Pressan - 22.12.1993, Síða 14

Pressan - 22.12.1993, Síða 14
SKOÐA NI R 14 PRESSAN Miövikudagurinn 22. desember 1993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Markaðsstióri Sieurður I. Ómarsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 - 16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 798 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO en 855 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu Utanríkisráðherra brýtur blað I merkri og tímabærri grein í Morgunblaðinu í gær hvetur Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra íslendinga til að sinna skyldum sínum gagnvart flóttafólki sem hingað leitar ffá stríðshrjáðum þjóðum. I Mið-Evrópu geisar nú stríð sem í grimmdarverkum og þjáningum saklausra borgara gengur næst helför síðari heimsstyrjaldar. Tugþúsundir neyðast til að flýja heimili sín undan morðhundum sem engu eira. Islendingar hafa hins vegar ekki séð ástæðu til að taka við einum einasta flótta- manni frá þessum hluta álfúnnar. Utanríkisráðherra minnir réttilega á einn svartasta kaflann í Islandssögunni skömmu íyrir seinna stríð, þegar flóttafólki, einkum gyðingum, var vísað miskunnarlaust úr landi, stundum á þýzk skip og beint í dauðann. Stefnan leyndist engum, sem með henni fylgdist, en þá eins og nú fylgdu henni langar opin- berar ræður um mannréttindaást og mannúð íslendinga. Og þá eins og nú stóðu aðrar Norðurlandaþjóðir pliktina gagnvart stríðshrjáðum þegar Islendingar brugðust. Þegar því er hreyft að til landsins sé hleypt flóttamönnum byggjast viðbrögð almennings því miður oft á þröngsýnni þjóð- erniskennd og meðfylgjandi hræðslu við umheiminn. Hún á rætur í langvarandi einangrun landsins, en einnig skorti á þeirri menntun, í bezta skilningi orðsins, sem felst í umburðarlyndi, mannúð og víðsýni. Þetta blað hefúr ítrekað gert að umræðuefúi það útlendingahatur og kynþáttafordóma sem grunnt er á í ís- lenzku þjóðfélagi. I þau fáu skipti, sem á reynir, skýtur heimótt- arskapur og útlendingaandúð íslendinga undantekningalítið upp sínum ljóta haus. Og opinber umræða hefur ýtt undir þá fordóma frekar en hitt. Þetta verður ekki bætt nema með upplýsingu og kennslu, sem annars vegar fer ffarn í skólum og hins vegar opinberlega fýrir ffumkvæði þeirra sem aðgang hafa að eyra þjóðarinnar. Þessari skyldu hafa stjórnvöld ekki sinnt, hugsanlega af því að þeim finnst orkunni betur eytt í þau innanlandsmál sem standa sér- hagsmunum okkar nær. Áðurnefnd blaðagrein utanríkisráð- herra er þess vegna kærkomin nýbreytni og mættu aðrir fara að dæmi hans. Utanríkisráðhera hefur sýnt með ffamgöngu sinni í alþjóða- viðskiptasamningum skilning á því að fríverzlun og lækkun landamæramúra eru forsendur hagsældar og ffiðar í heiminum. Það er mannúðarstefha fríverzlunarinnar, sem erfitt er að festa hönd á eða skilja nema í abstrakt hugsun. Hin mannúðarstefhan hefur verið vanrækt, sem felst í því að miðla bágstöddum af handbærum gæðum. Það er vel við hæfi á jólum að íslenzkir ráðamenn minni þjóð sína á skyldur sínar við þá sem verst eru staddir og sárast eiga um að binda. Þeir eru ekki hér á landi, heldur erlendis. Við eig- um að veita þeim skjól. BLAÐAMENN: Guörún Kristjánsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson, Sigríöur H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Steingrímur Eyfjörö útlitshönnuöur, Þorsteinn Högni Gunnarsson. PENNAR Stjórnmál: Andrés Magnússon, Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéöinsson. Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guömundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndiist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason, Steingrímur Eyfjörö, Einar Ben. AUGLÝSiNGAR: Kristín Ingvadóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: 0DDI STJÓRNMÁL Kjaftagangur og kjarajöfnun „Leiðangur Halldórs Ásgrímssonar með Framsóknarflokkinn á Alþingi er merkilegur. Hann leiðir flokkinn burt frá landsfundarsamþykkt, burtfrá efnahagsstefnunni í„Átaki til endur- reisnar“ frá því í mars sl., burtfrá yfir- lýsingum Steingríms Hermannssonar eftir samningana í maí. “ Neðst á Laugaveginum stendur „Launajöfnun nú“ á borða ffá Norræna jafnlauna- verkefninu, sem strengdur er yfir götuna. Litlu neðar, í Bankastræti, blasir við annar borði frá Þjóðleikhúsinu þar sem stendur „Kjaftagangur". Á Alþingi var mikill kjafta- gangur um launajöfnun áður en þingmenn gerðu jólahlé og síðasta orðið, áður en at- kvæðagreiðsla hófst um skattalög, átti Vilhjálmur Eg- ilsson: „Þetta er tóm vitleysa,“ sagði hann og það var ekki svo vitlaust sem einkunn fyrir skattalagaumræðuna. Enda þótt virðisaukaskatt- urinn sé tví- og fleirþrepa í mörgum Evrópulöndum hafa embættismenn og margir stjórnmálamenn hérlendis tekið trú á að íslendingar eigi aðeins einn VSK að hafa. Ein- gyðistrú í virðisaukaskatti er að vísu afskaplega virðingar- verð, en fleira er „heilagt“ svo sem vinnuffiður, samningar á almennum vinnumarkaði, orð sem skulu standa og fleira gott. Meirihluti þingmanna kann í raun að hafa viljað einn og ódeilanlegan VSK, en segja má að megindeilan á Alþingi hafi staðið á milli þeirra sem vildu framfylgja trú sinni án tillits til afleiðinganna og hinna sem vildu taka afleið- ingarnar með í reikninginn og víkja ffá strangleika kenning- arinnar af þeim sökum. En sé reynt að skyggnast inn á baksvið deilnanna fer ekki hjá því að hráskinnaleik- ur íslenskra stjórnmála komi í ljós. Gömul rök Tökum rökin fyrst. Þau falla undir formúluna að ekk- ert sé nýtt undir sólunni. Rök- in gegn lækkun VSK á mat- vælum eru gamalkunn: Þrep í VSK leiða til skattsvika, aukins kostnaðar við eftirlit og óþæg- inda í framkvæmd. Álltaf er dreginn upp úr hattinum sami milljarðurinn sem þetta á að kosta. Þetta eru sjálfvirk rök VSK-sérfræðinga í mörg- um löndum og hafa skýrslur um þetta efni lengi verið til í haugum í fjármálaráðuneyt inu. Þetta eru þó engin sérstök visindi heldur það sem hver étur eftir öðrum og skattsvika- rökin eiga ekki sérlega vel við um matvöruverslun á Islandi. Hún er nefnilega rekin að verulegum hluta í tiltölulega stórum og tæknivæddum ein- ingum þar sem fullkomin sjóðvélakerfi gera undanskot næstum ómöguleg. Þar er lítið um nótulaus viðskipti en þau eru hinn mikli ógnvaldur VSK- og velferðarkerfisins. Fullyrðingar um að koma megi kjarabótum til láglauna- fólks og barnafjölskyldna bet- ur til skila með öðrum aðferð- um en lækkun matarskatts eru heldur ekki nýjar af nál- inni. En þær eiga fullkominn rétt á sér. Hægt er að setja upp reikningsdæmi sem sýna að hækkun barnabótaauka, lækkun tekjuskatts og almenn lækkun virðisaukaskatts skili betur en lækkun matarskatts. „Og hver fer í verkfall út af því?“ spurði Halldór Ásgríms- son margsinnis á þingi og vildi að meirihluti þess sliti sundur samninga í þessu skyni. Örugg aöferö En mótrökin eru líka kunn. Ríkið hefur margsinnis verið staðið að því að rýra bóta- greiðslur af ýmsu tagi ár frá ári, breyta skattprósentu og hola innan þá meginstofna sem hafa verið stoðir undir kjarasamningum. Lækkun á matarskatti heldur á hinn bóginn verðgildi sínu sama á hverju dynur og það myndi kosta verulegt pólitískt átak að hækka matarskatt að nýju á næstunni. ASl-forystan er ekki fædd í gær og hefur margt lært af langri reynslu í þessum efnum. Hún veit að lækkun matarskatts skiptir miklu í heimilisrekstri lág- tekju- og barnafjölskyldna sem eyða hærra hlutfalli að tekjum sínum í matvæli en aðrar fjölskyldur og betur staddir tekjuhópar. Þá er þess og að gæta að samningaum- boðið er ekki lengur í hönd- um ASl-forystunnar og hún hefði þurft að leita aftur til fé- laganna eftír umboði ef breyta hefði átt meginforsendu kjarasamninganna frá í vor. Veiöileyfi á VSK Það er alkunna að samning- arnir í maí sl. voru kokkaðir milli ASl, VSl og forsætis- ráðuneytisins. Keyrt var yfir fjármálaráðherra og Alþýðu- flokkinn. Jóni Baldvini var stillt upp fyrir orðnum hlut og á þessum tíma heyrðust frá honum yfirlýsingar um að hann hefði orðið undir í ríkis- stjórninni og forsætisráðherra hefði að óþörfu gefið effir í reipdrættinum við verkalýðs- hreyfinguna. Framhaldið verður ekki skýrt öðruvísi en að krataráðherrarnir og fjár- málaráðherra hafi gefið emb- ættismönnum sínum veiði- leyfi á virðisaukaskattinn. I allt haust hefur verið skipulega unnið að því að grafa undan samningsniðurstöðunni frá í maí. Hjá embætti Ríkisskatt- stjóra virðist ekki hafa verið lögð nein megináhersla á að undirbúa lækkun matar- skattsins. BSRB, sem er orðið langþreytt á að láta ASl setja sér kosti og þrengja, notaði tækifærið til að sýna sjálfstæð- an samningsvilja sinn með því að gagnrýna áformin um lækkun matarskatts. Og Hall- dór Ásgrímsson fékk málið í fjarveru Steingríms Her- mannssonar og Páls Péturs- sonar. Allt var nú sem orðið FJÖLMIÐLAR Hrafn stefnir Vikublaðinu Biðinni er lokið. Hrafn Gunnlaugsson er búinn að stefna Vikublaðinu fyrir æru- meiðingar. Ég get ekki sagt að ég sé hissa — beið reyndar eftir því. Annað hefði verið undarlegt. Hrafn er nefnilega með viðkvæmari umfjöllunarefn- um fjölmiðla sem ég þekki. Viðkvæmur í þeim skilningi að hann er manna fyrstur rokinn af stað með upphróp- anir, kærur og stefnur ef hann hefur á tilfinningunni að orði sé á sig hallað í fjöl- miðli. Og það er nóg að það sé tilfinning; það þarf ekki að eiga sér stað í raunveruleikan- um. Sjálfur setti ég einu sinni einn lítinn ákveðinn greini fýrir aftan eitt orð í fýrirsögn á viðtali við hann, orðfarsins vegna og stílsins. Nokkurn veginn hugsunarlaust. Hrafn og vinir hans héldu því ffam blákalt að ég hefði falsað um- mæli effir hann og hefði vís- vitandi reynt að breyta merk- ingu þess sem hann sagði. Ég veit ekki enn hvers vegna málið fór ekki fýrir Siðanefnd Blaðamannafélagsins, svo mjög sem þetta lá þeim á hjarta svo vikum og mánuð- um skipti. Þessi viðkvæmni Hrafiis er ástæða þess að á þessu blaði er hann einn af nokkrum mönnum sem um gildir sér- stök regla. Blaðamanni, sem sagt er að hafa samband við hann, er um '. ::ð sagt að hafa segulbandstæki skilyrðislaust í gangi við símann — og geyma spóluna þar til löngu effir að blaðið kemur út. Upp á öryggið. Hvur veit? Kannske gæti hnikazt til greinir eða orðaröð, sem ger- ist nánast í hverju einasta við- tali, þó ekki væri nema vegna þess að íslenzkt ritmál er allt öðruvísi en talmál. Minni hafa stefnutilefni verið. (Og nú leiði ég hjá mér deiluna urn hvort okkur blaðamönnum er heimilt að taka upp samtöl án þess að segja viðmælandanum frá því; en það er kannske annað stefnutilefni.) En nú er Hrafn sumsé bú- inn að stefna Vikublaðinu. Ég er reyndar sammála honum um sumt: hluti þeirra um- mæla, sem eru tilefni stefn- unnar, var forkastanlegur og „Þessi viðkvæmni Hrafns er ástœða þess að á þessu blaði er hann einn afnokkrum mönnum sem um gildir sérstök regla. “ beinlínis ógeðslegur. (Ég ætti auðvitað að birta þessi um- mæli hér, svo lesendur skilji hvað ég á við, en tel fúllvíst að það teldist líka ærumeiðandi — eitt lítíð dæmi um hvernig löggjöfin hindrar upplýsinga- gjöf.) Vikublaðið hefur beðizt afsökunar á ummælunum, svo afdráttarlaust og skýrt að það ætti að afgreiða málið. En nei. Hrafn stefnir líka vegna túlkunar blaðsins á skýrslu Ríkisendurskoðunar um samskipti hans og al- mannasjóða. Sú skýrsla býður upp á margar túlkanir og er nýtt, allar gömlu lummurnar í VSK-deilunum, og fjölmiðl- amir hneyksluðust með Hall- dóri og Sighvatí Björgvinssyni viðskiptaráðherra á yfirvof- andi skattsvikum og kostnað- inum við lækkun matarskatts- ins. Meira að segja Morgun- blaðið fór á taugum og spurði í forystugrein: Hvers konar stjórnarhættir eru þetta eigin- lega, þegar meirihluti Alþingis vill eitt en gerir annað? Merkilegur leiöangur Leiðangur Halldórs Ás- grímssonar með Framsóknar- flokkinn á Alþingi er merki- legur. Hann leiðir flokkinn burt frá landsfundarsam- þykkt, burt frá efnahagsstefh- unni í „Átaki til endurreisnar“ frá því í mars sl., burt frá yfir- lýsingum Steingríms Her- mannssonar eftir samningana í maí. En hvert leiðir Halldór Framsóknarflokkinn? fnn í hráskinnaleik ráðherra þar sem fjármálaráðherra og utanríkisráðherra em af veik- um mætti að reyna að klekkja á forsætisráðherra án þess þó að leggja neitt verulega undir? Inn í þá stöðu að verkalýðs- hreyfingin kann að draga þá ályktun að skárra sé að semja við Davíð Oddsson í ríkis- stjórn en Framsóknarforyst- una vegna þess að hún sé reiðubúin að rifta gerðum samningum en Davíð sé mað- ur orða sinna? Hverskonar stjórnviska er þetta eiginlega? Niðurstaðan á Alþingi varð þrátt fýrir allan kjaftaganginn sú, að stjórnviskan varð VSK- kreddunum yfirsterkari, og þingið tók skref í áttina að „launajöfnun nú“ með ákvörðun um lækkun matar- skatts. Vaxandi atvinnuleysi og yfirvofandi sjómannaverk- fall eru ærin úrlausnarefni þótt ekki sé hlaupið eftir reikningskúnstum sem hleypa öllu í uppnám án þess að bæta neinu nýju við í gamla um- ræðu.______________________ Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. alls ekki hvítþvotturinn sem haldið hefúr verið fram, þótt Hrafn sé sannanlega sýknað- ur af lögbrotum. Vegna þessa túlkunarágreinings þarf einn lítill fjölmiðill nú að eyða miklum peningum og tíma í málarekstur fýrir dómstólum til að útkljá mál sem yfirleitt eru afgreidd með rökræðum og blaðaskrifúm. Það er líka alvarlegasta af- leiðing stefnugleði manna eins og Hrafns. Fjölmiðlar kippast við (hversu margir hafa efni á lögfræðikostnað- inurn?), heimildarmenn þagna (í sumar minnti Hrafn undirmenn sína á að fangels- isrefsing lægi við að skýra frá málum eins og leigubíla- kostnaði framkvæmdastjóra Sjónvarps) og lýðræðisleg umræða hlýtur skaða (hún byggist nefnilega líka á því að fólk megi hafa rangt fýrir sér). Og það sem kannske er kaldhæðnislegast: Það skiptir ekki lifandi sála um skoðun á ærunni í Hrafhi Gunnlaugs- syni, hversu mörg mál hann höfðar og hver svo sem dómsniðurstaðan verður. Kari Th. Birgisson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.