólin væru teknar með og vildi miða við heilsársbúðir. Fjölmiðlunum og Gallup fannst ekki skipta máli hve lengi salan stæði yfir og höfðu fúll- tingi Gallup á Bretlandi í því máli. Jón bendir einnig á að álagið hafi verið svo mikið í jólaversluninni að tölur væru eldd áreiðanlegar. Áreiðanleíki listans „Það voru mistök að fara af stað með listann áður en fullkomin sátt náðist um skilgreiningu á því hvað væri plötubúð og hvað elcki,“ segir Ámi MattJúasson hjá Morgutiblað- inu og bætir við að því fleiri búðir sem séu með, því betra. Eldd skipti máli hvort búðin sé opin í 10 mín- útur eða 10 ár ef plötuúrvalið er breitt. Þetta er í grófum dráttum einnig skoðun annarra sem talað var við, fyrir utan Jón Ólafsson og hans menn. Hann sagði að hætt hefði verið við listann „vegna þess að stefnumótun og frágangur hafi ekld verið kláraður og álag á versl- unum hafi verið of mikið til þess að hægt væri að gefa út tölur“. Hann viðurkennir þó að deilur hafi verið um hvort jólamarkaðirnir ættu að vera inni en þar var mest deilt um Hagkaup, sem fór inn á lista Gall- ups í lokin. Hafsteinn Már Einarsson, sem sá um listann fyrir Gallup, segir að best hafi verið að hætta þegar menn urðu ósammála um listann. Hljóm- plötumarkaðinn hér á landi sé sér- stakur og bendir hann t.d. á að Japis sé ekki í SHF. Vegna sérstöðu markaðarins sé erfiðara að ná ffarn óháðum lista og því verði að skil- greina markmið hans út í ystu æsar. Deilur hjá Samtökum hljóm- plötuframleiðenda I samtökum hljómplötuframleið- enda eru Skifan, Spor, Geimsteinn, Smekkleysa og Stöðin, sem er í eigu Axels Kristjánssonar, og þar fer at- kvæðavægi eftir markaðshlutdeild fyrirtækjanna. Stjórn félagsins skipa Geisládiskar og geisladrif ! í samvinnu við Eltech Research í Bandaríkjunum býður Hugver nú á ótrúlegu verði tölvuna sem lekk liest Buy umsögn í tímaritinu PC-World nú í Desember 1993. Þessi vél er hradvirkari í Windows en 66 megariða tölvur sem kosta tugþúsundum meira. Lýsirig: 66 MIIz 486 örgförvi, 128kcache, 4Mb RAM, reiknihraðall, Local Bus 1 Mb skjákort nieð Cirrus hraðli, Local Bus diskstýring, 250 Mb H-7) 12ms harður diskur, tumkassi, MS samhœfð mús, 102 lykla lyklaborð, 14" lággeisla( MPR II) skjárfrá TVM: 144.860,- Uppfœrsla á eldri vélunu Við emm með móðurborð á frábæra verði, m.a. úr 486/66 verðlaunavélinni á kr 38 þús. ! Allir íhlutir og ísetning. Föst tilboð. Kannaðu málið ! Hugver Laugavegi 168 s. 91-620707 STEINAR BERG ÍSLEIFSSON Aðalsamningamaður SHF hreyfði engum mótmælum við því að verslanir þyrftu aðeins að bjóða upp á 50 titla. ÁRNIMATTHÍASSON „Því fleiri búðir, því betra. Það skiptir ekki máli hvort verslun er opin í 10 mínútur eða 10 ár ef hún er með breitt úrval af plöturn." Bókin Utan marka réttlætis fjallar um einstaklinga og fjölskyldur sem hafa lent í erfiðri viðureign við stjórnvöld um for- sjá barna sinna eða umgengni við þau. Hér er fjallað um sjö mál sem hvert með sínum hætti lýsir því hve berskjaldaðar íslenskar fjölskyldur eru gagnvart af- skiptum barnaverndaryfirvalda. Sum þessara mála vöktu mikla athygli á sín- um tíma vegna harkalegra aðgerða stjórnvalda. Fjölskyldur í hlekkjum barnavernd- arkerfis. I eftirmála fjallar höfundurinn, Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur, um þær ástæður sem liggja að baki því að fjöl- skyldur lenda í fjötrum barnaverndar- kerfisins. Eftirmálinn er fersk og bein- skeytt ádeila á ástand þessara mála. Að lokum er nafnaskrá yfir þá sem koma við sögu í bókinni. ★ Ung móðir flýr Fæðingarheimilið af ótta við yfirvöld og fer í felur með nýfætt barn sitt. ★ Átakanleg reynsla eyðnismitaðrar konu af miskunnarleysi samfélagsins og örvæntingar- full barátta hennar fyrir forsjá dóttur sinnar. ★ Ung hjón leita læknismeðferðar fyrir son sinn en uppgötva sér til skelfingar að yfirvöld hyggjast taka af þeim öll börnin. ★ Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar kemur stúlkubarni í fóstur þar sem hún er kynferðis- lega misnotuð. ★ Kona segir frá sjö ára stíði við yfirvöld sem stefndu að því að taka dótturson hennar af heimilinu með valdi. ★ Réttleysi níu ára stúlku gagnvart valdbeiting- aráformum stjórnvalda sem hugðust flytja hana nauðuga til Spánar. ★ Faðir berst árangurslaust í heilan áratug við stjórnvöld fyrir eðlilegri umgengni við einka- dóttur sína. JÓN ÓLAFSSON Krafðist þess að jólamarkaðir væru ekki á listanum og að fiöldi titla mið- aðist við 250. þeir Jón Ólafsson, sem er formaður, Steinar Berg ísleifsson, sem er vara- formaður, og Rúnar Júlíusson hjá Geimsteini, meðstjórnandi. I vara- stjórn sitja Helga Hilmarsdóttir, eiginkona Jóns, sem jafnframt er gjaldkeri, og Jón Trausti Leifsson, íjármálastjóri Skífunnar. Skífan á helminginn í Spori hf. á móti Stein- ari Berg. Innan SHF hafa verið nokkrar deilur og hefur Jón verið sakaður um einræði þar. Japis, sem er hinn stóri aðilinn á markaðnum, fékk ekld inngöngu þegar þeir sóttu um. „Sjónarmið sem komast að innan félagsins eru ekl<i endilega félagsleg, þau eru svolítið máluð af eiginhags- munum þeirra aðila sem stjórna því,“ segir Ásmundur Jónsson hjá Japis, sem jafnframt er fyrir hönd Smekkleysu í SHF. Hann er einnig óánægður með að Gallup-málið skuli ekkert hafa verið kynnt félags- mönnum og þar ráði stjórin öllu. Ásakanir um svik og svínarí Hinir svokölluðu óháðu útgef- endur hafa kvartað undan Skífunni og Spori í fjölmiðlum og má þar neína Hörð Torfason, Rafn Jóns- son, KK, Sigríði Beinteinsdóttur og Pál Óskar Hjálmtýsson. Þar hafa komið fram ásakanir um óheiðarlega viðskiptahætti; titlar séu faldir á bak við borð, sagt að þeir séu uppseldir eða þeir einfald- lega ekki í boði. Forsvarsmenn fyr- irtækjanna hafa hins vegar neitað þessum ásökunum og telur Jón að Einar Örn Benediktsson hjá Smekkleysu standi á bak við „þessa undirróðurs- og hryðjuverkastarf- semi“. Hörður Torfason hefur það hins vegar eftir Steinari Berg að það sé „yfirlýst stefha fyrirtækis síns að leggja enga áherslu á vörur frá Jap- is“. Þessar ásakanir tengjast þó ekki lista-deilunum nema á mjög óbeinan hátt og segir Haf- steinn Már hjá Gallup að þeir hafi aldrei ætlað að skipta sér af því hvað ákveðnar búðir seldu og hvað ekld. Einnig nefndu margir við- mælendur PRESSUNNAR að búðirnar væru einfaldlega ekki nógu tæknilega full- komnar til að áreiðanleg könnun gæti átt sér stað. Hörður talar um svindl og svik við gerð listans og fleiri tóku í sama streng. í samn- ingsdrögunum sem unnið var eftir átti Gallup að fá „óskert- an aðgang að sölutölum versl- ana“, hvenær sem þess væri óskað. Þrátt fyrir margháttuð ágreiningsmál vonuðu allir aðilar að eftir áramót yrði hægt að setjast niður og semja reglur sem allir gætu sætt sig við, þannig að listinn yrði eins og hann átti að vera — áreið- anlegur.__________________ Pálmi Jónasson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.