Pressan


Pressan - 21.07.1994, Qupperneq 9

Pressan - 21.07.1994, Qupperneq 9
Svífur að haustið Jf ■ ■ ' = ; Stjórnmál INDRIÐI G. ÞORSTEIIMSSOIM -i_ Æ „Vinningur R-listans fékkstfyrir at- beina pólitískra skarfa, sem hafa geð í sér til að gera út á ungt fólk. Þessir sömu skarfar undirbúa nú einskonar breiðfylkingu R-listans og hyggjast bjóða fram á landsvísu í þingkosning- unum. “ Um stund hafa íslenskir stjómmálamenn getað ályktað sem svo að þeir væm í sumarfríi. Margt bendir þó til að þeir verði kallaðir út í kosn- ingabaráttu í ágústmánuði, svo þeir geti á þeim vettvangi talað yfir sig sumir hverjir og svona yfirleitt út og suður eins og þeirra er vani. Kjósendum er uppálagt að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu að kjósa. Það er gert fyrir stjómmálamenn, sem verða aldrei eins daprir í bragði og þegar kjörsókn er lítil. Yfir kjósendur hellast margskonar afbrigði, eins og kreppa, brjálæðis- legar íjárfestingar, gjaldþrotadagar og árangurslaust launastreð. Þeim er kennt og bent hvert þeir eiga að beina sárindum sínum. Öskutunn- ur allra kvartana em ríkisstjórnir og þeir þingmenn sem styðja ríkis- stjómir. Menn með hreinar hugs- anir standa á meðan á hliðarspor- um stjórnmálabrautanna og glotta. Næst þegar kjósendur fá tækifæri setja þeir mennina með hreinu hugsanirnar í ríkisstjórn og þá bregður svo við að ástandið verður eins og á ffamlengdu sveitaballi. Það var nefnilega aldrei ætlunin að breyta neinu. Eftir sigur R-listans í Reykjavík hefur pólitískt andrúmsloft í land- inu breyst til muna. Tvenns konar fólk er komið til sögunnar á vett- vangi stjórnmálanna. Annars vegar er um að ræða snarborulega ridd- ara sjálfsþóknunar, sem aldrei hafa verið í stjómmálaflokki til annars en tíunda hvað flokkurinn skuldi þeim miklar vegtyllur umfram aðra menn, vegna þess hve þeir em dýr- mætir í flokki. Geti flokkurinn ekki látið ffamadraumana rætast er bara farið í samflot með öðmm flokk- um til að ná formennsku í neftid eða ráði. Markmiðin em óljós eins og þau hafa alltaf verið. Hins vegar er um að ræða ungt fólk, sem held- ur að heimurinn bíði komu þeira á vettvang stjórnmálanna með önd- ina í hálsinum, vegna þess að þeim hefúr verið sagt ffá bamæsku að þau væra snjallasta fólk sem fæðst hefúr í landinu. Þessar væntingar eru mikilsverðar vegna þess að þær skapa kosningasigra. Og það sem betra er; kjósandinn verður búinn að gleyma hverju hafði verið lofað næst þegar hann kýs. Þetta er eitt það helsta sem ungt fólk í pólitík lærir eftir sigrana. Á síðustu vikum hefur það gerst, að Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður hefur sagt af sér ráðherra- dómi og hyggur á fundaferð til að tala við fólkið í landinu. Ekki er enn komið í ljós hvort fólkið í landinu vill tala við Jóhönnu, en það JJýtur að vilja það, því enginn hefur verið eins ljúfúr ráðherra og hún. Jóhanna er fýrsti íslenski ráð- herrann sem fékk leyfi til að prenta peninga, og er þar átt við húsbréf- in. Þegar húsbréfin höfðu rokið út og fólk hafði keypt og sett sig í skuldir kom þar, að erfitt var um afborganir. Þá fór gæðablóðið Jó- hanna affur af stað og vildi nú fá skattfé til að borga af húsbréfún- um. Að öðm leyti átti hún í eijum við Jón Baldvin Hannibalsson eftir að hann og ríkisstjómin hafði látið allt eftir henni í þrjú ár. Það er þvi ekki að furða þótt hún vilji tala við fólkið núna strax, eða áður en það gleymir góðverkunum. Hún telur eflaust að hún eigi mikið inni hjá kjósendum og það telja fleiri, eins og Alþýðubandalagið og Kvenna- listinn, vinstri menn í Framsókn og Jóhönnusinnar í Alþýðuflokknum. Þótt unga fólkinu vinstra megin við miðju sé talin trú um að það hafi unnið persónulegan sigur með vinningi R-listans í Reykjavík, fékkst vinningurinn engu að síður fyrir atbeina pólitískra skarfa, sem hafa geð í sér til að gera út á ungt fólk. Þessir sömu skarfar undirbúa nú einskonar breiðfylkingu R-list- ans og hyggjast bjóða fram á lands- vísu í þingkosningunum. Helstu undirstöður þessarar breiðfýlking- ar, fýrir utan unga fólkið með hug- sjónirnar, em Alþýðubandalagið og Kvennalistinn. Það þykir auð- vitað ekki nóg svo planið gerir ráð fýrir ráðherranum góða, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem myndi leiða R-listann í Reykjavík. Ólafur Ragn- ar Grímsson hefúr í rauninni verið að boða svona breiðfýlkingu und- anfarið. Gallinn er bara sá, að hann er svo æfður stjórnmálamaður að fólk vill ekki hlusta á hann, enda ekki reiknað með honum í svona plani nema sem venjulegum fram- bjóðanda á Reykjanesi. Fyrir utan fýlgi Alþýðubandalags og Kvenna- lista er reiknað með fylgi frá Al- þýðuflokknum og Framsóknar- flokknum. Það gæti orðið umstals- vert. Bæði er að Jóhanna er vinsæl í Alþýðuflokknum, þótt rekkjunaut- arnir kynnu að þykja næsta skraut- legir, og svo hitt að Framsóknar- flokkurinn hefúr legið undir stöð- ugum áhriíúm frá Alþýðubanda- laginu, allt til þess dags að Stein- grímur Hermannsson fór í Seðla- bankann. Hið gamla blað flokksins, Tíminn, undirbýr sig nú til að taka að sér að verða málsvari hinnar nýju breiðfýlkingar, í stað þess að verða málgagn Alþýðubandalagsins eins og stefnt hafði verið að bæði leynt og ljóst Það samlag um borgarstjórnar- kosningar, sem skammsýnt fólk í Framsóknarflokknum í Reykjavík gerði við kvennaballana í Reykja- vík, og takist að hrinda vinstra planinu í framkvæmd, mun það kosta mikla blóðtöku hjá Fram- sókn svo skiptir nokkrum þing- mönnum. Það hefúr hveijum manni hingað til reynst ofraun að ætla að kljúfa Framsókn. Jónas frá Hriflu gat það ekki og heldur ekki Jón í Stóradal. En nú er Bleik bmgðið. Áralangt heimskulegt snudd utan í Alþýðubandalaginu hefúr orðið til þess að Framsókn stendur veikluð eftir og verður að bera ósigur sinn karlmannlega. Út af áðumefndu plani er ljóst að Al- þýðuflokkurinn er í stórhættu, enda telst hann vinstri flokkur en ekki miðjuflokkur eins og Fram- sókn átti að vera þangað til ógæfan heimsótti hann. Sjálfstæðisflokkurinn stendur einn eftir og óskertur og græðir óhjákvæmilega á vinstra bröltinu. Talað hefur verið um að kosningar gætu orðið í október. Davíð Odd- son forsætisráðherra tregðast við; að líkindum af meðaumkun með Alþýðuflokknum. Sú tilraun til tveggja flokka kerfis í landinu, sem breiðfýlking R-listans hefði í för með sér, gæti aldrei orðið annað en ávinningur fýrir Sjálfstæðisflokk- inn. Svo einfalt er það mál. Höfundur er rithöfundur jA.rftÖKEWÓtArfA .. HETUPöU Í.E5IOSKEHfinL£öAR V' artCURVYLfcA? •5 :••:•>:■:•:•;•:•: !!;>!• iaatwát’i Að kaupa sér ímynd VmSKIRTI - HIN HLIÐIN Vikulegur dálkur um viðskipti og íjármál er skrifaður af pallborði nokkurra einstaklinga í viðskipta- og fjármálalíft Maðurinn er í raun og vem afskaplega hégómleg vera. Öll mannleg starfsemi gengur út á að leika hlutverk gagn- vart öðrum, láta aðra fá ákveðna skoðun á sjálfúm sér, fýrirtæki sínu og starfsemi. Sumir reyna að ganga fram af samtíð sinni með hegðun, sem er á svig við það sem gerist í samfélaginu. Slíka hegðun mátti sjá í þætti sjónvarpsins um skáldið og málarann Dag Sigurðarson. Að lokum gekk hann fram af sjálfúm sér og lést fýrir aldur fram en þó fúrðu gamall, því meðalaldur slíkra manna er 42 ár. Fyrr á öldinni ól landið annan listamann, náfrænda Dags, sem einnig reyndi að ganga fram af samfélaginu og lést fyrir aldur fram, það var Guðmundur Thorsteinsson, Muggur. Hann hef- ur verið elskaður og virtur af þjóð- inni en hann var á framfæri efnað- ara foreldra á meðan efni þeirra entust. Fyrr á öldum réðu kóngar og furstar skáld til að mæra sig lifandi og tónskáld til að semja sálumessur til að leika við útför sína. Sú sálu- messa varð að vera í samræmi við ríkjandi trúarhugmyndir til að hinn látni fengi eilífa vist í himna- ríki en ef illa fór við samningu verksins var eins víst að hinn brott- gengni bróðir eða systir fengi samastað á grillteinum helvítis. Á meðal frægustu verka tónbók- menntanna em hinir 6 Branden- borgarkonsertar en þeir munu „Hver er tilgangurinn með þessum framlögum til landgrœðslu og íþrótta? Það er ekki göfuglyndið eitt sem ræður ferðinni, heldur von um framtíðar- ávinning. “ halda merki fúrstans af Branden- burg mun lengur á lofti en dagleg störf hans, sem allir em búnir að gleyma. Þá þótti einnig gott að halda málara, en málararnir mál- uðu „portrait“ myndir af heilum hirðum í fúllum herklæðum. í upphafi þessarar aldar kom fram velmegandi borgarastétt með rýmri fjárráð en áður þekktust hér á landi. Þessir góðborgarar vissu hvert þeirra hlutverk var: Að sjá farborða skáldum söngvumm og málumm. Sagt er að Kveldúlfur hf. og Thorsbræður hafi haldið hirð ið fjár vant þegar hann var að feta ' tæki styrki íþróttahreyfinguna um sín fýrstu spor á listabrautinni. Þá 400 milljónir á ári. Það væri ósk- að Vílmundur andi að þeim fjármunum sé vel varið en því miður sést ekki árang- ur af þeim styrkjum á alþjóðlegum mótum um þessar mundir. En hver er svo tilgangurinn með þessum framlögum til landgræðslu og íþrótta? Það er eldd göfuglyndið eitt sem ræður ferðinni, heldur von um framtíðarávinning. Auglýsing- um í blöðum og tímaritum er hent hei manna við nám á Ítalíu og í Frakk- landi. Eggert Stefánsson var gerður út af íslenskri borgarastétt en víst er þó að frægð hans hefúr mest orðið í verki Halldórs Laxness, Brekku- kotsannál, en talið er að Eggert hafi verið fýrirmynd skáldsins að Garð- ari Hólm heimssöngvara. Sjálfúr fékk Halldór Laxness stuðning frá Óskari Halldórssyni útgerðar- manni, sem síðar varð ódauðlegur sem Islands Bersi í Guðsgjafarþulu. Laxness er frábmgðinn öllum snill- ingum í hópi listamanna, því svo virðist sem honum hafi aldrei orð- má ekki gleyma því að Vílniundur landlæknir herbergjaði þá Halldór og Þorberg á heimili sínu á ísafirði og þar vofu þeir í fæði. Vistin þar alið af sér margt yrkisefnið. er öldin önnur. Öld fjölmiðl- unar krefst þess að fýrirtæki sýni að þau séu góðir þjóðfélagsþegnar. Þannig er Coca Cola annað og meira en framleiðandi gosdrykkja. Coca Cola hélt knattspymuveislu aldarinnar með heimsmeistara- móti í Bandaríkjunum og eftir 2 ár verður haldið aldarafmæli Olymp- íuleika nútímans í Atlanta en þar em einmitt höfúðstöðvar Coca Eflir Gary Larson Cola. Stjómendur Seðlabanka íslands og annar bankastofnanna vildu láta gott af sér leiða á annan hátt en með stjómun peningamála. Þeir höfðu forgöngu um kaup á Skarðs- bók, síðasta geirfúglinum og bóka- safni til Bessastaða. Stórfýrirtæki reyna að breyta þeirri ímynd sem þau hafa í hug- um fólks. Þau reyna að láta sem flesta njóta áhuga fýrirtækjanna á þjóðfélagsmálum, á málefnum sem flestir geta sammælst um. Hin látni eldhugi, Óli Kr. Sig- urðsson forstjóri OLÍS, tók fum- kvæði, sem aðrir hafa verið að leika eftir. Engir sjá samhengi á milli olíu og landgræðslu, olía er skaðræði í náttúrunni. Hann tengdi þetta saman og nú hafa OLÍS og við- skiptavinir þess fært Landgræðsl- unni 25 milljónir króna, sem ef- laust koma sér vel við endurheimt gróins lands. Skeljungur hf. hefúr nálgast skógrækt með svipuðum hætti. íþróttahreyfingin nýtur velvildar fýriitækja í landinu með gífurleg- um styrkjum. Fyrirtækin vilja tengja ímynd sína heilbrigði og hreysti. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er talið að fyrir- eftir lestur og þær skilja stundum lítið eftir. En skógurinn og hin uppgrædda auðn standa eftir. Tómas Tommaborgari sagði að umræða um bílakaup sín hefði ver- ið mun betri auglýsing fýrir Tommaborgara en jafnvirði bílsins í Morgunblaðsauglýsingum. Blöð- unum var hent, en hann seldi bíl- inn að lokum. Vel heppnað fram- lag til góðs málefnis getur verið auglýsing að eilífú. HIIMUMEGIN (The Far Side) Nilli hafði leynt tilfinningum sínum árum saman þegar hann ákvað loks að reyna við yfirbókavörðinn. FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ1994 PRESSAN 9

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.