Pressan - 22.12.1993, Síða 12

Pressan - 22.12.1993, Síða 12
777 D J A M M 12 PRESSAN Miðvikudagurinn 22. desember 1993 MYNDLIST • Ásgrímssafn: Sýning stendur yfir á vatnslitamyndum eítir Ásgrím Jónsson. Opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. 9 Café List: Lofgjörð tíu landskunnra lista- manna til Brynju X. Vífilsdóttur í tilefni útkomu jólatölublaðs tímaritsins Eintaks. Meðal listamanna eru Helgi Þorgils Frið- jónsson, Guðbergur Bergsson, Þorvaldur Þorsteinsson og Páll Guðmundsson. • Café Mílanó: Sýning á verkum Ríkeyjar Ingimundardóttur stendur yfir til ára- móta. • Gallerí Borg: Sigurbjöm Jónsson sýnir nýjar olíumyndir. • Gallerí Gler og grjót: Ólöf S. Davíðs- dóttir sýnir skúlptúra, skartgripi o.fl. á Vesturgötu 5 alladaga frá 12-18. • 9 Gallerí Greip: Lísa Margrét Kristjáns- dóttir sýnir tíl 5. janúar í þessu nýja galler- íi á Hverfisgötu. 9 Gallerí Listinn: Samsýning tíu lista- manna sem allir eru búsettir í Kópavogi. Sýningin, sem er í Hamraborg 20a, er opin daglega frá kl. 13-18 og lýkur 8. janúar. 9 Gallerí Sólon íslandus: Valgarður Gunnarsson hefúr opnað sýningu á gvass- myndum á efri hæð kaffihússins. Hún stendur yfir til 4. janúar. 9 Gallerí Sævars Karls: Ása Björk Ólafs- dóttir sýnir steypt skúlptúrverk hjá Sævari. 9 Gallerí Úmbra: Norski listamaðurinn Ole Lislemd sýnir leir- og postulínsverk í Gallerí Úmbru, Amtmannsstíg 1, þriðju- daga.-lau. frá kl. 13-18 og sun. kl. 14-18. 9 Götugrillið: Jón Garðar Henrýsson sýn- ir í Borgarkringlunni málverk unnin með blandaðri tækni. 9 Hafnarborg: Fjórir finnskir listamenn, sem hafa ferðast um Norðurlöndin og ætíð fengið einn heimamann með í hópinn, sýna með Jónínu Guðnadóttur. Hrönn Áxelsdóttir sýnir ljósmyndir ffá New York, en þar eru 44 myndir sem varpa ljósi á eymd og glæsileika þeirra sem mæla götur stórborgarinnar. Á kaffistofunni sýnir Guð- mundur Rúnar Lúðvíksson. 9 Kaffi Sautján: Infemó 5 og Bandorms- mennirnir Ómar Stefánsson og Öm Ing- ólfsson sýna málverk og leðurverk. Sýning- in stendur fram yfir áramót. 9 Listasafh Sigurjóns Ólafssonar: Sýning- in Hugmynd-Höggmynd, úr vinnustofu Sigurjóns Ólafssonar, stendur yfir. 9 Listhúsið: Vatnslitamyndir af ýmsum toga eftir Elinu Magnúsdóttur í ffemri sal. Jóhann G. Jóhannsson sýnir vatnslitaverk á fyrstu einkasýningu sinni í sjö ár. Hvorri tveggja sýningunni lýkur á Þorláksmessu. 9 Mokka: „Kaffi með Kristi". Harla óvenjuleg sýning á krossum af ýmsu tagi fyrir þá sem hafa gleymt raunvemlegu inn- taki jólanna. Heilagasta kaffihúsastemmn- ing ársins er hér. Sýningin stendur yfir til 6. janúar. 9 Norræna húsið: Form ísland II; sýning á verkum 28 höfunda og spannar þá list- hönnun sem er efst á baugi í dag. Daglega frá 14—19 en lýkur á Þorláksmessu. 9 Portið: Samsýning listiðnaðarmanna frá Suðulist, Smíðagalleríi og Pyrot. Módelhús- gögn, skartgripir og ýmsir nytjahlutir. Opið alla daga nema þriðjudaga á Strandgötu 50, Hafnarfirði. Sýningunni lýkur á Þorláks- messu. 9 Slunkaríki: Leirmunir úr jarðleir, skálar og vasar effir Ólöfu Björk Oddsdóttur. Opið frá fimmtudegi til sunnudags kl. 16-18 en sýningunni lýkur 23. desember. 9 Veitingahúsið Tilveran: Næstu tvo mánuði sýnir Ása Björk á Linnetstíg 1 í Hafharfirði. 9 önnur hæð: Tíu vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason frá sjöunda áratugnum í sýningarsalnum á Laugavegi 37. Opið á miðvikudögum frá 14—18. Fjarskipta list Á dögunum var opnuð í Geysishúsi forvitnileg og um margt sérkennileg samsýning 49 listamanna ffá sjö þjóðlöndum Evrópu. Sýningin 777 er sam- starfsverkefni listamanna frá sjö borgum en hún er hluti sýningar sem stendur samtímis yfir í heimaborgum listamannanna. Tilgangur framtaksins er að auka tengsl milli aðskilinna hópa innan Evrópu með því að láta listamenn leggja ffam verk sín í sameiningu bæði heima og að heiman. Væntingin er sú að með þesssari samsýningu megi auka skilning fólks á smæð heimsins núna þegar tuttugasta öldin á aðeins sjö ár til góða og samskipta- og upplýsinga- tækni fleygir fram með hveijum degi. í Geysishúsi má finna verk úr öllufn áttum, enda engin tilraun gerð til að hefta frjálst flæði hugmynda og hughrifa milli listamanna og landa. Það eru þau Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristinn Hrafnsson, Rúrí, Steinunn Þórar- insdóttir, Svala Sigurleifsdóttir, Magnús Pálsson og Þorvaldur Þorsteinsson sem leggja sitt af mörkum fyrir Islands hönd en annars má sjá verk frá Rúss- landi, Slóvakíu, Englandi, Þýskalandi, Hollandi og Danmörku. Sýningin er op- in virka daga ffá 9-18 og um helgar ffá 11-16. BÖLL 9 Amma Lú: Barinn opinn á Þorláks- messu. Dansleikur á annan í jólum en engin hljómsveit. 9 Bóhem: Þorláksmessutónleikar eða svokallaður jólablús með Vinum Dóra. 9 Blúsbarinn: Þorlákur með Haraldi Reynissyni trúbador. Opið á annan í jólum. 9 Café Amsterdam: Örkin hans Nóa á Þorláksmessu og annan í jólum. 9 Danshúsið, Glæsibæ: Geirmundur Valtýsson föstudags- og laugardags- kvöld. 9 Fjörðurinn: Opið á Þorláksmessu. Diskó á Nillabar á annan í jólum. 9 Fógetinn: Guðmundur Rúnar er mikið notaður á Fótgetanum um þess- ar mundir. Hann verður í kvöld. Eng- inn á Þorláksmessu. Guðmundur Rúnar á annan og þriðja í jólum. 9 Gaukur á Stöng: Borgardætur á miðvikudagskvöld. Hálft í hvoru á Þorláksmessu. Svartur pipar spilar á annan og þriðja í jólum. 9 Hótel ísland: Jólaball fýrir alla milli tvö og íjögur á annan í jólum á vegum Bylgjunnar, Nóa-Síríus og fleiri traustra. Dansleikur með ónefndri hljómsveit um kvöldið. 9 Hótel Saga: Lítið um að vera. 9 Pizza 67: Lipstick Lovers væntan- lega með órafmagnað Þorláksmessug- igg. Á annan dag jóla verður eitthvert fjör, en það var ekki formað þegar síð- ast fréttist. 9 Rauða ljónið: Hljómsveitin SÍN skemmtir eitthvað fram að jólum og á annan dagjóla. 9 Tveir vinir: Lítið um að vera frarn að jólum. Meira að segja karókíið hef- ur verið tekið niður. Opið á annan í jólum. En ekki hljómsveit. 9 Tunglið: I mesta lagi hálft 9 Þjóðleikhúskjallarinn: Vestfirsk skötuveisla í hádeginu á Þorlák og Megas um kvöldið. Á annan dag jóla er jólaffumsýning hjá Þjóðleikhúsinu og því Leikhúsbandið reiðubúið eftír á. SVEITABÖLL 9 Hótel Stykkishólmur: Vinir Dóra með jólablús í kvöld. 9 Sjallinn, Akureyri: Karma leikur á annan í jólum. 9 Þotan, Keflavík Karókí ffam á Þor- Iák. Opið á annan í jólum. Todmobile líkegust tíl að leika. Nú fer hver að verða síðast- ur að koma sér í veislumar á nýárskvöld. Því dýrari sem þær eru þvi vinsælli. Uppselt er í Perluna, sem verður að telja dýrasta fagnaðinn í bæn- um. Inn á hann kostar einar 12.500 krónur fyrir manninn. Innifalin í verðinu er sex rétta máltíð með víni og kaffi og koníaki á eftír. Auk dansleiks. Eftír því sem PRESSAN kemst næst hafa meira og minna sömu gestímir sótt nýársfagn- að Perlunnar undanfarin þrjú ár. Næstdýmstu veisluna er að finna í Ömmu Lú. Á hana kostar 10.900 krónur. Fjög- urra rétta máltíð er í boði, vín með matnum auk kaffitárs og koníaks á eftir. Dansleikur með Páli Óskari og Milljóna- mæringunum, Agli Ólafssyni, Emi Árnasyni og jafnvel sjálf- um Bogomil Font á eftir. Á báðum þessum stöðum er bara hleypt inn því fólki sem ætlar að snæða. Á Hótel Islandi verður efnt til Vínarveislu á nýársdag: Wien, Wien nur du allein... Hvorki meira né minna en Sinfóníuhljómsveit Islands leikur bæði undir borðum og fyrir dansi á effir, þar sem stíg- inn verður Vínarvals og polki. Signý Sæmundsdóttir söng- kona, sem einmitt lærði í Vín, mun og miðla stemmning- unni með Sinfóníunni og syngja nokkur lög. 5.800 kost- ar með mat en 1.800 effir mat- inn. Ekki var fullbókað síðast þegar fréttist. Á gamlárskvöld skemmtir hins vegar á Hótel íslandi Todmobile í hinsta sinn svo og Helgi Bjöms og fé- lagar úr SSSól, sem virðast hafa níu líf. ’68-kynslóðin trúir enn á sjálfa sig og ætlar sem fyrr að njóta sín á Hótel Sögu á nýárs- kvöld. Þríréttaður matseðill á 4.800 krónur án víns. Hægt er að komast inn eftír mat. Keltar spila sem og ellipopparamir úr Pops. Dansað var til fimm um morguninn í fyrra. Eftír dágóða andlitslyffingu Leikhúskjallarans verður efht til veislu á nýársdag með söng- hópnum Óskabörnum, Is- landsmeisturunum í sam- kvæmisdönsum og Leikhús- bandinu í nýjum búningi með fimm rétta matseðli á 5.900. Óbreytt verð verður á áfengi. Nýdanskir ætla hins vegar að kveðja gamla árið í Þjóðleik- húskjallaranum með tilheyr- andi knöllum, höttum og kampavíni. Sniglabandið verður að venju á Tveimur vinum á gamlárskvöld en Jet Black Joe á nýárskvöld. Sama kostar inn og venjulega og óbreytt verð á áfengi. Á Blúsbarnum verður Blá- eygt sakleysi á ósköp hefð- bundinni dansleikjahátíð bæði á gamlárskvöld og nýárskvöld. Pláhnetan heimsækir Fjörð- inn síðasta dags ársins. Þar verður matur og kampavín en 7% dýrara áfengi. Örkin hans Nóa skemmtir á nýárskvöld. Lokað verður á Gauknum á gamlárskvöld en hefðbundið ball án allrar álagningar verður á nýárskvöld með Sigtryggi dyraverði, með rakarann raddfagra í broddi fýlkingar. / Rósenbergkjallaranum verður á gamlárskvöld einka- samkvæmi nokkurra skemmt- anaskrautljaðra í bænum, sem ætla að hefja kvöldið fyrir ára- mótaskaup, en aftur almennt ball á nýárskvöld. Á Akureyri, nánar tiltekið í Sjallanum, leikur Svartur pip- ar báða hátíðisdagana. / Þotunni í Keflavík verða hins vegar Vinir vors og blóma bæði kvöldin. Á nýárs- kvöld verður fagnaður hjá ÍBK. Þá er vitað að dansleikir verða bæði á Casablanca og Ingólfscafé dagana tvo, enda um helgi að ræða. Þá verður víst óumræðilegt fjör á skemmtistaðnum Berlín þessa gleðihelgi. Miðinn á að kosta þúsundkall og gildir hann bæði kvöldin með kampavíni. Stærsta flugeldasýning lands- ins ku eiga að verða innanhúss á Berlín, segja þeir.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.