Pressan - 21.07.1994, Side 4

Pressan - 21.07.1994, Side 4
Kapphlaup um rústir Sólarveldisins Lánadrottnar Smjörlíkis-Sólar hf. stefna að því að selja fyrirtækið fyrir mánaðamót. Páli Rr. Pálssyni er mikið kappsmál að kaupa það með full- tingi íjárfesta og lánastofnana en fleiri eru þó ennþá um hituna. Sölu- verðið nær vart 700 milljónum en gömlu eigendunum var gert að selja það á 750 milljónir ef þeir ættu að halda sínum hlut. Kanadamaðurinn, Gunnar Helgason í örvæntingarfullri baráttu við að bjarga íslensku bergvatni hf. en horfir upp á eigið gjaldþrot að öðrum kosti. SÓLARVELDI gömlu eigendanna með Davíð Scheving Thorsteinsson í broddi fylkingar er nú endanlega fallið í hendur lánadrottn- anna: íslandsbanka, Glitnis, Iðnlánasjóðs og fleiri aðila. Þeir stefna að því að selja fyrirtækið fyrir mánaðamót og eru í viðræðum við nokkra hugsanlega kaupendur. Rekstrarfélag Sólar hf. sem er í eigu stærstu lánadrottna Smjörlíkis-Sólar hf. steftiir að því að ganga ffá sölu fyrirtækis- ins fyrir mánaðamót. Undanfarna daga og vikur hafa stífar samningaviðræður verið í gangi milli Rekstarfélagsins og hóps sem Páll Kr.Pálsson, fyrrum framkvæmdastjóri Vífilfells, er í forsvari fyrir. Enn eru þó fleiri aðil- ar inni í myndinni og hafa jafn- ffamt farið ffam viðræður við þá. Áður hefur verið greint ffá áhuga heildsölurisanna O. Johnsen & Kaaber og Nathans & Olsen og PRESSAN hefur auk þess heimildir fyrir því að heildsalan Danól (Daníel ólafsson og Co) sé einnig á Um skemmdarvarg- ana á Siglufirði Fólk talar tnikið um hvað eigi að gera við drengina sem brut- ust inn á heimili 86 ára gamall- ar konu á Siglufirði og lögðu það alveg í rúst. Ef ég hefði átt þessa drengi hefði ég beðið sýslumanninn að flengja þá opinberlega og bjóða öllu fólki á Siglufirði, sérstaklega börn- unum, að horfa á. Máltækið segir nefnilega: „Enginn verð- ur óbarinn biskup." Eg er ekki sjálf hlynnt flengingum í tíma og ótíma en þær eiga samt fullan rétt á sér þótt þær hafi verið of mikið notaðar í gamla daga. Ég spyr: Hvernig foreldr- ar eru það sem þessir blessað- ir ólánsdrengir eiga? Þarf kannski að flengja þó fyrst? Auðvitað eiga foreldrarnir skilyrðislaust að taka íbúð gömlu konunnar sjálfir í gegn og borga skemmdirnar eins og hægt er. En það verður þó aldrei hægt að bæta allan þennan skaða og þá persónu- legu muni sem voru eyðilagðir. DAVÍÐ SCHEVING THORSTEINSSON er afar ósáttur við þá ákvörð- un lánadrottnanna að taka fyrirtækið endanlega yfir. Hann mun fylgjast grannt með því hvort þeir selji fyrirtækið á lægra verði en gömlu eigendumir þurftu að gera ef þeir áttu að halda hlutafé sínu. í dag er ekki útlit fyrír að lánadrottnarnir nái að standa við skilyrðin sem þeir settu sjálfir. höttunum eftir fyrirtækinu. Helstu eigendur fyrirtækisins í dag eru íslandsbanki, Ghtnir og Iðnlánasjóður og fulltrúi þeirra, Ami Gunnarsson, sér um dagleg- an rekstur þess. Páll Kr. vill kaupa þrátt fyrir ákvæði í starfslokasamningi við Vífilfell sem meinar hon- um það PRESSAN hefur staðfestar heim- ildir fyrir því að Páll Kr. Pálsson, sem lét af störfum sem ffam- kvæmdastjóri VífilfeUs, hafi fjár- magn á bak við sig til að kaupa fyr- irtækið. Þar er einkum um að ræða hjónin Geir G. Geirsson eggja- bónda á Vallá á Kjalarnesi og Hjör- dísi Gissurardóttur gullsmið og fyrrum eiganda Benetton- verslun- arkeðjunnar hér á landi. Þá hefur hann verið í viðræðum við fleiri einstaklinga og leitað til sjóða og lánastofnana um fyrirgreiðslu. Geir vildi hvorki játa né neita hvort hann hyggðist fjárfesta í fyrirtæk- inu. „En maður veit aldrei hvert at- burðirnir leiða mann,“ sagði hann. Páh Kr. mun vera mikið kapps- mál að taka við rekstri Sólar, enda eru flestir sammála um að fyrir- tækið eigi ffamtíð fyrir sér þrátt fyrir ógöngumar sem það lenti í eftir vatnsævintýri fymim eigenda þess. PRESSAN hefur vitneskju um að PáU Kr. hafi sýnt áhuga sinn þremur til fjórum vikum áður en hann lét af störfum hjá VífilfeUi, eða fyrir um það bil tveimur mán- uðum. PáU er hins vegar í vandræðum vegna ákvæðis sem er að finna í starfslokasamningi hans við Vífil- feU, en þar segir að hann megi ekki ráða sig til starfa hjá fyrirtæki í samkeppni við VífilfeU í einhver misseri. Kunnugir segja hins vegar að hægur vandi sé að finna króka- leiðir framhjá þessu og sjálfur lítur Páll svo á að Sól og VífilfeU eigi ekki í samkeppni. En í hinum fá- menna forstjóraklúbbi íslensks við- skiptaheims þykir mönnum slæmt að ganga á bak orða sinna með þeim hætti því að það getur komið í bakið á þeim síðar. Auk þess gæti Vífilfell höfðað mál á hendur Páli og stöðvað greiðslur til hans uns dómur er faUinn. Það eru því fleiri fyrirtæki undir smásjánni hjá Páli, ein sjö eða átta. Annars vegar er hann að skoða til- boð um að gerast meðeigandi í fyr- irtækjum og taka við stjóm þeirra og hins vegar eru fleiri fyrirtæki en Smjörlíki-Sól sem hann hefur fjár- magn á bak við sig til að kaupa í heilu lagi. Samkvæmt öruggum heimildum PRESSUNNAR er nokkur hópur, þeirra á meðal Geir og Hjördís, sem er nánast til í leggja fjármagn í hvaða fyrirtæki sem Páli hugnast að kaupa. Það sýnir stöðu hans á forstjóramark- aðnum í dag. Eftir sem áður stendur hugur hans helst tfl þess að kaupa Smjör- líki-Sól. Davíð Scheving sett skilyrði sem lánadrottnarnir eiga sjátfir erfitt með að standa við Smjörlíki-Sól hf. gekk til nauða- samninga við lánadrottna sína í október á síðasta ári og voru þeir staðfestir af Héraðsdómi' Reykja- víkur. Þeir kváðu á um að eigendur fyrirtækisins greiddu 15% al- mennra, óverðtryggðra skulda fyrir lok síðasta árs og önnur 15% fyrir 29. mars síðasthðinn. Auk þess gerðu lánadrottnamir þá kröfu að hlutafé yrði aukið um 120 milljónir króna og tóku í raun yfir rekstur fyrirtækisins með stofnun Rekstr- arfélags Sólar hf. Staðið var við fyrri gjalddagann án þess að aukið hlutafé kæmi til og útlit var fyrir að einnig tækist að standa við þann seinni. Davíð Scheving reri öhum árum að því að safna hlutafé en það tókst ekki. Þegar sýnt var að hann og aðrir eig- endur fyrirtækisins gætu ekki stað- ið við skilyrði nauðasamninga, hvað þá aukið hlutaféð sem tryggði lánadrottnunum greiðslur, vom þeim settir úrshtakostir. Ef þeim tækist að selja fyrirtækið fyrir 750 mflljónir króna myndu þeir halda 60 miUjóna króna hlut sínum í fyr- irtækinu. Að öðrum kosti misstu þeir aUt sitt. Þegar Davíð Scheving tókst það ekki, vom gömlu eigend- umir keyptir endanlega út úr fyrir- tækinu og fengu þeir samtals 3 miUjónir króna í sinn hlut, eða 5% af eignarhlut sínum. Fyrr í vikunni tóku svo lánadrottnar fyrirtækisins formlega við eignum Smjörlíkis- Sólar. PRESSUNNI er kunnugt um að Davíð Scheving er ákaflega ósáttur við þessi málalok. Hann mun væntanlega fylgjast náið með því á hvaða verði lánadrottnamir selja fyrirtækið. Eins og dæmið lítur út er þeim vart stætt á að selja það á lægra verði en gömlu eigendunum var gert, eða 750 milljónir króna. Þær tölur sem em uppi á borð- inu núna í samningum við hugsan- lega kaupendur ná hins vegar ekki 700 mUljónum samkvæmt heim- Udum PRESSUNNAR. Róið að því öllum árum að forða íslensku bergvatni frá gjaldþroti Það er einkum tvennt sem reið Smjörlíki-Sól hf. að fullu. Annars vegar var það misheppnuð gos- drykkjaframleiðsla sem leiddi til þess að blómatíð fyrirtækisins var á enda. StórfeUdar fjárfestingar í tengslum við vatnsævintýrið gerðu svo útslagið. Davíð Scheving hefúr í fjölmiðl- um undanfarið í raun kennt Gunnari Helgasyni um hvemig fór. Gunnar er auðugur Kanada- maður af íslensku bergi brotinn og átti helminginn í íslensku berg- vatni hf. á móti Smjörlíki-Sól. Samningar við hann tryggja hon- um einkarétt „að eilífu“ á sölu vatnsins annars staðar en hér á landi, í Færeyjum og Bretlandi í nafiii Great Icelandic Water Corp., sem hann á stóran hlut í ásamt við- skiptafélaga sínum Maurice Rol- PÁLL KR. PÁLSSON er búinn að tryggja sér stuðning fjársterkra aðila til að kaupa Smjörlíki-Sól og miklar líkur eru á því að geng- ið verði frá kaupunum á næstu tveimur vikum. Enn eru þó fleirí inni í myndinni. HJÓNIN GEIR G. GEIRSSON OG HJÖRDÍS GISSURARDÓTTIR eru til- búin til að bakka Pál Kr. upp og leggja verulegt fjármagn í kaupin á Smjörlíki-Sól ef samningar nást. lins. Þeir tveir áttu þetta dreifingar- fyrirtæki í sameiningu í upphafi en settu 36% hlutabréfa á markað í Kanada þar sem þau seldust á háu verði. Langmestar vonir vom bundnar við markaðinn í Bandaríkjunum og eigendur Smjörlíkis-Sólar höfðu tröllatrú á Gunnari. Hann lagði ffam stórhuga áætlanir og neitaði að hefja útflutning fyrr en búið var að fjárfesta í vélum og tækjum í samræmi við þær. Þegar til kom tókst honum hins vegar ekki að selja nema 2% af því magni sem áætlanimar hljóðuðu upp á og fjár- festingamar miðuðust við. Islenskt bergvatn er komið í gjaldþrotaskipti eii samkvæmt traustum heimildum er Gunnar enn að reyna að bjarga fyrirtækinu með svokölluðum nauðasamning- um innan réttar. Að öðmm kosti stendur hann ffammi fyrir því að að Great Ice- landic Water Corp. verði gjald- þrota og hann persónulega um leið. Hvort þessar björgunartilraunir takast á að koma í ljós í næstu viku. Ekki em allir jafn ánægðir með þessar tihaunir og svo gæti farið að áhugasamir kaupendur að Smjör- líki-Sól verði afhuga kaupum ef þær takast Ástæðan er sú að þá sitja þeir að öllum líkindum uppi með Gunnar og samninginn við hann. Eins og einn þeirra orðaði það: „Þegar maður fer út í svona kaup verður aUt að vera á kristal- tæra og það er ekki hægt að dragn- ast með drauga úr fortíðinni með r u ser. Styrmir Guðlaugsson 4 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ1994

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.