Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 24

Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 24
LOGGUR & GYÐINGAR 24 PRESSAN NÁIN KYNNI ... í Allt er að færast í hátíðarbúning. Gluggar eru skxeyttir gyð- ingaljósum og enn aðrir eru með jólaseríur upphengdar, sumar blikkandi. Að vísu skil ég ekki hvemig fólk getur haft þetta blikkandi allan sólarhringinn. Mér myndi líða einsog það væri sjúkrabíll staddur inní stoíú hjá mér. En mér sýnist allir vera komnir í jólaskap. Eina sem er kannski að er þessi fimbulkuldi undanfama daga. Guði sé lof að við erum ekki ftalir, þá hefðu samskipti manna á millum bara fallið niður. Engin tjáskipti vegna handaleysis. Það hefur líka verið vesen að finna nýjar akstursleiðir vegna umferðarteppu í kringum Kringluna og aðrar verslun- arsamstæður. En það er nokkuð sem maður er farinn að venjast. Annars sagði vinur minn farir sínar ekki sléttar í viðskipt- um við þá rauðklæddu. Jú jólasveinana. _ Hann hélt því ffam að þetta væri nýr hátíðarbúningur lög- reglunnar, einhverskonar dulargervi. Hann hafi verið að leggja bílnum sínum og þá hafi undið sér að honum jóla- sveinn sem hafi bent honum á að það mætti ekki leggja þarna. Hann svaraði að það væri nú allt í lagi. En þá hafi sveinki sagt: Oekkí! og vitnað í einhveija reglugerð. Fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Jólasveinar að stjórna umferð! Ekki batnar það. Annars er það ágæt hugmynd að smella lögreglunni í jóla- ► pÁí/einabúninga. Þeir em nú komnir á reiðhjól! Þannig gætu þeir gætt laga og reglu á leynilegan hátt, því hver býst við því að lögreglan sé einhver jólasveinn? Einnig mætti hugsa sér að RLR færi í þann rauða til að stöðva búðahnupl. Kralckar gætu ráðið sér einkaspæjara sem klæddist einsog jóli sem myndi síðan fylgja foreldium eftir í jólagjafakaupum. Og þegar foreldrar kæmu útúr búðunum gætu þeir brugðið á leik og kannað hvað keypt hefði verið, og ef það væri rangt gæti jólispæjó gaukað að foreldri að þetta væri í raun eldd það sem bamið óskaði sér heldur væri það eitthvað annað. Með þessu móti væri tryggt að enginn yrði sveldctur á að- fangadag. Einnig gætu fleiri starfsstéttir klæðst rauðu fyrir hátíðimar. Sem dæmi gætu þingmenn ldætt sig í jólasveinabúning rétt fyrir þinglok. Þannig gætu þeir vakið samúð almennings í ' ■ -síðustu lotunum fyrir þinghlé. Svona rétt sýnt að þeir séu líka manneskjur sem þrá að komast í jólasteikina. Kannski er þetta ekki nógu góð hugmynd. Almenningur myndi sennilega talca þetta of bókstaflega og styrkja þá vin- sælu skoðun að stjómmálamenn væru í raun algjörir jóla- sveinar. En ég var einn af þeim seinheppnu sem náðu einungis í minni gerð af jólatré. „Þessum sívinsælu“ heyrði ég einhvem segja. Afhverju þau eru svona vinsæl í desember er þessum manni greinilega hulin ráðgáta. Nema hvað. Til þess að nágrannamir héldu ekld að ég væri á móti jólunum, heiðinn eða eitthvað leiðinlegur boraði ég gat í loftið og hengdi tréð upp þannig. Með þessu móti nær tréð vel upp yfir gluggakistuna og nú er ég í raun með stærsta tréð í hverfinu, sem vekur vissulega mikla eftirtekt og jafhvel öfúnd á hátíð ljóss og friðar. Elskulegur vinur minn sendi mér lcveðju, ég svara: Koppur og bleyja - eru verkfœri tnín koppur og líka bleyja verkfœri þeirra sem ekka einsogsvín en kjósa samt að þegja ... umða. Og hver sagði að ég væri einhver jólasveinn? Elsku vinir, gleðileg njól. Einar Ben. Miövikudagurinn 22. desember 1993 itvífarar Jolatre og Motorhead Það þarf að bjarga pakka. Hver þekkir það ekki að æða úr einni sérversluninni í Hvort kemur á undan, andlitsfall- I iö eöa I áhuga- | málin? | Þeir Dav- i íö Ós- valdsson . útfarar- stjóri og Stephen King rithöf- I undur hafa I báöir sérstak- | an áhuga og | I raunar atvinnu af því j I sem nær út yfir gröf ! og dauða. Þaö er ! annaöhvort orsök eöa ! | afleiðing hárprýöinn- ■ ar, gleraugnanna og I munnsvipsins. Nema I I þetta sé einn og I I sami maöurinn. | I I I I I________________________I Auk verslunar verða komur á Jólabazar, ekki hefðbundin Til dæmis er fyrirhugað að hin gullfallega indverska prinsessa Leoncie mæti og fremji gjörning. Því hefur heyrst fleygt að hún hafi gert plötusamning við fýrirtæld í Indlandi og verði platan gefin út í 15 milljónum eintaka! aðra og verða sífellt ruglaðri í ríminu. Hér er hugmynd: Jólabazar! Við Hverfisgötu 6 er jóla- markaður. Þar er ótrúlega fjölbreytilegur varningur í boði, allt frá jólaskrauti til mellubanda! Og það sem meira er, sanngjöm verðlagn- ing. Jói Motorhead er með bás þar sem hann er að selja plötusafnið sitt. Hann er harður á því að gamli vínill- inn sé langt því ffá dauður úr öllum æðum. Jói hefúr safnað plötum um árabil: „Það er náttúrulega sárt að selja margt af þessu, en ég hef selt plötur annað veifið og það hafa farið í gegnum hendum- ar á mér á undanförnum ár- um um 10 þúsund titlar." Jói er eldd einungis með plötur til sölu heldur bækur, geisla- diska og margt fleira. I öðrum básum er að finna leikföng, ffumleg raftæki, s.s. víbrandi ralcvél, og gervijólatré svo fátt eitt sé nefnt. Einnig eru til sölu handunnir munir sem ýmsir hafa gert. „Hér er ég með kertastjaka sem gefur frá sér mjög skuggalegan bjarma. Það má segja að þetta sé á ákveðinn hátt afturhvarf til þess þegar fólk gerði jólagjaf- imar sjálft,“ segir Jói og telur það hið besta mál. Þarna er að finna annan sölumann: Öm Haraldsson. Hann selur skartgripi, m.a. choke-bönd. „Þau vom kölluð mellubönd í gamla daga, en það þarf nú kannski ekkert að vera að segja ffá því.“ MYNDLIST Allir saman og hverfyrir sig „Gœðin á sýningunni eru afar misjöfn ogþótt ég sé hlutdrœgur getur mér ekkifundist annað en að íslenski hópurinn komi besi JTl Distance Commun- ication", Geysishúsinu. í stuttu máli: Listamenn frá sjö borgum koma sam- an án þess að ná saman. Misjöfn gæði, en góður hópur íslenskra lista- manna. Ýmis uppátæki eru í sýn- ingarhaldi núna fýrir jólin. I Kaffi List em nokkur andans mikilmenni að lofsyngja Brynju X. Vífilsdóttur sjón- varpsþulu. Á Mokka eru veggir þaktir með lcrossum af ýmsum gerðum, á sýningu sem ber heitið „Kaffi með Kristi“. í Geysishúsinu er fjar- skiptasýning, „777 Distance Communication“. Áhuga- menn um fjarskipti og tölvu- tækni verða þó fyrir von- brigðum því listsýningin er með hefðbundnu sniði og listamennirnir gera enga til- raun til að notfæra sér tölvu- samsldpti í list sinni. Hér er þó um áhugaverða tilraun að ræða, því sýningin hefúr orð- ið til fyrir frumkvæði lista- mannanna sjálfra, sem hafa haft samskipti sín á milli í gegnum alþjóðleg tölvusam- skiptanet. Einhvers konar talnaleikur hefur ráðið ferðinni við skipulagningu sýningarinnar. Þema hennar er sjö ár, vegna þess að það eru sjö ár til alda- móta; maður gleymir því nú fljótt því listamennimir fýlgja þemanu elckert effir. I fram- haldi af þvi taka sjö listamenn þátt ffá sjö borgum í Evrópu. Ein sýning er í gangi samtím- is í borgunum sjö og senda listamennirnir eitt verk á hverja sýningu, s.s. 49 lista- menn og 343 verk. Borgimar sjö em, auk Reykjavíkur, Ár- ósar, Amsterdam, Port- smouth, Duisburg, Bratislava og Moskva. Enginn einn aðili hefur yfirumsjón með sýn- ingunni, en upphafsmenn virðast koma frá Portsmouth. íslensku þátttakendurnir hafa tekið þessu framtaki vel því héðan kemur einvala lið listamanna, þau Magnús Pálsson, Helgi Þorgils Frið- jónsson, Steinunn Þórarins- dóttir, Þorvaldur Þorsteins- son, Svala Sigurleifsdóttir, Rúrí og Kristinn E. Hrafns- son. íslensldr listamenn ættu einmitt að hafa áhuga á sam- skiptum við erlenda lista- menn því þeim hefúr reynst torvelt að komast inn í hring- iðu listalífsins í Evrópu. En ís- lenskir listamenn eru ekki þeir einu sem finnst þeir vera „fýrir utan“. Á meðan öll at- hyglin beinist að fáeinum há- borgum myndlistarlífsins em 90 prósent evrópskra lista- manna utan miðju — það eru jaðarsvœði alls staðar í Evrópu. Hvað eiga útnesja- menn að taka til bragðs? Áð- eins heimamenn og sérvitr- ingar líta við list þeirra, en samt er þjóðernishyggja og einangmnarstefna talin fom- eskja. Á sama tíma flæðir yfir allt lágkúra alþjóðlegrar með- almenningar, sem á sér engin heimkynni, og sveimar rót- laus heimshorna á milli. í Evrópu er mildð talað um menningarlega valddreifingu, með því að vekja héruðin til lífsins og gera þau að sjálf- stæðum og virkum eining- um, sem gætu myndað mót- vægi við sterk sentrúm. Ég ímynda mér að þessi sýning sé tilraun til að finna annan kost en lókal menningu, sem er bundin heimaslóðum, eða glóbal menningu, sem er bundin við heimsborgirnar. Slík viðleitni er ekki aðeins góðra gjalda verð, hún er nauðsynleg á tímum þegar tvenns konar blekldng togast á, annars vegar blekkingin um einangraða þjóðmenn- ingu sem nærist á engu nema sjálfri sér og hins vegar al- þjóðleg menning sem tilheyr- ir engum en fullnægir öllum. En þrátt fyrir allt tal um fjarskipti og göfug markmið verður sýningin að ganga upp. Gæðin á sýningunni eru afar misjöfn og þótt ég sé hlutdrægur getur mér ekki fundist annað en að íslenski hópurinn komi best út. Flest verkin hafa verið sýnd áður. Magnús sýnir bókverk, Rúrí notar tommustokkinn í til- brigðum við metralengdina. Þorvaldur er með ljósmynd af kven-torsó á stalli, Helgi er með málverk og Svala með handmálaða ljósmynd. Mynd Kristins sýnir Þórisvatn „á röngunni", og verk Steinunn- ar er hálfhringur úr blýi sem er afsteypa af jurtum og gler- afsteypu af blýmótinu, sem mynda saman hring. Verkin sem koma frá Moskvu eru fyrir neðan allar hellur, og danski hópurinn frá Árósum veldur vonbrigðum. En ffarn- lagið frá Portsmouth er frísk- legt. Mark Gaynor er með skemmtilegt verk sem hann kallar „Vandinn við miðstýr- ingu“, sem er kort af Evrópu þrykkt á glerplötu. Það er fest við vegginn með nagla sem er reldnn í gegnum Reykjavík (og fer það sjálfsagt eftit staðnum hverju sinni hvar naglinn er rekinn í gegn). Púsluspilið hans Bruce Willi- ams er kannski táknrænt fýrir sýninguna. Því er raðað sam- an úr brotum sem tilheyra ekki sama púsluspilinu, þannig að þótt brotin passi saman þá mynda þau ekki heillega mynd. Yfir púslinu er prentað orðið „culture“. Þetta er dæmigert fýrir menningar- líf samtímans; öllu er steypt saman án þess að mynda samstæða heild. Einn Bretinn slcrifar í sýningarskrá að það sé eining í margbreytni. En hvers konar eining er það? Samskipti hafa ekki endilega í för með sér samúð eða sam- stöðu. Margbreytni einkennir þessa sýningu, en ef einhveija einingu er að finna kemur hún ekki innan frá.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.