Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 19

Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 19
Miðvikudagurinn 22. desember 1993 IMJUK HARKA PRESSAN 19 klpn^k/hanriarrckur 1 Við IOI vllwllf UCIIIUCII lOlmlll mælum Umslagið á geisiadiskin- um túlkar að nokkru pæl- ingar farandsöngvarans. Konur og þjóðfélagsmein eru helstu hugðarefni trúbador með heiminn á herðunum Gísli Þór Gunnarsson, öðru nafni G.G. Gunn, er sálfræðimenntaður og pólitískur trúbador sem dvalið hefur til skiptis á íslandi og í Bandaríkjunum en að auki ferðast víða um heim. Hann komst í sviðsljósið á dögunum í þættinum Gestir og gjörningar, sem sendur var út frá veitingahúsinu 22. Á nýársdag mun hann svo hita upp með Jet Black Joe á Tveimur vinum. Síðasta sumar gaf G.G. Gunn út geisla- disk sem ber nafnið Letter from Lasha (sem vísar til heimssýnar hans), þar sem viðfangsefni hans er meira og minna konur og ádeila á harðnandi heim. Hon- um til aðstoðar við gerð plötunnar var meðal annars „tónlistarfólk á heimsmæli- kvarða“, eins og hann segir sjálfur, eða söngkonurnar Móeiður Júníusdóttir og Elín Gunnarsdóttir og Jens Hansson saxófónleikari, auk fáeinna útlendinga. Lög og textar eru flest eftir hann sjálfan, en Bubbi Morthens á eitt lag á plötunni og sjálfur Leonard Cohen annað. „Ég kynntist Cohen litillega í Grikklandi árið 1981,“ útskýrir hann. „Síðan var ég svo lánsamur að kynnast Suzanne, sem hann orti um. Hún var gift einum besta vini Cohens. Til stóð að við ynnum saman að söngleik sem ég samdi, sem er svört kóm- edía, en henni fannst of mikið guðlast í honum. Það varð því ekkert úr samstarf- inu. Hins vegar bjó hún hjá mér í smá- tíma í San Francisco. Þá komst ég meðal annars að því að henni fannst Cohen hafa misnotað persónu sína í laginu, þar sem hann söng um hana en notaði hana síðan ekki í myndbandið um lagið.“ Þú segir verkið hafa verið svarta kómedíu, horfirþú þannigá tilveruna? „Já, enda meinið í bandarísku þjóðfé- lagi mikið. Fyrir nokkrum áratugum höfðu yfirmenn fjórurn sinnum hærri laun en verkamenn en nú hafa yfirmenn fjörutíu til fimmtíu sinnum meiri laun en vekalýðurinn! Fátækt er gífurleg í banda- rísku þjóðfélagi, en á móti kemur að almenn- ingur er upplýstari. Þetta heimilislausa fólk í Bandaríkjunum er engir vitleysingar. íkveikj- urnar í íbúðarhverfúm ríkra, samanber þegar „Hollywood brann“, eru aðeins byrjunin á uppreisninni." Sérðu eitthvað af þessum meinum í íslensku þjóðfélagi? „Já, ég sé mun á íslandi frá því ég kom hing- GISLI ÞOR GUNNARSSON, öðru nafni G.G. Gunn, hefur ekki áður séð fólk róta í ruslatunnum á íslandi. að síðast. Ég hef aldrei áður séð fólk róta í rusla- tunnum. Það er fátækt hér á landi sem er m.a. rökrétt framhald af óarðbærum fjárfesting- um.“ Gísla er einnig umhugað um stöðu kynj- anna, hann segir að rómantíkin hafi horfið með samkeppnishugsjóninni. „Karlmenn eiga erfitt með að kyngja breyttri stöðu sinni, sem sýnir sig meðal annars í kynvillu, hjónaskiln- uðum og sjálfsvígum karlmanna." Þessu og fleiru til veltir hinn 35 ára trúbador G.G. Gunn fyrir sér í textum sínum. Hann á íslenska for- eldra en er svo lánsamur, segja sumir, að hafa fæðst í Bandaríkjunum. Hann hefur því bæði íslenskan og bandarískan ríkisborgararétt. G.G. Gunn hefur gefið út eigin lög meira og minna síðan 1984. Það var þó ekki fyrr en á síðasta ári sem plata kom frá honum, sem að hans sögn hefur fengið nokkra spilun á há- skólaútvarpsstöðvum í Bandaríkjunum sem og í Kanada, enda hafi hann lagt sig ffam við að kynna plötuna ytra. En hvað œtlar hann að dvelja lengi hér á landi? „Ég kom í haust og ætla að dvelja fram á vor og halda áffam að semja og taka upp, en þá hef ég hug á að halda áfram að ferðast um heim- inn. Hugsanlega til arabaríkjanna í þetta skipt- ið.“ Snemma í síðustu viku sást til ferða þeirra Frið- riks Erlingssonar handritshöf- undar og Karls Aspe- lund leik- myndateikn- ara á Café Óperu ásamt fjöldanum öll- um af efnilegu kvenfólki. í glöggi hjá auglýsinga- smiðjunni Oz, sem var haldið í verksmiðju nokkurri hér í bæ á föstudagskvöld, voru Óskar Jónasson kvikmynda- gerðarmaður, Hrafnkell Sig- urðsson myndlistarmaður í London, Snorramir Eiður og Einar með stóð af kvenfólki í kringum sig eins og venjulega, Móeiður söngkona, Haraldur Jónsson myndlistarmaður, Guðjón Már og Aron, galdra- larnir í Oz og Sæunn Þórsdóttir DJ og djarfúr dansari. Á Gauki á Stöng, líka á föstudags- kvöld, voru bræð- urnir Baldvin og Þormóður Jónssynir á Aðal stöðinni, H j ö r t u r H o w s e r húmoristi og fleiri. Á Frikka og Dýrinu sama kvöld var DV eins og það lagði sig, þar á meðal ljós- myndarinn Gunnar V. Andr- ésson og blaðamennirnir Hilmar Karlsson og Elín Al- m bertsdóttir, Friðrik Er- lingsson I m b a - kassahöf- u n d u r m e ð meiru og Steinunn Óskarsdótt- ir þingkonuefni. Þá höfðu öll eintökin á Eintaki þar 'meira og minna viðkomu áður en þau lögðu leið sína í Rós- enbergkjallar- ann. Á Berlín um helg- ina var Peppi kvik- myndatökumaður að halda upp á afrnæli sitt. Honum til heiðurs mætti LA-gengið nán- ast eins og það lagði sig, til að ynda Helena tilvon- andi hótelstýra, Steini Rambó, Gunni í Jet Black Joe og engl- arnir Egill og Gaui. Þar mun og hafa verið Jón Sæmundur myndlistarmaður og leikaraefhi. Og einhvern tíma um helgina héldu vinir Árna, sem gengur um áramótin í það heilaga með flugfreyjunni og fegurðar- drottningunni Önnu Mar- gréti Jónsdótt ur, á Árni þessi klæddur sem Árnarflugsflug- freyja (væntanlega í græna búningnum) og var að selja hjálpartæki kynlífsins. Ekki vitum við hvernig salan gekk. Á Sólon Islandus á sunnu- dagskvöld sátu Eiríkur Jóns- son yfirheyrslupúki, Jón Tryggva ieikari, Bryndís Petra Bragadóttir leikkona, Frank Pitt bissnessmaður, Andrea Róbertsdóttir leggja- ffíð og Fritz von Blitz bar- og búðareigándi. I bíó, á Öld sakleysis- ins, þetta sama kvöld voru Baltasar Kor- mákur ásamt ónefndri vinkonu sinni og Mó- eiður og Eyþór, opin- bert kærustupar. ... að menn dansi mikið og skemmti sér síðustu dagana fyrirjól þá getur maður borðað meira. Djamm með þessum hætti er jú fitubrennandi. ... verslunarferðum á að- fangadagsmorgun þá er skrautlegt fólk að versla og rnaður fær aldrei betri þjónustu. Allir eru í jóla- skapi. ... að menn leigi sér evr- ópskar stórmyndir um jólin þær eru nærri þær einu sem snerta mann. Á rnaður ekki einmitt að vera á tilfinnin- gaflippi um jólin? ... framhjáhaldi jafnvel þótt það séu að koma jól. Hafi fólk stjórn á kringumstæðum breytir það hvort eð er engu. Þeir sem kjósa að lifa ein- lífi. Eyða jólunum einir. Eða Þeir sem bregða sér til út- landa og eyða jólunum fjarri stórfjölskyldunni.. Þeir eru kannski eldd margir en þeir eru inni. Enda er það svo að það eru alltaf fáir sem leiða tískuna. Fleiri og fleiri bætast við í hópinn uns flestir verða einir. Þá fer hjónabandið kannski að verða inni aftur. Einlífi vísar til karaktera eins og Gretu Garbo, sem margir héldu lengst af að lifði spenn- andi lífi. Kannski gerði hún það — kannsld eldd. Það pet^ ur í það minnsta enginn nú- lifandi karlmaður skrifað um hana bók og sagt hvað hún var að bauka allt sitt líf. Ein- lífi er betra, sérstaklega dul- úðin. Jólaglögg er góður og þjóðlegur siður. Ég hef ekki tölu á því hve mörgum ókeypis fyllirium ég hef náð á þennan hátt, enda glögg í hverju horni. Ég fagna hins vegar þeirri breytingu sem hefur orðið á þess- um ágæta sið; jóla- glöggið sjálft er á undanhaldi, alvöru vín er drukkið og jólahlaðborðið orð- ið ómissandi. Hefðin fyrir sam- komunum er góð en alltaf hefur mér þótt það undarleg árátta að drekka hálfsoðið rauðvín með kanil og rúsínum. Mjúki maðurinn. Hann er líklega endanlega búinn að vera. Ekld það að maður eigi ekki eftir að sakna hans. Bestu vinkonu sinnar. Ojú^^ Nú er það hæfilegt magn mýktar og hörku sem gildir; mýkt inni á heimilunum en harka í viðskiptum. Við vilj- um hafa þá andlega og ver- aldlega ríka. Og hana nú. Þetta á raunar einnig við um kvenfólk. Nema þá er þessu öfugt far- ið; mýkt í viðskipt- um en harka inni á heimilinu. Þetta er í það minnsta ágæt lausn. Segir þó ekkert um hvort maður fær meira út úr mýkt eða hörku. Oft fylgir-«** nefnilega ákveð- inn slæleiki m ýk t - i n n i . Maður kemst oft lengra á h e n n i, noti maður hana rétt. Það er nokkuð sem karlmenn eiga eftir að uppgötva.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.