Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 10
FRETTI R Miðvikudagurinn 22. desember 1993 10 PRESSAN * Opnunartími yfir hátíðarnar _____ á sundstöðum CK og skautasvelli. ÉAAfl Sundstaðir: 24. des. 25. des. 26. des. 27. des. 28. des. 29. des. 30. des. 31. des. 1. jan. 2. jan. Aðfangadágur Jóladagur Annar íjólum Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Gamlársdagur Nýársdagur Sunnudagur Opiðfrá 07:00- 11:30 Lokað Lokað Opiðfrá 07:00-20:30 Opiðfrá 07:00-20:30 Opiðfrá 07:00 - 20:30 Opið frá 07:00 - 20:30 Opiðfrá 07:00- 11:30 Lokað Opiðfrá 08:00- 17:30 Skautasvellið £ í Laugardal verður opið ef veður leyfir: „ 24. des. Aðfangadagur Lokað 25. des. Jóladagur Lokað 26. des. Annar íjólum Opið frá j 27. des. Mánudagur Opið frá ] 28. des. Þriðjudagur Opið frá ] 29. des. Miðvikudagur Opið frá ] 30. des. Fimmtudagur Opið frá ] 31. des. Gamlársdagur Lokað 1. jan. Nýársdagur Lokað 2. jan. Sunnudagur Opið frá 1 AJ ^7 Átök í Læknafélagi íslands BIRNA ÞORÐARDOTTIR, ritstjóri Læknablaösins: Fékk 400 þúsund í dagpeninga í fyrra. í síðasta hefti Fréttabréfs Læknafélags tslands er grein eftir Eirík Benjamínsson, lækni á svæfingadeild Landspítalans, þar sem hann gagnrýnir nokkra liði í starfsemi Læknafélagsins harðlega. Þar á meðal er endur- skoðun félagsins, rekstur Læknablaðsins og skrifstofu- kostnaður og húsakaup félags- ins. Segir Eiríkur meðal annars að „...undarlegt [sé] að ekki skuli gefin kvittun fyrir greiðslu ár- gjalda eða gefin út félagsskír- teini“. Að sögn Sverris Bergmann, formanns Læknafélagsins, hefur aldrei tíðkast að veita formlega kvittun þegar árgjald er dregið af föstum launum, eins og við- gengst hjá flestum læknum. Þeir læknar sem greiða öðruvísi fá kvittun en annars er talið að launaseðill sé næg kvittun fyrir gjöldum. Er tekið fyrir félags- gjöldum með jöfnum greiðslum tíu mánuði ársins. Þrjú síðustu ár hafa félagsgjöld verið um 46 þúsund krónur en eru að lækka í 42 þúsund. Viðmiðunin hefur verið sú að félagsmenn greiddu sem svaraði 1 prósenti af laun- um í félagsgjöld. í öðru lagi gagnrýnir Eiríkur stjórnina fýrir húsakaup henn- ar. Telur hann að ranglega hafi verið staðið að kaupum á nýju húsnæði í Fífuhvammi. Ekki hafi verið gerðir eðlilegir fyrir- varar við kaupin og þá hafi ver- ið keypt of stórt húsnæði. Að sögn Sverris hafa læknasamtök- in og sjálfseignarstofnunin Domus Medica haft saman 780 fermetra húsnæði í læknahús- inu við Eiríksgötu. Hið nýja húsnæði sé 765 fermetrar og þar af verði Læknasamtökin með 500 fermetra auk 265 fermetra undir félagsheimili lækna. Taldi Sverrir þetta enga ofrausn og Núverandi aðsetur Læknafélags- ins er í Domus Medica. Læknablaðið prentað erlendis meö miklum ferðakostnaði Þá gagnrýnir Eiríkur kostnað vegna Læknablaðsins, sem prentað er erlendis. Telur hann að hægt væri að spara félaginu um 300 þúsund krónur á mán- uði ef tekið yrði tilboði innan- lands um prentun blaðsins. ' Ili ■ !h dHlí' . • !| I Læknafélagiö keypti 750 fermetra af Frjálsu framtaki í Fífuhvammi í Kópavogl. þar að auki yrði mikil bót á fræðslustarfi félagsins. Að sögn Sverris urðu mikil umskipti á rekstri blaðsins árið 1982, en þá var meðal annars gerður samstarfssamningur við dönsku læknasamtökin. Þessi samningur innifelur að blaðið er prentað í Danmörku, en dönsku samtökin hafa meðal annars tryggt blaðinu mikið af auglýsingum. Það hefur styrkt mjög stöðu þess, en Læknablað- ið er eina íslenska tímaritið sem fær að birta auglýsingar lyfja- framleiðenda, enda auglýsing- unum beint sérstaklega að læknum. Eiríkur segir að miklar utan- landsferðir og dagpeninga- greiðslur fylgi þessari prentun erlendis. Gagnrýnir hann eink- um að Birna Þórðardóttir, rit- stjóri blaðsins, skuli hafa fengið 400 þúsund krónur árið 1992 í dagpeninga auk ferðakostnaðar, bílastyrkja og risnu. Sverrir segir hins vegar að verið sé að kanna möguleika á að færa prentun blaðsins heim og verði það meðal annars rætt í útgáfustjórn á morgun, fimmtudag. GAGNRYNIBEINIST AD UTANLANDSFEROUM OG DAGPENINGUM PT SVERRIR BERGMANN, formaöur Læknafélagsins: Hugsanlegt að flytja prentunina heim. Siguröur Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.